Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
51
Minning:
GuðmundurKr. Jóns-
son framkvæmdastjóri
Guðmundur Kristján Jónsson
andaðist í Borgarspítalanum þann
18. nóvember 62 ára gamall. Utför
hans fer fram frá Háteigskirkju í
dag, þriðjudaginn 25. nóvember.
Guðmundur Kr. fæddist í Reykja-
vík þann 17. febrúar 1924. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jón Jónsson,
byggingameistari, og Vilhelmína
Kristjánsdóttir. Jón var ættaður frá
Rauðasandi, fæddur 1896 í Króks-
húsum. Hann missti móður sína
þriggja ára og var síðan í fóstri á
höfuðbýlinu Saurbæ á Rauðasandi.
Jón varð landskunnur athafnamað-
ur á sviði sjávarútvegs og bygg-
ingariðnaðar eins og síðar mun
getið verða. Jón lést árið 1969, en
móðir Guðmundar, Vilhelmína, er
enn á lífl, 86 ára gömul. Hún fædd-
ist í Mjóafirði eystra, en er ættuð
frá Akranesi og Garði í Gullbringu-
sýslu.
Á kreppuárunum upp úr 1930
var lítið að gera í byggingariðnaði
í Reykjavík. Jón Jónsson, bygginga-
meistarinn, tók þá flutningaskipið
Súðina á leigu, keypti fisk vestur á
Fjörðum, ísaði í kassa og flutti til
Bretlands. Þetta var djörf nýjung
sem vakti mikla athygli þá. Hún
mistókst, en varð þó til þess að Jón
fluttist með fjölskyldu sína til Flat-
eyrar árið 1933 — og þar átti
Guðmundur heima næstu árin. Ön-
fírðing taldi hann sig vera og
eignaðið þar suma af sínum trygg-
ustu vinum.
Jón Jónsson varð afar athafna-
samur á Flateyri og reyndar um
mestalla Vestfírði. Sem bygginga-
meistari reisti hann íbúðarhús,
samkomuhús, hraðfrystihús, fisk-
mjölsverksmiðjur og kirkjur á
„öllum fjörðum“ vestra. Hann lét
þó fleira til sín taka. Á Flateyri var
fyrir lítið íshús, en Jón varð hvata-
maður að því að stofna vélfrystihús
á staðnum. íshúsfélag Flateyrar var
stofnað og varð Jón stærsti hluthaf-
inn. Ishúsin gömlu voru fyrst og
fremst beituhús og svo var einnig
með fyrstu vélfrystihúsin en um
þetta leyti var hafín flakafrysting
til útflutnings og fiskimálanefnd
stofnuð til að sjá um sölu afurð-
anna. Jón Jónsson sá þarna mikla
framtíð og hóf að flaka og frysta
skarkola. Ekki hefí ég vissu fýrir
því að þarna hafí verið fyrsta til-
raun á Vestfjörðum, en hitt veit ég
að stúlkur frá Flateyri ferðuðust til
annarra byggðarlaga vestra og
kenndu að flaka kola.
Jón varð þannig einn af frum-
heijum hraðfrystihúsaiðnaðarins á
íslandi. Frystihúsið gekk í Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og hefur
verið þar síðan, en hefur skipt um
nafn og eigendur. Þeir feðgar, Jón
og Guðmundur, voru alla tíð ákaf-
lega samrýndir og áhugi Guðmund-
ar Kr. á sjávarútvegi, sem kviknaði
á Flateyrarárunum, entist honum
alla ævi.
Guðmundur Kr. var sem barn í
sveit á Rauðasandi og minntist oft
á dvöl sína þar. Hann var því ekki
aðeins Önfírðingur, hann var ekki
síður Barðstrendingur og naut þess
að koma á Rauðasand hvenær sem
færi gafst.
Sem unglingur fór Guðmundur í
héraðsskólann í Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp. Hann hugði á fram-
haldsskólanám og tók próf upp í
3. bekk Verslunarskólans vorið
1942, en hafði áður fengið allsér-
stakan undirbúning, sem hann bjó
að alla tíð síðan. Einn vetur var
hann í námi hjá séra Halldóri Kol-
beins á Stað í Súgandafírði qg
annan vetur las hann undir hand-
leiðslu hins kunna skóla- og fræði-
manns séra Eiríks Eiríkssonar á
Núpi í Dýrafírði, síðar á Þingvöll-
um. Báðir þessir kennimenn voru
landskunnir fræðimenn sem tóku
að sér að undirbúa unglinga, úr
ísafjarðarsýslum aðallega, undir
framhaldsnám í Reykjavík og Akur-
eyri. Þegar Guðmundur fór til séra
Eiríks var ætlun hans að búa sig
undir Menntaskólann á Akureyri,
en einn félagi hans frá dvölinni á
Stað hafði farið í Verslunarskólann
og hvatt Guðmund til að koma
þangað. Áformunum var því breytt.
Guðmundi varð tíðrætt um dvöl
sína hjá prestunum tveimur og eitt
er víst að þar voru hnýtt þau vin-
áttubönd sem entust alla ævi.
