Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 40
140
•!msee«gi^r>ftií^Á(ftítti25vm^M(W86
Varaflugvöll-
ur á Akureyri
ALLIR þingmenn Norðurlands-
kjördæmis eystra hafa í samein-
ingu lagt fram tillögu á Alþingi
um varaflugvöll fyrir miililanda-
flug á Akureyri. Þar er gert ráð
fyrir þvi, að ríkisstjórnin láti
fara fram svo fljótt sem kostur
er rækilega úttekt á möguleikum
þess að Akureyrarflugvöllur
þjóni sem varaflugvöllur fyrir
millilandaflug. Sem kunnugt er
hafa verið uppi hugmyndir um
varaflugvöll á Sauðárkróki í
Norðurlandskjördæmi vestra.
í tillögunni segir orðrétt: „Kann-
að verði hvaða úrbætur þurfi að
gera á flugvellinum til að hann
geti þjónað sem varaflugvöllur mið-
að við núverandi flugleiðsögutækni
og vélakost íslensku flugfélaganna
og hvaða kostnaður er slíkum úr-
bótum samfara. Einnig verði horft
til möguleika flugvallarins í sama
skyni í framtíðinni með hliðsjón af
líklegri þróun mála á þessu sviði."
Tekjuskattsgreiðend-
um fækkað frá 1983
Árið 1983 greiddu 53% framt-
, eljenda tekjuskatt. í ár greiða
aðeins 47% framteljenda skatt.
10.500 framteljendur, sem greitt
hefðu tekjuskatt að óbreyttum
skattareglum frá 1983, greiða
engan skatt nú. Ef skattareglur
1983 hefðfu gUt í ár hefði tekju-
skattur gefið rikissjóði 1.100
m.kr. umfram það sem raun varð
á. Bamabætur hefðu og orðið
350 m.kr. lægri. Framangreindar
tölur, sem fram komu í þingræðu
Þorsteins Pálssonar, fjármála-
ráðherra, í gær, eru á verðlagi
álagningar í ár.
Fækkun gjaldenda kemur mest-
fram fram í neðsta skattþrepi. Þar
vóru 13.6% framteljenda 1983,
5,1% í ár. Framteljendum, sem
greiða engan tekjuskatt hefur
fækkað um 10.500, miðað við
skattareglur 1983, vegna hærri
skattfrelsismarka. Afnám telqu-
skatts á venjulegar launatekjur
hefur því miðar nokkuð áleiðis,
sagði fjármálaráðherra. Skattlausir
framteljendur 1986 eru 93 þúsund
talsins.
Myndin sýmr fjármálaráðherra Þorstein Pálsson, fyrrverandi fjármálaráðherra Ragnar Arnalds, og
Guðmund Bjarnason, alþingismann. Að baki Þorsteins er aðstoðarmaður hans í embætti ráðherra, Geir
Haarde.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Stjórnarfrumvarp:
Lækkun tekjuskatta 1987
hluta oftekinna skatta skilað
* Sjö þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu um stefnumótun í
" umhverfísmálum. Þar er ríkisstjóm-
inni falið að gera slíka áætlun í því
skyni að efla alhliða umhverfís-
vemd og vamir gegn hvers konar
mengun og öðmm skaðlegum um-
hverfísáhrifum jafnframt því að
vinna að varðveislu og sem skyn-
samlegastri nýtingu náttúrugæða
landsins.
í tillögunni er gert ráð fyrir því,
að að þessum markmiðum skuli
unnið með því að koma á skipu-
legri yfírstjóm umhverfísmála í
Stjómarráði íslands og samstarfí
þeirra aðila sem fjalla um náttúm-
vemd, mengunarmál og aðra þætti
umhverfísmála.
* Þrír þingmenn Alþýðubanda-
lags, Þórður Skúlason (Nv.),
Helgi Seljan (Al.) og Skúli Alex-
anderson (VI.) hafa lagt fram
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um Húsnæðisstofnun ríkis-
ins. Þar er gert ráð fyrir því, að inn
í Iögin komi nýr kafli um Verðjöfn-
unarsjóð fasteigna. Hlutverk sjóðs-
ins sé að aðstoða sveitarfélög við
að hafa jákvasð áhrif á verðlag íbúð-
arhúsnaeðis, stuðla að jafnara og
stöðugra markaðsverði og auka
framboð á leiguhúsnæði. Ríkissjóði
er ætlað að leggja fram 30 milljón
krónur sem stofnfé sjóðsins, en
jafnframt verði sjóðnum heimilað
að taka lán til starfsemi sinnar sam-
kvæmt ákvæðum lánsfjárlaga. Á
árinu 1987 megi sú upphæð verða
allt að 200 millj. kr.
