Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 8
s c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 STUNDARSIGUR: Þeir steyptu Stalín af stallinúm en hann gekk aftur í gervi sovéskra skriðdreka. Fórnarlömbin eru feimnismál enn í dag Ium það bil tveggja mflna fjar- lægð frá aðalfangelsinu í Búdapest er Rakoskeresztur- kirkjugarðurinn leynilegur grafreit- ur Imre Nagy forsætisráðherra og 280 annarra „gagnbyltingar- rnanna", sem voru lítflátnir eftir uppreisnina árið 1956. Kirkjugarðurinn er tveggja fermflna stór og í norðausturhomi hans er svæði 301, umhirðulaust og vaxið illgresi og aðeins kunnugt fáum andófsmönnum og ættingjum hinna látnu. Um þennan grafreit var ekki vitað fyrr en 1958 þegar móðir Jozsefs Nagy, sem tekinn var af lífi í Gyuto-fangelsinu, fylgdist á laun með flutningi kistunnar og sá hvar hann var jarðsettur. Fimm eða sex krossar, gerðir úr rörbútum, eru hér og þar innan um runnana, þymikvistina og bróm- beijatré, ástand garðsins er í samræmi við afstöðu yfírvaldanna til uppreisnarinnar, minningamar um hana em best geymdar hjá hin- um dauðu. Miklos Haraszty, einn kunnasti andófsmaður í Ungverjalandi, segir, að grafimir sýni það best hve til- raunir Kadars til að koma á „eðli- legu ástandi" risti í raun gmnnt. „Það væri lágmarkstillitssemi að leyfa ástvinum hinna látnu að merkja grafímar," segir hann. Talið er, að 4—500 manns hafí verið teknir af lífí frá því í nóvem- ber 1956, þegar Rauði herinn bældi niður uppreisnina, og fram til ársins 1963 þegar Kadar lýsti því yfír, að endanlega væri búið að gera upp sakirnar við uppreisnarmenn. Opin- berlega er aðeins viðurkennt, að 200 hafí verið líflátnir, 6.000 fallið í bardögum, 13.000 særst og 40.000 verið fangelsaðir eða pynt- aðir. Imre Mecs er 53 ára gamall raf- eindaverkfræðingur, sem á ámnum 1953—59 var eitt ár í dauðadeild Gyuta-fangelsisins og beið þess að vera hengdur. Dómnum yfír honum var síðan breytt og hann var látinn laus eftir önnur fímm ár í fangels- inu. Hann hefur nú ákveðið að svipta hulunni af Svæði 301, segist skulda það minningu félaga sinna, sem hengdir vom í fangelsinu. Móðir Jozsefs Nagy, Istvan, sem er nærri níræð að aldri, biðst reglu- lega fyrir við gröf sonar síns en um hana fékk hún nákvæmar upp- lýsingar með því að múta gröfumn- um. „Arum saman, alltaf 1. nóvember, komu hingað riddaralög- reglumenn og hleyptu hestunum yfír svæðið til að troða niður leiðin, sem ættingjar hinna látnu höfðu reynt að hrófa upp,“ segir Mecs. „Með því vom þeir á táknrænan hátt að minna á innrás Sovét- manna. Ungverska lögreglan hefur að undanfömu varað Mecs stranglega við því að minnast á þessi mál „en mér ber skylda til þess vegna vina minna. í eyrum mér hljóma enn síðustu áköllin þeirra þegar þeir vom leiddir á aftökustaðinn“. Á 30 ára afmæli uppreisnarinn- ar, 23. október sl., var lögregluvörð- urinn í Búdapest efldur svo lítið bar á og þann dag, annan dag af tveim- ur á ári hveiju, em rússnesku herimir í landinu í fullri viðbragðs- stöðu. Hinn dagurinn er 15. mars en á þeim degi árið 1848 gerðu Ungveijar uppreisn gegn aust- um'ska keisaradæminu. Þess á milli er rússnesku hermönnunum haldið í herbúðunum vegna þess haturs, sem ungversk alþýða hefur á þeim. Eina opinbera minningarathöfnin um hina blóði drifnu daga árið 1956 fór fram 4. nóvember þegar lagðir vom kransar til að minnast þess, að uppreisnin var bæld niður og rússneskum yfírráðum komið á að nýju. Nokkmm vikum áður kallaði lögreglan fyrir sig marga tugi