Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 9 „Arum saman, alltaf 1. nóvember, komu hingað riddara- lögreglumenn og hleyptu hestum sínum yfir svæðið til að troða niður leiðin ..." SJÁ: UNGVERJALAND EINKAFRAMTAKIÐ EYSTRAl lOFFITA Vandað um við vændiskonur Eg sit ásamt þremur vinum mínum í veitingahúsinu Cara- vanserai í Baku, sem er höfuðborg Sovétlýðveldisins Aserbajdan, og virði fyrir mér vel klædda unga konu, sem situr við borð hinu meg- in í salnum. Hún hefur setið þama allt kvöld- ið, dreypt á glasi með einhvers konar lituðum vökva í og beðið eft- ir viðskiptavini. Hún hefur hafnað nokkrum tilboðum, en þeir, sem þekkja til þessara viðskipta, segja að hún muni lækka verðið um mið- næturbil. Á hótelinu, þar sem ég bý, sé ég hins vegar tvær vændiskonur, sem eru ekki eins vel klæddar, fara inn í lyftuna með tveimur erlendum ferðamönnum. Vændi í Sovétríkjunum er stund- að á hótelum, jámbrautarstöðvum og jafnvel á götunni og það hefur orðið tilefni til ítrekaðra skrifa í sovézkum blöðum. Nýlega birtist grein í blaðinu Sovietskaya Byelomssiya þar sem brýnt er fyrir rússneskum stúlkum, að það jafnist á vð föðurlandssvik að selja sig erlendum ferðamönnum eða giftast þeim til að öðlast erlend- an ríkisborgararétt. I greininni er því lýst, hvemig „Nína G.“ og hópur vinstúlkna hennar lifðu góðu lífi í borginni Minsk með því að bjóða erlendum ferðamönnum blíðu sína í veitinga- húsinu Yublieini og fara síðan með þá beint í bólið í íbúð Nínu við Vostochni-götu. Samkvæmt frásögn blaðsins kröfðust stúlkurnar 25 rúblna (um eitt þúsund króna) „fyrir notkun íbúðarinnar, svo og aukagjalds fyr- ir kaffi eða te“, og greiðslu mátti inna af hendi í hvaða gjaldmiðli sem var. Stúlkumar vom handteknar og ákærðar fyrir að reka vændishús og fyrir ólögleg gjaldeyrisviðskipti. í Sovietskaya Byelomssiya segir meðal annars um málið: „Stúlkumar færðu fram ýmis rök sér til vamar og sumar hinna ákærðu sögðu, að þær dreymdi um að giftast útlendingi. . . og að ekk- ert ósiðlegt væri við það þótt svipast væri um eftir góðglöðum erlendum ferðamanni." Og þá segir blaðið ennfremur: „Þeir sem líta á þessar kvensniftir sem „gullstúlkur" hafa rangt fyrir sér. Þær em einfaldlega fómarlömb efnishyggjunnar, sem hafa gleymt því hlutverki, sem þeim er ætlað, að verða eiginkonur og mæður.“ Samkvæmt frásögn blaðsins em það ekki allir erlendir karlmenn, sem heimsækja Sovétríkin, sem fagna ásókn þessara máluðu kvenna. „Sumir erlendu ferðamann- anna hafa meira að segja snúið sér til ferðaskrifstofu ríkisins, Intour- ist, og beðið um vemd gegn þessari áþján.“ En greinin í blaðinu er samt sem áður ekki alveg sannleikanum sam- kvæm. Þar kemur hvergi fram, að vænd- iskonumar gætu alls ekki stundað iðju sína án samþykkis lögreglunn- ar og alls ekki án samþykkis hótelstjóra Intourist-ferðaskrifstof- unnar. Þegjandi samþykki lögregluyfir- valda er veitt í staðinn fyrir loforð um að koma upplýsingum um við- skiptavinina til hennar. Reyni kona, sem stundar vændi í Moskvu, að fara á bak við lögregluna eða neit- ar