Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
Matvæli á íslandi
Hollusta — óhollusta — Maðkur í mjöli
eftir Margréti
Þorvaldsdóttur
Matvæli þau sem íslendingar
þurftu að leggja sér til munns hér
á öldum áður voru ekki alltaf holl-
ustufæði. Kom það til af óheppileg-
um aðstæðum, vanþekkingu og
einnig óprúttinni sölumennsku. Um
eftirlit var ekki að ræða, nema þeg-
ar einstaka sýslumenn tóku á sig
rögg og sendu kæruskjöl til danskra
yfirvalda, vegna skemmda í mjöli.
Um 1608 var mjög kvartað und-
an skemmdu mjöli fluttu til Islands.
ísfirðingar kærðu og Ari Magnús-
son í Ögri dæmdi vegna „formeing-
aðs mjöls." í kæruskjali Þórðar
sýslumanns Henrikssonar frá 1647
segir m.a. að þeir mótmæli: „að
betala maur, sem kaupmenn flytja
oss inn með mjölinu, hvort mjöl er
svo laust, að maurinn skríði út um
þeirra tunnur og étur það lítið sem
ætt er í mjölinu .. . því vér höfum
nógan maur hjá oss á Islandi bæði
í sviljum og hrognum ...“ Og enn-
fremur: „afskiljum vér gamlar
síldar- eða salt-tunnur sem sveitast
pekli... og þar að auki skemma
mjölið svo það verður utan með
stöfunum sem annað klý eða my-
glað draf sem hentara er utan lands
að gefa svínum, en selja með svo
fullu verði, sem gott og hreint rúg-
mjöl af oss að kaupast."
Þessa mögnuðu ófögru lýsingu á
ástandi innfluttrar matvöru til
landsins er að finna í bók Jóns J.
Aðils „Einokunarverslun Dana á
íslandi". Það má segja að með þess-
um kærum á 17. öld hafí orðið
upphaf baráttu neytenda í landinu
fýrir skaðlausri matvöru. Sú bar-
átta stendur enn.
Verslun og matvælaframleiðsla
er nú löngu komin í hendur inn-
lendra manna, svo ekki ætti að
vera erfítt að tryggja neytendum
skaðlaus matvæli. En svo virðist
þó ekki vera.
Hér á öldum áður var vandamál-
ið aðallega maðkur og mygla í
matvælum en nú í dag eru það
íblönduð aukefni, en einnig meðferð
matvæla. Vanþekking þeirra sem
við matvælaiðnað starfa á þeim
efnum sem látin eru í matvælin svo
og á gerlum er alvarlegt áhyggju-
efni.
Lögin um matvælaeftirlit á ís-
landi voru sett árið 1936, einnig
er farið eftir stuttri reglugerð frá
1976. Lögin eru orðin 50 ára göm-
ul. Þau þóttu ýtarleg og góð á sínum
tíma, en aðstæður eru allt aðrar í
dag. Í þessum lögum eru engin
ákvæði um sérþekkingu og fag-
menntun þeirra sem starfa í
matvælaframleiðslu eða sem reka
matvælafyrirtæki eða matvæla-
verslanir.
Ný lög um matvælaeftirlit eru í
undirbúningi. Það hefur fregnast
að ekki muni verða í þeim ströng
ákvæði um opinbert eftirlit, eins og
krafíst er í auknum mæli í öðrum
löndum. í umræðum hefur áhersla
verið á svo nefnt „innra eftirlit"
framleiðenda sjálfra, það er
„sjálfs-eftirlit", eins og er hjá fyrir-
tækjum sem framleiða mjólkur-
afurðir.
Sú stefna gæti ekki aðeins orðið
hættuleg fyrir íslenska neytendur
heldur einnig stórskaðleg fyrir
íslenskan útflutning.
Matur í dag er annað og meira
en soðinn fískur, kjöt og kartöflur.
Hann er í vaxandi mæli hálf- eða
fulltilbúinn til neyslu. Aukefni eru
sett í matvælin í þeim tilgangi að
halda þeim ferskum og óskemmd-
um í lengri tíma, en einnig til að
bragðbæta hann, gera hann gimi-
legri útlits.
