Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 14
14 G MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 1 •m Frá Ólafsvík Úr Herðubreiðarlindum Fékk snemma löngun tíl að teikna o g mála Rœtt við Arna Garðar Kristinsson Irigningu og dumbungs- veðri er sjórinn við Selt- jamamesið úfinn og grár, það er morgunn og mið vika og ríkt ímyndunarafl þarf til að setja sér fyrir sjónir þá ójarðnesku feg- urð sem hér ríkir á björt- um og kyrrum sumamóttum. Á Valhúsahseð er útsýnisskífa, þaðan sést að sögn til tuttugu og þriggja hreppa og til að bæta um betur er stjömukíkir í Valhúsaskóla. Hér er ekki amalegt að eyða æfidögunum fyrir fólk sem hefur auga fyrir umhverfi sínu. Ég sit í bíl Áma Garðars Kristinssonar og við erum á leið heim til hans til að skoða málverkin hans. Hann segir mér að hann skorti aldrei „mótív" hér á Nesinu þar sem hann hefur búið síðan árið 1971. Þá flutti hann með fjöldskyldu sína frá Selvogsgrunni í Reylqavík að Melabraut 55, þar sem hann býr nú ásamt konu sinni Ragnheiði Kristjánsdóttur, en böm- in þeirra sjö eru öll farin sína leið. Það er ekki að kynja þó Nesið heilli til sín mann eins og Áma, sem kann að meta fagurt útsýni. Það er ekki frítt við að ég hugsi til út- sýnsisskífunnar góðu á Valhúsahæð þegar ég skoða myndimar hans, þær gefa tilefni til þess. Við höfum yfirgefið aðalhæð hússins, vistlegar stofur í dálítið þungum stil og fetað okkur niður stiga, niður í kjallara. Það andar olíulykt á móti okkur þegar við náigumst vinnustofuna, lykt, sem vekur upp rómantíska þanka, um listina og eðli hennar. í kjallaranum er, auk vinnustofunn- ar, stórt herbergi Gallerí". Ámi segir mér að „Galleríið" hafi áður verið leikherbergi bama hans. Nú skarta þar á veggjum ýmis fjöl- breytileg sjónhom tilverunnar. Ami er maður tilbreytingarinnar og margt verður honum að myndefni. Sjálfur segist hann hvergi eira hvað stilinn snertir, lætur ekki binda sig af þessum eða hinum ismanum, eins og hann orðar það, heldur málar frítt af fíngrum fram. Við förum upp og Ámi hitar kaffi. Ég tylli mér og skrifa á með- an, allt andar af friði og ró á þessu nosturslega heimili. I stofunum þremur eru myndir eftir Áma á öllum veggjum, margar úr fjörum þar sem bátar hafa verið dregnir upp á land og kúra, kannski tveir saman, í kvöldkyrrðinni. Fjöllin eru blá eins og heiðríkjan og gullin ský ylja manni um hjartarætur. Svo fömm við að drekka kaffi sneiða niður ost á ristað brauð. ni ætlar að sýna mér góða aðferð til að hindra að osturinn hnuðliðst þvermóðskulega saman þegar hann er sneiddur, en aðferðin vill ekki virka, svo við höldum áfram að sneiða með gamla laginu, setja marmelaði ofan á og borða meðan Ámi segir mér undan og ofan af æskuámm sínum. „EP Ég er fædd- ur norður í Fljótum en flutti þaðan til Hríseyjar og er alinn þar upp, ég kalla mig því alltaf Hríseying. Pabbi minn hét Kristinn Ágúst Ásgrímsson og hann var bóndi og sjómaður þegar ég fæddist, allir bændur í Fljótum stunduðu há- karlaveiðar á þeim tíma en konum- ar vom heima og hugsuðu um böm og bú. Mamma mín, Pálína Áma- dóttir þurfti oft að vitja um net í Miklavatni auk annarra starfa sinna meðan pabbi var á sjónum. Við urðum sjö systkinin, tvær stúlkur og fímm drengir. Ég fékk snemma löngun til að teikna og mála. Strax í mennta- skóla gerði ég „karikatúr" myndir Tveir á ferð af skólasystkinum mínum og lærði myndlist hjá Jónasi Snæbjömssyni á Akureyri. Ég teiknaði