Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 20
20 ~C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 1965 1986 Úrfátækt íframa 0 A undanförnum rúmlega 20 árum hefur brezki kvikmyndaleikarinn Michael Caine leikið aðalhlutverk í rúmlega 50 kvikmyndum. Hann hefur efnazt vel, á eigin villu uppi á einni af hæðunum í Beverly Hills í Kalif orníu, með sundlaug, og að sjálfsögðu, tennisvelli, gufubaði og bílskúrum fyrir Rolls Royce-inn og hina bílana þrjá. Svo á hann einnig stærðar óðal ofarlega við Thames-fljótið í Englandi og segir hngsanlegt að hann flytjist þangað á næsta ári frá Hollywood svo 12 ára dóttir hans, Natasha, geti gengið í enskan skóla. En lífið hefur ekki alltaf leikið við Michael Caine, eða Maurice Joseph Micklewhite, eins og hann heitir réttu nafni. Hann er sagður hafa tekið sér naf- nið Michael Caine eftir að hafa lesið auglýsingu um kvikmyndina „The Caine Mutiny" í upphafí leikferils sins. Michael Caine fæddist í fátækra- hverfi í suðurhluta London 14. marz árið 1933 og ólst þar upp með Stanley bróður sínum í tveggja herbergja íbúð foreldranna. Fljót- lega eftir að síðari heimsstyijöldin hófst var bræðrunum komið fyrir uppi í sveit til að koma þeim undan loftárásum Þjóðverja á London. Michael, sem þá var sjö ára, var komið fyrir hjá asmasjúkri og geð- illri konu lögregluþjóns í Berkshire, vestur af Lundúnum, sem einnig hafði tekið að sér annan dreng frá London. Kona þessi var óspar á að beija drengina, og þegar hún skrapp út í búð til að kaupa inn, læsti hún þá inni í skáp. „Hún vildi ekki taka okkur með sér þar sem við vorum allir í marblettum og sárum eftir barsmíðamar, og hún þorði ekki að láta okkur sjást.“ En einhver sá til þeirra og sam- tök er beijast gegn illri meðferð barna skárust í leikinn; því hefur Michael Caine ekki gleymt, og hef- ur lagt mikið af mörkum til bamavinafélaga. Hann var tekinn frá konu iögreglumannsins og kom- ið fyrir á óðalssetri í Austur-Anglíu. Þar komst Michael fyrst að því að lífíð þurfti ekki endilega að vera grimmt, ógeðfellt og stutt. Hann bjó þama hjá góðviljuðum óðals- bónda, og þangað kom móðir hans til að aðstoða við húsverkin. Fengu þau mæðgin þægilega starfs- mannaíbúð til eigin nota og bjuggu þar tii stríðsloka. Þama segist Michael Caine hafa kynnzt lysti- semdum lífsins. Hann drakk dreggjamar af matarvíninu, reykti vindlastubbana, og nældi sér stund- um í væna sneið af akurhænu af fati óðalseigandans. Caine segir að strax á þessum bemskuárum í Austur-Anglíu hafi honum verið ljóst að hveiju hann vildi stefna í lífínu. Hann var lítt hrifinn af bændauppreisnum, og hafði enga löngun til að bera óðals- eigandann út. Hann vildi sjálfur vera óðalsbóndinn, og nú er hann orðinn það. „Nú á ég hús óðalseig- andans í þorpinu mínu á bökkum Thames-árinnar. Að vísu er það ekki sama óðalið í raun, en ég ímynda mér það samt.