Morgunblaðið - 09.11.1986, Page 4

Morgunblaðið - 09.11.1986, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 VI álver kauppboðin - eru þau viðburður? Það sem þykir hafa breyst til hins verra er að mun færri góðar myndir eru á upp- boðunum en áður. Eigendur góðra mynda selja þær fremur í umboðssölu þ.e. þurfi þeir ekki að flýta sér að selja myndina. Stafar þetta af því að mun lægra verð fæst fyrir mynd- ir á uppboðum. Ef um góða mynd er að ræða borgar það sig fyrir eigandann að setja myndina í umboðssölu og umboðsaðilinn gefur sér síðan tíma til að leita að góðum kaupanda. Annað sem orsakar það að eigendur góðra mynda fara frek- ar með þær í einkasölu er, að það þarf að greiða söluskatt af myndum, sem boðnar eru upp en ekki af þeim sem seldar eru í umboðssölu eða listamennimir selja sjálfir. Það sem skiptir ekki minnstu máli í þessu dæmi er að söluskattur hefur hækkað töluvert og er nú orðin 25% af andvirði myndarinnar. Annað sem hefur breyst og það er að listamenn setja sjálfír aldrei myndir sínar á uppboð. Þetta skapast af því, að þeir geta í mörgum tilfellum fengið að minnsta kosti helmingi meira fyrir mynd ef þeir selja hana sjálfír. Þeim finnst það því hálf- gerð vanvirða við list þeirra, ef myndimar fara á uppboð óíkt því sem var með Kjarval en hann fékk líka alltaf fullt verð fyrir sínar myndir á uppboðum. Til þess að hækka verðið á uppboðunum hefur það komið fyrir að uppboðshaldaramir, hafa haft á sínum snærum menn út í sal, til að bjóða á móti og hækka þannig verðið. „Hér er auðvitað verið að plata menn“, segir tJlfar Þormóðsson hjá Gallerí Borg, sem stendur að nokkrum uppboðum á ári. Öðru máli gegnir með það, þegar eigendur myndanna bjóða á móti tilvonandi kaupanda til að hækka verðið. Menn eiga jú rétt á því að gæta eigna sinna. Eg get sagt frá því sem dæmi, að á einu uppboðanna hjá Gall- erí Borg var málverk eftir Gunnlaug Blöndal boðið upp, sem metið var á 200 þúsund krónur. En á uppboðinu varð hæsta boð 60 þúsund krónur. I þessu tilfelli var umboðsmað- ur eiganda á staðnum, sem betur fer, og var honum slegin myndin í lokin." „Ég tel ekkert rangt við það þó eigandinn reyni að fá sann- virði myndar sínnar með þessum hætti,“ segir Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og Fisk, sem þekktur er fyrir málverkasöfnun. „En stundum brenna menn inni með myndimar, hefðu kanski viljað taka tilboðinu, sem var fyrir neðan.“ „Annars fara tilboðin auðvitað eftir því hverjir mæta á upp- boðin, hvort að þar eru staddir menn, sem eiga eitthvað undir sér,“ segir Guðmundur Axelsson hjá Klausturhólum. „En það er athyglisvert að listasöfnin kaupa nær aldrei myndir á uppboðum hér á landi þó þau fari erlendis og kaupi á uppboðum þar.“ Knútur Bruun, sem rak List- munahúsið til skamms tíma og hefur reynslu af listmunaupp- boðum, sagðist hins vegar telja, að skýringin á litlu framboði af góðum myndum og lágu verði á uppboðunum væri sú, að mark- aðurinn væri einfaldlega of lítill, þ.e.a.s. „það er of lítið framboð af góðum málverkum og of fáir til þess að borga fyrir þessar myndir," sagði hann. En hyggja uppboðshaldarar á einhveijar breytingar á fram- kvæmd málverkauppboðanna? „Nei, ég held sömu stefnu og fyrr,“ segir Guðmundur Axels- son í Klausturhólum. Ulfar hjá Gallerí Borg sagði að honum fyndist uppboðin komin á það stig að þetta gengi ekki lengur. „Við höfum því ákveðið að frá og með næsta uppboði, sem verð- ur í lok nóvember n.k. verði lágmarksverð á öllum myndum nema ef til vill 4-5 myndum. Eg er raunar skíthræddur að þetta gangi ekki upp því ég hef prófað þetta. Var með nokkrar myndir á lágmarksverði og þegar kom að þeim datt allt í dúna- logn, engin bauð og myndimar seldust þar af leiðandi ekki. Fólk er vant að byija á sínum fímmhundruð kalli og vill halda því áfram. En þetta gerir upp- boðin langdregin og svo er þetta vanvirða við listina," sagði Ulfar. I sama streng tóku nokkrir viðmælendur okkar. „Eg tel heillavænlegra að hafa lág- marksverð á myndunum og hafa færri myndir en betri á upp- boðunum, til þess að skapa spennu, þannig að- þetta verði dálítill viðburður," sagði Sverrir Kristinsson, sem fylgst hefur með uppboðum undanfarin ár og safnar listmunum. „Það vantar líka, að þeir sem stjóma uppboðunum kunni upp- boðstækni, en hún er hluti af spennunni,“sagði Knútur Bmun. „Erlendis þar sem ég þekki til byrja uppboðshaldaramir venju- lega hátt, fara svo niður með verðið og fíkra sig svo upp aftur með það. Þannig eykst hraðinn og spennan." En nóg um málverkauppboð að sinni. HE. Það hefur löngum þótt nokkur viðburður, þegar myndlistaruppboð hafa staðið fyrir dyrum. A uppboðum Sigurðar Benediktssonar, sem er fyrstur manna á Islandi til að bjóða upp myndlist mátti ganga að málverkum eftir gömlu meistarana visum, myndum eftir Jón Stefánsson, Asgrím og Kjarval. Sigurður og Kjarval voru miklir vinir og gat Sigurður gengið inn á vinnustofu Kjarvals og komið út með nokkrar myndir og er sagt að léreftið hafi stundum verið orðið þurrt á sumum þeirra. Sigurður þótti smekkmaður á myndlist og menningarblær var á uppboðum hans. Þar var samankomið margt listelskandi fólk, safnarar og aðrir, sem vildu ná sér í góðar myndir ájafngóðum kjörum auk þess, „að fylgjast með því hvað aðrir voru að gera,“ eins og Sverrir Sigurðsson málverkasafnari orðaði það við Morgunblaðið. Sigurður sljórnaði uppboðum sínum af mikilli röggsemi og þau þóttu alltaf skemmtileg. Nú er Sigurður horfinn af sjónarsviðinu og nýir menn komnir í staðinn og uppboðin hafa að ýmsu leyti breyst. Viðmælendum okkar þótti vanta meira af góðum myndum á málverkauppboðin, sem hér eru hald- in. Þau væru auk þess orðin langdregin og vantaði spennu. Það þarf að gera málverkauppboðin að viðburði eins og þau eru víða erlendis. Þessi mynd var tekin hjá Sotheby's í New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.