Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 tacgmiÞiiifeifef Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Fjárlagamarkmið Fjárlagafrumvarpið dregur dám af almennu efnahags- ástandi í þjóðarbúskapnum. Fjárlagaumræðan speglar síðan kosti og galla frumvarps- ins. Niðurstöður þess virðast samræmast settum efnahags- markmiðum ríkisstjómarinnar: 1) að festa þann árangur í sessi, sem náðst hefur í hjöðn- un verðbólgu og auknu jafn- vægi í efnahagsmálum, 2) að lækka ríkissjóðshalla um þriðj- ung frá því sem hann verður á líðandi ári, 3) að ná jöfnuði í viðskiptum við umheiminn, 4) að grynnka á erlendum skuldum ríkisbúskaparins, í fyrsta skipti um langt árabil. Umræðan speglaði jafn- framt galla frumvarpsins. Áætluð ríkissjóðsútgjöld 1987 sýna, að þrátt fyrir stóraukið útgjaldaaðhald hefur ekki náðst sú hagræðing og sá spamaður í ríkisbúskapnum, sem björtustu vonir stóðu til. Þetta segir til sín í áætluðum hálfs annars milljarðs króna ríkissjóðshalla 1987 og styttri skrefum í átt að efndum á því fyrirheiti, að fella niður tekju- skatt af almennum launum einstaklinga, en upphaflega vóm ráðgerð. Aðhald í ríkisút- gjöldum hefur hinsvegar borið nokkum árangur. Fjármálaráðherra rakti ríkissjóðshalla á líðandi og komandi ári að stærstum hluta til afsals ríkissjóðstekna og aukinna útgjalda í tengslum við kjarasátt á vinnumarkaði í febrúarmánuði sl. „Til viðbótar við fyrirséðan halla,“ sagði Qármálaráðherra og í fjárlagaræðu sinni, „bætt- ist ófyrirséð útgjaldahækkun, sem að stærstum hluta má rekja til meiri launabólgu en gert var ráð fyrir í samningun- um, en bróðurpartur útgjald- anna hefur verið beint tengdur launum." Vinnuveitendasam- band Islands hefur sem kunnugt er nýlega staðhæft að halli ríkissjóðs verði ekki rakinn til kjarasamninga sl. vetur. Gjaldahlið fmmvarpsins gerir ráð fyrir 4.510 m.kr. hækkun launa hjá ríkinu frá fjárlögum líðandi árs og um 3.870 m.kr. frá áætlaðri niður- stöðu ársins 1986. Stjómar- andstaðan benti hinsvegar á að aukinn kaupmáttur og við- skiptavelta, honum tengd, færði ríkissjóði auknar tekjur, bæði í tekju- og eyðslusköttum. Kristín Halldórsdóttir, tals- maður Kvennalista í fjárlaga- umræðu, var einna málefna- legust stjómarandstöðuþing- manna í gagnrýni sinni. Hún benti m.a. á að áætluð ríkis- sjóðsútgjöld í fmmvarpi að fjárlögum hækkuðu gjaman í meðfömm Alþingis. Þar að auki sýndu fjallháar aukafjár- veitingar ár hvert, þ.e. ríkisút- gjöld umfram fjárlagaheimild- ir, að innbyggðu útgjaldaað- haldi væri ábótavant. Hún gagniýndi útgjaldaauka ein- stakra ráðuneyta, m.a. kostnað við yfírvinnu, ferðalög og risnu — og taldi íjárlagahallann van- áætlaðan. í þingræðisríkjum er það kvöð stjómarandstöðu, einkum í hinum stærri málum, að setja fram annan marktækan val- kost, til hliðar við stefnumörk- un ríkisstjórnar. Þessu hlutverki brást stjómarand- staðan algjörlega í fjárlagaum- ræðunni. Stjómarandstöðu- flokkar tíunduðu enga heildstæða fjárlagastefnu, hvorki varðandi tekju- né gjaldahlið fmmvarpsins. Sama máli gegndi um efnahags- markmið, en fjárlög em að sjálfsögðu mikilvægur hluti af efnahagsbúskap þjóðarinnar í heild. Málflutningur stjómar- andstöðu einkenndist frekar af áróðri en ábyrgð, eins og oft vill verða á síðasta þingi fyrir kosningar. Það vakti og athygli að tals- maður Framsóknarflokks í umræðunni eyddi hluta af ræðutíma í bollaleggingar