Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ/ SUNNUDAGUR 9! NÓVEMBER' 1986' <? T inu. Félagið stendur ekki sjálft fyrir kynfræðslu fyrir almenning. En hvar fer kynfræðsla helst fram? „Fræðslan fer fram á mörgum stöðum" sagði Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, formaður Kynfræði- félagsins. „Hún fer fram á heimil- um, í skólum og á heilsugæslustöðv- um í tengslum við ungbamaeftirlit og mæðraskoðun. Kynfræðsludeild- in í Heilsuvemdarstöðinni er eina sérhæfða stofnunin sem sér um kynfræðslu hér á landi. Kynfræðsla fer einnig fram þegar óskað er eft- ir fóstureyðingu. Hún fer fram á sjúkrahúsum ef um er að ræða al- varlega sjúkdóma sem hafa áhrif á kynlíf viðkomandi sjúklings. En þessi fræðsla er meira og minna tilviljanakennd. Hún er undir hverjum og einum starfsmanni komin og því hvort fólk sækist sjálft eftir að fá slíka fræðslu. Það má því segja að fyrst og fremst skortir á að samhæfa fræðsluna og gera hana aðgengilega fyrir fólk. Fram að þessu hefur verið skortur á bókum um þetta efni, en það hefur skánað að undanfömu. Starfsfólk sjúkrahúsa verður að vera í stakk búið til að veita þeim sem hafa lent í slysum eða fengið alvarlega sjúkdóma þá fræðslu sem þeir þurfa á að halda. Til þess að geta séð um fræðslu og stjómað umræðu um vandamálið þurfa þeir sjálfír að vera komnir yfír sína eig- in erfíðleika og fordóma. Fólk sem hefur lent í slysi eða fengið alvar- legan sjúkdóm er að beijast við sjálft sig og hugsar mikið um hvaða breytingar sjúkdómurinn eða slysið hafí í för með sér varðandi kynlíf og samskipti við hitt kynið. Það er afskaplega slæmt ef það getur ekki talað við einhvem sem hefur vit á þessum hiutum um sín vandamál". Mikið feimnismál Sigtryggur sagði að það sama gilti um kennara á vissan hátt. „Samt vil ég meina að allir geti stundað þá kynfræðslu sem þarf að eiga sér stað í skólum. Þar erum við náttúrulega svolítið bundin af því að í þessu þjóðfélagi okkar er allt gert svo dularfullt í sambandi við kynlíf. Það er búið að gera þetta að svo miklu feimnismáli að það getur verið erfítt að stunda slíka fræðslu. Sérstaklega ef viðkomandi kennari á sjálfur í einhveijum vanda með sitt eigið kynlíf. Undirbúning fyrir kynfræðslu eiga kennarar að fá í sínu námi í Kennaraháskóla íslands. Undirbún- ingur hefur aukist á undanfömum ámm en hins vegar hefur fyöldi kennara sem á að sjá um þessa fræðslu ekki fengið slíka undirbún- ingskennslu. Helst þyrfti að bæta þeim það upp með námskeiðum og eitt slíkt var haldið á vegum Kenn- araháskólans í sumar. Kynfræðsla hefur aukist á und- anfömum árum. En samt er rétt að geta þess að það er mjög mikið undir einstökum starfsmönnnum komið á hinum ýmsu stöðum hvem- ig þessu er háttað. Skólaramisókna- deild menntamálaráðuneytisins á að sjá til þess að kennslugögn séu fyrir hendi fyrir skólana. En nám- skráin er hins vegar svo opin og óljós að hægt er að uppfylla þær kröfur sem hún gerir án þess að kynfræðsla fari fram í raun og vem“. -Hvar stöndum við í þessum málum miðað við aðrar þjóðir? „Ég þori ekkert að segja um það. En þetta er miklu meira feimn- ismál hér á landi en gengur og gerist hjá nágrönnum okkar. Það hefur áhrif á samskipti kynjanna, til dæmis á það hvort þau þori að tala um getnaðarvamir. Einnig hef- ur það áhrif á umræðu um fóstu- reyðingar, ótímabæra þungun og svo framvegis. Ég held þó að þetta sé smám saman að breytast. Um- ræðan er opnari nú en fyrir 20 - 30 ámm og ef við opnum umræð- una betur munum við draga úr þessum fordómum og dulúð sem nú ríkir“. Kynfræðsludeildin Á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur hefur verið