Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 22
8£ O 22 C 38ef aaaMavövi ,e HuoAauvinu? .ötaAjaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 fclk f fréttum íslenskrí söngkonu hrósað í Michigan að þykir alltaf frétt þegar íslendingum gengur vel á erlendri grundu, en fyrir skömmu barst Morgunblaðinu úrklippa frá Michigan þar sem greint var frá góðri ffammistöðu íslenskrar söngkonu, Sigrúnar Gestsdóttur. Sigrún, sem syngur sópran, kom fram á tónlistarhátíð, sem haldin var þar dagana 23. júlí til 7. sept- ember. Tónleikar Sigrúnar voru haldnir hinn 17 ágúst s.l. í dómi um frammistöðu Sig- rúnar segir m.a.: „Á eftir Brahms kom fram íslenska sópransönkonan Sigrún Gestsdóttir, sem söng lög eftir ýmis tónskáld. Hún er með ein- staklega fallegan raddhljóm, allar áherslur á fullkomlega réttum stað og mikla leikræna tilfinn- ingu... Sigrún Gestsdóttir. ...þegar á heildina er litið var frammistaða hennar frábær. Rödd hennar hefur sömu eig- inleika og rödd Elizabeth Schwarzkopf hafði — ljúflegan skírleika og þrótt... ...Sigrún hefur ekki jafnfull- komna tækni og Schwarzkopf, eða Rita Streich, sem hún líkist líka, en að það er ógleymanleg lifsreynsla að hlýða á söng hennar. Sigrún er íslenskum tónlistar- unnendum að góðu kunn; hefur sungið á opinberum tónleikum og í útvarpssal. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum sýningu ís- lensku óperunnar og söng m.a. hlutverk Michaelu í Carmen, þeg- ar hún var sýnd fyrir tveimur árum. Nú er Sigrún við nám í Vínarb'org. Magnús og Jóhann, en Eyvi vorftur í för moft þeim kumpánum á Gauknum. I Morgunblaðið/Einar Falur valdimar Flygenring og Ágúst Karlsson. Hljómsveitin Menn Þeir Valdimar Flygenring og Ágústsson mjmda í sameiningu hljómsveitina Menn, en hún var að gefa út hljómplötu. Plötuna nefna þeir kumpánar Reisn, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er völlur á þeim Valdimari og Ágústi. Valdimar er ekki við eina ijölina felldur, er leikari og minnast lesendur þess- ara síðna þess e.t.v. að hann fékk hlutverk við auglýsingagerð hins heimsþekkta tískufyrirtækis Calvin Klein. Þeir sem fylgst hafa grannt með íslensku tónlistarlífi síðustu ára muna e.t.v. eftir hljómsveitinni Hinni konunglegu flugeidarokksveit og Tjúttlingunum, en í þeim störfuðu þeir báðir. Þá var Ágúst gítarleikari í hljómsveitinni Með nöktum. Menn gefa plötu slna út sjálfir, en Fálkinn sér um dreifingu hennar. Ballöðu- tónlist á Gauknum Undanfarin ár hefur alltaf verið lifandi tónlist öðru hveiju á veitinga- staðnum Gauk á Stöng. Hafa þar bæði komið fram hljóm- sveitir og einstakir tónlistarmenn. Má minna á að Bítlavina- félagið á upptök sín að rekja til Gauksins, sem og fleiri hljóm- sveitir. Nú á næstunni munu þeir Eyjólfur Kristjánsson, Magnús Sigmundsson og Jó- hann Helgason koma fram saman og ætla þeir að leika og syngja tónlist í ballöðustíl. Ætlun piltanna er að flytja þá tónlist, sem vinsælust var áð- ur enn hippabylgjan reið yfír hinn sið- menntaða heim. Er þar aðallega um að ræða lög með sveitum eins og Simon & Gar- funkel, Crosby, Stills and Nash og jafnvel Robert Zimmerman, sem yfírleitt gengur undir dulnefninu Bob Dylan. Þeir félagar koma fyrst fram á þriðjudag í næstu viku og svo kvöldið eftir, en síðan verða þeir til taks á mánudags- og þriðju- dagskvöldum fram í desember. Mezzoforte á fullum skrlði ezzoforte er líkleg- ast sú hljómsveit íslensk sem lengst hefur náð ytra og er það enn að sannast nú á síðustu dögum. í framhaldi af útgáfu síðustu plötu þeirra félaga, No Limits, hafa þeir lagt upp í hljómleikaferð um Evrópu og hefur hún gengið vonum framar. I samtali við Steinar Berg ísleifsson, útgefanda, kom fram að viðtökur í Þýskalandi og Norðurl- öndum væru engu líkar. „Núna er að seljast upp á síðustu tónleikana í Þýskalandi og bættum við þó tveimur við. Það sem er þó ef til vill merkilegast við þetta er sú staðreynd að þetta gerist ein- mitt þegar samkeppnin er sem mest í Þýskalandi. Einmitt nú eru allar helstu stjömumar á ferð þar og má nefna Huey Lewis, Euryth- mics, A-Ha og Iron Maiden.“ Hvað með plötusölu? „Hún hefur rokið upp á síðustu dögum, bæði í Þýskalandi og í ná- grannaríkjunum — ekki síst Norðurlöndum, en þar er einnig að seljast upp á alla tónleika og höfum við þurft að bæta við tónleikum þar.“ Hvað telur þú að valdi þessu? „Mezzoforte hefur alltaf verið mjög vinsæl í Evrópu, en núna höf- um við unnið markvisst að því að gera hljómsveitina þekkta fyrir að flytja vandaða tónlist með „breiðan" áheyrandahóp. Þetta hefur svo sannarlega skilað sér því nú hefur þýska sjónvarpið samið um þátta- gerð um Mezzoforte. Tónleikar í Hanmborg verða teknir upp og úr því og öðm efni verður soðinn sam- an 40 mínútna þáttur um Mez- zoforte. Það er þó ekki það eina, því að búið er að semja um að sveit- in komi fram í tveimur sjónvarps- þáttum öðmm í desember. Annar þeirra er unglingaþáttur, en hinn er rakinn poppþáttur. Til merks um hvaða stöðu Mezzoforte hefur náð má nefna hina flytjenduma.sem fram koma í þættinum, en það em Randy Crawford, Toto og John McLaughlin. Þetta em engin smá- ræðisnöfn og sést því á hvaða bekk Mezzoforte er skipað". Mezzoforte með helstu hjálparkokkum. COSPER 97sí CQSPER Ég hef konuna alltaf með mér, þá losna óg viA að kyssa hana bless.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.