Morgunblaðið - 09.11.1986, Page 18

Morgunblaðið - 09.11.1986, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 EGG á leiklistarhátíð Þegar því var lokið byijuðu þau að smíða leikmyndina að Skjald- bakan kemst þangað líka. Sú sýning er tæknilega erfið og höfðu þau aðeins einn dag til að gera klárt fyrir sýningar, sem voru síðan tvær á dag og tók hver sýning einn og hálfan klukkutíma. Að koma fram þetta oft var að sögn Viðars Eggertssonar mikil áreynsla, ekki hvað síst vegna þess að hann flutti bæði leikritin á ensku eða eins og hann sagði sjálfur þá er erfítt að lifa sig inn í persónu, sem hugsar á öðru tungumáli, en eitt af grundvallaratriðum þess að Einamanns leikhúsið Egg lagði land undir f ót nú í haust og heimsótti tvær leiklistarhátíðir. Önnur var DUBLIN THEATRE FESTIVALáírlandi og hin var NY NORDISK SCENEKUNST haldin í Kaupmannahöfn. Þessar hátíðir eru að ýmsu leyti ólíkar. Sú fyrri er venjuleg leiklistarhátíð, þar sem gefur að sjá og heyra bæði ný og hefðbundin leikrit ætluð írskum almenningi. Sú síðari er eins konar sölusýningarhátíð haldin í tilefni af þvi, að í Kaupmannahöfn stóð yfir þing leikhússtjóra og stjórnenda leiklistarhátiða, sem haldin er árlega en í fyrsta skipti á einu Norðurlandanna með það í huga að kynna leikhús í þeim lönd. Ásamt Egg leikhúsinu var íslenski Dansflokkurinn fulltrúi íslands í Kaupmannahöfn. Á hátíðinni í Dublin sýndi Egg manni. Þessi hópur gekk undir nafninu kraftaverkahópurinn, því á þrem vikum afgreiddu þau eins og eitt leikár. Þ.e.a.s. þau sýndu 83 sýningar og byggðu 2 leikmyndir. Þetta þarf auðvitað skýringar við. Sýningin Ekki ég...heldur...er einleikur, þar sem hver sýning tek- ur um 20 mínútur. Sérstaða hennar er sú, að það er aðeins einn áhorf- andi hveiju sinni þannig er þetta einkasýning viðkomandi. Lék Viðar samfleytt þessa sýningu, sem tekur um tuttugu mínútur hver sýning í fjóra klukkutíma í sex daga eða 72 sýningar á einni viku. leikhúsið einleikinn Ekki ég...held- ur... eða eins og verkið heitir á ensku: Nor I...but..., sem samið er upp úr leikritinu Not I eftir Bec- kett af Viðari Eggertssyni. Hitt leikritið var Skjalbakan kemst þangað líka eftir Áma Ibsen. I Kaupmannahöfn var aðeins hið síðameftida sett upp. Hópurinn, sem fór utan saman- stóð af Viðari Eggertssyni og Áma Ibsen leikumm og Gerlu, sem sá um sviðsmynd og búninga og Áma Baldvinssyni ljósahönnuði og Margréti Guttormsdóttur tækni- Hópurinn, sem var með i ferðinni(enduraar vora ekki með) talið frá vinstri Gerla, Arai Ibsen, Margrét Guttormsdóttir, Viðar Eggertsson og Arai Baldvinsson. persónan öðlist líf er að hugsa eins og hún. Leikritin fengn mjög góðar undirtektir í Dublin í blaðinu The Irish Press frá 8. október segir meðal annars um leik- rit Árna Ibsen. „Leikritið Skjalbak- an kemst þangað líka er heillandi og sannfærandi túlkun á vináttu skáldanna Ezra Pounds og Williams Carlos Williams, svo ekki sé meira sagt. Þessi styttri gerð upprunalega verksins, sem Egg leikhúsið frá íslandi sýnir, er skorin niður í einf- alt form þar sem er einn leikari og rödd á bak við og útkoman er ein- föld og unaðslega stílhrein." „í lok umsagnarinnar segir: Leik- myndin er einföld en handritið er það alls ekki. Leikurinn er engin gleðihringekja heldur sykursnauð pilla af ómengaðri alvöm. Þetta er þó ánægjulegasta aðferðin, sem ég kann til að verða döpur. Verkið hlýtur að kveikja skáldneistann í hveijum, sem er andspænis hörðum vemleika lífsins. Veltið ykkur upp úr skáldskap og njótið hverrar mínútu í Damer leikhúsinu þessa viku.