Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 SÚ NÝJA OG GLÆSILEGA I BREIÐHOLTI Hefur þú prófað Súperstöð ESSO við Skógarsel? Þar leggjum við áherslu á mjög fjölbreytt vöruúrval og alla venjulega þjónustu bensínstöðva, auk sjálfsalaþjónustu allan sólarhringinn. En það er líka sitthvað annað í boði: • Bílaþvottur í fullkominni þvottastöð. Völ er á 13 mismunandi þvottakerfum. • Þjónustuskýli. Þar er vatn, loft, olíusuga og ryksuga undir einu þaki, bíleigendum til hægðarauka. • Opnunartilboð og afsláttur á ýmsum vörum í eina viku, til 15. nóvember. Það er enginn krókur að koma við á Súperstöðinni - það er þér og bílnum í hag. Olíufélagið hf Skógarseli 10 - Sími 75233 < Dreki fæð- ist í svína- stíunni ÚT ER komin enn ein bók i sam- vinnu rithöfundarins Astrid Lindgren og listamannsins Ilon Wikland, Drekinn með rauðu augun. Þorleifur Hauksson þýðir og Mál og menning gefur út. í frétt frá útgefanda segir: „í sögunni segir frá því þegar systkin- in koma út í svínastíu einn apríl- morgun og sjá að grísamamma hefur eignast tíu grísi og einn græn- an dreka með lítil reiðileg augu! Krakkamir verða hugfangnir af drekanum þótt ekki sé hann auð- veldur í umgengni og hann verður smátt og smátt býsna hændur að þeim." Bókin er sett og filmuunnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar en prentuð í fullum litum á Ítalíu. Tvær bæk- ur um Stínu ÚT ERU komnar hjá Máli og menningu tvær bækur um Stínu eftir finnska rithöfundinn og listamanninn Kristiina Louhi: Frá morgni til kvölds með Stinu og Stína og árstíðirnar. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Þetta em sögur fyrir yngstu hlustenduma með litmyndum, bæði af fólki og atvikum og líka hlutum, því bækumar em að nokkm leyti hugsaðar sem bendibækur. Stína brallar margt með pabba, mömmu, Kalla stóra bróður og Óla vini sínum sem fólk á hennar aldri kannast við." Setningu og filmuvinnu annaðist Prentsmiðjan Oddi hf., en bækumar vom prentaðar í Portúgal. Höfðar til . fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.