Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 UTFLUTNINGUR A HUGVITI Islenskt hugvit gefur dönskum alkóhólistum vonina á ný íheimsókn á meðferðarstöðinni VON VERITAS á Lálandi í Danmörku Þessi fallega eik er aðeins nokkur hundruð metrum frá stöðinni. Eikin er einkennismerki Von Veritas, tákn styrk- og stöðugleikans. Ein sagan af henni segir, að H.C. Andersen hafi skrifað ævintýrið eldfærin undir greinum hennar. ingu við tvo óvirka áfengissjúkl- inga, sem með hjálp Vonar-stöðv- arinnar hér heima náðu loks tökum á sjúkdómi sínum. Þetta voru karl og konu á miðjum aldri. Þau sögðust áður hafa reynt flest- allt sem danskt samfélag bauð upp á til lækninga, án árangurs. Mjög aukin umfjöllun um alkóhólisma í Danmörku í Færeyjum segja menn að vel megi merkja árangur meðferðar- stofnunarinnar Vonarinnar, bæði á íslandi og á því heimili sem rekið er í Færeyjum nú. í Dan- mörku er talið, að sögn yfírlæknis Von Veritas, Gert Holm, að um þriðja hver fjölskylda þekki áfeng- isvandamálið af eigin raun, þ.e. að einhver nákominn sé virkur áfengissjúklingur. Gert sagði enn- fremur, en hann naut sjálfur meðferðar hér heima á Voninni, að mjög aukin umíjöllun um alkó- hólisma sé nú í Danmörku. Megi þar til dæmis nefna blaðaskrif og kröfur um hert viðurlög við akstri ölvaðra ökumanna. Um fátt var meira talað og ritað fyrir nokkrum vikum en hvað gera skuli við mann sem ók bifreið dauðadrukk- inn á bamavagn upp við húsvegg, eftir að hafa ekið á mikilii ferð í Það var stór dagnr á meðferðarstöðinni Von Veritas í Vesterborg á Lálandi í Danmörku á mánudag í síðustu viku, þegar undirrituð var þar í heimsókn til að kynnast út- flutningi á íslensku hugviti, en Islendingar eru þegar þekktir á Norðurlöndun- um og víðar fyrir mjög góðan árangur í meðferð áfengis- og eiturlyfja- sjúklinga. Fjórir fyrstu sjúklingar Von Veritas- stöðvarinnar voru að útskrifast þennan dag, en stöðin var tekin í notkun við hátíðlega athöfn 15. september sl. Það var ánægjuleg sjón að sjá starfs- fólkið og hina sjúklingana kveðja fjórmenningana við útidyrnar. Það skein eftirvænting og von úr andlitum; von um betri tíð fyrir þá sem héldu út í lífið á ný. Þessi von ætti að geta orðið að veruleika hjá að minnsta kosti þremur af þess- um fjórum samkvæmt reynslu af meðferðinni, fenginni hér heima. Ein af undirstöðunum fyrir því að svo geti orðið er að sjúklingurinn horfist í augu við sannleikann, þ.e. láti af sjálfsblekking- um eins og til dæmis „að þetta hafi nú ekki verið svo slæmt“, eða - „að hann geti kannski lært að drekka eins og maður“. Nafnið Von Veritas - sem mætti útleggja „von sannleikans“ er því vel til fundin. gegnum þrjá húsagarða og yfir nokkur limgerði. Ungabam sem svaf í vagninum lét lífið og hefur atvik þetta að vonum vakið mikinn óhug, en um leið aukna umræðu um áfengisvandamálið. En snúum okkur aftur að dag- legu lífí á Von Veritas: „Sloppa- fólk og fatafólk" voru fyrstu hugtökin sem leita varð skýringa á, en starfsfólk ræddi oft sín í milli um þessa hópa. Einum sjúkl- ingi var til dæmis innilega fagnað, er hann fékk úrskurð um að kom- ast í hóp fatafólks eftir óvenjulega langa vist í sloppafólkshópnum. Skýringin er einföld. í Von Verit- as fer bæði fram afvötnun og eftirmeðferð. Afvötnun tekur sjö til tíu daga, en sá tími er þó sífellt að lengjast að sögn starfsmann- anna, því mjög mikilvægt er að fólk sé „hreint" - þ.e. laust undan öllum eiturefnaáhrifum þegar eig- inleg eftirmeðferð hefst. í af- vötnuninni getur þurft að nota lyf ýmissa tegunda á meðan verið er að ná sjúklingunum niður, og eru þeir undir stöðugu lækniseftirliti á meðan á því stendur. Eftirmeðferð og raunar öll hug- læg meðferð er hin sama, hvort sem um áfengis- eða eiturefna- sjúkling, þ.e. annarra efna er að ræða, enda er litið á ofneyslu allra þessara efna sem sams konar vandamál. Meðferðarstjóri á Von Veritas er Gunnar Þorsteinsson. Hann sagði svo frá meðferðinni: „Það að hafa afvötnun og eftir- meðferð saman hefur þann kost að sjúklingamir, sem fara strax í náttföt við komuna hingað, fá betur á tilfínninguna að þeir þjást af sjúkdómi. Þá sjá þeir um leið hina sem lengra eru komnir og klæðast eigin fotum. Þó þeir búi ekki á sama stað í húsinu og sæki ekki sömu fyrrirlestra þá borða þeir saman og hafa sameig- inlegar setustofur og stór þáttur í meðferðinni allri er stuðningur sem sjúklingamir veita hver öðr- um, bæði hér í meðferðinni og svo síðar í gegnum AA-starfíð. Með- ferðin sjálf, hin huglæga, byggir síðan á fyrirlestrum, hópstarfi, einkatímum með ráðgjöfúm og AA-fundum.