Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
AEG
ALVEG
EINSTÖK
Tf^li
B R Æ Ð U R N I R
ORMSSONHF
Lágmúli 9 0 8760 128 Reykjavik, ísland
Draumur og handleiðsla
við
gluggann
eftirsr. Árelius Níelsson
Ég má til að segja þeim, sem
hafa tíma til að líta á þessar línur
„við gluggann", frá bók, sem
mér barst alveg óvænt í hendur
um daginn. Hún var mér sem
ný stjama í skammdeginu, sann-
ur fyrirboði jólanna. Ekki hafði
ég lengi lesið í henni, þegar ég
fann að hún birti mér á undur-
samlega hljóðlátan hátt þann
j þrótt íslenzkrar menningar, sem
j er næstum alveg að týnast bak
við glys og glaum nýrra siða.
Það eru hin hljóðlátu áhrif og
um leið handleiðsla ömmunnar í
rökkrinu, sögur hennar, söngvar
og ljóð. En umfram allt nálægð
hennar og innlifun í heim hins
ósýnilega, heilaga og fagra.
Sumir gætu kallað það veröld
drauma og dularfullra sýna, sem
mættu gjaman hverfa í kristnu
landi.
Samt yrðu allir, sem lesa þessa
bók, að finna skyldleika hennar
við sjálfar helgisagnir Heilagrar
ritningar og þær persónur, sem
þar hafa mest áhrif. Manna og
jafnvel kvenna, sem móta algjör-
iega upphaf þess dularfyllsta og
á ýmsan hátt áhrifamesta í trú-
arlífi kristins dóms ofan allra
fordóma og fomeskju. Barna-
skapur og einfeldni kynnu sumir
að segja.
En ég spyr: Voru það ekki
einmitt hinir bamalegu, hóg-
væru og hjartahreinu sem
meistarinn mildi frá Nazaret,
sjálfur Jesús, taldi einmitt þeim
eiginleikum gædda, að standa
næst því að tileinka sér boðskap
hans. Boðskapinn um guðsríki á
jörðu, með hið góða, fagra og
fullkomna að takmarki á réttlæti
eða réttindi allra jafnt, ásamt
frelsi og friði og kjama sam-
félagsins. Og vel mætti bæta
við, að hann taldi bæði sjálfan
sig og fylgjendur sína þurfa þess
sérstaklega, að lifa í nánu sam-
bandi við heima hins ósýnilega,
eilífa og heilaga og eiga um leið
og efla hæfíleika sína til að vera
á þeirri braut við handleiðslu eða
nálægð hins ósýnilega og algóða
föður lífsins, sjálfan sólarföður
og upphaf alls.
Þetta sannar ekki síður en orð
afstaða hans sjálfs til þessarar
handleiðslu. Hann leitaði þar i
faðm fjallanna og djúpsins til
bæna og hugleiðslu. Honum birt-
ust þar englar og spekingar,
spámenn og sýnir ljóss og dýrð-
ar, sem bókstaflega veittu
honum kraft og vitranir til að
móta kenningar sínar og
lífsskoðun alla til að verða
grunnur og homsteinn hins
æðsta í menningu mannkynsins.
En einmitt þessa aðstöðu til hins
hreina kristindóms átti íslenzka
þjóðin í ríkum mæli með trú sinni
á ljós og líf í myrkrum og skugg-
um skammdegis, slysa, örbirgðar
og dauða um aldaraðir.
Auðvitað var þessi trúarleið
lævi blandin af ótta við allt hið
illa, sem kirkjan sjálf leyfði sér
að samþykkja og boða til að
skapa ótta, tortryggni, grimmd
og hatur. En aldrei tókst samt
að byrgja sýn til sólar og sam-
bandið við hinn algóða föður
kærleikans, hversu langt sem
haldið var á vegum drauga og
djöfla.