“ í blaðinu The Irish Times frá 7. október s.l., segir meðal annars: „Egg leikhúsið frá Reykjavlk sýnir stórbrotin óð um vináttu og mis- skilning tvisvar hvert kvöld. Þetta leikrit(Skjaldbakan kemst þangað líka) er afar sértætt verk, sem verð- ur enn magnaðra fyrir stórkostleg- an leik Viðars Eggertssonar. Viðar er einn á sviðinu allan tímann, en háir snilldarlegt einvígi í orðum við rödd Pounds. Uppfærslunni eykst kraftur af hreinu líkamlegu erfiði Eggertssonar við að ná tökum á tungumálinu. Sýningin krefur áhorfendur um algera einbeitingu og það álag fá þeir ríkulega endur- greitt. Sýningin er til marks um æðstu trúmennsku við list leiksviðs- ins en geldur metnaðar síns bæði tæknilega og málfarslega. En hreinn dramatískur kraftur gerir sýninguna að viðburði, sem menn skyldu ekki missa af.“ Eftir þessa miklu töm í Dublin hélt hópurinn heim og tók upp úr töskunum og þvoði fötin sín, pakk- aði niður aftur og hélt svo af stað til Kaupmannahafnar þar sem þau sýndu Skjalbakan kemst þangað líka fyrir leikhússtjóra hvaðanæva úr heiminu. Að sögn Viðars var hálf skrýtið að leika fyrir þennan hóp, sem er afar gagnrýninn. Kom kanski inn á sýningar í fímm mínút- ur og var svo farin út aftur. Eins og í Dublin fengu sýning- amar góðar undirtektir. Hefur Egg feikhúsið þegar þegið boð frá leik- listarhátíðinni í Brighton næsta vor um að setja þar upp „Skjaldbök- una“ og er að íhuga boð frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. „Annars er spuming, hvað vinnst með því að flengjast um allar jarðir og flytja sama leikritið aftur og aftur," segir Viðar. „En ástæðan fýrir því að ég vil sýna Skjaldbakan kemst þangað líka er, að mér fínnst hún hafa fram að færa mjög ágæt- an boðskap. Ekki síst þessum leiklistarhátfðum þar sem eru sam- ankomnir leikhópar, sem stíla inn á það að vera nógu alþjóðlegir til þess að slá í gegn, en hafa svo engin séreinkenni. Er ekki heilla- vænlegra að gera eins og Williams Carlos Williams, að rækta garðinn sinn, vinna úr eigin jarðvegi í stað þess að þeytast um allar jarðir og drekka í sig allt sem fyrir ber þann- ig að lokum nái menn ekki áttum - eigi ekkert heimaland?" HE. Viðar EGGertsson í hlutverki Williams Carlos Williams á sýningu í Köbenhavneren. Morgunblaðið/Vilborg Kaupmannahöf n: LJOÐATONLEIKARIJONSHUSI Jóiuhúai. I SÍÐUSTU viku héldu nöfnurn- ar Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona og Margrét Gunnars- dóttir píanóleikari tónleika í Jónshúsi. Var þeim geysivel tekið enda listakonurnar báðar mjög hæfar hvor á sínu sviði og einkar samhentar. Efnisskráin á tónleikunum var Qölbreytt og alþjóðleg og hefðu miklu fleiri mátt njóta hæfíleika lis- takvennanna, ekki síst félagar Norrænu félaganna hér í borg, sem nota félagsheimilið okkar mjög mik- ið og setja sig ekki úr færi að njóta íslenskrar tónlistar, ef fyrirvari auglýsinga er nægur. Margrétarnar fluttu lög fjögurra norrænna tón- skálda, þar af tveggja íslenskra, Páls ísólfssonar og Þorkels Sigur- björnssonar og svo sænsk ljóðalög Kerstinar Jeppson, Kvinnosánger, og fjögur lög eftir Franz Schubert, Hugo Wolf og Gabriel Fauré. Margrét Bóasdóttir er Mývetn- ingur og lærði söng við Tónlistar- skóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur og lauk þaðan prófí árið 1975. Sama ár lauk hún tón- menntarkennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þá stundaði Margrét söngnám í Þýskalandi frá 1977 og lauk einsöngskennaraprófi og lokaprófí úr einsöngvaradeild við Tónlistarháskólann í Heidelberg- Mannheim. Ennfremur stundaði söngkonan sémám í Ijóðasöng við Tónlistarháskólann í Stuttgart og lauk því námi 1983. Margrét hefur haldið fjölda tónleika bæði heima á íslandi og víða um Evrópu óg er í raun orðin mjög þekkt söngkona heima og erlendis. Margrét Gunnarsdóttir er ísfírð- ingur að uppruna og búsett þar nú. Hún hóf tónlistarnám ung að árum hjá Ragnari H. Ragnar, en nam svo við Tónlistarskólann í Reykjavík og var nemandi Árna Kristjánssonar. Margrét dvaldi í sex ár við fram- haldsnám í Amsterdam og lauk þaðan tónlistarprófí 1984. Einnig hún hefur tekið þátt í og haldið tónleika margsinnis og víða um lönd. Skal listakonunum þökkuð kom- an í félagsheimilið í Jónshúsi, en fyrr á ferð sinni sungu þær og léku fyrir íslendinga í Svíþjóð. G.L.Ásg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.