í frumvarpinu segir, að megin-
hlutverk verðjöfnunarsjóðsins skuli
fyrst um sinn vera að „stuðla að
því að munur á markaðsverði fast-
eigna og kostnaðarverði fari
minnkandi og verði hóflegur," eins
og orðrétt segir. „Fasteignir sem
sjóðurinn eignast skulu í samstarfi
við viðkomandi sveitarfélög boðnar
til leigu þar til þær eru seldar aft-
ur. Þegar markaðsverð stefnir í að
vera verulega hærra en nemur
kostnaðarverði er heimilt að bjóða
fasteignir, sem sjóðurinn á, til sölu
á fijálsum markaði í þeim tilgangi
að lækka fasteignaverð," segir enn-
fremur.
Stj órnarandstaða:
Fjármálaráðherra mælti í gær
fyrir stjórnarfrumvarpi til 300
m.kr. lækkunar tekjuskatta 1987.
Ráðherra sagði að frumvarpið
feli í sér að allir frádráttarliðir
laganna hækki um 31%, skatt-
hlutföll í skattstiga yrðu lækkuð
en skattþrep hækkuð um 47% í
stað 31%. Frumvarpið gerir og
ráð fyrir því að heimila milli-
færslu 1. þreps á milli hjóna að
hámarki 200 þúsund krónur.
Persónuafsláttur, bamabætur og
baraabótaauki hækka um 20%
en ekki 15%, eins og verið hefði
með óbreyttri skattbyrði. Skatt-
frelsismörk eignarskatts eru
hækkuð um 23%. - Nái frum-
varpið fram að ganga lækkar
tekjuskattur um rúmar 300 m.kr.
eða um 8,5%.
Öll skatthlutf öll lækkuð
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, sagði að í frumvarpi þessu
væri valin sú Ieið, að lækka öll
skatthlutföll, auk þess sem skatt-
þrepin eru lengd og persónuafslátt-
ur og bamabætur auknar umfram
það sem verðlagsbreytingar hafí
gefíð tilefni til. Ráðherrann sagði
að 13% gjaldenda greiddu nú tvo
þriðju tekjuskattsins. Þessvegna
væri eðlilegt að ráðgerð skatta-
lækkun gangi upp skattstigann.
Auk þessa frumvarps verður lagt
fram stjómarfrumvarp, sem felur í
sér að fjárhæðir afsláttar til útsvars
hækki um 31% frá síðustu álagn-
ingu.
Skattlagning fjár-
magnstekna
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
sagði ráðgerða tekjuskattslækkun
1987 fela það eitt í sér að stjómar-
flokkamir skiluðu litlum hluta af
ofteknum sköttum 1986. Hann
sagði skattbyrði hafa hækkað vem-
lega milli áranna 1985 og 1986.
Svavar taldi brýnt að grisja frá-
dráttarfrumskóg fyrirtækja og
einstaklinga en hækka í þess stað
skattfrelsismörk. Ná þyrfti meiri
skatttekjum af fjármagnshagnaði.
Hann lagði og áherzlu á stighækk-
andi eignarskatta, skattadómstól,
staðgreiðslukerfí og að skattsvik
vörðuðu missi rekstrarleyfa.
Svavar kvaðst vænta þess að við-
komandi þingnefnd kallaði fulltrúa
ASÍ á sinn fund vegna hugmynda
ASÍ um skattkerfisbreytingar.
Skökk skattvísitala
Jón Baldvin Hannibalsson (A-Rvk.)
taldi ranga skattvísitölu 1986 hafa
gefíð ríkissjóði skatttekjur langt
umfram áætlun. Frumvarp þetta
fæli aðeins í sér minniháttar leið-
réttingu á ofteknum skatti 1986.
Hann sagði bæði tekjuskatts- og
söluskattskerfí okkar ónýt orðin.
Hinsvegar væru hugmyndir stjóm-
arliða að virðisaukaskatti meingall-
aðar. í því efni hefðu þeir
ráðuneytismenn ekki staðið nógu
vel að verki.
Jón Baldvin sagði Sjálfstæðis-
flokkinn ekki hafa staðið við heit
sín né ályktun Alþingis um afnám
tekjuskatts á almennar launatekjur
í þremur ágöngum.
