Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 13
MOlRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 13 Kemur skemmtílega á óvart, hve Grikkir og f slendingar eiga margt sameiginlegt „ÞAÐ hefur komið mér skemmti- lega á óvart, hversu margt er sameiginlegt með Grikkjum og íslendingum. íslendingar eru miklu opinskárri og glaðlegri i viðmóti en ég hélt. Gestrisni og höfðingslund er aðal beggja þjóða, svo að ég nefni aðeins þetta tvennt, sagði Basil Nakos, sölustjóri grísku ferðaskrifstof- unnar KM, sem hefur aðalbæki- stöðvar í Aþenu. Nakos kom öðru sinni til íslands á dögunum á vegum Ferðaskrifstof- unnar Farandi, en hún skipulagði Spjallað við Basil Nakos, ferða- málafrömuð Nakos sagði, að í Grikklandi gilti hið sama og hér og víða annars staðar, að ferðamannatíminn væri of stuttur. Grikkir vildu gjaman lengja þennan tíma og bjóða vetrar- ferðir til Grikklands, þar sem fólk gæti m. a stundað skíðaíþróttir. Hann sagðist átta sig mæta vel á því, að flestir tengdu Grikkland sumri og sól, en sannleikurinn væri sá, að Grikkir hefðu ágæta aðstöðu til skíðaiðkana á vetrum og hefðu unnið að því af kappi að bæta vetr- arferðaaðstöðuna. Basil Nakos kom fram á fundi hjá Grikklandsvinafélaginu og kynnti það sem boðið verður upp á næsta ár og hann sagði, að það væri engum vafa undirorpið, að íslenzkir ferðamenn myndu í aukn- um mæli leggja leið sína til Grikk- lands og teldu sig eiga eftir mörgu að sækjast þar. jk FÖÐURTÚN Föðurtúnasjóður og Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatns- sýslu gefa út ljósprentað nú í haust ættar- og byggðasöguritið FÖÐURTÚN eftir Pál V.G. Kolka, héraðslækni. Verð til áskrifenda verður kr. 1.950,-. Þeir sem óska að fá bókina senda útfylli neðangreindan seðil og sendi hann sem fyrst til: Héraðsskjalasafn A.-Hún. Bókhlöðunni, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Ég óska að kaupa elntak af bóklnnl FÖÐURTÚN og bið um að það verðl sent I póstkröfu/með gíróseðll, sem ég mun grelða. Nafn:................................ Heimili og póstnúmer:................ Basil Nakos Grikklandsvinaferð á síðasta vori og eru nú tvær ferðir á næsta ári í undirbúningi. Af hálfu Grikkja sá KM um framkvæmdina þar. Önnur ferðin, sem er fyrirhuguð verður eyjasigling, en hin í svipuðum stíl og sú í vor, það er ferðalag um Mið- og Norður Grikkland. Nakos sagði, að KM legði meg- ináherzlu á, að gestir fengju að sjá sem mest og geti snúið heim, með þá vissu, að þeir hafi fengið eitt- hvað verulega gott og mikið út úr ferðinni. Hann sagði, að vissulega væri misjafnt eftir hveiju gestir sæktust. En íslenzkir ferðamenn , sem færu til Grikklands vildu um- fram allt þræða slóðir sögunnar og kynnast menningu Grikklands, að fomu og nýju. Aðspurður um, hvemig samvinna hans og íslenzkra aðila hefði byij- að, sagði Basil Nakos, að hann hefði lengi haft áhuga á íslandi og íslenzkum málefnum. Hann hefði lesið sér heilmikið til um ísland og síðar hefði hann ákveðið að skrifa nokkmm íslenzkum ferðaskrifstof- um, með það í huga, að ýta undir ferðir Islendinga til Grikklands. Jarðvegurinn væri augljóslega góð- ur. Nakos sagði, að KM væri þriðja stærsta ferðaskrifstofan í Grikkl- andi og hún hefur starfað í fimmtán ár. Hann sagði, að starfsfólkið legði sig fram um að veita persónulega þjónustu, fjölda og færibandaþjón- usta væri ekki að skapi þeirra KM-manna. Nakos sagði, að aukning hefði orðið á ferðafólki til Grikklands á þessu ári, um allt að tuttugu pró- sent, þótt vitanlega væm engar lokatölur um það fyrr en í árslok. Þó að Bandaríkjamenn hefðu verið hvattir til að ferðast ekki til Evr- ópu, hefði bara orðið aukning annars staðar frá. „Eg er þeirrar skoðunar," sagði Nakos, „að Bandaríkjamenn hafi gengið of langt í áróðri sínum. Auðvitað hafa þeir með því sparað milljónir dollara og við höfum misst viðskiptavini, einkum meðal hinna efnameiri. En aukning hefði orðið í því sem kannski mætti kalla millihóp og væm mjög kærkomnir gestir. Engin útborgun SANYO IEURC KRIEDIT GAGGENAU Club8 Rowenta IGNIS Norsku Electrolux ajungilak. sængurnar og koddarnir Opið mánud.-fimmtud. 9.00-19.00. Föstudaga 9.00-20.00. Laugardaga 10.00-16.00. © Vörumarkaöurinnhf. J Eiöistorgi 11 - sími 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.