Bókin, sem ég minnist á í
upphafí þessara orða, er einmitt
alveg í stíl við þennan sigrandi
ljóssins boðskap ömmunnar í
gamla daga. Höfundurinn, Aðal-
heiður Tómasdóttir, er íslenzk
amma, ættuð, fædd og uppalin
„undir Jökli", eins og það var
nefnt í gamla daga, við Breiða-
fjörð. Þá má því segja að hún
sé mótuð af því æðsta og helg-
asta á þeim vegum íslenzkrar
menningar, sem hér er innt að.
Þar mætti minna á Heimsljós,
Kristnihald undir Jökli og fleiri
rit frægasta rithöfundar Islands.
En sólin hennar Aðalheiðar, sem
er raunar búin til ferðar eftir
eiginmann hennar, Ingvar Agn-
arsson, birtir því í öllu sinu
hljóðláta formi og frásögnum
efni frá þessum frægu söguslóð-
um. Það er fjölbreytt efni, sem
bregður upp skýrum og björtum
myndum af hversdagslegu
menningarlífí og uppeldi á þess-
um heimilum „undir Jökli“, sem
að vissu leyti voru allt í senn;
heimili, skóli og kirkja.
Enginn skyldi þó ætla að
þama sé ætlast til að lesandinn
þurfí að skyggnast inn í myrkra-
heim margs konar dularfullra
atburða og ægilegra fyrirbrigða.
Allt er á ljóssins vegum. Meira
að segja í frásögninni um
„Skessuna í þokunni", sem
minnir á draugasögu. En skess-
an verður svo í raun og vem
aðeins önnur ung stúlka, vinkona
af næsta bæ. Báðar að villast
um heimahagana, sem voru
orðnir óþekkjanlegir. Þær tókust
svo glaðar í hendur og fylgdust
út úr dalnum og fundu heimili
sínu brosa við innan skamms,
þegar skuggamir urðu að víkja
fyrir geislum dagsins.
Síðan er sagt frá jólum, sum-
arstörfum og vorönnum, ferm-
ingarundirbúningi og fermingar-
degi og mörgu öðm. All hefur
þetta sérstæðan dularfullan blæ,
sagt í hnitmiðuðum stuttum
setningum, sem hvert bam gæti
tileinkað sér á hinn ljúfasta hátt.
Síðar koma ferðasögur til fram-
andi landa. En allt ber bjarma
og hlýju frá handleiðslu hins
ósýnilega, sem hvarvetna grípur
inn í rás atburðanna.
Hér er auðvitað ekki hægt að
greina nánar frá efni þessarar
hugþekku bókar um „drauma og
handleiðslu". Samt vil ég benda
á kaflann „Hlutverk mitt“, sem
mætti telja líkt og upphaf sán-
ingu og akur þess boðskapar,
sem hér er til íhugunar og áhrifa.
Hann sýnir einnig glöggt bæði
efni og framsetningu efnisins
alls ekki sízt hvemig hvers-
dagslíf litlu stúlkunnar „undir
Jökli“ fyrir mörgum áratugum
er ótrúlega skylt og mótað boð-
skap Nýja testamentisins í öllum
sínu bamslega einfaldleika og
bamslegu hrifningu þeirra, sem
varðveita hjartahreinleika sinn
gagnvart alls konar hjátrú, hind-
urvitnum, þröngsýni og blekk-
ingum, sem stundum hafa þrengt
að boðskap hins helgasta á veg-
um mannkyns til heilla. Ekkert
getur veitt meira traust í sál og
sigurvissu í hugsun og starfí en
vitundin um handleiðslu kærleik-
ans.
Með þetta í huga leyfi ég mér
að benda á, að þetta er líka snot-
ur og vel unnin bók að útliti og
gerð, sannarlega heppileg gjöf
öllum til handa, jafnt kennurum
og nemendum, ömmum og börn-
um. Hún geymir bros og birtu
jólanna, sem enzt geta allt árið.
Handleiðsla sólarföður er hið
æðsta gull í sjóði allra. Bókin
„Draumar og æðri handleiðsla"
ber þér þann boðskap.
« Gódan daginn!
Kynningarfundur:
Hvernig starfar Rauði krossinn?
