Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
JERRY Lee Lewis, einn
af frumkvöðlum
rokktónlistarinnar, er
væntanlegfur til landsins
síðar í vikunni og heldur
hann ferna tónleika í
veitingahúsinu
Broadway. Er ekki að
efa að koma Jerry Lee
er mikill hvalreki á
fjörur rokkaðdáenda
enda var hann í hópi
skærustu stjarna
rokktónlistarinnar á
gullaldarárunum og var
þá nefndur í sömu andrá
og Elvis, Fats Domino,
Chuck Berry og Little
Richard. Þótt Jerry Lee
Lewis hafi frá fyrstu tíð
verið einn umdeildasti
rokkari sögunnar og
hneykslað marga með
dramatísku og
stormasömu lífi sínu ber
enginn brigður á að
hann er rokkari af guðs
náð og hæfileikar hans
á því sviði eru ekki
dregnir í efa. Síðar á
ferli sínum naut hann
vinsælda sem
„kántrý-söngvari“ og
því má búast við að
unnendur þeirrar
tónlistar fái einnig
eitthvað fyrir sinn snúð.
Enn þann dag í dag
flykkjast aðdáendur á
tónleika hans þar sem
kappinn fer á kostum,
rétt eins og í þá gömlu
góðu daga þegar hann
stóð á hátindi frægðar
„Leiktu þetta
eftir, surtur“
Ágrip af sögu
Jerry Lee Lewis,
sem væntanlegur er
hingað til lands
Jerry Lee Lewis hefur
gengið í gegnum allt
það sem sem tónlistar-
bransinn býður upp á,
bæði það besta og
versta. Hann hefur
baðað sig í geislum
frægðarsólar og sokk-
ið niður í dýpstu niðurlægingu,
hafist upp á ný sokkið aftur, enn
dýpra. Hann hefur velt sér upp úr
veraldlegum auði og horft á eftir
öllum eigum sínum í gapandi gin
skuldheimtumanna. Hann hefur
einnig horft á eftir tveimur sona
sinna í gröfina og skilið við fimm
eiginkonur.
Jerry Lee hefur oftar en einu
sinni setið í fangelsi fýrir óreglu,
vanskil og anr.an skepnuskap, -í
einu tilfellanna var honum gefíð að
sök að hafa skotið á vin sinn í öl-
æði. Hann hefur jafnvel legið undir
þeim hræðilega grun að hafa átt
þátt í dauða einnar sambýliskonu
sinnar, þótt allt bendi til að því
hafi verið logið upp á hann. Það
hefur alltaf verið til fólk sem hefur
fundið hvöt hjá sér til að níða Jerry
Lee Lewis niður í svaðið. Hann
hefur þó staðið af sér alla storma
og rokkar enn, - eða eins og titill
einnar plötu hans gefur til kynna:
„The Killer rocks on“.
Sjálfur hefur Jerry Lee, sem alinn
er upp í sértrúarsöfnuði, útskýrt
sveiflumar í lífi sínu í ljósi barát-
tunnar á milli góðs og ills og í
rauninni hefur allt hans líf endur-
speglað þann þátt í persónuleika
hans, sem einkennist af
togstreitunni á milli Guðs
og Djöfulsins. „Þúgetur
ekki þjónað tveimur herr-
|um“, sagði hann eitt sinn.
„Annað hvort ertu verfæri
Guðs eða Djöfulsins. Og ég
verð að viðurkenna að í tónlist
minni hefur Djöfullinn oft náð
undirtökunum og spilað í gegnum
mig.“
í SKÍT OG DRULLU
Jerry Lee Lewis fæddist 29. sept-
ember 1935, í bænum Ferriday í
Louisiana í Suðurríkjunum, sonur
hjónanna Elmo Kidd Lewis og Mary
Ethel. Forfaðir hans var auðugur
plantekrueigandi og dómari í Louis-
iana. Eftir Þrælastríðið fór að halla
undan fæti hjá ættinni og flestir
eftirkomendanna áttu illa æfi í skít
og druliu á ökrum Suðurríkjanna.
