Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 31 Um Bob Dylan og King Kong yngri Rambó lifir. Nú stendur yfir undirbúningur á tökum þriöju Rambómyndarinnar og að sjálf- sögðu er það Silvester Stallone sem fer með titilhlutverkið. Hann skrifar einnig handritið að myndinni en nafn leikstjór- ans hefur ekki verið gefið upp. Frumsýning er ákveðin nœsta sumar. Konungur valsanna (The King of Waltzes) er heiti á austurrískri bíómynd um líf og ástir tónskálds- ins Johanns Strauss. Þrír menn koma til greina í hlutverkið: Martin Sheen, Michael York og Helmet Berger. Það er alltaf vinsælt að fram- leiða endurgerðir á gömlum og góðum myndum þótt afraksturinn sé kannski ekki alltaf til fyrirmynd- ar. Nú stendur til að endurgera gamanmyndina The Ladykillers, sem Alexander Mackendrick gerði árið 1955. Fregnir herma að Ge- orge Burns muni leika það hlutverk sem Alec Guinness fór með í gömlu myndinni. Rokkarinn Bob Dylan hélt blaða- mannafund fyrir skömmu til kynningar á nýjustu mynd Ric- hards Marquand (Jagged Edge), sem heitir Hearts of Fire. Mar- quand sagði að myndin yrði um „frægð og hvort þú getir ráðið við frægð". Bob Dylan var ekki alveg eins viss. Þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hefði ákveðið að taka þátt í gerð mynd- arinnar sagði hann: „Ég er ekki að fást við neitt þessa stundina og mér virtist ágætt að reyna við þetta." Hann var spurður að því hvort hann gæti nokkuö leikið. „Ég býst við að ég komist að því," svar- aði hann. Blaðamannafundurinn stóð í 40 mínútur og Dylan sagði fátt og mótleikarar hans í mynd- inni, Rubert Everett og ameríska rokksöngkonan Fiona Flanagan sögðu ekki mikið heldur. Hearts of Fire á að vera um ameríska rokk- stjörnu (Dylan) og breskan söngv- ara (Everett) og keppni á milli þeirra um ástir stúlkunnar Flanag- an. Síðast lék Dylan í bíómynd fyrir meira en áratug. Þá lék hann í vestranum Pat Garrett og Billy the Kid. Síðast þegar við sáum risagórill- una King Kong lá hún kylliflöt fyrir Jessicu Lange í fleiri en einum skilningi. En þrátt fyrir hátt fall var King ekki dauður heldur dasaður og í nýjustu mynd framleiðandans Dino de Laurentiis, King Kong lifir (King Kong Lives), framhaldsmynd Kong-myndarinnar frá 1976, er apanum með gullhjartaö bjargað af snillingnum Dr. Amy Franklin, sem Linda Hamilton leikur. Hún græðir gervihjarta í miklum sér- flokki í apann og sér honum svo fyrir leikfélaga, nefnilega kvenkyns Kong. „Hann er hættur að ettast við stúlkur úr mannheimum," segir Hamilton. „Nú verður hann ást- fanginn af kvenapa í sínum stærðarflokki." Hafandi hitt górillu drauma sinna er ekkert því til fyrir- stöðu að stofna fjölskyldu og þess er ekki langt að bíða að litli, sæti Kong komi í heiminn. Skyldi vera langt í sjónvarpsseríu? Fyrirmynd- arapinn. Sérkennilegasta, hárug- asta og elskulegasta fjölskyldan síðan Monster-fjölskyldan var og hét. Bob Dylan (lengst til hægri), Rubert Everett og Flona Flanagan úr nýjustu mynd Richards Marquand, Hearts of Fire. Litla, sæta Kong-krúttið f örmunum á pabba. V; NYTT Hótel Ascot, 4ra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Ótrúlegt en satt, verð aðeins kr. 14.520.- Verð miðast við flug, gistingu i tvær nætur og morgunverð *Verð miðast við flug og gistingu í tveggja manna herbergi, í 3 nætur. Morgunverður innifalinn. Kynnið ykkur einnig vikuferðirnar okkar, otrúlega ódyrar og í desember bjóðum við sérstakan afslatt fyrir þá sem bóka tímanlega til London og Kaupmannahafnar. Því ekki að gera jólainnkaupin erlendis í ár? Það gæti borgað sig. FERÐA.. Cuibcat MIÐSTOÐIIM Teaud AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3 BJARNI D. SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.