Það efast enginn um nauðsyn
margra þessara aukefna eins og
rotvamaefna, til að veija neytendur
gegn hættulegum gerlum. En vakin
hefur verið athygli á því að notkun
aukefna hefur aukist mjög, sérstak-
lega þennan síðasta áratug. Það er
því talin þörf á stórauknu opinberu
eftirliti, svo hafa megi áhrif á hvaða
efni verði leyfð til notkunar í mat-
vælaiðnaðinum. Sérstök áhersla
hefur verið lögð á nauðsyn þess að
rannsaka aukefnin mun betur en
gert hefur verið, áður en notkun
þeirra er leyfð, ekki síst með tilliti
til eitrunarverkana og krabbameins
sem þau geta orsakað hjá mönnum.
I dag er aðeins kannað hvort efnin
geti valdið krabbameini í tilrauna-
dýrum áður en notkun þeirra er
leyfð.
f matvælaiðnaðinum í dag munu
vera notuð meira en 3.500 aukefni
og munu 3.000 af þeim vera bragð-
efni ýmiss konar. Skráningar-
ákvæði munu þó aðeins ná til um
10 prósent efnanna. Það er því ill-
mögulegt fyrir hinn almenna
neytanda að átta sig á því hvaða
aukefni hann fær með fæðunni.
Innan Vestur-Evrópu er verið að
samræma reglur um flokkun og
merkingar aukefna og eru þau
merkt „E“-númerum. Unnið er að
samsetningu slíks lista hér.
Þessi „E“-númer eru þó merking-
arlaus fyrir neytendur nema þeir
fái upplýsingar um það hverskonar
efni eru að baki númerunum.
Það hefur komið í ljós að mörg
þessara efna eru ekki örugg fyrir
alla til neyslu og sérstaklega ekki
fyrir þá sem tilhneigingu hafa til
ofnæmis. Ofnæmið gegn mörgum
þeirra getur komið fram á margan
hátt eins og í útbrotum á húð, and-
þrengslum, magaverkjum, hegðun-
arbreytingum o.fl.
í kjölfar umræðu um hina víta-
verðu íblöndun „K.J.“ á Akureyri á
Hexamethyletetramine eða Hexam-
ine (E 239) í niðursoðnar rækjur,
er eðlilegt að spyrja hvort þar sé
fleiri hættulegum aukefnum vísvit-
andi lætt í niðursoðin matvæli.
Einnig er eðlilegt að spurt sé:
Hvaða reglur gilda um notkun auk-
efna í niðursuðuiðnaðinum hér á
landi og hvemig þeim er framfylgt?
Hexamine (E 239) er rotvamar-
og mygluvamarefni. Það er sagt
geta valdið meltingartruflunum, og
það getur einnig truflað störf þvag-
'rásarkerfísins. í tilraunadýrum
hefur það valdið stökkbreytingum
erfðaefnisins (gen mutation) og er
efnið einnig grunað um að valda
krabbameini.
Til að nálgast upplýsingar um
hve mikið sé notað af aukefnum í
matvæli sem daglega eru hér á
borðum, verður að hringja í fram-
leiðslufyrirtækin sjálf eftir upplýs-
ingum.
Eftirgrennslan leiddi í ljós, að í
föstum ostum eins og Gouda, Til-
setter og Óðalsostum eiga ekki að
vera nein aukefni, en í framleiðslu
þeirra er notað nitrat (saltpétur).
Danskar rannsóknir em sagðar
hafa sýnt að nitrat er horfið úr
osti eftir 5 vikur. Þegar spurt er
um kerfísbundið eftirlit með notkun
efnisins hjá hinum mörgu ostafram-
Margrét Þorvaldsdóttir
„Það er sagt að neyt-
andinn sjálfur sé besta
matvælaeftirlitið. Því
hefur verið haldið fram
að athugasemdir hans
og kvartanir, bornar
fram við rétta aðila,
muni hrinda fram
breytingiim til bóta!
Það er hrein ósk-
hyggja.“
leiðendum hér á landi, verður fátt
um svör.