“ Hættuleg sjálfsblekking samfara bjómeyslu Gunnar sagði, að sér hefði fundist mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu stöðvarinnar. Starfsfólkið hefði mætt á staðinn nokkru áður en stöðin var opnuð og þá enginn trúað því að hægt yrði að opna á tilsettum tíma. Það hefði þó tekist með sameiginlegu átaki allra þeirra sem að stóðu. Húsið sagði hann sérstaklega hentugt til þessa reksturs, en danskir nágrannar sem þekkt hefðu það og innréttingamar frá því þar var skóli hefðu stómm undrast breytingamar. - Dahskir „alkóhólistar". Eru þeir frábrugðnir þeim íslensku? „Nei alls ekki. Þetta er ná- kvæmlega sama vandamálið. Fólkið er nákvæmlega eins hrætt og einmana, þegar sjúkdómurinn nær yfirhöndinni. Þar er ekki spurt um þjóðemi." Gunnar sagði aðspurður, að honum sýndist að bjómeysla Dana væri algjör viðbót við annað áfengi. Menn töluðu flestir um að hafa byrjað í bjóm- um og síðan staðhæfðu margir, að þeir hefðu „aðeins drakkið bjór“ í þetta og þetta langan tfma. Gunnar sagði það hættulega sjálfsblekkingu, því ein flaska af bjór hefði sama áfengisinnihald og einn einfaldur íslenskur töðin er í glæsi- legu húsnæði, gamalli skóla- byggingu, um þijú þúsund fermetra að stærð, og á ein- um rólegasta stað í Danmörku, sunnanverðu Lálandi, sem Kaup- mannahafnarbúar tala um sem ^alvöra-sveit". Stöðin er í eigu Islendinga að stærstum hluta, þá era flestir starfsmanna íslenskir, enn sem komið er, eða 14 af 23. Flestir þeirra þekkja áfengis- vandamálið af eigin raun, hafa sjálfír verið í meðferð eða ná- komnir ættingjar. Þessi fyrsti hópur Dana í meðferð á Von Ver- itas taldi 24 sjúklinga, en pláss verður fyrir allt að 70 manns. í upphafí var ákveðið að spenna bogann ekki frekar á meðan starf- semin væri að komast í gang og starfsfólkið að aðlagast nýju um- hverfi, en það hefur allt notið þjálfunar í sjúkrastöðinni Voninni í Reykjavík. Athyglisvert er að í þessum fyrsta hópi sjúklinga var aðeins að finna einn „hreinan áfengissjúkling", ef svo má að orði komast, allir hinir vora meira og minna ofurseldir pillunotkun. Kynjaskipting var ennfremur at- hyglisverð: 15 konur og 9 karlar. íslenska meðferðin fljótt þekkt erlendis Hér heima er starfsemi SÁÁ hvað þekktust, það er afvötnunar- stöðin að Vogi með eftirmeðferð- arstofíiunum úti á landi. íslenska meðferðin, með um 60—70% ár- angri að sögn starfsmanna Von Veritas þ.e. að sá fjöldi sjúklinga hætti að drekka, varð fljótt þekkt erlendis. í framhaldi af því var meðferðarheimili fyrir Norður- landabúa komið á fót hérlendis fyuir tæpum tveimur áram. Það var sjúkrastöðin Von í Reykjavík. Þar hafa hátt í 200 áfengis- og eiturefnasjúklingar notið með- ferðar á þessu tímabili, flestir frá Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð. Fljótlega fóra að berast fyrir- spumir til landsins um hvort ekki mætti setja á fót stofnanir í við- komandi löndum og leiddi umræðan til þess að Von Veritas var komið á laggimar. Eignarað- ildin að stofnuninni er tvískipt, annars vegar er eignarfélag um húsnæðið og hins vegar að stofn- uninni sjálfri. Hér er um að ræða hlutafélög, en í hvorri stjóm sitja fjórir íslendingar og einn Dani. Að baki er danskt fjármögnunar- fyrirtæki, sem m.a. veitir þeim, sem á þurfa að halda, hagstæð lán til greiðslu meðferðarkostnað- ar. Að sögn framkvæmdastjóra Von Veritas, Ebbe Christiansen, kostar meðferðin rúmar 40 þús- und krónur danskar, miðað við meðaltalslengd, þ.e. um fimm vik- ur. Einn sólarhringur á stofnun- inni kostar 1.150 d.kr. eða rúmlega 6.000 kr. íslenskar. Danska ríkið tekur ekki þátt í greiðslu kostnaðar, en þegar hafa þijú sveitarfélög tekið á sig kostn- að meðferða og stefnir í að fleiri bætist í hópinn. Ennfremur hafa fyrirtæki sýnt starfseminni mik- inn áhuga. Ekki virðist koma til með að verða hörgull á sjúklingum. Starf- semi Vonarinnar hér heima var kynnt í þekktum sjónvarpsþætti í Danmörku í júnímánuði sl., fyrst að hluta í beinni útsendingu og síðar í endursýningu. Þáttur þessi ber heitið Nátthrafninn og nýtur mikilla vinsælda. Var í þættinum, auk heimsóknar á Vonina í Reykjavík, rætt í beinni útsend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.