starfrækt Kynfræðslu- deild um nokkurt skeið. María Guðmundsdóttir hjúkmnarfræðing- ur starfar þar og skiptir með sér verkum með tveimur öðmm hjúk- runarfræðingum. Jafnframt vinna á deildinni ritari, kvensjúkdóma- læknir og ljósmóðir. Kynfræðslu- deildin er opin frá 16.00 til 18.00 á mánudögum. María sagði að fram að þessu hafí deildin verið mjög vel sótt, en í vor og í sumar var mjög áberandi hvað aðsóknin minnkaði. „Ég veit ekki af hveiju þetta stafar, hvort fólk fer eitthvað annað, noti engar getnaðarvamar, eða hvort hræðslan við AIDS hefur valdið því að krakk- ar em hættir að sofa saman. Ef til vill er þetta minni kynningu á deiid- inni í skólum að kenna. Mest er áberandi hvað þeim sem koma hing- að í fyrsta sinn hefur fækkað". -í hveiju er starfsemi kyn- fræðsludeildar helst fólgin? „Aðalástæðan fyrir því að ungar stúlkur koma hingað er til þess að fá pilluna. Og það er rétt að geta þess að hingað koma aðallega stelp- ur. Það koma mjög fáir strákar og þá eru þeir oftast í fylgd með stelp- um. Ábyrgðin varðandi getnaðar- vamir hvílir á kvenfólkinu og það virðist koma strax fram“ sagði María. Árið 1984 komu 495 einstakling- ar á deildina í 831 heimsókn. Þar af vom 479 stúlkur og 16 piltar. Aldurinn á þvú ári var frá 13 til 40 ára. Flestir vora á aldrinum 16 til 18 ára. Árið 1985 komu 420 einstaklingar í 709 heimsóknum. Stúlkur vom 411 talsins og 9 pilt- ar. Hér er um því um greinilega fækkun að ræða milli ára. Fræðsla um kynlíf og útveg- un getnaðarvarna „Kjmfræðsludeildin var sett á stofn árið 1975 og er markmið hennar fyrst og fremst að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir með fræðslu og getnaðarvömum. í öðm lagi er markmiðið að stuðla að ham- ingju og vellíðan þeirra sem þangað leita. Meðferðardeild var stofnuð 1977 en var lögð niður 1983. Hing- að koma þó alltaf einhveijir sem vilja fá ráð við sínum vandamálum, en þá vísum við þeim eitthvað ann- að. Ástæðan fyrir því að þessi starfsemi var lögð niður var sú að fólk mætti illa í viðtalstíma sem það hafði pantað. Það vantaði ekki að fólk leitaði til þessarar deildar, en þetta gekk ekki með þessu móti“. María sagði að oft væri fólk búið að ákveða sig hvaða getnaðarvöm það vildi þegar það kæmi. „Það er því hlutverk okkar að veita fræðslu um viðkomandi getnaðarvöm. Við höfum lagt mesta áherslu á að fólk noti smokkinn, en við ræðum um allar getnaðarvamir og ef stúlkur em í föstu sambandi og vilja gjam- am fá pilluna þá fá þær hana, jafnvel þó ungar séu. Þama þarf auðvitað að vega og meta, hvort sé betra að ung stúlka noti pilluna eða verði ófrísk. Allar stúlkur sem fá pilluna hér fara í skoðun hjá kvensjúkdómalækni, hæð og þjmgd em mæld og jafnframt blóðþiýst- ingurinn. Við mælum með slíkri skoðun einu sinni á ári. Ég tel að eftirlitið hjá okkur sé gott að þessu lejrti". Samband unglinga og for- eldra -Em foreldramir með í ráðum? „Ef stúlkur em yngri en 16 ára ræðum við alltaf um samband þeirra við foreldra. Oft er það þann- ig að móðirin hefur sent dóttur sína á kynfræðsludeildina og stundum kemur móðirin með. Það era alltaf einhveijar sem ekki hafa talað við foreldra og er það gjaman vegna sambandsieysis milli foreldra og bama. Þær þora ekki að tala um þetta og fínnst oft betra að tala við utanaðkomandi. Við rejmum að út- skýra fyrir unglingunum að foreldr- ar em kannski ekki eins slæmir og þeir líta út fyrir að vera og hvetjum þá til að tala við þá.