Hóparnir frá Stað og Núpi héldu
alltaf saman.
Guðmundur var tvö ár í Verslun-
arskólanum, útskrifaðist með
verslunarpróf vorið 1944 og réðst
þá sem skrifstofumaður til Einars
Guðfínnssonar í Bolungarvík, en
hafði reyndar verið þar áður sumar-
ið 1943. Þar kynntist ég Guðmundi,
en hann bjó á heimili foreldra
minna. í Bolungarvík var Guð-
mundur næstu tvö árin sem bókari
fyrirtækisins. Reyndist hann ná-
kvæmur og tryggur starfsmaður.
Frá Bolungarvík fór Guðmundur
til Reykjavíkur, enda voru foreldrar
hans fluttir suður. Réðst hann nú
sem bókari hjá sælgætisgerðinni
Víkingi og vann þar um tíma.
Árið 1944 hafði Guðmundur
stofnað inn- og útflutningsverslun
ásamt Jóni Ásgeirssyni, félaga
sínum frá dvölinni með séra Hall-
dóri Kolbeins á Stað í Súgandafirði
og síðar Verslunarskólanum. Fyrir-
tækið fékk nafnið J. Ásgeirsson og
Jónsson. Fyrirtæki þetta hafði aldr-
ei mikil umsvif og var fyrst, í stað
nánast hjáverk þeirra félaganna.
Guðmundur yfirtók nú þetta fyrir-
tæki og var það hans aðalstarf upp
frá því, en reyndar voru hjáverkin
mörg, og sum hver oft umfangs-
meiri en aðalstarfið.
Verslunin Pandóra var stofnuð
upp úr 1950 af Ingibjörgu Jónu
Jónsdóttur, kjólameistara, og Guð-
mundi ísfjörð Bjarnasyni, klæð-
skera, en þau höfðu áður rekið
sameiginlega saumastofu. Ingi-
björg giftist Guðmundi 1953 eins
og síðar verður vikið að og var
verslunin rekin sameiginlega af
þessum aðiljum. Verslunin var
lengst af í Kirkjuhvoli, bak við
Dómkirkjuna, en var seld á síðasta
ári.
Eins og áður var vikið að voru
umsvif Jóns Jónssonar, föður Guð-
mundar, afar mikil. Þeir feðgar
voru nánir samstarfsmenn og sam-
eignarmenn eftir að Jón flutti frá
Flateyri til Reykjavíkur. Guðmund-
ur sá meðal annars um allt bókhald
fyrirtækjanna og aðstoðaði á ýmsan
hátt við reksturinn. Meðal þessara
fyrirtækja voru hraðfrystihúsið
Vogar hf., Vogum, fískmjölsverk-
smiðjan í Njarðvík o.fl. sem þeir
feðgar voru meðeigendur í.
Kunnastur mun Guðmundur ef
til vill vera fyrir störf sín í Verð-
lagsráði sjávarútvegsins. Þar sat
Guðmundur Kr. í fjöldamörg ár,
tilnefndur af samtökum fískmjöls-
iðnaðarins. Árum saman var
ákvörðun um verð á hráefni til verk-
smiðjanna ekki tekin nema
Guðmundur væri við það riðinn, í
verðlagsráðinu sjálfu eða yfimefnd
þess. Bókhaldskunnátta hans og
þekking á reikningsskilum komu
þar að einstaklega góðu haldi og
sökkti hann sér niður í þau mál af
einstakri kostgæfni og nákvæmni,
eins og honum var lagið.
Þann 4. apríl 1953 kvæntist
Guðmundur eftirlifandi konu sinni,
Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur, Jóns-
sonar frá Hanhóli, af Hólsætt í
Bolungarvík. Þær Ingibjörg og
kona mín eru systur og var nú
kuningsskapurinn frá Bolungarvík
endurnýjaður. Samband milli fjöl-
skyldnanna var alltaf náið og
meðan við hjón vorum búsett er-
lendis var einstaklega gott að eiga
þau að, Guðmund og Ingibjörgu,
bæði samvalin um að vera greiðvik-
in með afbrigðum. Fyrir það og
margt fleira era Guðmundi Kr. nú
þakkir færðar.
Börn þeirra Guðmundar og Ingi-
bjargar era þijú.
Vildís, gift Halldóri Haraldssyni,
bifvélavirkja, búsett á Haugum í
Borgarfírði. Þau eiga þrjú börn.
Jón Ingi, kvæntur Sigríði Helgu,
Þorsteinsdóttur, við nám í Kaup-
mannahöfn. Þau eiga eitt barn.
Guðrún Elísabet, gift Skarphéðni
Haraldssyni, búsett í Reykjavík.
Þau eiga tvö böm.
Systkini Guðmundar Kr. eru Sig-
ríður, húsfrú í Reykjavík, Olafur
Jóhann, læknir í Reykjavík og
Hanna, húsfrú, búsett í Svíþjóð.
