Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 48
48t M0RGUNBLA£>n>,-1aPNN(JDA0UR 2. NÓVEMBER '1988 ' DAGAR Á BLÓMAEYNNI MADEIRA: Frá Funchal. Casino Park fremst til vinstri á myndinni. Skyldi maður verða betri þar - í bili? Með Willa og Graca Luis. Flíkur til þerris í fjörunni. . . og þegar Zargo sá hversu landið var fagurt og frítt þakkaði hann guði mis- kunn hans og fyrirskipaði klerkunum að blessa vatnið og þeir gerðu svo; blessuðu svo jörðina og ioftið og síðan ákvað Zargo, í guðs nafni, að nema þetta land.“ Svo segir Gaspar Frutuoso í „Saudades da Terra“ um komu Joao Goncalves Zargo til Madeira árið 1419. Ári síðar kom Zargo ásamt kappanum Tritao Vaz Teixeira á ný til eyjarinnar og byggð er form- lega stofnuð. En samt segir sagan að ýmsir hafi verið búnir að koma á land á Madeira á undan þeim félögum. Rómantískust þeirra allra er harmsaga þeirra Anne Arfet og ■ Robert Machim. Það var í kringum árið 1377. Robert Machim og Anne Arfet í London felldu hugi saman. Foreldr- ar Anne voru andsnúnir því, að þau fengju að eigast og klöguðu Robert fyrir kóngi, sem þá var Játvarður 3. Hann lét varpa Robert í dýflissu og Anne skyldi gefin þeim manni, sem foreldrar hennar höfðu kosið. Eftir hjónavígsluna hélt Anne, döp- ur og niðurdregin, með manni sínum til Bristol. En Robert var nú laus úr haldi og elskendurnir eiga með sér fund og ákveða að stijúka saman. Tilefnið kemur upp í hend- umar á þeim, þegar verið er að undirbúa nokkur skip í Bristol til Frakklandssiglingar. Með mikilli leynd hafði Robert tekizt að fá skip og nokkra félaga til liðs við sig. Með hjálp þjónustu sinnar kemst Anne um borð og þau sigla út á úfin, ókunn höf. Rebeloda Silva skrifar. „í þrettán daga og þrettán nætur sigldu þau. Enginn siglinga- fróður maður var um borð, svo að þau höfðu týnt áttum og árangurs- laust leituðu þau friðsamlegrar hafnar. Fyrir veðri og vindum rak skipið og loks bar þau að óþekktu landi, sem var vaxið skógi milli §alls og ijöru. Kvíðin og ráðþrota horfðu þau til þessa lands, þar sem engin byggð sýndist vera.“ Þau höfðu lent í vík sem síðan heitir Machico. Anne bað Robert að flytja sig i land, þar sem hún var fársjúk eftir sjóferðina. Ásamt nokkrum vinum reru þau á land í skipsbátnum. En ólánið elti þau. Um nóttina brast á óveður og skip þeirra rak frá landi og allar bjargir virtust bannaðar. „Ung og buguð og viðkvæm var hún og hjarta henn- ar þoldi ekki meira. Anne Arfet gaf upp öndina í örmum ástvinar síns án þess kvörtunarorð liði frá vörum hennar. Machim var yfirkominn að sorg og fimm dögum síðar grófu félagar hans hann við hlið henn- ar. .. Þeir héldu síðan í skips- bátnum út á haf, upp á von og óvon, en voru síðar handteknir af Márum. Hvort sem nú þetta er sannleikur eða goðsögn er vitað, að mannabein fundust í Machico, þegar Zargo kom þangað æði löngu síðar. Mér hefur stundum flogið í hug þegar ég hef komið til Madeira að í slíkri fegurð hljóti maður að verða betri, að minnsta kosti í bili. Þetta fjölbreytilega landslag — grónir klettar ganga í sjó fram, ótrúleg- ustu litbrigði blómanna upp um öll fjöll, húsin nánast príla upp á hæstu tinda. Mjóir vegir vinda sig um snarbrattar hlíðarnar og þegar komið er uppá Eiro do Serrado horfir maður á byggðina í Dal nunn- anna. Manni finnst að þangað komist enginn nema fuglinn fljúg- andi. Enda segir sagan að þangað hafi nunnur forðum flúið eins og fætur toguðu þegar svipljótir sjó- ræningjar birtust, til alls líklegir. Þeir hafa mátt vera langt leiddir, ef þeir hafa lagt í að reyna að kom- ast niður í Nunnudal í denn tíð, þótt nú hafi verið lagður þangað vegur. Eg hef alltaf verið ansi góð með mig, þegar skógrækt og ttjágróður er annars vegar. Og sagt að tré gerijjað eitt að skyggja á landslag- ið. A Madeira fell ég jafnt í stafi nú yfír tijánum, skógi vöxnum ás- um, bröttum hlíðum og tindum. Og viðbrögð mín á Madeira eru öll ein- hvem veginn öðruvísi en annars staðar. Einu sinni fór ég meira að segja í dómkirkjuna að hlusta á Bach. Þar voru ekki hljómleikar nú, en ég gat ekki stillt mig um að stíga inn í dómkirkjuna í Funchal og eiga þar stund með sjálfri mér og horfa í kertaljós biðjendanna. Á Madeira spilaði ég tennis — með afleitum árangri en af vaxandi ákefð. Þar drekk ég kaffi fyrir svefninn og sofna eins og ljós. Tek meira að segja boðlegar myndir. Að þessu sinni var mér búin gist- ing á Hotel Casino Park. Þar hafði ég verið einu sinni áður og þetta sérstæða hótel vinnur á við kynni. Það er svo ólíkt öllum öðrum bygg- ingum að stfl, að í fyrstu fannst mér það ganga á skjön við um- hverfið. Pereira Silva hótelstjóri tekur undir að honum hafi fundist þetta líka. En nú er Casino Park nánast að vaxa inn í umhverfið, verða eitt af einkennum Funchal, rétt eins og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Pereira Silva tók við Casino Park fyrir tíu árum, en hafði þá unnið alllengi í London. „Við vorum hálfgerðir krakkar," segir hann. „Við vorum full af eldmóði og kjarki, en við forðuðumst að láta gestina vita hvérsu starfsliðið var ungt. Þeim hefði kannski ekki orðið um sel.“ Pereira Silva er frá Madeira en lærði iðn sína í Sviss, var þar samtíða Hlín Baldvinsdótt- ur, segir hann mér. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hótelstjóm og segir að fimm stjömu hótel eins og Casino Park'eigi að bjóða upp á svo sjálfsagða og fyrirhafnarlausa þjónustu, að það eigi ekki að þurfa að hafa í frammi einhveijar sérstak- ar kúnstir. „Ég vil frekar að kranamir í baðherberginu séu í lagi og góð tiltekt sé á herbergjum og þjónustan gangi hvarvetna fyrir sig án þess að menn taki beinlínis eftir því, heldur en vera að halda kokk- teilboð einu sinni í viku, eða bjóða upp á „lukkustundir" þar sem gest- ir fá annanhvem sjúss ókeypis. Ef þú fréttir sem sagt að ég sé farinn að halda kokkteilboð bara si svona, þá geturðu bókað, að eitthvað er ekki eins og það á að vera.“ Frá því ég kom fyrst til Madeira, í febrúar 1978, hef ég verið á þeirri skoðun, að Islendingar ættu að leggja leið sína í ríkara mæli þang- að. Staðurinn hefur upp á svo ótal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.