margar myndir í Carmínur, hinar árlegu skopmyndabækur Menntaskólans á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi þaðan árið 1942 ætlaði ég í mynd- listamám til Bandaríkjanna - Árni Garðar í vinnustofu sinni „Upphafsmyndin** fékk vinnu á Morgunblaðinu, gifti mig, og eftir það tók við stanslaus vinna. Ég eignaðist fimm böm með fyrri konu minni, Katrínu Óladóttur en missti hana frá bömunum ungum f bflslysi árið 1964. Ég gifti mig aftur árið 1970 Ragnheiði Kristj- ánsdóttur, hún átti tvö böm. Við rugluðum saman reytum okkar og keyptum þetta hús hér á Seltjamar- nesi og hreiðruðum um okkur hér með bömin okkar, en nú eru þau öll farin að heiman. Ragnheiður sá einu sinni eftir mig gamla mynd sem ég hafði málað sem ungur maður í myndlist- arskóla, áður en ég byijaði á Mogganum. Hún gaf mér litakassa og hvatti mig til að byrja aftur að mála og þar með „sprakk ég „ og fór aftur að handleika pensla og liti. Þá var nýlega búið að stofna Myndlistarklúbb Seltjamamess, ég gekk í hann og hef verið í honum síðan. Við höfum alltaf haft kenn- ara, lengst af þýskan prófessor, Rudolf Weissauer. Auk hans hafa m.a. komið þar við sögu Hringur Jóhannesson, Jóhannes Geir og Ein- ar Baldvinsson. Ég fór að ferðast um landið til að mála. Þegar ég varð sextugur vildu menn á Morgunblaðinu af góðmennsku sinni spara mér sporin og gáfu mér myndavél til að ég gæti tekið með mér myndir heim af myndefni. En þó maður hafí gengið undir manns hönd að kenna mér á vélina, þá hefur mér ekki heppnast að taka góðar myndir, svo enn í dag læt ég nægja skissur sem ég dreg upp á ferðalögum og vinn betur úr þegar ég kem heim. Ég mála lfka oft það sem upp í hugann kemur, læt ímyndunaraflið ráða. Ég hef haldið einkasýningar í Reykjavík, á Vestfjörðum, í Flókla- lundi og Þrastarlundi, í Hveragerði og hef auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Ég vinn jöfnum höndum með olíu, vatnsliti og pastelliti" heldur Ámi áfram frásögn sinni.„Stundum blanda ég saman vatnslitum pastel og tússi. Ég hef líka mikið notað Acrylicliti, það er hægt að vinna með þeim eins og vatnslitum eða olíu, hægt að hafa þá þykka sem þunna. Mjög skemmtilegt efni að vinna með, sterkt og hægt að mála ofan í það ef vill.“ Ég spyr hvort hann máli fremur lítið á striga en hann heldur nú ekki og því til sönnunar fer hann með mig fram í borðstofu og sýnir mér þar olíumálverk. Eitt þeirra er kyrrlát mynd af Herðubreiðarlind- um, falleg mynd í skýrum litum. Hinu megin við dymar er kaldrana- leg mynd sem Ámi segir að sé frá Ólafsvík. „Mér var dauðkalt meðan ég var að draga upp skissu að þess- ari mynd“ segir hann, „og þegar ég var að ljúka við hana heima kenndi ég alltaf kuldans." Ég tylli mér aftur í sófann, ýti bollunum til hliðar og skrifa nokkur orð. Ámi er á rölti í kringum mig en hverfur svo skyndilega upp á loft og kallar þaðan til mín:„Komdu og sjáðu þessa, þessi er þrælhelvíti mögnuð." Ég tölti upp. Myndin sem hann er að tala um er grá og dapur- leg, heitin„Tveir á ferð“ og sýnir mann í djúpri niðurlægingu lúta við hlið tveggja öskutunna, í hægra fjörunni að mála mennimir ráðgera en guð ræður - þetta var á stríðsárunum og ég hafði þegar fengið skólavist í Minneapolis í Minnesota, þá gerðist það að skipið sem ég ætlaði með var skotið niður í hafi og æ gerðist háskasamlegra að fara utan. Ég venti því mínu kvæði í kross og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.