Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 Útvarpssendar tU öflunar tífeðtis£ræðUegra upplýsinga um dýrí nátturunni „Gæti reynst íslendingum vel við rannsóknir á hvölum í sjóf“ segirdr. G. Edgar Foik prófessor við lowa-háskóla -*<■ A' Dr. G. Edgar Folk prófessor í lífeðlisfræði við ríkisháskóla Iowa- ríkis Bandaríkjanna heimsótti ísland fyrir nokkru og hélt m.a. tvo fyrirlestra um rannsóknarsvið sín innan lífeðlisfræðinnar. Sá fyrri fjallaði um notkun senditækja við lífeðlisf ræðilegar rannsóknir, en í þeim síðari ræddi dr. Folk annars vegar um líffræðilegar klukkur (lífklukkur) f dýrum og hins vegar um eskimóa á heímskautasvæðum Alaskarikis. Dr. G. Edgar Folk er höfundur kennslubókarinnar „Text- book of Environmental Physiology", sem nefna mætti Kennslubók i umhverfislífeðlisfræði. r. G. Edgar Folk kom hing- að til lands til að kynna starfsbræðrum sínum hér á landi rannsókn- ir sínar, en þó einkum til að kynna sér rannsóknir dr. Jóhanns Axelssonar prófessors í lífeðlisfræði við læknadeild Há- skólans á kuldaþoli Guðlaugs Friðþórssonar skipveija á Hellis- eynni („the man who broke the cold-barrier“), sem komst lífs af er skipið fórst við Vestmannaeyjar. Dr. Folk hefur sjálfur kannað kuldaþol, en aldrei kynnst slíku af- reki sem sundi og landgöngu Guðlaugs. Dr. Folk kvaðst vona að samstarf tækist milli sín, dr. Jó- hanns Axelssonar og Guðlaugs Friðþórssonar um frekari rannsókn- ir með stuðningi ríkisháskólans f Iowa-ríki og Háskóla íslands. Ríkis- háskólinn á svonefnda hitamynda- vél, sem er dýrt og mikið tæki, er tekur hitamyndir. í fyrri fyrirlestri sínum fjallaði dr. Folk um þá tækni, sem notuð er til að afla lífeðlisfræðilegra upp- lýsinga um dýr, er lifa fijáls í náttúrunni. Litlum útvarpssendum (geta verið eins smáir og magnýl- tafla - og hafa verið settir í fóstur dýra í móðurkviði með góðum ár- angri) er komið fyrir í þessu skyni og þá annað hvort inni í dýrunum eða utan á þeim. Sendar þessir gefa mun meiri upplýsingar en þeir, sem notaðir hafa verið til að rekja slóð dýra. Dr. Folk sýndi útvarps- sendi, sem hann nefndi „Iowa- sendi" og sagði frá notkun hans. Sendir þessi mælir hjartsláttartíðni (t.d. fjöldi slaga hjartans á mínútu) og líkamshitastig og sendir boð, sem einnig má nota til að skrá hjart- arafrit (um elektróður sendanna nærri hjarta, sem oftast eru settir í kviðarhol dýra, en hjartavöðvinn situr í bijóstholi nánast á þaki kvið- arholsins, sem er þindin). Tækni sem þessa er einnig hægt að nota til að taka heilarafrit og mæla blóð- þrýsting og blóðflæði. Mæling hjartsláttartíðni veitir mikilvægar upplýsingar um virkni dýra og efna- skiptahraða (slagmagn hjartans breytist lítt við eðlilega virkni heil- brigðra dýra). I seinni fyrirlestri sínum flallaði dr. Folk um rannsóknir þær, sem hann gerði við vísindastöðina í Point Barrow í Alaska-ríki ásamt konu sinni Mary og ijölmörgum stúdent- um, en dr. Folk lagði stund á rannsóknir við vísindastöðina í sam- fleytt 17 ár. Hann rannsakaði svonefndar líffræðilegar klukkur (lífklukkur), en með notkun fyrr- greindra senditækja voru ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir mældir hjá 12 tegundum spendýra (þ. á m. 3 tegundum bjamdýra) og 2 fugla- tegundum. Megináhersla var lögð á athuganir á áhrifum stöðugrar dagsbirtu á sólarhrings-lífklukkuna hjá spendýrum, en líffræðilegar klukkur (sjá síðar) er samnefni