Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 25 Elly Ameling mmk! ■ - Tónlist Jón Asgeirsson Elly Ameling og Rudolf Jansen komu fram á vegum Tónlistarfé- ',lagsins í Austurbæjarbíói. Efnis- skráin var í raun þrískipt, þar sem fyrstar voru á blaði tvær „antik“ aríur eftir Gluck og Vi- valdi, þá sönglög eftir Debussy og Poulenc en niðurlag tónlei- kanna voru ellefu lög eftir Hugo Wolf. Arían „0 del mio dolce ardor", eftir Gluck er frábærlega fallegt tónverk, þar sem lögð er áhersla á líðandi tónskipan en í Vivaldi aríunni, Armatae face, eru hraðar línur er reyna á leik- andi raddtækni. Þessu skilaði Elly Ameling frábærlega vel. Lögin eftir Debussy, þrír grískir söngvar og þijú lög við ljóð eftir Malarmé, eru mjög fallegar tónsmíðar, þar sem hlutverk píanósins er undursamlegur leik- ur með blæbrigði og tónferlið í söngnum meira mótað til að túlka textann en að leika með laglínur. Allt þetta var einstaklega fallega flutt og sömuleiðis fimm lög eftir Elly Ameling Poulenc, sérstaklega kirkju- garðslagið, sem er undarlega fallegt. Hjá Poulenc er blandað Rudolf Jansen saman leikrænni túlkun, sem er samofin í söng og undirleik og lagbrotum er bera svip af frönsk- um alþýðulögum. í síðari hluta tónleikanna voru eingöngu söngverk eftir Hugo Wolf. Þar mátti heyra þematísk vinnubrögð í píanóinu þannig að undirleikur- inn er oftlega sjálfstætt píanó- verk og í þeim verkum var undirleikur Rudolf Jansens blátt áfram snilldarlegur. Söngur Elly Ameling í þessum snilldarverkum Wolfs er í raun meiriháttar tón- listarviðburður, því söngur hennar verður ekki hlutaður nið- ur í túlkun, raddbeytingu eða eitthvað annað er lýtur að söng- tækni; hann er í raun opinberun listrænnar fegurðar sem ekki verður skilgreind.k I sönglögun- um eftir Hugo Wolf náðu Elly Ameling og Rudolf Jansen að opna um stund sýn til heima, sem alla jafna eru huldir mönnum, nema þá er hljóðnar af fánýtu skarki manna, sem „hljóðblindar" allt mannlífið í dag. FRIÐARAR 1986 Fjörutíu ára aiild islands að Sameinuiu þjóðunum Félag Sameinuðu þjóðanna: Rit tileink- að friðar- árinu FÉLAG Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út rit i tilefni af frið- arári Sameinuðu þjóðanna og þvi að fjörutíu ár eru nú liðin siðan ísland varð aðildarríki að sam- tökunum. Félagið minntist tímamótanna með öðrum hætti um síðustu helgi, en þá var haldin ráðstefna á Hótel Sögu um ófriðar- og hættusvæði í heiminum. Ritið sem nú hefur verið gefið út hefst með stuttu ávarpi Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra. Matthías Á. Mathi- esen utanríkisráðherra skrifar um framlag íslendinga til friðarmála og birt er ávarp aðalritara Samein- uðu þóðanna, Javier Pérez de Cuéllar. Þá ritar Ólafur Egilsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu um friðargæslu og afvopnun og kemur þar m.a. fram að um 150 stríð hafa geysað víðsvegar um heiminn frá lokum síðari heims- styijaldar. Valdimar U. Valdimars- son sagnfræðingur skrifar grein þar sem hann veltir fyrir sér starfi ís- lendinga og afstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og síðast en ekki síst er í ritinu að finna kafla úr ævisögu Abba Eban, fyrrverandi utanríkisráðherra ísraels. Þar lýsir hann atbeina Thors Thors á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1947 þegar greidd voru at- kvæði um stofnun Israelsríkis. Thor var frummælandi þennan dag og í kaflanum kemur fram að Abba Eban þakkar honum að verulegu leyti lyktir málsins. Auk greina þessara er að finna í ritinu upplýsingar um útgjöld til hermála í heiminum og ýmsar stað- reyndir aðrar. í stjóm Félags Sameinuðu þjóðanna eru Knútur Hallsson, formaður, Ásgeir Péturs- son, Björn Þorsteinsson, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Skaftason. Varastjórnendur eru Eiður Guðna- son, Gunnlaugur G. Snædal og Þór Guðmundsson. Framkvæmdastjóri og ritstjóri er Ragnar Ólafsson. GENERAL SYNING BILA MOTORS CHEVROLET MONZA OPEL CORSA OPEL KADfcTT ISUZU PKKUP isuzu IROOPERa^ Verðum með sýningu á þessum bílum í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9 laugardaginn 1. nóvember — opið frá 10.00 til 17.00 sunnudaginn 2. nóvember — opið frá 13.00 til 17.00 GM CHEVROLET -&■ m BiLVANGURstf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.