Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
19
Gamli bærinn
eftirPétur Gunnarsson
Reykjavík hlýtur að teljast ung
borg. Tvær aldir vega ekki þungt
í samanburði við staði úti í Evrópu
sem rekja uppruna sinn tvö þúsund
ár aftur í tímann eins og að drekka
vatn.
Við þurfum þó ekki lengi að
grúska til að aldur Reykjavíkur
snögghækki. Elsti kjaminn á rætur
að rekja til innréttinga Skúla fóg-
eta upp úr 1750. Og þó eru ekki
öll kurl komin til grafar því eins
og gerist bara í hnitmiðaðasta
skáldskap, valdi Skúli Innréttingum
sínum stað á sömu torfu og Ingólf-
ur Amarson reisti bæ sinn tæpum
900 ámm fyrr.
Sögulega séð ætti því ekki að
þurfa að fara mörgum orðum um
miðbæinn gamla. Við emm að tala
um upphaf íslandsbyggðar og
Reykjavíkur í sama orðinu.
Allir myndu reka upp ramakvein
ef landslagsarkitektar létu uppi
áform um að breyta Þingvöllum.
Byggja út í vatnið, fylla upp í nokkr-
ar gjár og breyta ásýnd Skjald-
breiðar. Enda friðum við Þingvelli
og gætum þess vandlega að þar sé
ekki hróflað við steini.
I dag stöndum við andspænis
skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir
útrýmingu margra elstu húsa
Reykjavíkur. Svo virðist sem eftir
samfelldan hrakfallabálk síðustu
ára dragi til úrslita einmitt nú og
því er brýnt að staldra við og at-
huga vandlega sinn gang.
Leiðarljós í umgengni okkar við
gömul hús hlýtur að vera saga
þeirra. Tökum sem dæmi Unuhús,
rautt timburhús í Garðastræti.
Vissulega er það fágætt af sjálfs-
dáðum vegna þess hve gengið hefur
á timburhúsaforða borgarinnar á
síðustu ámm. Að auki er það fal-
legt í umhverfi sínu. En það kemur
annað til sem hlýtur að ráða úrslit-
um um vemdun þess: saga Unuhúss
ljær því beinlínis helgi. Hér stóð
óformlega akademía Islands þegar
hún hafði tekið sig upp af lands-
byggðinni og flust í bæinn. Um það
vitna ótal dæmi í bókmenntum okk-
ar og persónusögu.
Setjum svo að þessu húsi yrði
mtt brott og í staðinn kæmu nokk-
ur bflastæði. „Hér stóð Unuhús"
gætum við sagt afkomendum okkar
og bent inn á milli bflanna. „Það
var hér sem Halldór og Þórbergur
létu Ijós sitt skína og Ragnar í
Smára og Páll ísólfsson. Það var
Pétur Gunnarsson
hér sem fullkomni maðurinn átti
heima og móðir hans sem húsið
heitir í höfuðið á. Það var hér sem
Stefán frá Hvítadal og Steinn Stein-
arr áttu samastað. Þama inn á
milli stöðumælanna var sundið sem
Halldór orti um „Upp þetta dimma
sund: Þar lá mín leið“, o.s.frv.
Mikið myndi baminu þykja erfítt
að henda reiður á þessari menning-
arsögu á einu bílastæði!
Ekki er ýkja langt síðan að neð-
arlega við Túngötu stóð lítið
timburhús sem á var festur skjöldur
með áletruninni: „í þessu húsi bjó
Jónas Hallgrímsson" og síðan kom
ártal. Bömin stautuðu sig framúr
orðunum og um leið var komið beint
samband við listaskáldið og öldina
hans. Síðar var þetta litla hús fjar-
lægt og í staðinn unnust bílastæði
fyrir eina ijóra bfla. En við reynum
ekki einusinni að upplýsa bömin
okkar um að undir tilteknum hjól-
barða hafí einusinni búið þjóðskáld!
Með sama áframhaldi kynni svo
að fara að við byggjum í bæ sem
hefði misst minnið. Rótlausum,
eirðarlausum bæ sambandslausum
við fortíð sína.
