Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 Kviknaði í kj úklingagr illi Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Jeppabifreið ferðalanganna föst við Uxavatn. Kaldir og svangir jeppamenn í 16 tíma á Uxahryggjaleið ELDUR kom upp í Hlíðagrilli við Stigahlíð á sunnudagsmorgun. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang skömmu eftir kl. hálf átta reyndist loga í kjúklingagrillofni. Eldurinn hafði breiðst út í innrétt- ingar í kringum ofninn, en slökkvi- starf gekk greiðlega. Slökkviliðið var kallað níu sinn- um út um helgina, frá föstudags- kvöldi til sunnudagskvölds. Ekki var þó um mikinn eld að ræða í þessum tilvikum. Þannig var slökkviliðið kvatt að Sláturfélagi Suðurlands við Skúlagötu, en þar reyndist eldur loga í ruslagámi. Aðra ferð fór slökkviliðið síðan að Sláturfélaginu, en þá logaði í ru- slagámbíl sem þar var. Aðrar ferðir slökkviliðsins voru famar til að Tólf ung- menni hand- tekin með hass TÓLF ungmenni voru handtekin um helgina fyrir dreifingu og neyslu á hassi. Ungmennin, sem eru á aldrinum 16-20 ára, voru handtekin þegar lögreglan gerði húsleit í tveimur húsum í Reykjavík á laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudags. Við yfírheyrslur játuðu þau að hafa ýmist dreift eða neytt hassins. Sum þeirra viðurkenndu dreifíngu á umtalsverðu magni af hassi á síðustu vikum. Ekki fékkst upp- gefíð hve mikið magn lögreglan lagði hald á um helgina, en það mun ekki vera mjög mikið. Ung- mennunum hefur öllum verið sleppt úr haldi og er málið að fúllu upplýst. „DRAUGARNIR í þessu húsi eru að hrekkja mig þvi ég er hættur að sjá mun á kóng og gosa,“ kallaði ítalski bridsmeistarinn Georgio Belladonna upp í miðju spili í bridseinvígisleik í Höfða á sunnudaginn. Belladonna og sveitarfélagar hans, Davið Odds- son borgarstjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur og Júgslavinn Jeretic töpuðu leikn- skola burt bensíni af götum eftir árekstra og sinna öðrum smáverk- efnum. Selfoss: Brotist inn í Tryggvaskála Selfossi: BROTIST var inn i Tryggvaskála á Selfossi aðfaranótt sunnudags- ins 23. nóv. sl. Ekki var neinu stolið en skemmdir unnar á dyr- um sem brotnar voru upp. Brotist var inn í Skálann að norð- anverðu og þaðan höfðu viðkomandi brotið sér leið inn í aðalsal hússins með því að sparka upp hurðum sem voru illa leiknar eftir átökin. Engu var stolið en hinir óboðnu gestir skildu eftir sig áfengisflöskur og önnur merki þess að hafa setið að sumbli í húsinu. Sig Jons. „OKKUR var orðið iskalt, auk þess sem við vorum orðnir svang- ir, og vorum því hjálpinni fegn- ir,“ sagði Bragi Guðmundsson, en hann var einn af mönnunum sjö sem sátu í fastri jeppabifreið við Uxavatn á Uxahryggjum frá því síðdegis á sunnudegi fram á mánudagsmorgun, eða i 16 'Aklukkustundir. Farið var að um fyrir sveit undir _ forystu ráðherranna Halldórs Ásgríms- sonar og Matthíasar Á. Mathie- sen. Leikur þessi var haldinn í tilefni af komu ítalans Georgio Belladonna til íslands. Ráðherramir spiluðu við fasta spilafélaga sína, Benedikt Steingrímsson eðlisfræðing og Jón G. Tómasson borgarlögmann. óttast um mennina seint á sunnu- dagskvöldið og fundust þeir í upphafi leitar á mánudagsmorg- un. Voru þeir fluttir að Þverfelli í Lundarreykjadal þar sem blaða- maður ræddi við Braga í gær. Bragi sagði að þeir félagamir hefðu farið í Blazer bifreið frá Reykjavík til Þingvalla um klukkan 14 á sunnudag og vom þeir í sam- Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og lauk með naumum og nokkuð óvæntum sigri ráðhe'rra- sveitarinnar, 16-14. Viðstaddir voru margir af bestu