um, hvort viturlegra væri að koma upp söluaðstöðu áfengis í Mjódd eða Kringlu. Það er ekki von á góðu þegar aukaat- riði em sett á odd. Fjármálaráðherra lagði áherzlu á þau meginmarkmið fjárlagafmmvarpsins, að stefnt er að hallalausum ríkis- búskap, þótt svo að það mark náist ekki á næsta ári, að dreg- ið er úr umsvifum ríkisins í þjóðarbúskapnum, að ríkis- geirinn grynnkar á erlendum skuldum sínum og að stefnt er að jöfnuði í viðskiptum við umheiminn 1987. Fyrir rúmum áratug var eitt mesta þjóðfélagslega misréttið, sem þekktist í landinu, mismunandi að- staða fólks í lífeyrismál- um. Þá bjó sá hluti þjóðarinnar sem var í op- inberri þjónustu við verðtryggðan lífeyri, en hinn hluti þjóðarinnar og þar með mik- ill meirihluti, sem hafði starfað í atvinnulíf- inu í þjónustu einkareksturs, var í lífeyrissjóðum, þar sem lífeyrir var ekki verðtryggður. A tímum óðaverðbólgu þýddi þetta, að þeir, sem voru í óverð- tryggðum lífeyrissjóðum voru á flæðiskeri staddir fjárhagslega, þegar þeir settust í helgan stein. Einn helzti baráttumaður fyrir endur- bótum í lífeyrismálum á þessum tíma var Guðmundur H. Garðarsson, sem tvívegis flutti á Alþingi frumvarp sem markaði nýja stefnu í lífeyrismálum og aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins tóku upp á þingi nokkrum árum síðar. Umræður um mis- rétti í lífeyrismálum leiddu til samninga um verðtryggingu óverðtryggðra lífeyris- sjóða milli aðila vinnumarkaðarins og þar með var lagður grundvöllur að því að jafna stöðu þjóðfélagsþegnanna að nokkru leyti í þessum efnum. Þótt ákvörðun um verðtryggingu hinna óverðtryggðu sjóða fyrir áratug eða svo hafi að sjálfsögðu lagt grundvöll að bættri skipan þessara mála í framtíðinni er ljóst, að einn þjóðfélagshópur hefur gleymzt í þessu sambandi. Það eru þeir félagsmenn lífeyrissjóða atvinnulífsins, sem voru komnir á þann aldur, að þeir hafa verið að láta af störfum og fara á eftirlaun á nokkrum síðustu árum. Samkomulagið um verðtryggingu dugði ekki til þess að rétta hlut þessa fólks, sem hafði e.t.v. verið í óverðtryggðum sjóðum í tvo áratugi en var komið á þann aldur, að verðtryggingin var ekki farin að segja til sín nema að litlu leyti, þegar lífeyrisgreiðslur hófust. Fyrir nokkru hitti höfundur Reykjavík- urbréfs að máli konu, sem nokkuð er komin við aldur og missti eiginmann sinn nýlega. Hann hafði fengið greiddar um 19 þúsund krónur á mánuði úr sínum lífeyrissjóði og hjónin bæði ellilífeyri frá almannatrygg- ingum. Við lát eiginmannsins lækkuðu greiðslur úr lífeyrissjóðnum til ekkju hans í um 11 þúsund krónur á mánuði þannig að með ellilaunum hefur hún innan við 20 þúsund krónur á mánuði í tekjur. Þessi kona er tiltölulega vel stödd miðað við ýmsar jafnöldrur hennar, sem við lát maka fá lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum þeirra, sem nema kannski um 4.000 krónum á mánuði. Margar þessara kvenna búa í myndar- legum húsum, sem þær hafa komið upp á langri ævi ásamt eiginmönnum sínum og eru bundnar þessum húsum og heimilum margvíslegum tilfinningaböndum. Engu að síður er það eini kostur þessara ekkna að leita fyrir sér um sölu á eignum sínum og kaupa minni íbúð, þannig að einhver mismunur verði eftir, sem þær geta notast við til þess að lifa af. í sumum tilvikum eru húsin orðin það gömul, að hinir eftirlif- andi makar hrökkva illilega við, þegar þeir bera saman mögulegt söluverð og