Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 UNKA frá mörgum löndum Það vita marg’ir að í Garðabæ er nunnuklaustur, en hitt vita færri að í næsta nágrenni við klaustrið eru 74 munkar af ýmsum stærðum og gerðum. Inga Einarsdóttir heitir konan, sem á alla þessa munka. Hún hefur safnað þeim saman héðan og þaðan úr heiminum. í spjalli yfir kaffibolla á dögunum sagðist hún hafa eignast fyrstu munkana fyrir rúmum tuttugu árum, tvær salt og pipar styttur úr gleri. Lukkumunkurinn frá Ástralíu Fyrstu munkarnir tveir Drykkjumunkurinn ásamt matar- og spOamunkum frá MaUorca Eg varð svo hrifin af þess- um tveimur litlu“ sagði hún,“ fannst þeir svo sniðugir að mig langaði í fleiri. Næsta munk gaf bróðir minn einn mér. Það var tré- munkur sem hann hafði keypt út í Mexíkó, hann átti tvo og gaf mér annan, þeir voru upphaflega bóka- stoðir. Ur því má segja að söfnunin hefjist. Þegar ég hef farið til útlanda heí ég þrætt minjagripaverslanir í leit að munkum. I Trier, í Þýskalandi, keypti ég eitt sinn þrjá trémunka. Þeir eru gjaman úr tré í Þýska- landi. Svilkona mín ein hefur keypt nokkra munka á Mallorca. Þeir eru flestir litlir og úr gifsi, bæði matar- munkar og spilamunkar. Vinir og ættingjar hafa yfírleitt sýnt mikinn dugnað við að kaupa handa méi munka, þegar þeir hafa verið á ferðalögum. Ég á einn drykkju- munk, nokkuð stóran. Hann ei holur að innan og það má geyma í honum vín, sem sagt: eins konai flaska. Hér á landi hef ég keypl marga munka, t.d. nokkra spánska frá Lladro, það eru stórir, fínir og hátíðlegir munkar. Einn lukkumunk frá Ástralíu á ég, það á að klappa á kollinn á honum og þá verðui maður ríkur. Ég er búin að reyna það hundrað sinnum, en ekkeri hefur gerst ennþá. Tengdasonui minn sýndi mér lukkumunkinn þeg- ar ég var úti í Ástralíu, en maðurinr minn keypti hann handa mér. Dótt- ir mín gaf mér thailenskar marmaramunk. Hún keypti hanr þegar hún var á brúðkaupsferð Thailandi. Það er nokkur munur á munkun eftir löndum, en þegar betur er a(’ gáð má þó segja að þeir séu tölu vert steyptir í sama mót. Ég leití að munkum í hverri utanlandsferð Það má segja að ferðin sé hálfóný ef ég finn ekki munk, en ég er far in að verða vandlátari í vali því é{ Beljavsky vann á lokasprettinum í Tilburg Skák Margeir Pétursson SOVÉZKI stórmeistarinn Alexand- er Beljavsky sigraði fremur óvænt á stórmeistaramótinu í Tilburg í Hollandi sem lauk á föstudaginn. Beljavsky tapaði tveimur fyrstu skákum sínum á mótinu, en eftir það var hann ósigrandi og tókst m.a. að leggja að velli Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara. Beljavsky hlaut 8 ‘A v. af 14 mögu- legum, en Júgóslavinn Ljubojevic varð í öðru sæti með 8 v. Karpov varð í þriðja sæti með V/i v. Þetta er áfall fyrir Karpov, sem hefur sigrað á öllum þeim fimm Tilburg- mótum sem hann hefur áður tekið þátt í. Langneðstur á mótinu varð Viktor Korchnoi, sem tapaði sex síðustu skákum sínum. Mótið var eitt það líflegasta af þeim tíu stórmótum sem haldin hafa verið af Interpolis-tryggingafélaginu í Tilburg. Það voru sífelld skipti á efstu sætunum, fyrst tók heimamað- urinn Jan Timman forystuna, en eftir þijú töp í röð um miðbik mótsins mátti hann kallast góður að sleppa með 50%. Þá tók Ljubojevic við for- ystunni, en tapaði þá tveimur skákum. Eftir það bjuggust margir við að Karpov myndi vinna á endasprettinum eins og oft áður, en hann tapaði þá mikilvægri skák