Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
Húsin prfla »lla leið upp á tinda.
er Qörug í tali og einlæg í fasi og
hefur yndi af starfinu. Sheraton er
afar vinsælt á Madeira og er byggt
á fögrum stað, sundlaugar á tveim-
ur „hæðum" í klettunum. Af þeirri
neðri er bara að stinga sér beint í
sjóinn. Matstaðimir og pöbbinn á
Sheraton að ógleymdu hvers konar
skemmtiefni veldur því meðal ann-
ars að þar er þéttsetinn bekkurinn
nánast árið um kring.
Ég veitti því athygli við komuna,
að leigubíllinn sem Wily Sousa sendi
eftir mér, var málaður í nýjum lit
— gulur með blárri rönd en ekki
svartur og blágrænn eins og allir
leigubílar i Portúgal hafa verið.
Flestir bílar á Madeira hafa skipt
um lit á þennan hátt. í öðra lagi
sá ég að leigubílstjórinn var kona.
Ég hafði ekki áður vitað að konur
keyrðu leigubíla á Madeira.
Idalina Marques leigubílstjóri
segir mér að hún sé ein af sjö kon-
um, sem era leigubílstjórar á eynni,
en þær vinna ekki allar að stað-
aldri við aksturinn. Hún segir að
það séu sex ár síðan hún byrjaði
að keyra á móti manni sínum. Þau
hjón eiga stóra fjölskyldu og þessi
vinnutilhögun hentar þeim prýði-
lega. Jú, víst yrðu útlendingar oft
hissa þegar þeir sæju að kona væri
við stýrið. En þeir sýni henni aldrei
annað en velvilja og kurteisi. Það
er mest að gera á sumrin og svo
frá því í október og fram í mars.
Jú, víst fannst mörgum Madeirabú-
um kyndugt, þegar hún tók upp á
að verða leigubílstjóri. „En það vora
aðallega karlmennimir," segir hún
hlæjandi. „Þeir litu það homauga
til að byija með. Það er alitaf svo-
leiðis með störf sem hafa verið setin
| af karlmönnum. En þetta er ekki
Fereira Silva hótelstjórí ásamt einum barþjóna
sinna.
Idalina leigubílstjórí.
margt að bjóða, sem glatt getur
ferðamenn í leyfum sínum. Mér _er
í minni fyrsta kvöldið mitt þá. Ég
sat í veitingasalnum að fá mér snarl
á Sheraton og var að tala við svissn-
eska konu við næsta borð. Þjónninn
vísaði til sætis rétt hjá ungum,
íslenzkum hjónum. Þau vora í
hörkurifrildi. Frúin hrifsaði matseð-
ilinn illskulega af þjóninum og hélt
áfram að lesa jrfir manni sínum.
Svo skall á ísköld þögn og allt í
einu stóð maðurinn á fætur og hrað-
aði sér út. „Nú fór í verra," hugsaði
ég og var að velta fyrir mér, hvort
ég ætti að blanda mér í málið. En
eftir nokkur andartök kom maður-
inn aftur. Hélt á þessari líka
undursamlegu orkideu, sem hvergi
sjást fallegri en á Madeira, og rétti
konu sinni. „Við getum ekki verið
að eyða tímanum í að rífast á svona
stað. Og svo öll þessi blórn," sagði
hann vandræðalega. Segi menn
svo, að íslendingar eigi ekki til
dulitla rómantík. Það er meðal ann-
ars þetta, sem ég á við með því að
segja að ég trúi því að maður verði
betri á Madeira. Hvort sem það nú
endist eða ekki.
Nú búa á eynni um þijú hundrað
þúsund manns, þar af þriðjungur í
höfuðborginni Funchal. Uni bæinn
má reika á björtum dögum, fara á
markaðinn og horfa á blómaskrúð-
ið, grænmetið, allt milli himins og
jarðar er selt þama. Og mannlíf sem
er litríkt og óstressað. Setjast niður
í smástað við höfnina og fá viður-
kenningarhróp fyrir að geta beðið
um bjór á portúgölsku. Snæða fiski-
rétti á litlum stöðum, þar sem
maður velur bara eftir bijóstvitinu.
Keyra til bæjarins Camara do Lob-
os og borða enn meiri fisk, og prófa
líkjör eyjarseggja, marakusá. Frá-
bær drykkur það. Hitta gamla og
góða kunningja eins og Pedro Ran-
ito, sem vann hjá Ríkisferðaskrif-
stofunni en er nú á Madeira Palace.