Vilhelmína, móðir Guðmundar,
heldur eigið heimili á Vesturgötu í
Reykjavík. Þar er enn gestkvæmt,
einkum um helgar, því þangað fjöl-
menna ættingjar gjarnan og þar er
enn að fínna rausnarskap og hlýhug
þann sem Vestfirðingar fundu á
Flateyri forðum.
Guðmundur Kr. var, eins og fram
hefur komið, einstaklega tryggur
og greiðvikinn. Hinir mörgu ætt-
ingjar og vinir þeirra hjóna, og
ekki síður gamlir vinir foreldra
Guðmundar, leituðu gjaman til
hans með ráð og aðstoð. Aðstoð við
bókhald og skattaframtöl þótti
sjálfsagt að veita, en ótal margt
annað kom til. Eins og fram hefur
komið hafði hann til að bera ein-
staka þekkingu á reikningsskilum
sem reyndist honum afar mikilvægt
í starfi sínu í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins. Þær vora margar næturnar
sem hann lá yfir reikningum físk-
mjölsverksmiðjanna eða við að
yfírfaa áætlanir Þjóðhagsstofnun-
arinnar og framreikninga hennar á
rekstri verksmiðjanna. Við þá fram-
reikninga var Guðmundur gjarnan
ósáttur og glöggskyggn á veilur.
Sumarið 1980 reistu þau hjónin,
Guðmundur og Ingibjörg, snoturt
orlofshús á Skriðu í Syðridal í Bol-
ungarvík, en Skriðan er lítið kot,
sem Ingibjörg á. Þaðan er fagurt
að líta yfír Syðridalsvatn, yfír í
Óshóla og yfír Djúpið í Bjamarnúp
og Rit. Eins og fram hefur komið
áður hafði Guðmundur sterkar
taugar til þeirra staða sem hann
hafði dvalið á, t.d. Rauðasands,
Flateyrar og Bolungarvíkur. Á
Skriðu undu þau hjónin sér vel og
höfðu í huga að eiga þar náðugar
stundir næstu árin. Ingibjörg veikt-
ist fyrir allmörgum áram og kom
þá til kasta Guðmundar að annast
hana og hjúkra. Umönnunar hans
þá verður minnst af eftirlifandi
ættingjum. Ingibjörg hefur nú náð
ótrúlegum bata, en Guðmundur átti
við sjúkdóm að stríða síðustu árin
og kom þá í hlut Ingibjargar að
sitja hjá honum langtímum saman
og stytta honum biðina. Fyrir rúmu
ári síðan lagðist hann endanlega í
sjúkrahús og átti þaðan ekki aftur-
kvæmt. Andlát hans var kærkomin
hvíld.
Ég votta aldraðri .móður, eigin-
konu, bömum, bamabörnum,
systkinum og öðram ættingjum
Guðmundar Kristjáns dýpstu sam-
úð.
Guð blessi minningu hans.
Hjalti Einarsson
Guðmundur Kr. Jónsson er lát-
inn, aðeins rúmlega sextugur, en
eftir stranga sjúkdómslegu. Fjöldi
fólks saknar hans og fínnur skarð
fýrir skildi, vinir og frændur eiga
margs að minnast. Vinkona mín
Ingibjörg hefír mikið misst. Ég er
í tölu þeirra, sem gjarna vil þakka
persónulega góðvild og ástúðleg
kynni í meira en 30 ár við mig og
mína. En hér er meira að þakka. I
alvarlegum veikindum eiginkon-
unnar hefír Guðmundur sýnt sér-
stakan kærleika og elsku og haft í
heiðri drengskapinn. Minnisvarði
hans er óbrotgjam. Vinir Guðmund-
ar virða hann sem einn sinna'
göfugustu og tignustu vina.
Ævi Guðmundar var viðburðarík,
en sem ég rek ekki í stuttri grein.
Guðmundur fæddist á Flateyri við
Önundarfjörð, var hann af mjög
góðum kominn í móður- og föður-
ætt. Guðmundur var settur til náms
í Verzlunarskóla íslands og lauk
þaðan prófí. í verzlunarviðskiptum
fékk starfsþrek hans að njóta sín
til fulls. Sýndist svo, sem því hafi
lítil takmörk verið sett. Atorkan,
starfsþrekið og viljastyrkleikinn
vora höfuðeinkenni Guðmundar Kr.
Jónssonar. Framkoma hans var
aðlaðandi. Heim að sækja var hann
fræðandi og uppörvandi og í hópi
vina glaður og reifur.
Hjartanleg samúð mín og minna
til eiginkonu, móður, barna og bróð-
ur, sem hafa verið svipt líkamlegri
návist hans. Hugsunin, tilfinningin,
endurminningin, þetta heldur áfram
að lifa og lifa með nýjum styrkleika
á Paradísarsviðinu. Ég árna Guð-
mundi fararheilla og veit hve
yndisleg heimkoman hefur verið
honum.
Helgi Vigfússon
Góð bók
Mannlýsingar
Sigurðar Nordals.
Þrjú bindi.
Nordal skrifaði fyrir
alla íslendinga — ekki
fáa útvalda. Einhver
snjallasti og skemmti-
legasti fræðimaður
sem íslendingar hafa
orda
wun