Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
tmim
n j=g vdtc^ þér'er'tolt- Okkur er
öLLum kal-t."
B
zrlf
... að vita hvaðþú vilt
TM R«g. U.S. Pat. Ott.—all rtghts reserved
01986 Los Angeles Tlmes Syndicate
Tii hamingju mnmmn Nú
ertu orðin barnapíaí
Áður en við förum að ræða
launahækkunina vil ég
spyija þig, hvað starfar þú
hér við fyrirtækið?
HÖGNI HREKKVISI
rÖKKUM PAPA IMN ... pAP SR,
AFAl>euSPA<5U«. LöeeE-ÖLOSTJORAMS.''
íþróttavöllurinn i Laugardal.
Völlinn í Laugardal á að stækka
Velvaknadi góður.
Erlend landslið, sem hingað hafa
komið að undanfömu, hafa kvartað
yfir því að völlurinn f Laugardainum
sé þröngur.
Stærð knattspymuvallarins tak-
markaðist í upphafí við hlaupa-
brautina, sem umlykur hann, og er
400 metra löng. Nú er orðið fátítt
að keppni í fíjálsum íþróttum fari
fram á þessum leikvangi, því eftir
að Valbjamarvöllur kom til hafa
ftjálsíþróttamót verið haldin þar.
Ekki er þvf lengur þörf fyrir hlaupa-
brautina á vellinum og áhorfenda-
stæði og stúka á Valbjamarvelli
virðast ekki eiga í neinum vandræð-
um með að rúma áhorfendur á
fijálsíþróttamótum.
Tillaga mín til forsvarsmanna
íþróttamála hjá borginni er sú, að
knattspymuvöllurinn í Laugardaln-
um verði stækkaður. Með því mundi
þrennt vinnast. Leikurinn sem
slfkur færðist nær áhorfendum og
ætla mætti að breiðari völlur skil-
aði betri knattspymu, þar sem
hæfíleikarfkir einstaklingar fengju
betri möguleika til þess að njóta
sín. í öðm lagi opnaðist sá mögu-
leiki til þess að færa mörkin dálftið
úr stað, en eins og kunnugt er vill
grasið gefa sig, þar sem álagið er
mest, framan við mörkin. Þar er
því venjulega drullusvað í rigning-
artíð og þarf reyndar ekki votviðri
ta.
Ég vona að þú komir þessari
bendingu á framfæri og að íþrótta-
forystan hjá borginni, sem verið
hefíir með daufasta móti að undan-
fömu, hrindi henni í framkvæmd.
Kristján Benediktsson
Víkveiji skrifar
Fyrir nokkmm vikum átti
Víkveiji leið um lítið fjallaþorp
f austurrfsku Ölpunum. Eins og
jafnan, þegar komið er á þær slóð-
ir eða svipaðar, annars staðar f
Mið-Evrópu, tekur ferðamaður
fljótt eftir því, hvað þessum þjóðum
tekst vel, að varðveita menningu
sfna og tungu og hvemig þeim hef-
ur tekizt að því er virðist að útiloka
gersamlega áhrif þeirrar amerísku
popmenningar, sem flæðir yfír hinn
vestræna heim.
Ensk tunga heyrist ekki og fáir
skilja hana. Útverðir þessarar pop-
menningar á borð við MacDonalds
veitingastaði em ekki til, ensk og
amerísk blöð og tímarit em ekki
tiL Ef um er að ræða sjónvarpsefni
frá enskumælandi löndum er það
allt með þýzku tali. Matarræði er
hefðbundið fyrir þetta svæði og
hefur ekki orðið fyrir áhrifum af
matarmenningu Bandarfkjamanna.
Sjálfsagt á þetta við um sveita-
þorp um alla Mið-evrópu, hvort sem
þau em þýzk, austurrísk, frönsk,
eða svissnesk. Auðvitað hefur þess-
um þjóðum ekki með sama hætti
tekizt að útiloka ensk-amerísk áhrif
frá stórborgunum. Þau em þar
samt víða í lágmarki.
Óneitanlega verður íslendingur
sem ber þessa stöðu mála saman
við framvinduna hér hjá okkur
hugsi.
XXX
Oskaplega er Víkveiji orðinn
þreyttur á þeim kjaftagangi,
sem hvín í eymm í útvarpsstöðvum
á borð við Bylgjuna og rás 2 daginn
út og daginn inn. Er þetta flölmiðla-
byltingin?! Sunnudagsmorgun einn
fyrir skömmu hlýddi Víkveiji á sam-
tal útvarpsmanns á Bylgjunni og
afgreiðslustúlku f Kaffívagninum.
Spumingar útvarpsmannsins sner-
ust um það, hvers konar samlokur
væm á boðstólum í kaffivagninum,
hvort það væm venjulegar samlok-
ur eða langlokur, hvað væri í þeim
o.sv. frv. Inn á milli spuminga og
svara heyrðust ógurleg hlátrasköll
í útvarpinu af einhveijum ástæðum.
Við þetta bætist svo, að fjöl-
breytnin f dægurlagatónlist er
bersýnilega ekki meiri en svo, að
það er alltaf verið að spila sömu
lögin aftur og aftur. Vel má vera,
að stór hluti þjóðarinnar njóti þess-
arar tónlistar út í yztu æsar en jafíi
vist er hitt að stór hluti hennar
þolir illa þetta stöðuga garg og lok-
ar þá að sjálfsögðu fyrir. Eftir því,
sem útvarpsstöðvum af þessu tagi
Qölgar verður sú krafa áreiðanlega
háværari að aukinn verði flutningur
á sígildri tónlist í útvarpi og vandað
útvarpsefni verði meira áberandi f
dagskrá a.m.k. Rfkisútvarpsins.
XXX
Leikrit Ragnars Amalds, alþm.,
Uppreisn á ísafirði, hefur hlo-
tið góðar viðtökur gagnrýnenda
flestra ef ekki allra dagblaðanna
og er það býsna óvenjulegt. Þetta
er líflegt og skemmtilegt leikhús-
verk og uppsetning þess vönduð
enda leikstjórinn Brynja Benedikts-
dóttir, sem hefur verið einn frum-
legasti leikstjóri okkar um árabil.
Það er óhætt að hvetja fólk til þess
að eyða kvöldstund í Þjóðleikhúsinu
til þess að horfa á þetta leikrit.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, em ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfii, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski
nafnleyndar.