Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 48

Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 48
48 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 Afmæliskveðja: Bogi Eggertsson frá Laugardælum Hinn kunni hestamaður Bogi Eggertsson er 80 ára í dag. Hann varð starfsmaður Hestamannafé- lagsins Fáks árið 1944 og formaður félagsins árin 1949—1953. Á þess- um árum var starfsemi félagsins á Laugalandi í Laugardal, og bjó Bogi þar ásamt fjölskyldu sinni. Félagsstarfið mæddi því mikið á heimili þeirra. Bogi er mikill hesta- maður og því hefur verið fleygt að hestum sé sérlega vel við hann og ieggi sig fram um að þóknast hon- um og komi jafnvel með dansspor, sem engan grunaði að leyndist með þeim, ef hann var í hnakki. Bogi hefur verið ötull við að hafa áhrif á framgang hestamennsku í landinu, m.a. var hann einn af stofnendum Landssambands hesta- mannafélaga, og hann hefur ritað margar greinar um þjálfun og með- ferð hrossa og þykir einstaklega glöggur á að sjá hvaða kostum þeir eru búnir. Bogi hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum Landssambands hestamannafélaga og Hestamannafélagsins Fáks. Fáksfélagar óska Boga og fjöl- skyldu hans innilega til hamingju á þessum tímamótum og þakka fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og hestamennskunnar í landinu. Hestamannafélagið Fákur Bogi Eggertsson fyrrverandi yfirverkstjóri í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi er áttræður í dag. Bogi fæddist og ólst upp í Laugardælum í Flóa og var bú- stjóri þar ásamt konu sinni, Hólmfríði Guðmundsdóttir frá Læk, en hún lést árið 1972. Þeim hjónum varð sjö bama auðið en sex eru á lífí. Bogi fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sína 1937 og vann að ýmsum störfum fyrstu árin en 1944 gerðist hann ráðsmaður hjá Hesta- mannafélaginu Fáki. Hestar höfðu verið snar þáttur í lífi Boga austan fjalls og áhuginn hélst enda þótt hann væri kominn á möiina. Með þessu skrefi hefst hið merka starf Boga í þágu hestsins okkar og fé- lagsmála hestamanna í landinu. Ég finn nokkra hvöt hjá mér til þess að færa Boga Eggertssyni nokkur þakklætis- og viðurkenning- arorð, og ég veit að þar tala ég einnig fyrir munn margra annarra sem hafa svipuð áhugamál og Bogi. Mér er ljóst að Boga finnst fremur lítið koma til er honum em færðar þakkir eða viðurkenning vegna starfa hans í þágu áhugamálsins, en þetta verður hann nú að þola. Um það leyti sem við í Kjalarnes- þingi stofnuðum Hestmannafélagið Hörð 1949 hófst samband milli Harðar og Fáks um samstarf á sviði kynbóta, og var Bogi hvata- maður að því. Bogi var fenginn til þess að velja kynbótahest og þá kom í héraðið Reykur 367 eða Fé- lagsbrúnn frá Svaðastöðum. Þetta var mikill gæðingafaðir og eignað- ist ég hryssuna Venus undan honum og þar með hófst úrval og vísir að ræktun á mínu búi sem hefir reynst happadijúgt. Bogi starfaði hjá Fáki til ársins 1953 er hann hóf störf í Áburðar- verksmiðjunni. Hann var formaður félagsins síðustu 2 til 3 árin sem hann starfaði þar og var seinna kjörinn heiðursfélagi. Sporaslóðir okkar Boga lágu saman er Landssamband hesta- mannfélaga var stofnað 1949 og hann var einn af brautryðjendum samtakanna. Flestum frístundum sínum varði hann áhugamálinu íslenska hestinum, ræktun hans og velferð. Það er með ólíkindum hve drjúgur Bogi var á þessu sviði en hann var varaformaður LH fyrstu árin. Hann samdi með félögum sínum í stjóminni fundasköp, reglu- gerðir og lög og studdi þessi stóru og merkilegu samtök fyrstu sporin. Síðan hlóðust á hann mikil störf á stórmótum hestamanna enda manna fróðastur um öll þessi mál- efni og naut mikils trausts sem réttsýnn og vandaður dómari. Það verða að teljast merkileg tímamót er þeir Bogi og Gunnar Bjamason ráðunautur sömdu kennslubók í tamningum sem kölluð var „Á fáki“. Fram að því var af mörgum talið svo, að snilligáfa góðra hestamanna væri meðfædd vöggugjöf fárra útvaldra og þessi fræði yrðu alls ekki kennd af bók svo gagn væri í. Bogi taldi að þetta mætti vel kenna af bókum og fyrir- lestrum með viðeigandi æfingum. Nú vita allir að þetta er viðurkennd staðreynd. í annan stað þóttu það tíðindi þegar Bogi, sem er einn okkar fær- asti sérfræðingur í hestamennsku, ætlaði sér að taka þátt í námskeiði er þýskir buðu upp á hér á landi til kynningar á hinum evrópska reiðskóla. Bogi var viss um að þarna mátti sitthvað læra og lét hrakspár ýmissa manna ekki aftra sér. Nú vita allir að áhrif af þessu tiltæki hafa komið okkur og meðferð íslenska hestsins að góðum notum. Eins og áður er sagt var títt leit- að til Boga í allskonar dómsstörf en hann gat ei að síður