Við sem nú erum á dögum þurf-
um ekki að ímynda okkur að við
eigum gamla bæinn. Aftur á móti
hefur okkur verið trúað fyrir honum
stutta stund og eftir því verður tek-
ið hvemig við skilum honum áfram
til afkomenda. Fáum blandast hug-
ur um að í gamla miðbænum hafa
verið gerð skipulagsleg mistök sem
skaga upp úr, öllum augljós og
verða tæplega aftur tekin. En það
væri sjaldgæf forherðing að ætla
að afmá lýtin með því að þurrka
út það sem brotið hefur verið á!
Hér er ekki látið að því liggja
i*V
40%
afsláttur
>Mandarínur kr.
Appelsínur kr.
Bananar kr.
Epli, rauð kr.
Epli, gul kr.
Vínber kr.
56, -pr.kg.|
49,-pr.kg. |
72,-pr.kg.
57, -pr.kg.
56,-pr. kg.
180
VOMUBL
Þverbrekku 8 Kópavogi - Símar 42040 og 44140
að gamli bærinn sé góður eins og
hann er. Á það skortir mikið og
gera þyrfti myndarlegt átak til
umhirðu og frágangs. Ríkjandi
stefnuleysi og glundroði hafa verið
þess valdandi að hvað eftir annað
hefur verið hrapað að niðurrifí húsa
og önnur látin drabbast niður í van-
hirðu og slóðaskap. Borgaryfírvöld
verða að móta stefnu í umgengni
við gamla miðbæinn þar sem tekið
er mið af sögulegu gildi og núver-
andi handhöfum þessara húsa gert
skylt og kleift að sýna þeim ræktar-
semi og virðingu.
Miðbærinn er hjarta Reykjavíkur
og því eðlilegt að ásókn sé mikil til
hámarksnýtingar og gróðastarf-
semi. En það er ekki hægt að eiga
bæði kökuna og eta. Ef gömlu hús-
in verða látin víkja fyrir skamm-
sýnni gróðafíkn fáeinna einstakl-
inga er hætt við að það aðdráttarafl
sem gamli bærinn býr yfír slokkni
og músíkin þagni. Auk þess er
ástæðulaust að láta sér yfírsjást að
margháttuð starfsemi sem rekin er
í þessum gömlu húsum nýtur ein-
mitt þess andrúms sem þau skapa.
Leiðsögumenn ferðamanna geta
borið um hve brúnin á útlendingum
léttist þegar komið er í gamla mið-
bæjarkjamann þótt þeir haldi að
leiðsögumaðurinn sé að reyna að
losna við þá þegar hann þjappar
þjóðarsögunni saman á þessari litlu
torfu.
Sagan er sameign okkar allra og
skyldur okkar við fortíðina þær
sömu. Þess væri óskandi að á 200
ára ártíð Reykjavíkur mætti nást
samkomulag og friður um gamla
bæinn. Viðreisn hans væri verðug
afmælisgjöf frá landsmönnum til
sinnar höfuðborgar og jafnframt
viðurkenning á þeirri staðreynd að
án sögulegs jarðvegs erum við litlu
betur stödd en gróður án moldar.
©C2Q\^7t^
INkURINN
MEÐ DRIFI Á ÖLLUM HJÓLUM
FYRIR BÆNDUR - VERK-
TAKA - BJÖRGUNARSVEITIR
□ 250 cc fjórgengisvél □ Sjálf-
stæð fjöðrun á hverju hjóli □
Drifsköft □ Val um drif aftan/
aftan + framan □ Handlæsing
á drifi (100% læsing) □ 5 gfrar
áfram 1 afturábak □ 3 gíra
lágadrif □ Hraðamælir □ 12 I.
bensíngeymir □ Hæð undir
lægsta punkt 20 sm. □ Þyngd
232 kg.
W
UMBODID HF.
Skútahraun 15, S: 65-17-25, P.o. Box 59,220 Hafnarfjörður.
„BIONDA
44
wilkens BSF
''Wlg*''
SILFURBÚÐIN
LAUGAVEG 55 SÍMI 11066
SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ í 29 ÁR