“ -Telur þú að það væri til bóta ef deildin væri oftar opin? „Já ég held að þá myndi aðsókn- in aukast. Hér mætti gera svo miklu meira í sambandi við fræðslu um kjmlíf og allar þær brejdingar sem em að gerast hjá unglingnum. Það er hægt að gera svona deild mjög skemmtilega til dæmis með því að tengja hana almennri heilsugæslu fyrir unglinga. Þegar ég starfaði sem skólahjúkrunarfræðingur leit- uðu unglingamar mikið til mín. Það hefur kannski verið vegna þess að þeir vissu að ég vann líka á kjm- fræðsludeildinni. En það má segja að kjmfræðsla sé mjög misjöfn eft- ir skólum og mætti ömgglega vera meiri. Ég spyr alla sem koma á kjmfræðsludeildina hvort þeir hafí fengið einhveija kjmfræðslu í skól- unum. Þeir svara jrfírleitt neitandi, eða telja að hún hafi verið mjög lítil. Kennarar geta alveg sloppið við að veita nokkra kjmfræðslu". Kynfræðslu þarf að und- irbúa -Finnst þér kjmfræðsla vera að aukast? „Það er ýmislegt að gerast en það má gera miklu meira. Það er ekki nóg að hugsa og tala heldur þarf líka að framkvæma. Kennara- háskólinn gekkst fyrir námskeiði í sumar fyrir kennara sem hafa með kynfræðslu að gera. Við vomm flögur sem sáum um námskeiðið en aðeins tíu skráðu sig á námskeið- ið og sex mættu. Það er ekki nóg að halda námskeið, það verða ein- hver að koma á það. Kannski telur fólks sigekki þurfa að koma á svona námskeið, eða hefur ekki áhuga. Þeir sem sjá um kynfræðslu verða að hafa í huga að ekki er hægt að byija á fræðslunni án þess að und- irbúa sig. Nauðsjmlegt er að kjmna sér mjög vel allt efni og hvemig fræðslan á að fara fram. Einnig þarf viðkomandi að gera upp við sig sínar eigin skoðanir og átta sig á eigin fordómum áður en hann ætlar að kenna öðmm“. Efla þarf siðfræðilega þátt- inn -Hveiju er helst ábótavant? „Mér fínnst að efla þurfí sið- fræðilega þáttinn í kjmfræðslunni. Einnig þarf að endurtaka kyn- fræðslu með reglulegu millibili. Ástæðan fyrir því er sú að ungling- ar em mjög misjafnlega undir það búnir að taka við kjmfræðslu. Ég hef orðið vör við það í starfi mínu á kynfræðsludeildinni að ung- ar stúlkur em oft á tíðum hræddar og feimnar við sinn eigin líkama. Ég fínn líka að oft hafa þær engan sérstakan áhuga á kjmlífi. Þær stunda það meira til þess að þókn- ast strákunum. Þetta er mikil sjmd. Og hér er ég einmitt komin að þeim þætti sem mér fínnst skorta á í kynfræðslu. Það þarf að leggja áherslu á það við stúlkumar að þær fari eftir sinni eigin sannfæringu og að þær megi segja nei. Þær em oft hræddar um að strákamir jrfír- gefí þær, en það er þá spuming hvort hann sé nokkuð þess virði að halda í hann. Kjami málsins er sá að kyn- fræðslan er yfírleitt aðeins líffraéði- leg. Sumir kennarar hafa þó sinnt siðfræðilega þættinum til dæmis með því að gefa nemendum tæki- færi til þess að setja nafnlausar spumingar í spumingakassa. Þetta hefur rejmst vel og það mætti gera meira af þessu“. Texti: Ásdís Haraldsdóttir Eins og undanfarin ár býður Ferðamiðstöðin ógleymanlega ferð til Amsterdam um áramótin /arið er frá Keflavík 30. desember og dvalið tjórar nætur á hinu frábæra Pulitzer hóteli. Heimferð er 3ja janúar. /Tramótafagnaðurinn er haldinn á hinum þekkta LIDO næturklúbbi. Þar er boðið upp á kalt veisluborð, með eftirréttum og góðunt drykkjum. Á gamlárskvöldi eru allir drykkir án endurgjalds að kampavíni undanskildu. íjölbreytt skemmtiatriði eru llutt af heimsþekktum dans og skemmtikröftum. Gestir dansa síðan til morguns. 7\ nýársdag er boðið upp á „brunch“ sem er gimileg og gómsæt hlaðborð, sambland af morgun og hádegisverði. A^essi einstaka áramótaferð til Amsterdam kostar aðeins: Verð pr. m. í tvíbýli/m.v. gengi 6.1 1.86 FERÐA.. C&hteal MIÐSTOÐIN lccmí AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK -S. 28133 BJARNI D SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.