and- ófsmanna, varaði þá við og sagði, að hvers konar mótmæli yrðu brot- in á bak aftur með harðri hendi. „Fimmtudagurinn var einn af þeim dögum þegar lögreglan hefur leyfí til að beija fólk,“ sagði einn andófs- mannanna. _ RomN GEDYE ■ ILLÞÝÐI Arðvænlegasta atvinnugreinin Bandaríska tímaritið Forbes birti nýlega lista yfír þá 400 Bandaríkjamenn sem auðugastir em og skömmu síðar birti tímaritið Fortune annan lista sem vakið hef- ur ekki minni athygli, en þar em taldir upp 50 helztu glæpaforingjar landsins. Samvæmt því sem þar kemur fram virðist afsannast hið fomkveðna að glæpir borgi sig ekki því samanlagðar tekjur af glæpa- starfsemi í Bandaríkjunum á þessu ári munu trúlega nema sem sam- svarar ríflega 2.000 milljörðum króna. Fremstur í flokki glæpaforingj- anna er Anthony Salemo, en hann gengur undir viðumefninu Tóný feiti og er leiðtogi glæpasamtaka sem kennd em við Genúa. Hann er nú fyrir rétti sakaður um að vera aðili að „stjóm“ þeirri sem fer með æðstu völd í mafíunni. Salemo er sagður vera leiðtogi í samtökum sem annast atvinnu- rekstur jafnt á löglegum gmnni sem ólöglegum enda þótt foringinn geri ekki mikinn greinarmun þar á. Því hefur verið haldið fram að Salemo hafí meðal annars auðgazt á því að fleyta ijómann ofan af gróða spilavíta í Nevada. Hann hefur einn- ig stundað okurlánastarfsemi, hagnazt dijúgum á byggingariðn- aðinum í New York og haft ítök í ýmsum verkalýðsfélögum. Nefnd sem Bandaríkjaforseti hefur skipað til að rannsaka glæpastarfsemi tel- ur að mafían valdi því að bygging- arkostnaður á Manhattan í New York sé um 20% hærri en hann þyrfti að vera. Tveir nafnar Salemos, þeir Anthony Accardo, sem kallaður er „stóri tún- fískurinn" og Anthony Corallo, em númer tvö og þijú á fyrrgreindum lista. Sá síðamefndi er einnig fyrir rétti um þessar mundir sakaður um fjárglæfrastarfsemi í New York. Anthony Accardo getur státað af því að hafa aldrei þurft að gista fangelsi. Sagt er að hann hafí verið vélbyssuskytta fyrir A1 Capone, en hann neitar að ræða samskipti sín við þann gamla garp á sviði glæpa- starfseminnar. John nokkur Gotti er leiðtogi glæpasamtakanna Gambino og hef- ur hið mesta yndi af því að vera í sviðsljósinu. Það má þvi vel vera að hann sé ekkert hress yfir þvl að hreppa „einungis" 13. sætið á listanum hjá Fortune. Hann berst mikið á í klæðaburði, hárgreiðsla hans er alltaf óaðfinnanleg og hann ekur um á forláta Mercedes. Honum hefur með tímanum tekist að verða hálfgerð þjóðsagnapersóna í landi sínu. Sagt er að undirheimaveldi Bandaríkjanna velti meira fé en .samanlagður jám-, stál-, kopar- og áliðnaður þeirra. Samt helst þeim illa á „forstjórum" þessarar óþrjót- andi gullnámu. Tuttugu og sex þeirra sem eru á lista Fortune eru ýmist í fangelsi ellegar liggja undir ákæru fyrir glæpi og aðeins 17 þeirra eru yngri en sjötugir. -MARTIN IVENS ■ EFTIRLEIKURINN Þú mátt tóra — ekkiþú Bresku læknasamtökunum hefur verið falið að ákveða hveijum skuli hjálpað til að lifa og hveijir skuli látnir deyja drottni sínum ef til kjamorkustríðs kem- ur. Hópur sérfræðinga, svipaður þeim og kom stjórninni í bobba með úttekt sinni á afleiðingum kjamorkustyijaldar, vinnur nú að skýrslu um þetta efni og er stefnt að því að hún verði tilbúin á næsta ári. Meðal þeirra, sem talið er rétt að líkna, eru til dæmis fram- leiðendur garðávaxta, vélamenn alls konar og hjúkrunarkonur. Kom þetta fram hjá dr. John Dawson, yfirmanni vísindadeildar læknasamtakanna, á ráðstefnu, sem haldin var nýlega. Þeim, sem ekki geta lagt