Hann segir mér að íslenzkur banka-
stjóri hafi verið þar ekki alls fyrir
löngu. Eftir lýsingu gæti það verið
Davíð Ólafsson. Eg hitti iíka Carlos
Alberto Silva frá Ríkisferðaskrif-
stofunni og hann úðar í mig
skýrslum og plöggum og auðvitað
flösku af Madeiravíninu. Að
ógleymdum Willa Sousa, forstjóra
Windsor-ferðaskrifstofunnar. Hann
þekkja margir hér frá því hann var
viðskiptafulltrúi Portúgals í Noregi
og kom margsinnis hingað. Hann
er ættaður frá Madeira og bjó lengi
utan eyjarinnar en tók við Windsor
fyrir nokkram áram og rekur ferða-
skrifstofuna ekki aðeins af krafti
og útsjónarsemi, heldur býr hann
yfir stakri hjálpfýsi og vinsemd.
Og svo eignast maður alltaf ein-
hveija nýja kunningja. Graca Luis,
PR-stjóri á Sheraton bauð í hádeg-
isverð og sýndi mikinn áhuga á að
eiga von á íslenzkum gestum. Graca
líkamlega erfitt starf. Og málið er
auðvitað með þetta eins og annað,
að vinna verk sitt vel. Það er það
sem gildir." Idalina segir að launin
séu auðvitað mismunandi eftir því
hve verkefnin séu mikil, en venjuleg
laun hennar séu oft um 30 þúsund
eskútur á mánuði. Það gerir líklega
milli níu og tíu þúsund krónur og
er ekki svo afleitt, þar sem þau
hjón vinna bæði.
Á síðasta ári komu um 290 þús-
und ferðamenn til Madeira. Mér
sögðu menn, að meðalaídur þeirra
hefði lækkað, enda hefur verið gert
Qölda margt til að laða yngra fólk
að en áður kom til Madeira. Fereira
Silva á Casino Park hafði líka
minnzt á að það væri að verða tízka
hjá Spánveijum sérstaklega að
koma í brúðkaupsferð til Madeira.
Eftir skýrslunum hans Carlos
Albertos sá ég að öll Norðurlönd
nema ísland komust á blað árið
1985. Það gæti sjálfsagt farið að
breytast.
Svo sigldi ég á Indepentia „með
ströndum hinnar miklu eyjar,
Madeira. Eyjarinnar sem drengur
nafnið af sínum mörgu tijám.“ Svo
segir Camoes og síðan leggjum við
af stað yfir sundið til Porto Santo,
sem er eiginlega hálfgerð leynieyja.
Og frá því segir í næstu grein.
Texti og myndir:
Jóhanna Kristjónsdóttir
JORUNN KARLSDÓTTIR
Handavmnupokinn
Hetta
Það er ekki seinna vænna
að fara að huga að jólagjöfun-
um. Sérstaklega fyrir þá sem
útbúa þær sjálfir. Sumir eru
langhrifnastir af því að fá
heimatilbúnar gjafir. Hér er
ein hugmynd, sem mig langar
að stinga að ykkur: Hetta til
að halda hita á kaffikönnunni
eða tekatlinum. Svona hetta
er ekki aðeins til að halda
heitu, hún er einnig upplífg-
andi fyrir kaffíborðið.
í hettuna þarf 35x90 senti-
metra efnisbút úr til dæmis
bláu, gulu eða jafnvel hvítu
bómullarefni, og smábút af
rauðu og grænu efni í eplin.
Einnig þarf strau-flíselín, og
vatt eða þunna svampskífu til
að láta innaní.
Gerið snið á rúðustrikaðan
pappír, 1 rúða = 2x2 sm.
Hann fæst víða í örkum.
Klippið þijá hluta í hettuna
og reiknið með 3 sm inná-
broti að neðan.
Klippið eplin út og strauið
flíselín aftan á þau, þræðið á
hettustykkin og saumið síðan
eplin á með þéttu sig-sag
spori.
Saumið svo hettustykkin
saman, rétt á mót réttu, snúið
við og pressið út saumana.
Vattið eða svampurinn: Þau
stykki saumast í höndunum,
þeim svo stungið inn í hettuna
og innábrotin saumuð upp að
neðan í höndunum.
Notið hugmyndaflugið og
sjáið til. Þið saumið áreiðan-
lega fleiri en eina hettu. Góða
skemmtun, Jórunn.
/ RÚÐA r ax Z
1 / 1-
/ °
/ QC
1
— ;
/3L S'V\,
QLóO