kaupverð á minni íbúð. Þá verður stundum minna eftir en þær höfðu gert sér hug- myndir um. Hins vegar nægir lífeyrir engan veginn til að standa undir kostnaði við þá fasteign, sem fyrir er. Þótt ekkjur séu sérstaklega nefndar hér á þetta í raun við um konur og karla þeirr- ar kynslóðar, sem nú er komin um og yfir sjötugt og eru aðilar að lífeyrissjóðum, sem hafa verið verðtryggðir einungis í örfá ár. Þessi kynslóð Islendinga hefur orðið illa úti í lífeyrismálum og mjög tak- markaðar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að rétta hlut þessa fólks. Þessi kyn- slóð býr nú við eitt mesta misrétti, sem þekkist í okkar þjóðfélagi. Þeir úr þessum hópi, sem hafa verið í opinberri þjónustu, búa við viðunandi hag, hinir ekki. Auðvit- að á margt af þessu fólki einhveijar eignir, sem það getur gengið á, en það á ekki við um alla. Það hefur furðulega lítið ver- ið talað um vandamál þessara þjóðfélags- þegna, sem þó hljóta að vera á vitorði bama og bamabarna. Umbóta er þörf Hér hefur verið nefndur einn þáttur í lífeyrismálum okkar, sem krefst tafar- lausra endurbóta. Það er réttlætismál, að þessu fólki sé sinnt, þótt hópurinn sé kannski ekki stór. Jafnframt er augljóst að málefni lífeyrissjóðanna í heild sinni kreijast úrlausnar. Eitt er ljóst: Lífeyris- sjóðakerfið, eins og það er nú byggt upp, megnar ekki að tryggja félagsmönnum þann lífeyri, sem að er stefnt á næstu ámm og áratugum. Sem fyrr segir hafa þingmenn úr hópi Sjálfstæðismanna ítrekað flutt frumvörp um lífeyrismál á Alþingi á grundvelli þeirra tillagna og hugmynda sem Guðmundur H. Garðarsson setti fram á Alþingi fyrir rúmum áratug. Nú á þessu þingi hafa þing- menn Alþýðuflokksins lagt fram viðamikið frumvarp um lífeyrismál, sem gerir ráð fyrir margvíslegum umbótum á núverandi kerfí og raunar gjörbreytingu á því. Jafn- framt hefur verið starfandi sérstök nefnd í um áratug, sem hefur unnið að endur- skoðun lífeyriskerfísins og hefur átt hlut að lagasetningu um þessi málefni eða ein- staka þætti þeirra á undanfömum árum. Nú eru starfandi í landinu tæplega 100 lífeyrissjóðir. Starfsreglur þeirra eru mjög mismunandi. Mikill fjöldi fólks er í mörgum sjóðum og verður að týna til lífeyri sinn úr mörgum áttum. í skýrslu endurskoðun- amefndar lífeyriskerfísins, sem iögð var fram fyrir rúmu ári, er m.a. fjallað um lífeyrismál eftirlifandi maka, sem dæmi var nefnt um hér að ofan. Þar segir m.a.: „Gengið er út frá því, að í hjónabandi fel- ist sameiginlegt fíárfélag hjónanna. Af þessu er ályktað að ellilífeyrisréttur sem stofnast með greiðslu iðgjalda af atvinnu- tekjum sé sameign hjónanna. Nefndin leggur því til að ellilífeyrisréttindi skiptist á milli hjóna við slit hjónabands, hvort sem heldur er af völdum skilnaðar eða dauða. Lagt er til að við skilnað sé þeim ellilíf- eyrisréttindum, sem áunnizt hafa meðan hjónabandið stóð, skipt jafnt á milli hjóna. Við dauða annars hjóna er hins vegar lagt til að við fráfall þess hjóna, sem hefur aflað minni réttar meðan á hjónabandinu stóð, haldi hitt hjónanna áunnum rétti sínum óskertum. Falli það hjónanna frá, sem hefur haft meiri tekjur og því aflað meiri lífeyrisréttinda meðan á hjónaband- inu stóð, er hins vegar lagt til að ellilífeyr- isréttindi hins eftirlifandi yrðu hækkuð í það að nema hinu sama og hinn látni hafði aflað meðan á hjónabandinu stóð.