Þegar hér var komið sögu fram-
fleytti Elmo Lewis fjölskyldu sinni
með landbúnaðarstörfum við kröpp
kjör. Jerry Lee minnist þess að
hafa setið, ásamt eldri bróður sínum
Elmo yngra, á hnjám föður síns og
hlustað á hann segja frægðarsögur
af forfeðrunum og hvemig Thomas
gamli dómari hafði rotað hest í einu
höggi. Elmo minntist ekkert á
skítinn og drulluna. Litlu drengimir
hlustuðu hugfangnir á og létu sig
dreyma stóra drauma. Sá eldri lést
af slysförum skömmu síðar, en hinn
átti eftir að rísa hærra en jafnvel
Thomas dómari, og jafnframt
sökkva dýpra en allir hinir til sam-
ans.
Dag einn kom Elmo gamli ak-
andi heim á gamla pallbílnum sínum
með píanó á pallinum. Þar með
voru örlög Jerry Lee ráðinn. Hann
sýndi snemma mikla hæfileika við
hljóðfærið og var ekki hár í loftinu
þegar hann fór að ferðast um með
föður sínum um Concordia Parrish,
þar sem þeir feðgar fluttu tónlist
sína af vörubílspalli gamla manns-
ins. Drengurinn var líka látinn
koma fram við guðsþjónustur í söfn-
uðinum „Kirkju Guðs“, þótt tónlist
hans þætti þar ekki alltaf guði vel-
þóknanleg.
Eitt sinn vann Jerry Lee til verð-
launa í hæfileikakeppni í héraðinu
og komst þar með í útvarpsþátt í
svæðisútvarpinu. Hans var jafnvel
getið í bæjarblaðinu. Um svipað
leyti komst faðir hans, Elmo, einnig
í blöðin vegna málaferla þar sem
þeim gamla var gefið að sök að
hafa hótað að drepa frænda sinn
vegna vangoldinnar skuldar.
VÍNSTÚKUR OG
VILLTAR MEYJAR
Jerry Lee stofnaði hljómsveit
ásamt ungum frænda sínum og
spilaði hún víða um Suðurríkin.
Þótt Jerry Lee væri vart af bams-
aldri hafði hann þá þegar þróað
með sér sinn sérstaka stfl, þar sem
„boogie-woogie" var allsráðandi, og
pilturinn þótti lofa góðu. En því
meira sem strákur ánetjaðist hinni
villtu tónlist þeim mun verr leið
honum á sálinni. Það var ekki bara
að tónlistin væri syndsamleg heldur
einnig allt sem henni fylgdi: nætur-
klúbbamir, vínstúkumar og ber-
rassaðar stelpur. Hann ákvað að
venda sínu kvæði í kross og gefa
Guði líf sitt.
Jerry Lee settist á skólabekk í
Biblíuskóla í Waxahachie í Texas.
Honum hafði reyndar aldrei látið
vel að stunda nám og ekki riðið
feitum hesti frá prófborðinu í
bamaskólanum. Hins vegar þótti
hann góður prédikari og eldmóður-
inn fleytti honum áfram um hríð.
En syndin lá í leyni og freistaði
hans líkt og lausgirtu stelpumar á
næturklúbbunum. Og skammt frá
lá mesta syndabæli fylkisins, Dall-
as, og beið hans með allt upp um
sig. Jerry Lee fór að stelast út á
nóttunum og sækja í næturklúb-
bana í Dallas. Þess var heldur ekki
langt að bíða að stíflan brysti og
eitt sinn við guðsþjónustu stóðst
hann ekki þá freistingu að spila
sálm í „boogie-woogie". Tveimur
dögum síðar sagði hann sig úr
skóla.
