Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
33
FJÓRARGÓB
MED POLARIS
erðaskrífstofan Polarís býður fjóra spennandi möguleika í svartasta
skammdeginu, fjórar góðar ferðir. Valið stendur um dvöl á
Florida með óviðjafnanlegri siglingu um Karabíska hafið, ævintýraferð
til Thailands eða afslöppun í sólarsælu Kanaríeyja eða Madeira.
DRAUMASIGUNG
UM KARABÍSKA HAFIÐ
Sigling um Karabíska hafið er stórkostleg upplifun sem
hefst með beinu flugi til Orlando. Þaðan er flogið til
Miami og lagt upp í sjö daga ógleymanlega siglingu um
Karabíska hafið með viðkomu á Bahamaeyjum, Puerto Rico
og hinum óviðjafnanlegu Jómfrúareyjum.
Skipið er 48 þúsund tonna sælustaður með þremur sund-
laugum, spilavíti, tveimur næturklúbbum, diskóteki, heilsu-
rækt, tennisvöllum og aðstöðu fyrir golf, svo lítið sé nefnt.
Matsveinarnir um borð eru sannir listamenn og að sjálfsögðu
eru allar máltíðir innifaldar í verðinu.
Iburður, fjör og ferskleiki eru einkunnarorð ferðarinnar því
fjörið er alls ekki á enda þegar siglingunni lýkur. Þá eru eftir 4
dagar í Orlando með heimsókn í Sea World, Epcot Center og
Disney World.
Síðasti leikur ferðarinnar er viku afslöppun í St. Petersburg
undir Floridasól eins og hún gerist best. Þar er gist á Alden
hótelinu sem margir íslendingar þekkja. Einnig er hægt að
dvelja á Florida án þess að sigla um Karabíska hafið, þá er
slappað af og lífsins notið í 18 daga á Alden hótelinu.
Brottfarír eru 1/1, 17/1, 22/1 og 29/1.
Verö í 18 daga ferð frá kr. 64.500,-
ÆVINTYRAHEIMUR THAILANDS
OG SINGAPORE
ótt í Bangkok er ógleymanlegt ævintýri en ferðaskrif-
stofan Polaris býður fjórar nætur í þessari borg óvæntra
ævintýra. Síðan er farið á Pattaya ströndina, frægustu
baðströnd Thailands og lifað í vellystingum í 10 daga. Gist er
á fyrsta flokks hóteli þar sem stjanað er við gestina allan
sólarhringinn.
Farþegum Polaris gefst þarna gott tækifæri til að upplifa
ævintýraheima Thailands og sú reynsla gleymist ekki næstu
áratugina og auðveldlega má framlengja ferðina með auka-
viku við Pattaya ströndina eða kóróna ferðina með aukaviku í
ævintýraborginni Singapore. Þar er gist á enn einu lúxus
hótelinu og leyndardómar Singapore kannaðir á nóttu sem
degi. Brottfarír alla þríðjudaga.
Verð í 17 daga ferð frá kr. 51.669,-
(Aukavika á Pattaya kr. 3.899, aukavika í Singapore kr. 8.976)
KANARÍEYJAR
úsundir íslendinga þekkja paradís Kanaríeyja með lúxus
hótelum, hvítum sandi og svalandi sjó. Nú gefst farþegum
Polaris kostur á beinu leiguflugi í þriggja vikna ferðir í fjörið á
Kanarí.
Brottfarir oru 13/11, 18/12, 08/1, 19/2, 12/3, 9/4 og 30/4.
VerO í 3 vikur frá kr. 39.372,-
MADEIRA
Madeira er sannkölluð vin í Atlantshafinu nokkru norðar
en Kanaríeyjar og þar gefst farþegum Pölaris kostur á
að flatmaga í sólskininu og láta sjóinn gæla við brúnan
kroppinn. Flogið er beint til Madeira, dvalið á góðum hótelum
í fallegu umhverfi í þrjár eða fjórur sæluvikur.
Brottfarir eru 11/12, 20/1, 29/1, 26/2 og 19/3.
Verð í 3 vikur frá kr. 35.460,-
Innifalið í öllum verðum er flug og gisting í 2ja manna íbúðum /herb.
Flugvallaskattur er ekki innifalinn.
FERÐASKRIFSTOFAN
POLARIS
Kirkjutorgi 4 Sími622 011
POLARIS
w
STRIK