Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 11
3861 H38M3VÖV! .e H'.IOAOUMVIIIS .CIIGÆieVIUDHOM 3 01 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 11 brennivín. Hann kvaðst ekki, að fenginni þessari þekkingu, geta mælt með því að bjórinn jrrði leyfður heima. „Ég held að hann yrði hrein viðbót við alla þá neyslu sem þar er fyrir", sagði hann. Sjúklingar stöðvarinnar voru spurðir, hvort þeir samþykktu að blaðamaður frá íslandi fengi að fylgjast með starfí stöðvarinnar í einn dag. Þeir samþykktu það, þar sem hann væri svo langt að kominn, en skiljanlega var myndatökum innandyra hafnað, enda óheimilar sjúklingunum sjálfum. Ekki komust allir til myndatöku utanhúss i einu lagi. Hér er annar hluti starfsmannahópsins, sem til staðar var, en þau eru, talið frá vinstri: Hjónin Anna Njálsdóttir og Eysteinn Björnsson með dóttur sína Þorbjörgu Rún, þá Inger Einarsdóttir, Skúli Thoroddsen f ramk væmdastj óri sjúkrastöðvarinnar Vonin hér heima og lengst til hægri Brynjólfur Árnason. „Þarna eru heila- frumur að deyja“ Á fyrirlestri yfirlæknisins Gert Holm fyrir „sloppafólkið" þennan daginn fjallaði hann um fylgisjúk- dóma áfengissýkinnar. Hann gerði fyrst grein fyrir efnaupp- byggingu áfengisins og rakti siðan nokkra alþekkta sjúkdóma, sem áheyrendur upplýstu á eftir að þeir hefðu marga hveija, svo sem lifrabólgu, sykursýki o.fl. Auk þeirra ræddi hann ýmsar útgáfur hjarta- og æðasjúkdóma. Þá eru magasjúkdómar algengir, sérstaklega magakrabbi. Gert sagði m.a., að meira en 30% magakrabbasjúklinga gætu kennt áfengisneyslu sinni um. Skemmd- ir á heila eru ennfremur algengar, enda heilafrumur viðkvæmar fyrir eiturefnum. Gert spurði áheyrend- ur hvort þeir hefðu ekki orðið vart við minnisleysi og „black- out“, sem allir virtust kannast við. „Akkurat", sagði hann „þama eru heilafrumur að deyja" og hann snéri sér síðan að sykursýkinni, sem hann sagði algenga afleið- ingu ofneyslu áfengis. Áfengið færi illa með briskirtilinn sem framleiddi insúlín og því færi sem færi. Þama var einn sjúklingur bæði með sykursýki og skorpulif- ur, auk þess að vera hjartaveill. Hann kvaðst geta kennt áfenginu og þar með einvörðungu sjálfum sér um. Gert sagði í stuttu viðtali við undirritaða eftir fyrirlesturinn, að álit stjómvalda í Danmörku á áfengissýkinni væri opinberlega hið sama og á íslandi, þ.e. að þama væri um að ræða sjúkdóm, en hann vildi ekki tjá sig frekar um framkvæmdina, nema hvað hann kvaðst vonast til að hið opin- bera tæki meira þátt í því sem verið væri að gera þama hjá þeim. Hann kvaðst sjálfur þekkja málið frá báðum hliðum, þ.e. sem sjúkl- ingur og læknir og kannski gerði hann sér þess vegna betur grein fyrir nauðsyn þeirrar þjónustu sem þama væri veitt. Vandinn þekktur í þriðju hverri fjölskyldu Um stærð vandamálsins í Dan- mörku sagði hann tölur líkar því sem gerist í öðrum löndum, þ.e. að 10% fullorðinna ættu við vandamál að etja og að vandinn væri þekktur í þriðju hverri fjöl- skyldu. Hann benti þó á. að langvarandi og mikið atvinnuleysi hefði áreiðanlega slæm áhrif. Líklega væri fátt eins slæmt til að rífa niður sjálfsvitund fólks og það að njóta ekki atvinnu. Tölur sýndu enda, að stór hluti áfengis- sjúklinga væri atvinnulaus, hvort sem um afleiðingu eða orsök væri að ræða. Um starfsfólkið sagði hann það algjört „Alfa til Omega", að það þekkti vandamálið af eigin raun. Áðspurður um bjórinn og hvað honum fyndist um bjórbann- ið hér heima sagði hann einfald- lega: „Það breytir engu fyrir alkóhólista, hvort leyfður er bjór eða ekki. Hann verður sér úti um áfengi, einhverrar tegundar, hvað svo sem lög og reglur segja, hve- nær sem er.“ Gert bað að lokum fyrir bestu kveðjur til Brynjólfs Haukssonar læknis hjá Voninni, sem hann sagði stórkostlegan mann, sem hefði bjargað sér úr sínu volæði og gert hann að því sem hann væri í dag. Stór liður í meðferð er AA- prógrammið og er AA lífakkerið, þegar úr meðferð kemur að sögn starfsmanna Von Veritias. Hér heima getur fólk valið um allt að 90 AA-fundi í viku, en í Danmörku er AA-kerfið ungt og deildir ekki margar. Þetta segir starfsfólk stöðvarinnar standa til bóta. Þeir sjúklingar sem rætt var við sögð- ust þegar ætla að standa að stofnun deilda í Kaupmannahöfn, en þaðan var stærstur hluti hóps- ins. Þá ætla þau sér að stofna stuðningshóp, sem hefur það hlut- verk að taka á móti þeim sem útskrifast. „Fyrsta glasið yrði dýrt - 40 þús. kr. danskar“ Einn sjúklingurinn sem rætt var við, við skulum kalla hann Jón, sagðist hafa drukkið illa f ein 30 ár. Hann sagðist vera sá fyrsti sem „kommúnan" sem hann byggi f í Kaupmannahöfn greiddi með- ferðarkostnaðinn fyrir. Hann kvaðst aðspurður bjartsýnn, og Tilboð óskast í AMC Jeep CJ-7 Laredo árgerð 1983, ásamt bifreiðum, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 11. nóvember kl. 12—15. Ennfremur óskast tilboð í Hyster gafallyftara 5,5 tonna árgerð 1966 og IHC Bus 36 farþega ár-‘ gerð 1973. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna Klingjandi kristall-kærkomin gjöf (KOSTA)fBODA V ________/\________ Bankastræti 10. Símar: 13122 — 621812 Garðatorgi, Garðabæ. Sími: 656812

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.