“ Ef ákvæði af þessu tagi væru nú þegar í gildi og hluti af starfsreglum lífeyrissjóða í landinu mundi sá hópur ekkna, sem nú býr við þröngan kost ekki vera jafn stór og raun ber vitni. Endurskoðun alls lífeyr- iskerfisins er vafalaust viðamikið mál. En er ekki löngu orðið tímabært að Alþingi taki að sér að sníða verstu agnúana af núverandi kerfí og geri ráðstafanir til þess að leiðrétta hlut þeirrar kynslóðar sem hér hefur verið nefnd og þ.á m. þeirra kvenna, sem eru líklega síðasta kynslóð heimavinn- andi kvenna, a'.m.k. um skeið, og fá svo litlar greiðslur úr lífeyrissjóðum eigin- manna sinna að til skammar er, þegar þeir falla frá. En það virðist vera afar algengt að eiginmennirnir fari á undan. Sömu laun fyrir sömu vinnu Nú er áratugur liðinn frá því að sett voru lög á Alþingi um launajafnrétti milli karla og kvenna, þar sem kveðið var á um að greiða bæri sömu laun fyrir sömu vinnu. I allmörg ár þar á undan hafði verið unnið að því að jafna laun karla og kvenna skv. lagasetningu á Alþingi. Þrátt fyrir þetta er það ríkjandi skoðun, að tölu- verður launamunur sé meðal karla og kvenna. Og fyrir nokkrum dögum sagði verzlunarstjóri verzlunar á Suðurnesjum, að það væri vonlaust að fá karlmenn til starfa í verzlunum fyrir sömu laun og konur. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 ^35 REYKJAVIKURBRÉF §■. Laugardagur 1. nóvember Morgunblaðid/Snorri Snorrason Fyrir einu ári var birt niðurstaða könn- unar sem Esther Guðmundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir höfðu gert um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. I könnun þeirra komu m.a. fram eftirfar- andi upplýsingar: „Árið 1983 vantaði 7% á að verkakonur hefðu sambærilegt meðaltímakaup og verkamenn, en miðað við hreint tímakaup í dagvinnu (án bónus) var munurinn 13% en með bónus minnkaði hann í 2%. Samkvæmt launakönnun Kjararann- sóknamefndar á launakjörum meðal 14 aðildarfélaga ASÍ í lok árs 1983 voru meðaldagvinnutekjur fullvinnandi karla um 16% hærri en kvenna. Þá reyndust 44% fullvinnandi kvenna vera með dagvinnu- tekjur undir 13 þús. kr. á mánuði samanborið við 21% karla. Árið 1983 voru karlar við verzlunar- störf með 29% hærra dagvinnukaup en konur. Árið 1983 voru karlar við skrifstofu- störf með 30% hærra dagvinnukaup en konur. Meirihluti kvenna, sem starfar hjá ríkinu, bæjarfélögum og bönkum, eru í launaflokkum um eða undir miðju launa- stiganna." I könnun þessari segir einnig: „Þó heim- ildimar veiti mjög mikilvægar upplýsingar um hve mikill launamunur ríkir milli kynja era þeim takmörk sett með að bijóta hann til mergjar. Þær svara yfírleitt ekki spum- ingunni um, hvemig samsetningu laun- anna er háttað, svo fullnægjandi sé... svo að hægt sé að sjá hvert rekja megi launamuninn. Að hve miklu leyti það sé vinnutíminn, lengd starfsaldurs og mennt- un, mismunandi störf kvenna og karla og röðun þeirra á launaflokka, yfírvinnu- greiðslur (þ.e. föst yfírvinna), yfírborganir og aðrar greiðslur umfram samnings- bundna taxta, sem skýri launamuninn svo dæmi séu tekin um þau atriði, sem helzt hafa verið nefnd til skýringar á launamuni kynjanna." Nú er að vísu rúmt ár liðið frá því að niðurstöður þessarar könnunar vora kynntar og augljóslega er að mestu byggt á tölum frá árinu 1983. Vonandi hefur eitthvað þokast í rétta átt á þeim þremur árum, sem liðin eru. Engu að síður vöktu þau orð verzlunarstjórans á Suðumesjum athygli höfundar