fyrir Beljavsky, sem slakaði ekkert á í lokin. Tapið lagðist hins vegar illa í Karpov sem gerði jafntefli í fjórum síðustu skákum sínum og varð jafntefliskóngur ásamt Hiibner. Það var greinilegt að Karpov hafði ekki fyllilega náð sér eftir síðasta einvígi við Kasparov, en spumingin er hvort töpin í einvígjun- um hafí haft varanlegt áhrif á sjálfs- traust hans. Það vakti mikla athygli að vonum að þeir Karpov og Korchnoi voru mestu mátar og sáust jafnvel spila brids saman, sér til afþreyingar. Það era þó ekki mörg ár síðan þeir úthúð- uðu hvor öðram í ræðu og riti hvenær sem tækifæri gafst, auk þess sem þeir tefldu einar fímmtíu einvígis- skákir 1978 og 1981 án þess að takast í hendur. Það er ávallt ánægju- legt þegar gamlir og svamir óvinir sættast, en því miður virtust sættim- ar ekki hafa góð áhrif á taflmennsk- una. Þetta rennir jafnvel stoðum undir þá gömlu kenningu að hatrið á Karpov og sovézka kerfinu hafi verið drif- krafturinn hjá Korchnoi, fyrstu árin eftir að hann flýði land árið 1976. Honum hefur a.m.k. vegnað mun lak- ar eftir að Sovétmenn hættu að sniðganga mót sem honum var boðið á. úr fyrstu 8 skákunum, en þá sló Ljubojevic hann svo rækilega út af laginu að hann tapaði öllum skákum sem eftir vora. Við skulum líta á hvemig það gerðist: Hvitt: Ljubojevic (Júgóslaviu) Svart: Korchnoi (Sviss) Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. a3 Það era áratugir síðan þessi leikað- ferð lenti í ónáð hjá byijanasérfræð- ingum. Bxc3 5. bxc3 — dxe4, 6. Dg4 — Rf6, 7. Dxg7 - Hg8, 8. Dh6 - Rbd7, 9. Rh31? Áður hefur hér t.d. verið leikið 9. Re2 - b6, 10. Bg5 - De71, 11. Dh4 — Bb7, 12. Rg3 — h6! og svartur er þegar kominn með yfirburðastöðu, Fischer—Kovacevic, Zagreb 1970. Eftir óvænt tap Fischer í þeirri skák hefur 4. a3 lítið sézt á alþjóðamótum. c5 10. Be2 - Da5, 11. Bd2 - Hxg2, 12. Rg5 - cxd4, 13. Dg7 sjá stöðumynd 13. - Hxg5 Um annað var ekki að ræða, en Korchnoi hefur án efa séð skipta- munsfómina fyrir er hann nældi sér í peðið á g2 í 11. leik. Hann fær þijú peð í bætur, sem oftast er meira en nægilegt, en hvítur heldur biskupa- parinu og virkri stöðu. Korchnoi hafði hlotið 4‘A vinning TUHOK& /9SÍ> STI(r 1 Z 3 H 6 7- V vm. KÖE> 1 /iELTfíVSKY (So/eir.) zsts il ‘A 1 O'A ‘U ‘h i‘A OA ‘A 1 VA 1. z L TUtSOJSV/C (Tiíqóit) 1ÍOO oo 'A'A 10 iA ‘A‘A ‘A 1 11 í 2. 3 KfífíPOV (Sovíir.) ZT-OS ‘AO AA ‘A‘A 1‘A AA AA ‘A 1 T‘A 3. H M/iES (En<j/a«J;) 2S?0 1'A O 1 ‘A'A ‘AO 01 ‘A‘A 01 ? Y-á 5 POKT/SCH (Unanrjal) 2éOS ‘A ‘A O'A O'A ‘A 1 Ol A‘A A 1 ? y-á í T/WPlfíN CJo//anJi) 2 (20 O'/í A 'A ‘A'A 1Ö io AA A 1 ? V-ó ? Hún/YER (V-þyika/.) 2ÍZO /Zi AO ‘AA A‘A ‘A‘A ‘A‘A m OA 6‘A 7. KORCHUO! (Srisi) 26SO ‘AO OO ‘AO /O AO AO 1A f. 14. Dxg5 — Dxg5, 15. Bxg5 — dxc3, 16. 0-0-0 — a6 Það var sennilega öraggara að velja áætlunina 16. — Rd5, 17. — Rf8 og 18. — Bd7 til að ljúka liðsskipaninni. 17. Hhgl — b5, 18. Hg3 — Rd5, 19. Hh3 - f6? Hér var nauðsynlegt að leika 19. — Rf8, þó svarta staðan sé mjög óvirk eftir 20. Hh6! 20. Be3 — Rxe3 Nú mátti svara 20. — Rf8 með 21. Bc5 og peðið á h7 fellur. 21. fxe3 - Rf8, 22. Bh5+ - Ke7 23. Hg3 - Bd7 Tapar strax, en eftir 23. — Rg€ 24. Bxg6 — hxg6, 25. Hxg6 vinnur hvltur á frípeðinu á h-línunni. 24. Hg7+ og Korchnoi varð að viður- kenna mestu hrakfarir sínar í franskri vöm frá upphafi. 24. — Kd8 er svar- að með 25. Hxd7+ — Rxd7 26. Hg8+.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.