Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 21 MeA Diane Keaton, Elliot Gould og James Caan í „Harry and Walter Go to New York". 1976 með Sean Connery í mynd- inni „The Man Who Would Be King“. störf í bandaríska bókasafninu í höfuðborginni Georgetown. Caine segir að bezti leikur hans til þessa hafi verið í hlutverki drykk- fellds og vonsvikins kennara í enskum bókmenntum í myndinni „Educating Rita“, en fyrir það hlut- verk var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna árið 1984. Hann hlaut ekki verðlaunin, en tilnefningin varð honum mikil lyftistöng. Minnist hann þess að þetta sama ár var hann staddur í London, og hitti þá á götu úti Ieikkonuna Joan Littlewood. Þau höfðu áður leikið lítillega saman, en ekki sézt í mörg ár. Að sögn Caines var samtal þeirra eitthvað á þessa leið: Littlewood: „Ég var að sjá „Edu- cating Rita.“ Caine: „Er það?“ Littlewood: „Þetta er í fyrsta fjárans skiptið sem þú hefur leikið síðustu tuttugu árin.“ Caine: „Þakka þér kærlega fyrir Joan.“ Littlewood: „Taktu þetta ekki nærri þér, ég býst við að þú hafir grætt milljónir á að leika ekki.“ Caine: „Það hef ég Joan, það hef ég.“! I nýlegri heimsókn til London fór Caine í Þjóðleikhúsið þar til að sjá leikritð „Pravda" og heillaðist af leik Anthony Perkins í hlutverki grófa og áhrifamikla blaðaeigan- 1983 í „Educating Rlta“, sem hann telur sinn bezta leik. dans. „Vandi ykkar er sá að þið vitið ekki á hvað þið trúið," segir eigandinn eitt sinn við einn ritstjór- anna sem reynir að halda í það sem hann á eftir af frjálslyndi og heiðar- leika. Þessi setning hafði mikil áhrif á Caine. Honum fannst hún ekki aðeins eiga við um frjálslynda um- bótasinna, heldur Breta yfirleitt, og samband þeirra við Guð. Bendir hann á að í Bandaríkjunum stundi um 40% þjóðarinnar einhverskonar kirkjuferðir, en í Bretlandi sé þetta hlutfall aðeins um 2%. Og trúir Michael Caine sjálfur á Guð? „Algerlega og skilyrðislaust. Ég ólst upp við svo margar trúarstefn- ur að ég kynntist göllum þeirra allra. Faðir minn var kaþólskur, móðir mín mótmælendatrúar. Ég stundaði nám í gyðingaskóla, og konan mín er múhameðstrúar. Ég hef séð hve þeim semur öllum illa, svo ég stend raunar utan við þetta allt. En ég trúi vissulega á Guð. Eftir standa bara Guð og ég, og við fylgjumst með öllum hinum," segir hann og hlær. Og biðst hann fyrir? „Eg fer ekki reglulega með bæn- ir. En ég segi takk fyrir. Sá sem hefur fengið jafn mikið út úr lífinu og ég, gerir meira af því að þakka fyrir sig en að biðja um eitthvað." (Hcimild: The Observer.) 1973 tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik slnn í „Sleuth". Þjóðleikhúsið: S-afrískt leikrit á Litla sviðinu Svipmynd úr sýningu Café Teatret á Woza Albert. CAFÉ Teatret í Kaupmannahöfn heimsækir Þjóðleikhúsið og flyt- ur gestaleik á litla sviðinu nk. þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld. Leikritið „Woza Albert", verður flutt á frummálinu, blöndu af ensku, Zulu og afrikans. Leikhópurinn hefur stutta viðdvöl hér í leikför sinni um Norðurlönd. Höfundar, leikarar og aðrir flytj- endur „Woza Albert", eru frá Suður-Afríku. Leikritið er bannað í föðurlandinu, en hefur verið flutt við miklar vinsældir í Evrópu og Bandaríkjunum. Það fjallar um upprisu „Morena“, sem er kristlík- ing, og þýðingu hans fyrir ólíkar manngerðir í Suður-Afrísku sam- félagi. Þegar Morena fyllist hryll- ingi yfir aðskilnaðarstefnu stjómvalda og hvetur svertingja til verkfalla er hann handtekinn og ásakaður um að vera kommúnisti og æsingamaður. TÍU ÁR Á ÍSLANDI Verulegur afmælisafsláttur á vörum frá Rosenthal! Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar ánægjuleg viðskipti bjóðum við 20% staðgreiðsluafslátt næstu daga af öllum vörum verzlunarinnar. studiohúsið á homi Laugavegs og Snorrabrautar Simi 18400 TlMABÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.