bridsspilumm landsins og vom þeir sammála um að keppendumir hefðu sýnt ágæta spilamennsku enda spila þeir allir reglulega sér til skemmtunar og er bridsáhugamönnum í fersku minni þegar Davíð og Jón Steinar unnu floti með mönnum á tveimur öðmm jeppum. Tilgangur ferðarinnar var á sýna bandarískum kunningja þeirra íslenska náttúm. Leiðir skildu fyrir ofan Þingvelli og ætluðu félagamir í Blazemum að fara yfír Uxahryggi í Borgarfjörð og láta vita um sig þar. Sagði Bragi að bíllinn hefði sokkið í snjó er þeir vom að skoða sig um við Uxavatn íslandsmeistarana í brids í einvígis- leik fyrir réttu ári. Belladonna og Jeretic þótti mikið til koma að spila í sama húsi og Reagan og Gorbachev funduðu í á sínum tíma. Bridsleikurinn fór raunar fram í sömu herbergjum og þjóðarleiðtogamir notuðu til við- ræðna. Alþýðubandalagið: Skúli Alex- anderson efstur á Vesturlandi SEINNI hluti forvals Alþýðu- bandalagsins í Vesturlandi fór fram í síðustu viku og voru niður- stöður kynntar á kjördæmaráðs- fundi sl. sunnudag í Borgarnesi. Skúli Alexanderson, Hellissandi, hlaut 159 atkvæði í fyrsta sætið, 83,24%, en samtals 174 atkvæði. I öðm sæti varð Gunnlaugur Harald- son, Akranesi með 79 atkvæði, samtals 119 atkvæði. Ólöf Hildur Jónsdóttir, Gmndarfírði, hlaut 101 atkvæði í þriðja sætið, samtals 120 atkvæði, og í fjórða sætið hlaut Ríkharð Brynjólfsson, Hvanneyri, 110 atkvæði. Þorbjörg Skúladóttir, Akranesi, hlaut 91 atkvæði. Kosið var í fjögur efstu sætin, en tíu gáfu kost á sér. Uppstillinga- nefnd var falið að ganga endanlega frá listanum og mun hún birta list- ann um næstu helgi. um klukkan 17.30 og þeir ekki náð honum af stað aftur. Hann sagði að þeir hefðu eytt töluverðri orku í að reyna að ná bflnum úr ófær- unni en það hefði ekki tekist. Þeir þurftu að fara sparlega með bensínið og gátu því ekki látið bflinn ganga nema stutta stund í einu, og var því heldur kalt í bflnum er kom fram á nóttina. Þeir vom tal- stöðvarlausir og matarlausir og virkaði biðin því löng að sögn Braga. Um fjögurra tíma gangur er frá Uxavatni niður í Lundar- reykjadal. Snemma um morguninn vom tveir úr bílnum sendir eftir hjálp en villtust og komu sér sömu leið til baka í bílinn. Björgunarsveitin Ok í Borgarfírði var kölluð út í gærmorgun en um klukkan 10, áður en formleg leit hófst, fundu flugmenn á flugvél úr Reykholtsdal og bændur á snjósleð- um frá Þverfelli mennina. Fóm bændumir með mennina á snjósleð- um og bflum að Þverfelli. Bragi vildi koma á framfæri þökkum til atlra þeira sem veittu þeim aðstoð. SS hefur aldrei pakkað hvalkjöti VEGNA þeirra ummæla for- svarsmanna Sea Shepherd samtakanna í Morgunblað- inu og viðar að Sláturfélag Suðurlands pakkaði hval- kjöti fyrir Hval hf. hafði Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra SS samband við blaðið og bað um að eftirfar- andi athugasemd yrði birt: Vegna frétta um skemmd- arverk á eignum Hvals hf. vil ég koma því á framfæri að Sláturfélag Suðurlands hefur aldrei unnið eða pakkað hval- kjöti. Matthías Á. Mathiesen utanríkssráðherra teygir sig í spil úr blindum meðan Jón G. Tómasson borgarlögmaður slakar á. Davíð Oddsson borgarstjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður eru í vörninni. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra við stýrið í brisdsleiknum á Höfða. Blindur er Benedikt Steingrímsson eðlisfræðingur en Bella- donna og Jeretic veijast. Áhorfendur eru allir þjóðkunnir bridsspilarar. Brídseinvígi borgarstjórans og ríkisstjórnarinnar: Draugarnir gengu til liðs við ráðherrana í Höfða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.