þeirra ferla í dýmm, er stjóma ýmsum kerfum líkamans á þann hátt, að dægursveiflu gætir (þ.e. mörg dýr geta fylgst náið með því hvað tímanum líður - tímaskyn er hluti lífeðlisfræði dýranna). Notkun senditækja (útvarps- senda) við lífeðlisfræðilegar rann- sóknir er tiltölulega ný tækni, er nefnist „radio telemetry" á ensku og hefur dr. Folk átt dijúgan þátt í þróun tækninnar. Til hagræðis verður tækninni valið nafnið út- varps-fjamám, sem væri undir- flokkur §amáms („telemetry"). Vilhjálms þáttur Stefánssonar Dr. G. Edgar Folk stundaði rann- sóknir um langt árabil í rannsóknar- stöðinni í Point Barrow, en eins og fyrr segir er stofnunin (Naval Arctic Research Laboratoiy) staðsett nyrst í Alaska-ríki Bandaríkjanna, upp við rönd Norðurpólsíssins. Þar er albjart samfleytt í 82 daga á ári að sumarlagi og almyrkvað í 82 daga samfleytt á ári að vetrinum. Hann skyggndist einnig inn í líf eskímóa svæðisins, en nærri Point Barrow er Barrowþorp - stærsta eskimóaþorp heims, byggt um 2.000 Inúítum. Rannsóknarstöðin á Point Barrow var stofnuð 1928. Einn af hvatamörmum stofnunar- innar var Vestur-íslendingurinn dr. Vilhjálmur Stefánsson, en hann fæddist 3. nóvember árið 1879 í Hulduárhvammi í Ámesbyggð í Manitóba og voru foreldrar hans íslendingamir Jóhann Stefánsson bóndi á Dálksstöðum í Suður- Þingeyjarsýslu, Kroppi í Eyjafirði (1868-1876), Nýja-íslandi í Kanada (1876-1881) og síðast í Tungu í Mountain-byggð (1881-1891) og kona hans Ingibjörg Jóhannesdótt- ir. Sonurinn Vilhjálmur ólst upp í Tungu og hlaut miðskólamenntun í Mountain-byggð, en stundaði síðan nám við ríkisháskólana í Grand Forks og Iowa og lauk þaðan BA-prófi 1903. Dr. Vilhjálmur lagði síðan stund á mannfræðirannsóknir við Harvard-háskóla í Boston 1904-1906 og lauk þaðan MA-prófi (heiðursdoktor frá Háskóla íslands 1920 og fleiri háskólum erlendis). Hann ferðaðist ásamt konu sinni Evelyn Baird Stefánsson til íslands 1904 og 1905 (síðari ferðin var mannfræðileiðangur á vegum Har- vard-háskóla), en megináhersla var lögð á heimskautarannsóknir, enda er dr. Vilhjálmur viðurkenndur landkönnuður og rithöfundur (ritaði m.a. bókina My Life With the Esk- imo, eða Líf mitt meðal eskimóa, sem kom út í New York-borg 1913). Ein frægasta ferð hans var heim- skautalandaleidangur 1913-1918, en hann var leiðangursstjóri þessar- ar ferðar, er kostuð var af kanadísk- um yfírvöldum. Varð þetta mannraunaför hin mesta. Dr. Folk hefur kynnt sér ævi þessa merka Morgunblaðið/Ámi Sœberg. Dr. G. Edgar Folk prófessor í lífeðlisfræði við ríkisháskólann í Iowa-ríki Bandaríkjanna. íslenska landkönnuðar og vísinda- manns og ritaði m.a. grein um áhrif dr. Vilhjálms á þróun næringar- fræðinnar og uppgötvun hans á lífsnauðsynlegum fitusýrum í rit, sem Iowa-háskólinn gaf út, er skól- inn minntist starfa dr. Vilhjálms í þágu vísindanna. Skólinn helgaði dr. Vilhjálmi 2. og 3. maí 1980 og áttu hjónin G. Edgar Folk og Mary A. Folk stærstan þátt í því, að svo væri gert. Við þetta tækifæri var afhjúpuð bronsmynd af dr. Vil- hjálmi eftir kanadíska mynd- höggvarann Emanuel Otto Hahn. Dr. Vilhjálmur Stefánsson stund- aði miklar rannsóknir á heim- skautasvæðum Bandaríkjanna og Kanada og var um leið landkönnuð- ur. Hann festi skip sitt eitt sinn í ís og náði landi nærri Point Barrow með aðstoð Ínúítans Péturs Savólíks, sem þá var aðeins 8 ára gamall drengur. Dr. Vilhjálmur