Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 29 Demeter lofsöngnr ár 1600 f. Kr. í hvert sinn er jörðin af ilmandi blóma breiðu er þakin undrun guða á himnum og jarðneskra manna er vakin úr dauðsríki upp ertu risinn að vanda Persefone ekkert að eilífu auðlegð þinni mun granda. RR Þær grísku mæðgur og frjósem- isgyðjur Demeter og Persefone þekkjum við vel, enda ennþá síung- ar, gjöfular og góðar til áheita. Demeter eða Gemeter (yngra) er móðir jörð. Ge-ografi (landafræði) Ge-ometri (stærðfræði) Ge-ologi (jarðfræði) o.s.frv. þekkja flestir. Meter — mater — mutter — moder — móðir þekkja líka allir og því eðlilega einnig Gemeter. Persefone er dóttir Gemeter og Seifs. Henni var ungri að árum rænt af Hades, myrkrahöfðingjan- um, sem tók hana sér til brúðar, og fór með hana til undirheima. Persefone bjó nú í undirheimum, og segir Hómer að hún hafí haft þar mikil umsvif, sé hún grimm, og ráði jafnvel meiru en myrkra- höfðinginn sjálfur. Færið óskalaga þátt sjúkl inga aftur á rás 1 Aldraðir skrifa Mörg útvarpstæki ná ekki rás 2. Urðu það mörgum þvi mikil von- brigði þegar óskalagaþáttur sjúkl- inga var settur á rás 2. Kemur það illa við marga, sér í lagi aldraða, sem ekki ná rás 2 og hafa ekki efni á að kaupa sér nýtt viðtæki. Líklega hefur þetta verið ákveðið í fljótræði en enn má bæta úr því. Þegar kuldi þrýstir jörð og hún er í klakaböndum blundar Perse- fone. Svo að vori, þegar jörðin aftur nálgast sólu og Helios, sólarguðinn, sendir henni langan og heitan koss, vaknar Persefone af værum blundi og breiðir út faðminn. Þá kvikna aftur blóm og strá, ástin hefur unn- ið sitt kraftaverk, sigrast á dauðan- um. Hringrás lífsins er hafin að nýju- Okkur hlýnar um hjartarætumar þegar við hugsum til Persefone í skammdeginu. Hómer sagði að vísu að hún væri grimm, en Hómer var blindur eins og þú veist, og leit því aldrei fegurð Persefone. Að lífið er hringi’ás hafa menn vitað um þúsundir ára, en um kveikjuna að nýju lífi hafa verið skiptar skoðanir. Demeter og Persefone eru þó alltaf kærkomnar. Þær boða líf, birtu og yl. Þær boða frjósemi, ást og ný fyrirheit. Nú blundar Persefone og liggur þá náttúran öll í dvala, en vitundin um það að hún birtist okkur aftur að vori og skarti þá allri sinni feg- urð, yljar okkur um hjartarætumar. Richardt Ryel ítrekaðar spurning- ar til útvarpsstjóra Hinn 25. september sl. birtust í Velvakanda Morgunblaðsins fyrir- spumir frá undirrituðum stílaðar til útvarpsstjóra, herra Markúsar Arn- ar Antonssonar. Fýrirspurnimar voru á þessa leið: 1. Hve margir starfsmenn vinna nú við Ríkisútvarpið: a) fastráðnir b) lausráðnir. Árið 1981 voru þeir samtals 254. Alþingistíðindi, 14. h. 1980-81.) 2. Hve margir fréttamenn starfa nú á erlendri gmnd í þágu Ríkisútvarpsins? 3. a) Eru þeir fastráðnir? b) Hver era launakjör þeirra? Mér vitanlega hafa ekki borist svör við þessum fyrirspumum. Hvað dvelur Orminn langa? Ég hef ekki enn gefið upp alla von um að fá svar frá virðulegum útvarpsstjóra viðvíkjandi fyrir- spurnum mínum, þótt tvísýnt sé að vísu eins og nú horfir. Þess vegna Hvað dvelur útvarpsstjóra? endurtek ég þær hér að nýju með von um úrlausn. Ég tel ekki æski- legt að þurfa að grípa til ítrekunar í annað sinn. Sandi, Aðaldal, 30.10. 