Nokkur stefnubreyting
Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.)
sagði nokkra stefnubreytingu felast
í þessu stjómarfrumarpi. Hinsvegar
teldu þær Kvennalistakonur að
skattprósenta í efsta skattþrepi eigi
ekki að lækka, fremur ætti að nýta
tekjuauka af óbreyttri skattpró-
sentu til að hækka bamabætur
myndarlega. Hún spurði og fjár-
malaráðherra hvað liði áformum um
staðgreiðslu skatta.
Skattkerfisbreyting.
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, sagði staðgreiðslu skatta
erfíða í framkvæmd að óbreyttu
skattkerfi að öðru leyti. Nú væri
unnið að athugun á grundvallar-
breytingum á skattkerfínu, bæði
tekjuskattskerfí og sköttum í verði
vöru og þjónustu [virðisaukaskatti],
og eðlilegt væri að tengja þær
breytingar upptöku staðgreiðslu
skatta.
Ráðhferra sagði nefnd þá í fjár-
málaráðuneyti, sem vinnur úr
hugmyndum um skattkerfisbreyt-
ingar, fúsa til að ræða við aðila
vinnumarkaðarins, m.a. fulltrúa
ASI, um þau efni.
Ráðherra vitnaði til upplýsinga
frá Þjóðhagsstofnun um tekjur
ríkissjóðs á mann, umreiknaðar
miðað við þjóðarframleiðslu 1987
[á verðlagi í árslok 1986]. Sam-
kvæmt þeim hefðu beinir skattar
einstaklinga árið 1982, síðasta
heila ár ráðherra Alþýðubandalags-
ins í ríkisstjórn, verið 12,9% en
11,4% 1986 (áætluð 11,5% 1987).
Skattar einstaklinga hafi því lækk-
að frá því þeir fóru úr ríkisstjóm.
Beinir skattar félaga hafí hinsvgað
verið 2,6% 1982 en væru nú 3,5%
(áætlun 1987 3,9%), það er hafí
hækkað, þvert á fullyrðingar stjóm-
arandstöðu.
Grundvallarbreytingar á tekjuskattskerfinu:
Fækkun frádráttarliða
- einföldum skattþrepa
Starfshópur í fjármálaráðuneyti vinnur að hugmyndum
„Allmiklar umræður hafa
orðið að undanförau um grund-
vallarbreytingar á tekjuskatts-
kerfinu. Hugmyndir um
fækkun frádráttarliða og ein-
földun skattþrepa hafa verið
að ryðja sér til rúms. Jafnframt
hafa kröfur um staðgreiðslu
farið vaxandi. Ég hef talið óhjá-
kvæmilegt að huga að þessum
nýju viðhorfum. Þessvegna var
fyrir skömmu settur á fót
starfshópur innan fjármála-
ráðuneytisins til þess að fjalla
um þessi efni og gera tillögur“.
Þannig komst Þorsteins Páls-
son, fjármálaráðherra, að orði,
í umræðu um skattamál á þingi
i gær. Fjármálaráðherra sagði
að ályktanir ASÍ um grundvall-
arbreytingar á skattakefinu
væru af svipuðum toga.
„Starfshópur ráðuneytisins er
að sjálfsögðu reiðubúinn til við-
ræðna við aðila vinnumarkað-
arins um þessi mikilvægu efni“,
sagði hann ennfremur:
Fjármálaráðherra sagði að
starfshópur ráðuneytisins kannaði
mögulega valkosti og semdi rök-
studdar tillögur um breytingar á
lögum um tekju- og eignaskatt.
Samkvæmt erindisbréfí hans
kannaði hann m.a.:
* 1) Einföldun skattakerfísins,
m.a. með afnámi sérstakra frá-
dráttarheimilda manna og lækkun
skattþrepa.
* 2) Skattlagningu á fjár-
magnstekjur og aðrar eignatekjur
og samhengi slíkrar skattlagning-
ar og eignarskatts. Einnig skatt-
lagningu á telqur í formi
hlunninda.
* 3) Skattlagningu á fyrirtæki
m.a. með tilliti til afskriftarreglna
og þess hvort lækka megi álagn-
ingarprósentu en fella niður í
staðinn fjárfestingar- og varasjóð-
stillag.
* 4) Staðgreiðslu skatta og
hvernig hún tengist öðrum breyt-
ingum á lögunum.