Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
Áheyrendapallaiia heim!
eftír Kristínu
Á. Ólafsdóttur
Það var komið miðnætti og borg-
arstjómarfundurinn orðinn 7 tíma
langur þegar ég mælti fyrir tillögu
okkar minnihlutafulltrúanna um
beint útvarp frá borgarstjómar-
fundum. Umræður urðu því í
skötulíki en tillögunni vísað til borg-
arráðs. Viðbrögð borgarstjóra við
hugmyndinni voru hins vegar þann-
ig, að maður er heldur vonlítill um
að hún hljóti náð fyrir augum meiri-
Jjhitans. En þar gætu viðbrögð
Reykvíkinga skipt sköpum.
Tillagan felur það í sér að nú-
tímatækni sé notuð til að fólk geti
heyrt málflutning kjörinna fulitrúa
sinna ef það kærir sig um. A borg-
arstjómarfundum koma fram rök
með og á móti í þeim málum sem
helst er skoðanaágreiningur um.
Kjósendur eiga auðvitað fyllsta rétt
á að fylgjast með störfum fólksins
sem það kaus. Vitneskja um mála-
vöxtu og ólík viðhorf er auk þess
alger forsenda eðlilegrar skoðana-
myndunar og lýðræðis.
Vissulega em borgarsljómar-
fundir opnir þeim sem þangað vilja
koma. En reyndin er sú að áheyr-
endur em oftast teljandi á fíngmm
annarrar handar. Eðlilega hefur
fólk annað við tímann frá 5 á
fimmtudögum og frameftir að gera
en að sitja inní Skúlatúni 2. Annað
mál er að opna fyrir útvarpstæki
við matseldina, uppvaskið eða fata-
fráganginn, ef verið væri t.d. að
ræða kjör starfsfólks á bamaheimil-
um eða uppsagnir sjúkraliða.
Mörgum þætti áreiðanlega fróðlegt
að heyra viðhorf borgarfuUtrúa í
þessum efnum sem og öðmm.
Raunveruleg opnun
Sumir bregðast þannig við hug-
myndinni um útvarp frá borgar-
sijómammræðum að svo leiðinlegt
og mglingslegt pex gæti ekki dreg-
ið nokkum lifandi mann að tækinu.
Aðrir Qölmiðlar myndu léttilega
kaffæra þessa dagskrá í allri sam-
keppninni. Þessi skoðun byggist á
misskilningi, þótt vel megi taka
undir það að fundimir séu ekki allt-
af spaklegustu eða skemmtilegustu
samkundur sem um getur. En það
er bara alls ekki verið að leggja til
dagskrárgerð sem fólk nálgast á
sama hátt og venjulegar útsending-
ar útvarps eða sjónvarps.
Það er einfaldlega verið að opna
fundina á raunhæfan hátt færa
áheyrendapallana heim til fólks.
Nútímatækni gerir það sáraeinfalt,
Kristin Á. Ólafsdóttir
„Ef Sjálfstæðismenn
fella þessa tiilögu okk-
ar í minnihlutanum
læðist að manni sá
grunur að þeim sé eng-
in þægð í því að of
margir heyri málflutn-
ing þeirra í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Og
ég verð að játa að það
skil ég mætavel."
og því er sjálfsagt að notfæra sér
þennan möguleika. Þeir sem ekki
hafa áhuga á að fylgjast með borg-
arstjómarfundum gera auðvitað
eitthvað annað í staðinn. Og fólk
þarf ekki að óttast að þama sé
verið að sólunda háum fjárhæðum.
Best væri að samvinna næðist milli
borgar og svæðisútvarps fyrir
Reykjavík og nágrenni um þessa
þjónustu. Ríkisútvarpið á þau tæki
sem til þarf og umfram þau yrði
ekki um neinn kostnað sem heitið
getur að ræða. Jafnvel þótt borgin
þyrfti sjálf að koma sér upp tækjum
er stofnkostnaðurinn það lágur að
þetta skref til aukins lýðræðis ætti
fyllsta rétt á sér.
Ein mótbáran við hugmyndinni
er að blöðin og útvarpið flytji frétt-
ir úr borgarstjóm. Ríkisútvarpið er
vissulega stundum á staðnum og
einstaka mál hefur fengið þar
ágæta afgreiðslu í takmörkuðum
fréttatíma. Blöðin matreiða frétt-
imar eftir pólitískum uppskriftum
að meira og minna leyti. Áherslur
og pláss fyrir mál og borgarfulltrúa
bera vott um hvers taumur er dreg-
inn. Þörfín fyrir fréttaflutning
verður sú sama þrátt fyrir raun-
hæfa opnun fundanna.
Ottast þau áheyrendur?
Ég er að vona að borgarstóri
hafí skoðað hug sinn vel frá því á
miðnætti síðasta fímmtudags. At-
kvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í borgarráði mun ráðast af skoðun
Davíðs ef af líkum lætur. Vantrú
hans á pólitískum áhuga almenn-
ings er tæpast á rökum reist og
hæverskan gagnvart Qölmiðlum var
lítið sannfærandi.
Ef Sjálfstæðismenn fella þessa
STILLANLEGT HOEÐALAG • RUMFATAGEYMSLA
GRÁTT ÁKLÆÐI • GRÁR OG RAUÐUR SÖKKULL
VERÐ: 17.000 KR. STAÐGREIDDUR • 17.900 KR. MEÐ AFBORGUNUM.
É 0
■
['•f'-’i’1. JfiSflf j^ES3§S35i3&'3S
HAMRABORG 3. SÍMI 42011 KÓPAVOGI
QC
Sanitas h.f. hefur nú fyrst íslenskra fyrirtækja hafið framleiðslu á gosdrykkjum í handhægum 33i
Diet Pepsi og á næstunni munu fleiri vinsælar tegundir fylgja í kjölfarið s.s. 7UP, Diet 7UP, Mix, a