gerði einmitt merkar uppgötvanir á sviði næringarfræði meðal Ínúít- anna nálægt Point Barrow, en hann komst að því, að neysla eingöngu magurs kjöts hefði alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Dr. Vil- HJARTARAFRIT SKRÁÐ MEÐAN Á TILRAUN STENDUR Myndin sýnir hinn svonefnda „Iowa-sendi“, rás hans og þau atriði, sem sendirinn sendir boð um. Annars vegar er skráð hjartsláttar- tíðni og hins vegar líkamshitastig, en merki sendisins eru líka notuð til ritunar hjartarafrits (hjartalínurits). hjálmur lést 26. ágúst 1962, en Ínúítadrengurinn lifír enn og er mikilvægur hlekkur milii fortíðar og nútíðar rannsóknarstöðvarinnar í Point Barrow. Útvarps-fjarnám Fjarnám í þágu líffræðinnar („Bio-telemetry“) er unnt að skil- greina, sem öflun upplýsinga um starf dýra fjarri vísindamanni, sem hafa líffræðilegt gildi. Þegar vísindamaður nemur merki frá út- varpssendi í eða utan á dýri í náttúrunni með móttakara (hálf- gerðu útvarpi), er rætt um útvarps- fjamám enda þá stuðst við útvarpsbylgjur. Margra ára reynsla dr. Folks og starfsfólks hans hefur kennt þeim að útvarpssenda skuli aðeins nota þegar auðsýnt sé að engin önnur aðferð til upplýsinga- öflunar dugi. Skýringin er sú að ýmislegt getur eyðilagt fyrir þeim vísindamanni sem hyggst nota út- varps-ijamámið. Má nefna sem dæmi að rafhlaða útvarpssendis í viðkomandi dýri kann að reynast dauð eftir tvo daga i stað tveggja ára, sem eyðileggur augljóslega langtímarannsóknir á dýri með við- komandi útvarpssendi (rafhlöðum- ar halda þó fullum styrk fram á sfðustu stundu og brengla því ekki merkjasendingar fyrr en rafhlöð- umar gefa upp öndina allt í einu). Utvarp nærri athugunarstaðnum, sem nýtir sér sömu tíðni og út- varpssendir vísindamannsins, getur einnig tmflað merkjasendingamar og móttöku þeirra. Við ákveðnar aðstæður hefur þó útvarps-fjamám mikla kosti um- fram aðra tækni. Þetta á við um öflun lífeðlisfræðilegra upplýsinga um dýr í náttúrunni. Tæknin hindr- ar ekki eðlilega hegðun dýrsins og hræðir það hvorki né veldur streitu, sem raunin er við athuganir á rann- sóknarstofum og er þetta hvað mestur kostur útvarps-fjamáms. Þá liggja engir vírar gegnum húð dýrsins. Tækninni er unnt að beita við ýmsar oft óeðlilegar aðstæður s.s. stöðugt myrkur, mikinn kulda, í kafí eða í snjóbyljum. Þá skekkir hvorki viðurvist vísindamanns né rimlar búrs niðurstöður rannsókna. Merki senda með fremur hárri tíðni (kHz) fara vel gegnum saltvatn (sbr. merkjasendingar gegnum vefí, sem eru jú eins konar saltupplausn) og hafa þeir verið notaðir að ein- hveiju leyti við rannsóknir á hvölum. íslenskar hvalarannsóknir Dr. Folk álítur íslendinga geta aflað vísindunum mikillar þekking- ar um hvali með því að beita útvarps-Qamámi á lifandi hvali og hvalir séu talsvert dýrmætari lif- andi en dauðir hvað upplýsingaöfl- un snertir og má vísa tii þeirrar upptalningar er hér fer á eftir. Hins vegar telur dr. Folk ýmsar rann- sóknir aðeins geta farið fram á dauðum hvölum og nefnir hann rannsóknir á vefjasneiðum. „Það er vissulega ekki nóg að drepa einn hval,“ sagði dr. Folk í samtali við undirritaðan, en segir þó ávallt erfítt að meta, hversu mörgum dýr- um þurfi að farga svo marktækar niðurstöður fáist. „Það er skiljan- legt að áhugi á hvalarannsóknum stóraukist allt í einu þegar ljóst er að bann við hvalveiðum er á næsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.