Það má geta þess að þó einhver
rotvamarefni séu talin nauðsynleg
í osta, þá er bönnuð notkun á nitr-
ati í osta t.d. í Sviss.
Nitrat er látið í unnin matvæli
til að koma í veg fyrir fjölgun
hættulegra gerla. Þar má nefna
pylsur, bjúgu, áleggstegundir, salt-
kjöt o.fl. Það fer svo eftir neyslu-
venjum hvers og eins hve mikið
borðað er af því og öðrum aukefn-
um.
Nitrat er eitt elsta rotvamarefnið
sem notað er til að veija kjötmeti
hættulegum gerlum, en ef það er
notað í óhófí getur það ummyndast
í nitrit í meltingarveginum. Nitrit
getur framleitt nitrósamín, en það
er talið valda krabbameini hjá
mönnum.
í hinum gimilegu ávaxtagraut-
um sem framleiddir em hér á landi
em bæði rotvamarefni og bindi-
efni. Þau efni eiga að vera flestum
ömgg til neyslu. Gemm þá ráð fyr-
ir að nákvæmni sé gætt við íblöndun
þeirra í framleiðslu.
En hvemig er fylgst með inn-
fluttum dönskum grautum sem
legið hafa í hillum verslana? Hvað
er gert þegar grautar þessir em
komnir marga mánuði fram yfír
síðasta söludag? Hvað mikið af rot-
vamarefnum er í þessum gömlu
grautum?
Hvaða gæðakröfur em gerðar
fyrir innfluttar matvörar yfirleitt?
Ög hvaða kröfur em um geymslu
þeirra áður en þær em settar í versl-
anir?
Það er sagt að neytandinn sjálfur
sé besta matvælaeftirlitið. Því hefur
verið haldið fram að athugasemdir
hans og kvartanir, bomar fram við
rétta aðila, muni hrinda fram breyt-
ingum til bóta! Það er hrein
óskhyggja. Reynsla þeirra sem
reynt hafa er talsvert önnur.
Kvartanir em mjög óvinsælar,
menn bregðast öndverðir við vin-
samlegum ábepjiingum. Reynslan
sýnir einnig að kvörtunum vegna
kaupa á vafasömum matvælum er
ekki hægt að fylgja eftir. Jafnvel
þó kvörtunum sé komið á framfæri
við matvælaeftirlit — þá skeður
ekki neitt. Það hefí ég reynt marg
oft.
Það hafði t.d. engin áhrif er ég
benti matvælaeftirliti á óeðlilega
fallega rautt hakkað nautakjöt frá
einum stórmarkaði borgarinnar.
Kjötið breytti ekki lit dögum sam-
an. Ég lét rannsaka kjötið og
reyndist það innihalda nitrat (salt-
pétur) sem bannað er að setja hér
í nýtt kjöt.
Það hafði engin áhrif á kaup-
manninn þó ég benti á myglu í
innfluttum bmðum.
Það hefur engin áhrif, þó bent
hafí verð á að kælivara eins og
ferskur ávaxtasafí sé geymdur utan
kælis.
Það hefur engpn áhrif þó bent sé
á að egg em kælivara, en eigi ekki
að geymast í hillum verslana sem
væm þau niðursuðuvara.
Það hefúr engin áhrif haft í gegn-
um árin, þó að matvörakaupmönn-
um hafí verið bent á hættuna á
krossmengun hættulegra gerla úr
ósoðnum matvælum í soðin mat-
væli í kæliborðum matvömverslana.
Þama er augljóst að þekking
matvömkaupmanna á hráefninu og
gerlamengun hefur ekki fylgt kröf-
um tímans.
Aðstæður vom aðrar fyrir um
áratug þegar ferskur safí í femum
var ekki til og ekkert kjötmeti var
hægt að kaupa í verslunum öðmví-
si en beinfrosið, eða þegar eggin
komu nánast beint frá framleiðand-
anum til neytenda.
ANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJOLBARÐA
kiahf r.nnn
170-172 Simi 28080 695500 WÆ W^ " flLAV W