1986. Þórgnýr Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri. Þessir hringdu . . . Þessir eru 1 stjórn Sólheima Grímsnesi Jón Haukur Bjarnason hringdi: Vegna fyrirspurnar í Velvak- anda vil ég upplýsa hvetjir era í stjórn Sólheima Grímsnesi. For- maður er Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi eigandi að Veitinga- manninum, og varaformaður er Sigutjón Heiðarsson, skrifstofu- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Aðrir í stjórninni era: Gylft Jónsson, fyrrverandi rektor Skál- holtsskóla, Gísli Hendriksson, bóndi Hallkelshólum, Halldór Steingrímsson, starfsmaður Landsbanka Islands og Guðjón Árnason, starfsmaður Sólheima. Varamenn era Anna Sveinbjöms- dóttir, prestsfrú Hveragerði, Lára Sigurðardóttir, húsmóðir Bjama- stöðum, Tómas Grétar Ólason, verktaki og Grétar Kristjónsson, starfsmaður Sólheima. Einkennileg auglýsing Óskar hringdi og vildi vekja athygli manna á því að Akur- eyringar væra að auglýsa eftir nýjum hitaveitustjóra, og að því tlti er best væri séð, ætti sá að búa yfir sömu eiginleikum og hita- veitustjórinn sem Akureyringar ráku. Borgarspítalinn til fyrirmyndar Marta Þorsteinsdóttir hringdi: Ég hef oft þurft að dveljast á Borgarspítalanum og vil að það komi fram að þar er gott að vera og allir era þar starfi sínu vaxnir og vel það. Þakklæti komið á framfæri Móðir hringdi: Um daginn var dóttir mín í miðbænum í Reykjavík. Týndi hún þá veskinu sínu án þess þó að átta sig á því strax. Hún var á bíl og þegar hún kom að honum aftur hafði einhver smeygt vesk- inu undir aðra rúðuþurrkuna. Ég vil þakka þessum einstaklingi fyr- ir heiðarleik hans og skilvísi. Fundin gleraugu við Miklagarð Nýlega fundust kvenmanns- gleraugu í gráu leðurhulstri á Miklagarðsplaninu. Á hulstrinu stendur orðið „Linsan". Eigandi er beðinn að líta við í Tölvudeild sambandsins í Miklagarðshúsinu. Tveggja hvíta- gullshringja saknað Þann 16. október tapaði ég tveimur hvítagullshringjum, líklega í Laugalækjarskóla. Ef einhver hefur fundið þá bið ég hann vinsamlegast að hringja í s. 37182. Fundarlaun. Bandarískan körfubolta í íþróttaþáttinn Piltur hringdi: Ég vil lýsa yfír óánægju minni með að það era liðnir þrír mánuð- ir síðan síðast var sýndur úrslita- leikur úr bandarísku MBA deildinni í körfubolta. Mér finnst að Bjami mætti minnka við sig fótboltann og auka hlutdeild ann- arra íþrótta í þættinum. Hvernig er textinn? Árný hringdi og sagðist vera á höttunum eftir sönglagatexta. Ekki kvaðst hún kunna annað úr textanum en þetta brot: Hvar ertu Anna Anna sem varst mér svo kær Þú sem kannt allan textann ert vinsamlegast beðinn að hringja í síma 37396. Vitni vantar V. hringdi: Miðvikudaginn 22. okt kl. 10.30 lentum við í árekstri á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Hvítum Ford Escort var ekið aust- ur Hverfisgötu og lítill silfurgrár Subaró kom frá Skúlagötu og upp Snorrabraut. Á gatnamótunum laust bílunum saman. Vegna þess hvernig dómur féll í málinu bráð- vantar okkur vitni að þessum atburði. Ef þú sást áreksturinn hringdu þá vinsamlegast í s. 46071 eða 40324. KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 veröur /okuð mánudag 10. og þriðjudag //. november nk. vegna sta’kkunar. Opnum aftur miðvikudaginn /2. nóvember. Kostaboð frá JIP Níðsterkt vatnsvarið leður. Stamir léttir sólar! 1.996 PÓSTSENDUM. Nr: 34—42. Svartir/m. lit. Egilsgötu 3, Sími: 18519. C3I IB loftræstiviftur FALKINN ____Þekking Reynsla Þjónusta_ SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 4 TTWZtímu vu ts ll 'IV >1«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.