komið því við að sýna sína gæðinga sem voru margir góðir, en þó bar Stjarni frá Oddstöðum af. Bogi náði því að vinna góðhestaverðlaun á hann á Landsmóti 1954 og 1962 en 1958 varð hann í öðru sæti á eftir Goða Sveins á Sauðárkróki. Stjarni bar eiganda sínum gott vitni, alltaf í góðu standi, listilega vel taminn atgervishestur með fjölþætt gang- rými, viljugur, lipur og fagur í reið. Bogi er frábær reiðmaður og situr hesta sína vel og tignarlega. Maður- inn er þéttur á velli og allstórvaxinn, en er sest var í hnakkinn bar ekki á öðru en að vel færi á með manni og hesti og það svo af bar. Taum- haldið lipurt, hesturinn fijáls og glaðlegur og virtist vilja gera allt vel fyrir knapann. Bogi þótti nokkuð fastur fyrir við ýmis tækifæri bæði í dómnefnd- um og á fundum en hann fylgdi sínum málum fram af einurð og festu en ávallt af drengskap og sanngirni. Hann ofmetnaðist ekki af eigin sigrum eða velgengni, en tók að sama skapi því vel ef miður gekk. Á þessum tímamótum viljum'við vinir og kunningjar Boga færa hon- um bestu þakkir fyrir samstarfið og framlag hans til mála er varða íslenska hestinn. Við viljum árna ÞETIA ER TOLVÍ'MM! FYRIR EI/MSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI AMSTRAD PCWtölva með íslensku RITVINNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PREIMTARAI- fyrir aðeins 39.900,-kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,-kr. Hann er auk þess hægt að fá með fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðsklptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrir 59.900,-kr., og með hvoru tveggja fyriraðeins 64.900,-kr. — allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggður RAA/1 diskur), 1 drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu-og bókhaldstölvan: 512 K RAM (innb. RAIVI diskur), 2 drif (B-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum geröum fylgir fslenskt ritvinnslukerfi (LOGO- SCRIPT), Dr. Logo og CP/M+, ísl. lyklaborð, fsl. leiöbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (fsl.). prentari með mörgum fallegum leturgerðum og -stæröum. Meö AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum fynrtækjum. IMámskeið: Tölvufræðslan sf. Aimúla 36, s. 687590 & 686790: Fjárhagsbókhald 6 tímar aOeirts 2.500 kr. Viöskiptamanna-, sölu- og lagerkerfí ótímar aöeins 2.500 kr. Ritvinnslunámskeiö 6 tímar aðeins 2.500 kr. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samsklptaforrlt: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk. Honeyterm 8256, Move-it. Áactlana- og reiknlforrlt: Pertmaster, Milestone. Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc. SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dUtil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Graph, PolyploL Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro FortrarvDR PL/I, DR Pascal MT+, Nevada Pascal. Pro Pascal, Turbo Pascal. Annað: Skákforr/L Bridgeforrít. Islensk forrlt: Ritvinnsla (fylgir). Fjárhagsbókhald. Viðskiptamannafor- rit. Sölukerfi, Lagerbókhald. Nótuútprentun. LímmiÖaútprentun. Auk púsunda annarra CP/M forrita. |>TK Bökabúð l££}Braga TÖIVUDEILD |9 v/Hlemm Símar 29311 & 621122 TÖLVULAND HF., SÍMI 17850 öll verö miöuö við gengi I. sept. 1986 og staðgreiöslu. honum og fjölskyldu hans allra heilla í nútíð og framtíð. Hann er sá úr sveit brautryðjendanna sem var sístarfandi að framfara- og velferðarmálum, hvort heldur var á fundum, stórmótum eða hvar sem eitthvað var að gerast hjá hesta- mönnum. Hann á því láni að fagna að hafa séð draumana rætast um framtíð íslenska hestsins og björt- ustu vonir nálgast veruleika enda þótt enn sé þetta aðeins áfangi eins og málin standa í dag. Hesturinn okkar hefir hlotið verðskuldaða at- hygli og viðurkenningu allra þeirra utanlands sem innan sem nokkuð vit hafa á þessum málum. Bogi var kjörinn heiðursfélagi Landssambands hestamannafélaga og hefír hlotið ýmsa aðra virðingu og heiður af hálfu hestamanna mjög verðskuldað. Nú situr Bogi á friðar- stóli í faðmi Rögnu dóttur sinnar og Viðars tengdasonar á Vatns- endabletti 235 með hesthúsið á næsta leiti. Lifíð heil. JMG * Attræð: Guðný E. Ingvarsdóttir Áttræð er í dag, 25. nóvember, amma mín og vinur, Guðný E. Ingv- arsdóttir, Lundargötu 13b, Akur- eyri. Ég þakka ömmu minni ómetan- legan stuðning og hjálpsemi í gegnum árin, sem varpað hefur birtu á tilgang lífsins í augum mínum. Megi hamingja og kærleik- ur fylgja þér um alla eilífð, amma mín. Óðinn Helgi Jónsson Guðný tekur á móti gestum á heimili ættingja sinna að Munka- þverárstræti 35 á Akureyri milli kl. 15 og 19 í dag, afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.