“ Um skeið var Michael Caipe við nám í Wilson’s Grammar Shool í Peckham, en þar voru nemendur flestir gyðingar. Ætlunin var að hann héldi námi áfram og færi í háskóla, en ekkert varð úr því. Hann hætti námi 16 ára og fór út á vinnumarkaðinn þar sem hann vann þau störf er til féllu á hveijum tíma. Ekki var það þó beinlínis vegna fátæktar fjölskyldunnar. Faðir hans vann á fiskmarkaðnum í Billingsgate, og vikulaun hans þar fyrst eftir stríðið vom um 50 pund. En á þeim árum komust margar ijölskyldur sæmilega af með fímm punda vikulaun. Ástæðuna fyrir því að hann fékk ekki að ganga menntaveginn segir Caine hafa verið sjálfskapaða þröngsýni brezkra verkamanna. „Með fáum undantekningum — það er þegar gyðingar eiga í hlut — senda þeir ekki böm sín til mennta. Enn þann dag í dag eru þeir lítt hrifnir af menntun." í heimahúsum að styijöldinni lok- inni varð Caine oft fyrir illri meðferð föðurins. „Þið vitið að þeir fávísu lumbra gjaman á þeim sem eru öðruvísi. Þetta bitnaði á mér því ég talaði ekki með hreim ómennt- aðra Lundúnabúa, cockney. Ég talaði tungu sveitamanna." Að lokinni herþjónustu í Berlín og Kóreu á árunum 1951—53 sneri Michael Caine sér að leiklistinni. Hann hafði lítið lært um leiklist annað en það sem hann las sér til í frístundum þegar hann hóf störf hjá litlum atvinnuleikhúsum í Hors- han og Lowestoft, en þar vann hann árin 1953—55. Svo hélt hann til Lundúna þar sem hann fékk vinnu hjá Theatre Workshop. Á sex ára tímabili, frá 1957 til 1963, lék hann í rúmlega 100 sjónvarpsleik- ritum og einu leiksviðsverki í London, en leiksviðið heillaði hann ekki. Þá var hann aðeins að bytja feril sinn í kvikmyndum, en fyrsta aðalhlutverkið fékk hann í mynd- inni „The Ipcress File“ árið 1965. Eftir það rak hver kvikmyndin aðra, og lék hann að jafnaði í 2 til 5 myndum á ári. Caine var eitt sinn spurður að því hvað hafi valdið því að hann sneri sér að kvikmyndaleik, það væri ekki beint það framtíðarstarf sem ætla mætti að sonur verka- manns á fiskmarkaðnum stefndi að. Jú, svaraði hann, hugsanlega hefur föður hans fundizt þessi ákvörðun eiga rætur að rekja til afbrigðilegr- ar kynhneigðar eða einhvers álíka. En „í fyrsta lagi fannst mér ég geta þetta. í öðru lagi langaði mig til þess. í þriðja lagi var ég aldrei hrifinn af því hvemig leikarar fóru með hlutverk lágstéttamanna í kvikmyndum. Það var venjulega einhver spjátrungurinn útskrifaður frá Konunglega leiklistarskólanum, RADA, sem fór með hlutverk verka- mannsins, og reyndi svo mjög að tala með cockney-hreim að honum lá við köfnun.“ Mihael Caine er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var leikkonan Patricia Haines, sem hann kvæntist árið 1954. Þau eignuðust eina dótt- ur, en hjónabandið fór út um þúfur og þau skildu. Var dótturinni þá komið fyrir í fóstur hjá foreldrum frúarinnar. Síðari kona hans er Shakira Khatoon Baksh. Þau gift- ust árið 1973, og er Natasha dóttir þeirra nú 12 ára. Michael Caine sá síðari konu sína fyrst í sjónvarpsauglýsingu árið 1971, en fjórum árum áður hafði hún verið í þriðja sæti í keppninni Ungfrú heimur (Miss World). Eftir að hafa séð hana í sjónvarpsauglýs- ingunni hafði Michael upp á símanúmeri Shakiru og bauð henni út að borða. Hélt hann í fyrstu að hún væri brasilísk, en svo var ekki. Shakira er ættuð frá Kasmír, en ijölskylda hennar hefur í þijá ætt- liði búið í Guyana í Suður-Ameríku. Forfeður hennar voru meðal þús- unda Indveija og Pakistana sem fluttu þessa sömu leið, og fóru flest- ir þeirra til starfa á sykurekrunum. En forfeður Shakiru hófu verzlun í nýja heimalandinu og komust vel af. Olst, Shakira upp á búgarði föð- ur síns, og að námi loknu hóf hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.