Rauði krossinn starfar í 144 löndum heims. Innan vé-
banda Rauða krossins eru um 250 milljónir manna.
Rauði kross íslands var stofnaður 1924 og eru félags-
menn nú um 20.000 í 48 deildum um allt land.
Á verkefnaskrá félagsins er m.a. þetta:
Sjúkraflutningar
Skyndihjálp
Hjálpartækjabanki
Múlabær
Blóðsöfnun
Öldrunarmál
Starfsþjálfun fatlaðra
Neyðarvarnir
Sjúkrahótel
RKÍ-hús fyrir æskufólk
Hlíðabær
Unglingamál
Sjálfboðastörf
Alþjóðamál
Kynningarfundur verður haldinn í fundarsai félagsins
að Nóatúni 21 miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 20.15—22.
30 og er dagskráin þessi:
Ávarp formanns RKÍ Guðjóns Magnússonar.
Almennt um starfið — Jón Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri RKÍ og fleiri. Kvikmynd og kaffi. Umræður.
Nýir félagar fá barmmerki félagsins og RKÍ-fréttir
o.fl. Árgjaldið er 400 krónur. Vinsamlega tillkynnið
um þátttöku í síma 26722 (Anna).
Verið velkomin.
Svar merkt
„nýtt tækifæri“
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Olav Ottersen: Bill mrk. „Ny
giv“.
Utg. Aschehoug 1986.
Bók þessi hlaut viðurkenningu í
samkeppni norska forlagsins
Aschehoug um bestu spennu- eða
krimmasögumar á árinu 1986. Og
að makleikum, að mínu viti.
Hér segir frá Gunnari Nordland,
sem hefur unnið í tryggingafyrir-
tæki árum saman, en á nú að færa
sig til í fyrirtækinu vegna breytinga
og hagræðingar og hann fellir sig
ekki við það og segir upp störfum.
Þegar við höfum lítillega verið
kynnt fyrir Gunnari birtist Martin
Lange, mislukkaður viðskiptafröm-
uður, sem er á góðri leið með að
fara á hausinn. Hann hefur svarað
dagblaðsauglýsingu og eignast
konu út á það, Lise. Hjónabandið
er gott, en Lise er lífsþægindagráð-
ug og svo fer að ekki er annað til
ráða en skipuleggja að Martin láti
sig hverfa og þykist hafa verið
myrtur. Þá muni eiginkonan fá út-
borgað líftryggingaféð og eftir
nokkurn tíma geti þau byrjað
lukkulegt líf annars staðar. Lise fær
„frænda" sinn Albert til að taka
þátt í þessu.
Leiðir þeirra Gunnars Nordlands
og Martins liggja saman síðasta
sólarhringinn sem Martin lifir og
þegar Martin hverfur og fínnst
síðan myrtur í alvöru telur Gunnar
að eitthvað sé meira en lítið bogið
við þetta. En hann hefur engar
sannanir fyrr en ekkja Martins
Olav Ottersen
óskar á ný í blaði eftir kynnum við
góðan og ærlegan mann. Gunnar
svarar auglýsingunni með það fyrir
augum að komast að hinu sanna.
Hann hrífst af konunni Lise og á
erfítt með að sætta sig við þá til-
hugsun að hún hafí átt hlut að
morði fyrra mansins. Samt fer hann
á stúfana að kanna málið eftir að
hinn grunsamlegi Albert hefur skot-
ið upp kollinum á ný.
Það er ekki rétt að rekja sögu-
þráðinn nánar en óhætt að segja
að höfundur býr til verulega gimi-
legt plott og höfundur leiðir söguna
til lykta á átakanlegan en trúverð-
ugan hátt.
Olav Ottersen er rúmlega hálf-
sextugur að aldri og hefur fengið
ýmis verðlaun fyrir smásögur sínar.
Hann hefur aðallega fengist við að
skrifa venjulegar skáldsögur, en
önnur sakamálasaga hans, Det du
ikke vet, fékk einnig ágætar mót-
tökur.