Morgunblaðið - 25.11.1986, Side 41
, MORGUNBLAÐIÐ, ÞEIÐJUÐAfiUR 25r.' NÓVEMBER 1986
041
Fimm seldu erlendis
FIMM íslensk fiskiskip seldu
erlendis í síðustu viku sam-
tals rúmlega 730 tonn.
Heildarverð fyrir aflann var
tæpar 45,5 milljónir króna,
eða 62,26 krónur að meðal-
verði fyrir kílóið.
Hólmanes SU seldi í Hull,
mánudaginn 17. nóvember, rúm
94 tonn fyrir rúmar 6,8 milljónir
króna að meðalverði 72,52 krónur
fyrir kílóið. Vigri RE seldi sama
dag í Bremerhaven tæp 212 tonn
fyrir rúmar 12,5 milljónir að með-
alverði 59,22 krónur. Dagstjaman
INNLENT
KE seldi í Hull á miðvikudag rúm
139,5 tonn fyrir tæpar 8 milljónir
króna eða 57,29 krónur að meðal-
verði. Engey RE seldi í Bremer-
haven á fimmtudag tæp 148,6
tonn fyrir tæpar 9,8 milljónir
króna að meðalverði 65,93 krónur
á kílóið. Þá seldi Ýmir HF í Cux-
haven rúm 136 tonn fyrir tæpar
8,3 milljónir króna að meðalverði
60,96 krónur á kílóið.
Af aflanum voru rúm 253 tonn
þorskur sem fór á meðalverði
61,98 krónur á kílóið. Rúm 5 tonn
voru ýsa sem seldist að meðal-
verði á 68,02 krónur, rúm 28 tonn
af ufsa fóm á meðalverði 63,29
krónur, um 296,5 tonn af karfa
á meðalverði 65,20, koli var 600
kíló sem fór á meðalverði 84,14
krónur og blandaður afli var tæp
147 tonn á 56,30 krónur að meðal-
verði.
Skullu saman við Stekkjarbakka *™*™“*-**-
TVEIR bflar skullu saman á mótum Stekkjarbakka og Álfabakka á sunnudagskvöld. Áreksturínn var
afar harður og voru ökumenn báðir fluttir á slysadeild. Þeir munu þó ekki vera alvarlega slasaðir.
Bílarair eru báðir nyög illa farair.