Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ég er að svipast um eftir stjórnunarstarfi Ég er fertugur byggingameistari, með víðtæka reynslu í starfsmannastjórnun, stjórnun launadeilda og einnig ífaglegri verk- stjórn og tilboðagerð. Starf mitt hefur mest verið á sviði bygginga, bæði hér á landi og erlendis, en einnig á félagsmálasviði. Mig vantar framtíðarstarf og get orðið laus á næstu vikum. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega sendi nafn og símanúmer til augldeildar Mbl. merkt: „Reynsla — 1669“. Bókhald Traust iðnfyrirtæki óskar að ráða starfsmann til bókhaldsstarfa. Starfið felst í merkingu fylgiskjala, tölvufærslu og annarri vinnslu bókhalds. Leitað er að áhugasömum og traustum aðila, helst með einhverja reynslu af svipuðum störfum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 7. nóvember merkt: „D — 5572". Tryggingafélag óskar að ráða starfsfólk til eftirfarandi starfa: 1. Sölu- og tjónaafgreiðslu. 2. Lögun og framreiðslu á eftirmiðdagskaffi fyrir starfsfólk. Umsóknir ásamt upplýsingum óskast sendar augld. Mbl. fyrir 5. nóv. merkt „1721“. Snyrtivöruverslun í miðbænum óskar eftir starfskrafti á aldrin- um 25-40 ára, strax. Vinnutími hálfan daginn frá kl. 1-6. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 6. nóvember merkt: „XE - 8183". Apótek óskar eftir starfsfólki, helst lyfjatæknum eða fólki vönu störfum í lyfjabúð. Upplýsingar hjá yfirlyfjafræðingi eða á skrif- stofu (ekki í síma). Reykja víkurapótek. „Au-pair“ Bandarísk fjölskylda með 5 börn, 2ja-10 ára, vill ráða til sín unga manneskju til vistar sem fyrst. Doctor Garth H. Ballantyne Surgical Service -112, I/A Medical Center West Spring Street, West Haven, CT06516, U.S.A. Byggingameistari getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í síma 16780 milli kl. 17.00-21.00. Tollverðir Hjá Tollgæslunni í Reykjavík eru lausar til umsóknar nokkrar stöður tollvarða. Ráðningarskilyrði eru 20 til 30 ára aldur og stúdentspróf eða önnur sambærileg mennt- un. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 11. nóvember 1986 á eyðublöðum, sem fást á skrifstofu embættisins. Reykjavík 13.10. 1986. Tollgæslustjóri. LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Forstöðumaður óskast fyrir nýtt heimili, sem á að annast skammtíma vistun fyrir fötluð börn. Óskað er eftir starfskrafti með menntun þroskaþjálfa, fóstru eða starfskrafti með sambærilega menntun. Upplýsingar um starfið veita Helga Jóhann- esdóttir, sérfulltrúi í síma 685911 og Kristín Pálsdóttir, forstöðumaður í síma 31130. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Starf viðframköllun Starfskraftur óskast til starfa á framköllunar- stofu í Kópavogi. Umsóknir sendist fyrir 7. nóvember til: Filman sf., pósthólflO, Kópavogi. Kortagerð Sjómælingar íslands óska að ráða mann til kortagerðar Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-10230 eða á skrifstofunni að Seljavegi 32, Reykjavík. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsmenn óskast í hlutastarf við nýtt Ungl- ingaathvarf í Seljahverfi. Vinnutími 2-3 kvöld í viku frá kl. 16.00-23.00. Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi með unglingum æskileg. Upplýsingar í síma 20606 frá kl. 13.00-15.00 daglega. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Svæfinga- hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Akraness óskar eftir svæfinga- hjúkrunarfræðingi. Um tímabundið starf er að ræða, þ.e. frá 1.1. 1987 til 30.9 1987. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-2311. Deildarstjóri Þekkt verslunarfyrirtæki í borginni vill ráða deildarstjóra til starfa, sem fyrst. Viðkom- andi sér um rekstur deildar er tengist barnafatnaði og skyldum vörum, t.d inn- kaup. Leitað er að duglegri konu á aldrinum 25-40 ára, sem vinnur sjálfstætt og skipu- lega, hefur örugga framkomu og þekkir inn á slíkan rekstur. Enskukunnátta skilyrði vegna ferðalaga erlendis. Nánari uppi. á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar, fyrir 9. nóv. nk. Gudnt TÓNSSON RÁDCJÓF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Viðskiptafræðingur Fyrirtækið er opinber stofnun í Reykjavík. Starfið felst í úrlausn ýmissa tölfræðilegra verkefna í tenglsum við bókhald. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé með próf í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands eða hafi sambærilega menntun. Vinnutími er sveigjanlegur. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustíg la — 101 Reykjavik — Sími 621355 Starfsfólk óskast Óskum að ráða dugmikið og áreiðanlegt starfsfólk til framtíðarstarfa í eftirtaldar deild- ir í verslun okkar Skeifunni 15: — Matvörudeild (hlutastörf koma til greina) — Skódeild — Snyrtivörudeild Við leitum að fólki sem hefur góða og ör- ugga framkomu og á létt með að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri (ekki í síma) mhaudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Heimilistæki hf - Sætúni 8 — Slmi 27500. WANG Sölustjóri óskast til starfa hjá tölvudeild Heimilistækja hf. Starfssvið: Skipulagning og stjórnun sölu- og markaðsmála, sala og ráðgjöf varðandi WANG tölvur og tölvubúnað. Sölustjóri skipuleggur og sér um framkvæmd tölvusýn- inga og auglýsinga í samvinnu við deildar- stjóra. Við leitum að manni með reynslu af sölu- og markaðsmálum og stjórnun. Viðkomandi þarf að hafa vandaða framkomu og gott við- mót, vera þægilegur í daglegri umgengni, röggsamur og sjálfstæður og vera tilbúinn að veita vandaða og góða þjónustu fyrir hönd fyrirtækisins. Starfsmenn Heimilistækja hf. þurfa að hafa góða enskukunnáttu og geta sótt námskeið erlendis. Með starfi hjá Heimilistækjum hf. gefst þér möguleiki á að kynnast tölvubún- aði í fremstu röð. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 8. nóv. nk. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þor- varðarson hjá Hagvangi hf. Hagvangur hf RÁÐNINGARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.