Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 KYNFRÆÐSLA HVAR ERUM VIÐ STÖDD? vitum auðvitað að fræðsla hér er mun minni en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. En ástæðumar eru einnig þær að hér er sáralitlu fé veitt til kynfræðslu, námsgagna- stofnun er svelt og einnig eiga kennaramir oft erfítt með að sjá um þessa fræðslu". Ólafur sagðist hafa lagt til að aftur yrði tekinn upp sá háttur að senda læknanema og aðra sem stunda nám í heilbrigðisfræðum í skólana til þess að sjá um kyn- fræðslu. Það væri jú í verkahring þeirra að sjá um þessa fræðslu í framtíðinni. Hann sagði að ekki hefði verið tekið undir þessa tillögu meðal annars vegna þess að þetta fólk skortir þekkingu í kennslu- fræðum. „Það þarf að gera kynfræðslu að miklu stærri námsgrein í Kenn- araskólanum en hún er nú. Og reyndar þyrftu alþingismennirnir að fá fræðslu um þessi mál líka. Mér finnst þeir ekki sýna nógu mikinn áhuga og skilning á þessum málum. Það em þeir sem eiga að sjá um að fé sé veitt til þessarar fræðslu. Að vísu tala menn um þetta og öllum finnst sjálfsagt að gera eitthvað, en það er samt ekki gert. Við höfum bent á leiðir, en þær em ekki famar nema að litlu leyti“ sagði landlæknir að lokum. Kynfræðsla meira og minna tilviljanakennd En hvernig er fræðslu þeirra sem sjá um kynfræðslu háttað? Kyn- fræðifélag íslands var stofnað í desemeber 1985 og er opið öllum þeim sem vinna með kynlífsvanda- mál eða kynfræðslu. Flestir félagar em hjúkmnarfræðingar, félagsráð- gjafar og sálfræðingar. Einnig er gert er ráð fyrir því að kennarar sem sjá um kynfræðslu í skólum geti gengið í félagið en svolítið hef- ur skort á að þeir hafi komið. Aðeins örfáir kennarar em í félag- fræðing og Maríu Guðmundsdóttur hjúkmnarfræðing. Kynfræðsla hefur fram að þessu aðallega farið fram í skólum lands- ins. Að sögn Þorvalds Amar Ámasonar námsstjóra í líffræði er kynfræðsla hugsuð á þann veg að hún hafí áhrif á atferli og heilsu þeirra sem fá hana. Staðreyndin væri hins vegar sú að slíkir hlutir fæm halloka í skólakerfínu en áþreifanlegri hlutir yrðu í öndvegi. Ef tekið er dæmi um matarvenjur í þessu sambandi þá hefur illa geng- ið að breyta matarvenjum unglinga þó að þeim sé kennt hvað sé hollt og hvað sé óhollt. Bömin vita líka ýmislegt um kynlífíð, en spumingin er hvort þessi kunnátta leiði til þess að fólk lifí öðmvísi kynlífí eða hvort þekkingin á getnaðarvömum leiðir til aukinnar notkunar þeirra. Námsefni hefur verið aukið frá því að lögin tóku gildi. í áætlun um námsefni í grunnskólum sem skól- arannsóknardeild menntamálaráðu- neytisins hefur unnið eftir hefur verið miðað við að veita sem heil- stæðasta fræðslu um allar hliðar kynferðismála. Stefnt er að því að nemendur öðlist þekkingu og skiln- ing á líkamlegum, siðfræðilegum, tilfínningalegum og félagslegum þáttum. Heppilegt hefur verið talið að tengja kynfræðslu einstökum námsgreinum og tengist hún nú líffræði, samfélagsfræði, kristin- fræði og heimilisfræði. gerast í þjóðfélaginu samhliða fræðslunni til þess að eitthvað breytist. Og við vildum sjá ýmsar breytingar, til dæmis fækkun fóstu- reyðinga, færri óvelkomin böm og færri tilfelli af kynsjúkdómum. Það er ljóst að skólinn reynir að gera eitthvað í málunum þó víst geti hann gert betur. Fordómar foreldra gagnvart kynfræðslu hafa minnkað og það gerir kennurum auðveldara fyrir. Einnig hefur opnast umræða um samkynhneigð og fleira þannig að þetta er ekki eins viðkvæmt og áður var. En eftirlitið með kynfræðslunni er lítið og það veltur mikið á hveij- um