samvinnu við hana, er hún flutt úr borginni innan þriggja klukku- tíma. Flestar vændiskonurnar stunda iðju sína sem aukagetu og afla sér þannig tekna til viðbótar löglegum launum sínum fyrir afgreiðslustörf og þess háttar. Á Kazan-járnbrautarstöðinni í Moskvu má oft sjá ungar stúlkur, sem hafa komið til höfuðborgarinn- ar frá fátækari hémðunum í Suður- og Mið-Asíu. Stúlkumar á Friðar- götu (Prospekt Mir) em hinsvegar líklegri til að hafa komið frá nálæg- ari hémðum. En það em ekki einungis erlend- ir karlmenn, sem fá blíðutilboð í gegn um síma eða heyra barið lágt að dymm hótelherbergisins. Vest- ræn blaðakona, sem greinarhöfund- ur þekkir, vaknar oft upp við það snemma morguns, að síminn hring- ir og karlmannsrödd tjáir henni löngun sina til að „heyra í henni". - ANDREW WILSON Er ævilöng fasta þá eina ráðið? Sumir fullyrða að þegar sé til fólk sem sé hætt að láta nokk- uð ofan í sig á matmálstímum nema nokkrar töflur með næringarefnum. Það er máske heldur djúpt í árinni tekið, en þó ekki fjarri öllum sanni, að minnsta kosti ekki í tilviki allra þeirra sem reyna að megra sig og halda sér grönnum á matarkúrum sem em byggðir upp á neyzlu sem alfæstra hitaeininga. Þótt þessir matarkúrar hafi hlot- ið miklar vinsældir, svo sem Cambridge-kúrinn, Míkrókúrinn og Modifast, em þeir litnir homauga af heilbrigðisástæðum. Þó vom það læknar sem settu þá saman og starfsbræður þeirra um víða veröld mæla með þeim og þeir em óneitan- lega fljótvirkir. Ekki hefur verið unnt að rekja nein dauðsföll beinlínis til þessa mataræðis og er það meira en unnt er að segja um sveltikúrana sem fóm um eins og eldur í sinu á síðasta áratugi. Af þeim þremur sem fyrr em nefndir nýtur Cambridge-kúrinn mestra vinsælda. Tæplega milljón Bretar hafa prófað hann og um 10 milljónir tii viðbótar víðs vegar um heim. En hvað veldur því að sumum finnst hann samt viðsjárverður? Það vom næringarfræðingur við Háskólann í Cambridge og læknir frá Lundúnum sem settu þennan kúr saman. Hagnaðurinn af honum er mikill. Árleg velta framleiðand- ans í Bretlandi er amk. 1,1 milljarð- ar króna. Þetta líkar sumum læknum illa. Þetta er brot á þeirra meginreglu, sem stundum er þannig orðuð að peningar og heilbrigðismál fara ekki saman: Hagnaðurinn af Cambridge- kúmum rennur í sjóð sem varið er til læknisfræðilegra rannsókna. Eigi að síður gagnrýna fjölmargir læknar þann meðbyr sem hann hefur notið. Þeir segja að hér sé einungis á ferðinni sérvískulegt tískufyrirbæri. Opinberlega standa deilurnar um þau áhrif sem kúrar þessir hafa á fólk sem er 20—30% of þungt. Þessi andstæðu sjónarmið komu einkar glögglega fram á 5. alþjóðlega þinginu um offítu sem haldið var í Jerúsalem í september síðastliðn- um. Cambridge-kúrinn er í sérstökum neytendaumbúðum. Fólk getur val- ið úr súpum, sætum drykkjum með ýmiss konar bragðefnum og súkkul- aðimolum, en allt hefur þetta að. geyma um það bil 100 hitaeining- ar. í þessum mat er jafnmikið magn af próteini, trefjaefnum og kolvetni auk nauðsynlegra vítamína og snef- ilefna. Þegar maður hefur