neitt af mörkum til endurreisnar sam- félagsins, verður neitað um alla hjálp. Sagði dr. Dawson, að líklega lentu læknar í þeim flokki því að þeir kunna yfirleitt lítið fyrir sér í viðlagahjálp og geta ekkert gert án tækjanna sinna. Sykursjúklingar í Bretlandi, ein milljón talsins, og allir þeir, sem þurfa á stöðugum lyfjagjöfum að halda, yrðu settir á guð og gadd- inn. í skýrslunni verður engin af- staða tekin til almannavarna, heldur á hún aðeins að vera ná- kvæm úttekt á beinhörðum staðreyndum. Kom það fram í máli dr. Dawson á Evrópuráð- stefnu Samtaka lækna gegn kjamorkuvá en hún var haldin í Madrid. Og að hans dómi eru menn einungis að slá ryki í augu fólks ef þeir neita að horfast í augu við fyrrgreindar staðreyndir. Breska stjómin hefur ekki haft neinar áætlanir um hveijum af milljónum fómarlamba kjam- orkustyijaldar skuli hjúkrað og þess vegna ætla læknasamtökin að vinna það verk fyrir hana. Afleiðingar ragnarakanna yrðu þær, að venjuleg heilsugæsla legðist af og mikill skortur yrði á blóði, sárabindum og lyfjum; og því yrði að beina öllum kröftum að því að hjálpa þeim, sem best em hæfír til að reisa þjóðina við. Sagði dr. Dawson, að öðmm yrði ekki veitt nein aðstoð þótt þeir væm slasaðir því að með því væri verið að bmðla með tak- markaðar birgðir. Fyrsta skýrsla bresku lækna- samtakanna neyddi innanríkis- ráðuneytið til að endurskoða mat sitt á því hve margir myndu falla í kjamorkuárás. I áætlunum al- mannavama er nú farið að gera ráð fyrir, að í allsheijarkjamorku- árás muni falla 26 milljónir manna í Bretlandi, helmingur íbúanna, en ekki 16 milljónir eins og inn- anríkisráðuneytið taldi áður. - ANDREW VEITCH HIROSHIMA — Borginni var eytt þann 6. ágúst ’45 þegar Banda- rikjamenn vörpuðu á hana fyrstu atómsprengjunni sem beitt var i hernaði. Þremur dögum síðar létu þeir aðra slíka sprengju falla á Nagasaki. ■ KOSTNAÐARHLIÐIN Það kostar Sovétmenn meira en 60 milljónir íslenskra króna að hjúkra þeim 203 mönn- um, sem urðu fyrir alvarlegu heilsutjóni í Chemobyl-slysinu. Kom þetta nýlega fram hjá hátt- settum, sovéskum embættis- manni. Sjúklingamir liggja allir á gjör- gæsludeild sjúkrahúss nr. 6 í Moskvu og um hvem og einn sér 10 manna hópur lækna og hjúkr- unarkvenna. Þeir, sem verst eru haldnir, em skaðbrenndir af beta-geislum en á öðmm em and- iit og háls þakin opnum graftr- arsámm. Dr. Leonid Ilyin, fonnaður sovésku geislavama- nefndarinnar, segir þó, að búist sé við, að allir haldi lífi. Sagði hann, að alls hefði 31 maður lát- ist í slysinu. Boris Gostev, fjármálaráðherra Sovétríkjanna, sagði í september síðastliðnum, að áætlað væri, að fjárhagsleg skakkaföll af Chemo- byl-slysinu næmu sem svaraði 120 milljörðum íslenskra króna. Dr. Ilyin, sem er læknir að mennt, sagði, að lexían, sem Chemobyl-slysið hefði kennt mönnum, væri sú, að almanna- vamir væm vita tilgangslausar í kjamorkustyijöld. „Þær munu ekki koma að neinu haldi, sama hve góðar þær em. Við gerðum allt, sem í okkar valdi stóð, til að draga úr afleiðingum slyssins, en það fyrsta, sem við lærðum, var, að í kjamorkustyijöld getur ekk- ert heilsugæslukerfi ráðið við ástandið," sagði hann. í kjamorkustríði yrðu afleiðing- amar 10.000 sinnum verri en í Chemobyl. Eftir slíka styijöld í Evrópu, þar sem beitt væri 1.000 megatonnum, lægju 314 milljónir manna í valnum frá Uralfjöllum til Spánar og þeir, sem eftir lifðu, hefðu hvorki mat, vatn, húsaskjól eða neinn orkugjafa. - ANDREW VEITCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.