kennara hvemig hún fer fram. Brýnasta verkefnið er að koma út stuðningsriti fýrir kennara. Svíar hafa til dæmis lagt margra ára vinnu í að koma út slíkum ritum og útkoman er mjög góð“. Sáralitlu fé veitt til kyn- fræðslu. „Nágrannaþjóðum okkar hefur einhvern veginn tekist að draga úr fæðingum hjá ungum stúlkum og einnig fóstureyðingum. Okkur hef- ur tekist að draga úr fæðingum, en á sama tíma hefur fóstureyðing- um fj'ölgað vemlega. Þetta sýnir að eitthvað er að hjá okkur“ sagði Olafur Ólafsson landlæknir. „Við Mikið veltur á hverjum kennara Kynfræðslan hefst í 1. bekk grunnskóla, hjá sjö ára nemendum. Ellefu til tólf ára nemendur em fræddir um mannslíkamann í líffræði. Um þriðjungur námsefnis- ins í líffræði mannsins í þessum aldurshóp er kynfræðsla. í líffræði hjá 13-14 ára nemend- um er talsverður hluti námsefnisins bein kynfræðsla. í kristinfræði er fjallað um siðfræði og þar á meðal siðfræði kynlífs. „Barnið í fjölskyldu og samfélagi" nefnist námsþáttur í heimilisfræði sem gert er ráð fyr- ir að sé fjallað um hjá 15 ára nemendum. Hvað kennslugögn varðar sagði Þorvaldur að ýmislegt væri til, bæði bækur, litskyggnur, mynd- bönd og fleira. Námsefni fyrir fjórtán ára nemendur sem snýr að líffræðinni er að mestu leyti boð- legt. Hins vegar vantar alveg gögn um félagslega þáttinn. Þorvaldur var spurður hvort hann teldi kynfræðsluna vera í góðu lagi í íslenskum skólum. „Það er ekki rétt, eins og sumir vilja halda fram, að ekkert hafí gerst í þessum málum frá því að lögin voru sett 1975. Það hefur ýmislegt gerst, en það þarf að gera betur samt. Það er svo margt sem þarf að HVERNIG skyldi kyn- fræðslumálum okkar Ís: lendinga vera háttað? í nýlegum tölum frá landlæknisem- bættinu kemur fram að á árunum 1976 - 1983 ijölgaði fóstureyðing- um hjá íslenskum stúlkum 19 ára og yngri um 180%, en á sama tíma fækkaði fóstureyðingum í þessum aldurshóp hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum um 8 - 37%. Rétt er að taka það fram að á árunum 1976-1980 voru að með- altali skráðar 5,8 fóstureyðingar á hveijar 1000 konur á Islandi en 19,7 - 24,5 á hinum Norðurlöndun- um. Árið 1983 voru hins vegar skráðar 15,1 fóstureyðing á hveijar 1000 konur á íslandi en 17,1 - 20,8 á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á fóstureyð- ingum hér á landi eru þær færri en á hinum Norðurlöndunum þar sem þeim hefur þó fækkað nokkuð. Fæðingum meðal 19 ára og yngri fækkaði hér á landi á árunum 1976 - 1983 um 30%. Þær voru 56,9 á hverjar 1000 konur á árunum 1976-1980 en 39,8 árið 1983. Hjá nágrönnum okkar fækkaði fæðing- um í þessum aldurshópi um 30-50% 1976-1983. Þær voru 19,8 - 29,9 á hveijar 1000 konur árið 1976-1980, en 10,6 - 19,7 árið 1983. Á þessu sést að fæðingar hjá konum í þessum aldurshópi eru enn mun fleiri á íslandi en í öðrum Norðurlöndum. í lögum sem sett voru á íslandi árið 1975 er skýrt tekið fram að fólki skuli gefínn kostur á rágjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bam- eignir. I þessum lögum er einnig ákvæði um fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvama og útvegum þeirra. Þá er kveðið á um að unnið skuli að því að auðvelda almenningi útvegun getnaðarvama. í ljósi þess- ara laga og þess hvað fóstureyðing- um hefur fjölgað hér á landi er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvemig kynfræðslunni er háttað. Til þess að fá upplýsingar um það var rætt við Þorvald Öm Ámason námsstjóra í líffræði, Ólaf Ólafsson landlækni, Sigtrygg Jónsson sál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.