Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 \ Jóhannesarfoorg, AP. BARCLAYS-bankinn í Bretlandi hefur ákveðið að selja útibú sitt í Suður-Afríku, Barclays Natio- nal Bank of South Africa. Aðalástæðan var sögð vera slæm- ar efnahagshorfur í Suður- Afríku, en jafnframt viðurkennt, að stjórnmála- og efnaliags- þvinganir gegn aðskilnaðar- stefnunni ættu einnig þátt í ákvörðuninni. ákvörðun væri viðskiptalegs eðlis en ekki stjómmálaákvörðun og það væri því ekki í verkahring stjómar- innar að skipta sér af henni. Salan á Barclays í Suður-Afríku nú kemur ekki á óvart. Að undanf- ömu hafa ýms bandarísk stórfyrir- tæki hætt starfsemi sinni þarí landi. Finnland: Þeirra á meðal eru IBM, General Motors og Eastman Kodak. Hafa þau borið fyrir sig aðskilnaðarstefn- una í landinu en einnig samdrátt á viðskiptasviðinu. Líkt og hjá Barcla- ys eru það innlendir aðilar í Suður-Afríku, sem hafa yfírtekið starfsemi dótturfyrirtækjanna þar. Barclaysbankinn selur útíbú sitt í Suður-Afnku Miðflokksmenn vilja varðveita helgisögu um Kekkonen forseta Helsinkl, frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSKIR miðflokksmenn segj- ast vera hneykslaðir vegna þess hversu mikið Kekkonen, fyrrum forseti, hefur verið gagnrýndur undanfarið. Miðflokksmenn sögðu ekki beint, hvaða gagnrýni þetta væri. En almenningi er ljóst, að ástæðan fyrir hneykslun þeirra er sjónvarpsmyndaflokk- ur um valdaskeið Kekkonens. Framhaldsmyndin „Valdhafarn- ir“ er skrifuð af fyrrum þingmanni Jafnaðarmannaflokksins. í mynd- inni er Kekkonen, fyrrum forseti, frekar valdafíkinn og eigingjam og allir hinir stjómmálamennimir eru einskonar fábjánar. Flokksstjóm Miðflokksins kom saman um helgina og ræddi helstu deilumál flokksins við jafnaðar- menn. Þrátt fyrir að flokkamir tveir séu saman í stjóm greinir þá á um margt, vegna þess hve stutt er í næstu kosningar. Kekkonen var leiðtogi Miðflokksins áður en hann varð forseti 1956. Núverandi for- ysta flokksins vill minna á að Miðflokkurinn gegndi mikilvægu hlutverki sem forystuflokkur lands- ins á dögum Kekkonens. Miðflokk- urinn vill vera arftaki Kekkonens Morgunblaðsins. og er þess vegna kappsmál að varð- veita ákveðna helgisögu um hann. Fyrir nokkrum dögum ákvað flokksráð jafnaðarmanna að bera upp við flokksþingið, að Koivisto forseti verði forsetaefni jafnaðar- manna 1988. Jafnaðarmenn telja sig hafa hag af því að gefa í skyn, að Koivisto sé miklu lýðræðislegri í stjómarháttum en fyrirrennari hans, Kalevi Sorsa forsætisráð- herra, og formaður jafnaðarmanna lét einnig i Ijós, að Koivisto væri eini forsetinn, sem væri jafn lýð- ræðissinnaður og fyrsti forseti Finnlands, Stáhlberg. Hann var höfundur stjómarskrár landsins og varð frægur meðal annars vegna þess að hann neitaði að láta kjósa sig nema einu sinni. Ódýr fjársjóður AP/folmamynd Roy Whetstine heldur hér á 1.905 karata safír, sem hann keypti í febrúar fyrir tíu dollara á eðalsteinasýningu áhugamanna í Tuscon í Arizona-fylki í Bandaríkjunuin. Safírinn hefur síðan verið slípaður og er hann nú metinn á 2,28 milljónir dollara. Whetstine ætlar að selja eðalsteininn til að tryggja fjárhag sona sinna til dauðadags. Geimvarnir: Sovétmenn komnir lengra en Bandaríkjamenn? Barclays-bankinn í Suður-Afríku verður ekki lagður niður, heldur verða hlutabrefín í honum seld. Kaupendumir eru Anglo-American Co., sem er innlend fyrirtækjasam- steypa og sú stærsta á sviði námugraftar í Suður-Afríku. Tvö önnur innlend fyrirtæki þar munu einnig eiga aðild að hlutabréfakaup- unum. Hér er um að ræða sölu á stærsta fyrirtæki Breta í Suður-Afríku til þessa, en Barclays er annar stærsti bankinn þar í landi með um 26.000 manna starfsliði. í gær var haft var eftir Chris Ball, framkvæmdastjóra Barclays í Suður-Afríku: „Mikil vin- átta hefur verið um langt skeið með Barclays og Suður-Afríku. Það