Reykjavíkurbréfs, að vonlaust væri að fá karla til starfa í verzl- unum á sömu launum og konur. Af hveiju er það vonlaust? Hvað veldur því að konur era tilbúnar til þess að ráða sig til starfa á lélegri launum en karlar sætta sig við? Víða í Evrópu er það svo, að innflytjend- ur frá Suður-Evrópu vinna við lægstlaun- uðu störfín. í Bandaríkjunum era það blökkumenn, Filippseyingar, Mexíkanar og fleiri þjóðarbrot, sem taka að sér þessi störf. Hér á íslandi virðast það vera kon- ur. Er þetta sæmandi í samfélagi, sem er meðal þeirra háþróuðustu í veröldinni? Hvað veldur? Fyrir rúmum tveimur áram birti jafn- réttisnefnd Akureyrar niðurstöður könn- unar, sem gerð var þar í bæ um þessi mál. í greinargerð nefndarinnar segir m.a.: „Mikill launamismunur er milli karla og kvenna. Karlar hafa að jafnaði 49% hærri laun en konur. Laun era þá umreiknuð og miðuð við fullt starf allt árið. Meðtalinn er sá hluti launa, sem fenginn er fyrir yfirvinnu. Raunverulegur launamismunur er að sjálfsögðu miklu meiri. Meðallaun kvenna era meira að segja lægri en meðal- laun unglingspilta og karla á eftirlaunum. Það er þó athyglisverðast að launamismun- ur kynjanna eykst með aukinni menntun. Hann er minnstur hjá verkafólki. Hveijar eru þá ástæður þessa mikla launamunar? Lögum samkvæmt eru greidd sömu laun fyrir sömu störf. T.d. hefur kona sem er kennari sömu laun og karl í sömu stöðu. En kennarastétt er orðin kvennastétt og láglaunastétt um leið. Þar er ef til vill kominn hluti af skýringunni. Kvennastörf era minna metin en karla- störf og þau era lægra launuð en sambærileg karlastörf. Konur era einnig í lægri launaflokkum en karlar innan sömu starfsstéttar. Þær vinna mun minni yfír- vinnu og era sjaldnast í ábyrgðarstöðum. Niðurstöður könnunarinnar bera þess merki, að enn er litið á karla sem fyrir- vinnu heimilanna og konur sem varavinnu- afl. Þar hefur lítil breyting orðið á síðan 1960, þegar staða konunnar var nær ein- göngu á heimilinu. Heimilisstörfin og uppeldi barnanna er enn að mestu leyti á ábyrgð konunnar og vinna hennar utan heimilisins kemur sem viðbót. Konur eru háðar gæzlu fyrir böm sín til að geta unnið utan heimilis. Þær sækja í hlutastörf og störf, sem krefjast ekki of mikillar íjarvera frá heimilinu eða ábyrgð- ar, til viðbótar við þá ábyrgð, sem þær bera fyrir. Þetta virðist vera meginorsök þess, hve staða kvenna í atvinnulífinu er ótrygg." Nú þegar liggja fyrir Alþingi nokkrar tillögur sem snerta þessi málefni og sem sýna að töluverð undiralda er í samfélagi okkar vegna stöðu kvenna, þrátt fyrir allt það sem áunnizt hefur í þeim efnum. Óhætt er að fullyrða, að sú unga kynslóð kvenna sem nú er að afla sér menntunar eða er að ljúka háskólanámi og hyggst snúa sér að þátttöku í atvinnulífinu, mun einfald- lega ekki sætta sig við óbreytt ástand. Það á að vera metnaðarmál þjóðarinnar allrar að gera myndarlegt átak í þessum efnum. Jafnrétti miUi karla og kvenna í launum er jafn sjálfsagt og önnur mann- réttindi, sem við búum við. „Víða í Evrópu er það svo, að inn- flytjendur frá Suður-Evrópu vinna við lægst- launuðu störfin. í Bandaríkjunum eru það blökku- menn, Filippsey- ingar, Mexíkanar og fleiri þjóðar- brot, sem taka að sér þessi störf. Hér á Islandi virð- ast það vera konur. Er þetta sæmandi í sam- félagi, sem er meðal þeirra há- þróuðustu í ver- öldinni?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.