Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 17 Þjófar stela þjófum frá Danny DeVito, (t.h.) heldur gamninu uppi í Wise Guys. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÚSIÐ: WISE GUYS ☆ ☆ Leikstjóri Brian De Palma, Handrit George Gallo. Tónlist Ira Newborn. Framleiðandi Aar- on Russo. Aðalhlutverk Danny DeVito, Joe Piscopi, Harvey Keiel, Dan Hedeya, Ray Shark- ey. Bandarisk. MGM 1986. Það er ekki ólíklegt að hinn umdeildi leikstjóri Brian De Palma hafi verið farinn að lýjast við gerð á sínum ofsafengnu og blóðidrifnu myndum, (Sisters, Carrie, Dressed to kill, The Fury o.fl.), en fram að þessu hefur hann ein- göngu haldið sig við gerð frekar svæsinna, ofbeldisfullra glæpa- mynda. Lengi vel var hann undir áberandi áhrifum frá meistara Hitchcock, þau skiluðu sér best í Obsession, sem var tilbrigði við Vertigo. En myndir De Palma urðu æ svæsnari og í Scarface, sem var síðasta mynd hans á undan Wise Guys, keyrði djöfulgangurinn um þverbak. Þar var ofbeldið svo hamslaust að engu var líkara en maðurinn væri búinn að tapa glór- unni. Slíkur móður rann á garpinn að hann krafðist þess að fá að nota alvöru skotfæri í drápstólin í myndinni. Því var að sjálfsögðu hafnað, en karlanginn hann A1 Pacino bilaði víst eitthvað á taugum meðan á upptökum stóð! Og nú hefur De Palma ætlað að slaka örlítið á og gera eina gaman- mynd til tilbreytingar. En eplið fellur sjaldan langt frá eikinni því Wise Guys fjallar um mislukkaða sjálfsbjargarviðleitni smákrimm- anna DeVito og Piscopo. Þeir leiðast útí þá bráðdrepandi freist- ingu að ræna mafíuforingjann þeirra, rústa Cadillac drápsmanns gengisins og lifa síðan hátt I Atl- antic City útá gullslegið kreditkort morðingjans! DeVito ætlar að bjarga líftóru þeirra félaga með því að slá frænda sinn fyrir kostnaðinum, en þá reyn- ist karl dauður fyrir langa-löngu. Og nú reynast góð ráð dýr! í stuttu máli þá er Wise Guys hálfmislukkuð sem gamanmynd — ef undan er skilinn bráhress leikur DeVito. De Palma er ókunnugur í þessu landslagi og greinilega ekki I essinu sínu í gamanmálum. En þegar kappinn fær tækifæri til að skapa spennu eða ryðja úr sér • smávegis ofbeldi, leikur hann við hvem sinn fingur. Hann ætti því að snúa sér að glæpamyndinni aft- ur því þar er hann á heimavelli. Það má þó ekki skella allri skuld- inni á De Palma því mynd verður aldrei mörgum gæðaflokkum hærri en handritið býður uppá. Það er ósköp lítið fyndið og eitt aðal„plott- ið“ — að láta smákrimmana vinna hvor á öðrum — missir marks. En sem fyrr segir er DeVito í bana- stuði og bjargar þvf sem bjargað verður. urnar svo miklu lífi, að { getur næstui þeirri hamii KNOTS ■ '1 ! r yf-. 4 jJBf, M- V. . §k - J - '% t Sanitas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.