vanizt saltkenndu bragðinu og gerviefna- keimnum getur maður látið sér nægja þrjá skammta á dag og sum- ir neyta ekki annars vikum og jafnvel mánuðum saman. Gagnrýnin beinist einkum að þeim lífeðlisfræðilegu breytingum sem eiga sér stað þegar fólk léttist. Sveltikúrar svonefndu eru ban- vænir vegna þess að þeir vinna ekki á fitu einvörðungu heldur uppræta þeir líka prótein í vöðvum. Enginn vöðvi er þar undanskilinn, jafnvel ekki hjartað. Það sem skiptir máli er því hvers konar efnum kúramir vinna á en ekki hversu mikið þyngdartap þeir orsaka. Forsvarsmenn nýju hitaein- ingakúranna eru ekki á sama máli. Hvorugur aðilinn virðist hafa svar- að til fullnustu þeirri spumingu sem virðist þó mikilvægust: Hversu mik- ið þyngdartap er of mikið? Aðalbaráttan felst ekki lengur í því að léttast. Erfiðleikamir byrja fyrir alvöru þegar kjörþyngd er náð og menn reyna að halda henni. Fólk sem hefur grennt sig á of skömmum tíma hefur iðulega misst svo mikið af próteini að efnaskiptin brenglast og það verður alla ævi að halda vemlega í við sig ef það ætlar að halda sér grönnu. Dr. Marvin Kirschner, sem er læknir í Newark í New Jersey, hef- ur um átta ára skeið látið sjúklinga sína nota matarkúra sem byggðir eru upp á neyzlu fárra hitaeininga. Sjúklingarnir eru orðnir rúmlega fjórar þúsundir talsins. Hann viður- kennir að til þess að halda sér grönnum megi konumar ekki neyta nema 900 hitaeininga á dag og karlmennimir verði að láta sér nægja 1500. Dr. John Garrow, sem er einn helzti sérfræðingur Breta á sviði manneldisfræði, telur að það sé of lítið að neyta innan við 400 hitaein- inga á dag þegar fólk sé að grenna sig. Reynsla hans fer þó ekki saman við skoðanir forsvarsmanna nýju hitaeiningakúranna, en þeir telja að fólk sem þjáist af offítu geti ekki létzt nema með mjög ströngum matarkúrum. Garrow segir að mat- arkúrar sem miðast við neyzlu 800—1000 hitaeininga á dag séu að vísu ekki eins fljótvirkir en þeir hafí síður í för með sér alvarleg hjartamein. Og deilumar halda áfram. Þeir sem geta afborið bragðið af megr- unarfæðingu komast að raun um að þeir ná fljótt árangri, sem hefur tiltölulega fáar aukaverkanir í för með sér. Hins vegar kunna þeir margir hverjir að gera þá dapurlegu uppgötvun að þeir verði að gera svo vel að halda áfram að neyta þessa gervimatar ef þeir eiga ekki að byrja að safna fitu á nýjan leik. - OLIVIA TIMBS ■ furðufuglarH Þegar ég sló á þráðinn til keisarans Excusez-moi, votre Maj- esté ... Ég var ekki alveg viss um hvemig ég ætti að ávarpa keisara úr símklefa í París. Jean-Bedel Bokassa I, útlægur keisari Mið-Afríkulýðveldisins, var heldur tregur til en féllst þó á að tala við mig í símann. Það reyndist vera síðasta viðtalið, sem hann átti áður en hann sneri aftur heim til sín. Hann trúði því, að þar yrði tekið við honum sem hetju, en þess í stað var honum varpað í fangelsi, lokaður inni í klefa, sem hann notaði áður sjálf- ur fyrir dauðadæmda fanga. „Ég hef ekkert að éta,“ kvart- aði keisarinn fyrrverandi, sem hefur meðal annars mannát á samviskunni. „Ég verð að draga fram lífið á 6000 frönkum (26.000 ísl. kr.) á mánuði.