HJÓNABÖND OG
BOOGIE WOOGIE
Sumarið 1951, þegar Jerry Lee
var fimmtán ára hitti hann sautján
ára gamla stúlku, Dorothy Barton,
prédikaradóttur frá bænum Sterl-
ington og nokkrum mánuðum síðar
voru þau gift. Dorothy flutti inn
hjá Lewis-fjölskyldunni og Jerry
Lee fór að prédika í „Kirkju Guðs“
á sunnudögum. Á kvöldin spilaði
hann „boogie-woogie" á krám víða
um sveitina. Dorothy kunni því illa
að vera skilin ein eftir heima á
kvöldin og gafst að lokum upp. Hún
fór aftur heim til mömmu og pabba
vorið 1953 og Jerry Lee hellti sér
óskiptur út í músíkina og næturlíf-
ið.
Þá um sumarið kynntist hann
sautján ára gamalli stúlku, Jane
Mitcham, og mánuði áður en Jerry
Lee varð átján ára sagði hún honum
að ást þeirra hefði borið ávöxt og
að hann yrði að giftast sér. Jerry
Lee útskýrði fyrir henni að hann
hefði ekki haft rænu á að ganga
löglega frá skilnaðinum við konu
sína og að í augum Guðs og yfir-
valda í Louisiana væri hann enn
kvæntur Dorothy.
Skömmu síðar var barið að dyr-
um hjá Lewisfjölskyldunni. Þar
voru komnir nokkrir bræðra Jane
Mitcham. Þeir voru vopnaðir hesta-
svipum og skammbyssum og létu
dólgslega. Tveir þeirra vildu ganga
hreint til verks og drepa Jerry Lee,
en hinir gátu sætt sig við þá mála-
miðlun að hann kvæntist systur
þeirra. Sú varð og niðurstaðan, eft-
ir að gengið hafði verið frá skilnaði
Jerry Lee og Dorothy.
Jane vildi að Jerry Lee hætti
spilamennskunni enda áttu þau von
á barni. Hann fór að vinna við pípu-
lagnir og entist í þijá daga. Þá
gerðist hann sölumaður fyrir
saumavélar og endaði þá starfsemi
bak við lás og slá. Hann og félagi
hans höfðu lent á fylleríi í einni
söluferðinni og farið heldur gáleys-
islega með skotvopn. Þetta var
síðasta „dagvinnan" sem Jerry Lee
stundaði. Sama kvöldið og hann
losnaði úr steininum var hann sest-
ur við píanóið í „Dixie Club“.
TÓNLIST DJÖFULSINS
Það var í „Dixie Club“ , sumarið
1954, sem Jerry Lee hitti Johnny
Littlejohn og gekk í hljómsveit
hans. Þetta sama sumar hófst ein-
hver mesta bylting tónlistarsögunn-
ar, þegar hvítir menn uppgötvuðu
rokktónlistina. Svertingjar höfðu
þá þegar verið að spila svipaða tón-
list um nokkurt skeið og kölluðu
það „rythm and blues". Hvítir
strákar fóru nú að stæla þá svörtu
og þegar Bill Haley sendi frá sér
„Shake, Rattle and Roll“ í ágúst
1954 var fjandinn laus. Skömmu
síðar hljóðritaði ungur suðurríkja-
drengur, Elvis nokkur Presley, sína
fyrstu hljómplötu hjá lítt þekktu
hljómplötufyrirtæki, „Sun Studio",
í Memphis.
Jerry Lee var gripinn af þessari
nýju bylgju, en lengi vel var hann
þó tvístígandi á milli trúarinnar og
þessarar nýju „tónlistar Djöfulsins".
Hann hélt þó áfram að spila með
hljómsveit Johnny Littlejohn og
fékk hann til að leyfa sér að syngja
lagið „Whole lotta shakin’ goin’
on“, sem Ray Hall hafði hljóðritað
hjá Decca-hljómplötufyrirtækinu.
Hvorki Jerry Lee né Johnny gerðu