sem við erum nú að gera, er því ekki gert í því skyni að refsa Suður- Afríku, heldur vegna stjómmála- legra og fjárhagslegra þvingana." Talsmenn Verkamannaflokksins í Bretlandi fögnuðu þessari ákvörð- un í gær, en nokkrir áhrifamiklir menn innan íhaldsfíokksins lýstu yfír andstöðu sinni við hana. Margaret Thatcher forsætisráð- herra vildi ekki tjá afstöðu sína. Sagði talsmaður hennar, að þessi ERLENT 0] Electrolux 0] Electrolux ffl Electrolux RYKSUGUR í ÚRVALI Mikill sogkraftur Frábær ending Einnig EURO-KREDIT kjörin. Vörumarkaðurinn hf. Eiöistorgi 11 -simi 622200 London, Moskva, Reuter. SOVÉTMENN eru líklega komn- ir lengra en Bandaríkjamenn, hvað varðar rannsóknir á geim- varnarkerfum, að því er ritstjóri virts rits um varnarmál, Jane’s Weapon Systems, segir í ritinu er út kom í gær. Ritstjórinn, Bemard Blake, segir m.a. í umijöllun sinni um andstöðu Sovétmanna við geimvamaráætlun Bandaríkjamanna, að þeir sem álíti Sovétmenn ekki búa yfír þekkingu til að smíða slíkt keifí hafí rangt fyrir sér. Sovétmenn eigi eina vopnakerfíð sem til sé. í heiminum sem geti eytt gerfíhnöttum og séu að þróa nýtt, mjög fullkomið rat- sjárkerfi. Blake heldur því fram og ber fyrir sig bandaríska heimildar- menn, að um 10.000 vísinda- og tæknimenn í Sovétríkjunum séu að vinna að verkefni í sambandi við notkun leysigeisla og fjöldi annarra vinni að þróun ýmiskonar vopna- búnaðar. Blake heldur því einnig fram, að mesta hætta á að kjam- orkustíð brjótist út sé vegna þess, hve mörg þriðja heims ríki eigi kjamorkuvopn, fremur en að slík átök bijótist út á milli stórveld- anna. Tilraunir til að stöðva út- breiðslu kjamorkuvopna hafi mistekist. Um síðustu helgi kom út í Moskvu bók eftir nokkra af fremstu vísindamönnum Sovétríkjanna, þar sem því er haldið fram að Sovét- mönnum ætti ekki að verða skota- skuld úr því að veikja þannig geimvamarkerfi það er Bandaríkja- menn hafa á pijónunum að það reyndist gagnslaust sem vamar- kerfí. Bókin nefnist „Space Weapons: a Security Dilemma", er lauslega mætti þýða „Geimvopn: öryggisvandamál“.* Meðal höfunda hennar er Yevgeny Velikhov, stjam- og eðlisfræðingur, sem er einn af helstu ráðgjöfum stjómar- innar varðandi geimvopn og var í föruneyti Gorbachev, aðalritara, er hann kom til fundar við Reagan í Reykjavík nú fyrir skömmu. í bók- inni er því haldið fram, að kostnaður Sovétmanna vegna aðgerða gegn geimvamaráætlun Bandaríkja- manna muni aðeins verða brot af því, sem það kerfí muni kosta Bandaríkjamenn. Norskur sjávarútvegur: Spá 70% aukn- iiig'u á útflutn- ingsverðmæti Osló, frá Hirtí Gíslasyni, blaðamanni Morgunbladsins. ÞAÐ ERU bjartar horfur í norskum sjávarútvegi. Áætlad er að út- flutnmgsverðmæti af fiski muni aukast um 70% á næstu fjórum árunum, eða fari úr u.þ.b. 10 miiyörðum norskra króna, í 17 millj- arða árið 1990, miðað við fast verðlag þessa árs. Þessar upplýsingar koma fram í norska blaðinu Norges Handels- og sjöfartstídende í gær. Blaðið segir jafnframt að þessi góða niðurstaða sé byggð á varlegum útreikningum og aukningin geti þess vegna orðið meiri. Það segir að aukningin verði fyrst og fremst í útflutningi á þorskafurðum og eld- isfíski. Blaðið hefur eftir banka- stjóranum Magne Bjömarheim í Bergen Bank að þessir útreikningar byggist á spám fiskifræðinga og jafnframt væntanlegri mikilli aukn- ingu á fískeldi. Menn hafi farið mjög varlega í þessa útreikninga, sem miðast við meðal annars að verð á fiskafurðum verði sama í dag og í vissum tilfellum lægra. Fiskimálastjórinn í Sogni og fírðafylki, Rolf Petter Vetvik, segir í samtali við blaðið að sú verðmæta- aukning, sem fyrirsjáanleg er, muni hafa veruleg áhrif á ekki aðeins útgerð og fískvinnslu heldur þau fyrirtæki sem tengjast sjávarútveg- inum, sérstaklega þjónustufyrir- tæki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.