“ Síðustu vikur og mánuðir Bo- kassa í d’Hardricourt, glæsilegum kastala í syfjulegu þorpi fyrir vestan París, einkenndust af fá- tæktarkveini og kvörtunum um að eftirlaunin hans sem foringja í fanska hernum væru ekki til að lifa af. „Ég er svartur, niggari. Þið hvítu mennimir hatið alla svert- ingja,“ sagði Bokassa og var heitt í hamsi. „Ég vona, að guð refsi Frökkum fyrir hræsnina." Bokassa hefur alltaf haldið því fram, að frönsku fallhlífarher- mennimir, sem hjálpuðu til við að reka hann úr landi árið 1979, hafí síðan stjómað Mið-Afríkulýð- veldinu eins og hverri annarri nýlendu. „Þeir hafa fyrirskipun um að skjóta mig. Ég er kryndur keisari en þessum Frökkum er alveg sama.“ Bokassa hefur alltaf séð fyrir sér heimförina til Bangui sem sams konar frægðarför og þegar hetjan hans, Napóleon, kom aftur til Parísar frá Elbu. Hans Waterloo virðist þó vera fyrr á ferðinni Lengst af þann tíma, sem Bo- kassa var í Frakklandi, frá 1983 þar tii hann fór á dögunum, átti hann í mesta fátæktarbasli þrátt fyrir glæsileg húsakynni. Jám- grindunum í kastalahliðinu var til dæmis lokað með vélhjólakeðju, en hann átti sér ávallt þann draum að snúa heim sem sigurvegari. I september síðastliðnum sagði Bokassa, að 400 franskir þjóð- varðliðar hefðu umkringt kastal- ann til að hindra að hann gæti farið heim til Bangui, en verka- ' ' í': C' Bokassa. Ottalega blankur. menn, sem ég ræddi við og vom að vinna í nágrenninu, sögðu, að þeir hefðu verið 30 í mesta lagi. Hvað sem því líður er Ijóst, að menn vissu hvað fyrir Bokassa vakti. „Það er búið að móðga mig meira en nóg,“ sagði hans hátign við mig. „í þessu landi segjast menn virða mannréttindi en myrða fólk upp á hvem dag. Sjáum bara hvað þeir gerðu við grænfriðungana. Franskir stjórn- málamenn em þrjótar og þræl- menni." Bokassa gat aldrei gleymt „Giscard-demantamálinu", þegar franski forsetinn fyrrverandi re^mdi að gera hann að ómerkingi og neitaði að hafa þegið steinan- an, en féll svo kylliflatur í kosn- ingunum vegna þessa máls. Bokassa á 55 börn og hefur á ýmsu gengið með uppeldið. Þegar þijú þeirra vom handtekin fyrir búðarhnupl svaraði hann því til, að þau hefðu verið svöng, en dóm- arinn taldi það engar málsbætur fyrir að stela hljómplötum og ilm- vatni. Pierre Anouilh, veitingamaður á þorpskránni í Hadricourt, seg- istf ekki getað annað en borið keisaranum fyrrverandi vel sög- una. „Hann virtist ágætis náungi, heiðarlegur uppgjafahermaður, en að vísu illa staddur. Þetta með keisaratignina var auðvitað tómt mgl.“ Þótt Bokassa væri viss um að hann væri ofsóttur, kenndi hann aðeins um vélabrögðum franskra leyniþjónustumanna, sem hann sagði fylgjast með sér í sjónauk- um og hlera öll sín samtöl. „Það er allt í lagi með venju- legt fólk, skilurðu. Spurðu það bara hvernig því líki við aumingja Bokassa gamla. Það hafa allir samúð með mér en það vil bara enginn koma mér til varnar,“ muldraði hann í símann. - PETER MILLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.