Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
55
þangað. En þeir tóku myndir af
öllum skjölum og bókum, sem ég á.
Þetta hefur ugglaust verið gert
til viðvörunar, til að telja fólki trú
um að vinna mfn væri á mörkum
hins löglega."
- í bókinni segir að þú hafir til-
búna kafla til að setja inn í bókina
ef þú þurfír að fella aðra niður.
Áttu mikið efni, sem ekki hefur
birst?
„Þetta efni myndi ég ekki nota
lengur. Nú hef ég fengið sýnu at-
hyglisverðara efni. Síðan bókin kom
út hafa vitni gefið sig fram og sagt
frá hlutum, sem aðeins er ýjað að
í „Niðurlægingunni". í síðasta kafla
bókarinnar sýni ég að „þrælasalam-
ir“ eru reiðubúnir til að ganga svo
langt að leggja líf erlendra verka-
manna í hættu og senda þá út í
opinn dauðann í kjamorkuveri.
Nú hef ég fengið sannanir fyrir
því að í kjamorkuverum hafa út-
lendingar verið látnir vinna hættu-
leg störf án þess að þeir væru látnir
hafa spjöld til að mæla geislun. Ég
hef vissu fyrir því að síðan hafa
útlendingar verið látnir vinna, þar
sem geislun var mest í verunum
og óhjákvæmilegt var að þeir
myndu bíða af heilsutjón. Ég veit
nú um fimm kjamorkuver þar sem
slíkt hefur gerst. Þetta vissi ég aft-
ur á móti ekki þegar ég skrifaði
bókina.
Og skyndilega kemst maður að
því að raunveruleikinn varpar
skugga á hugmyndaflugið."
-I bókinni segir þú að það hafi
tekið þig tíu ár að manna þig upp
í að takast á við hlutverk Alis. Eru
önnur hlutverk, sem þú hefur enn
ekki safnað kjarki til að takast á
við?
„Vissulega. Svona nokkuð gerj-
ast með mér, brýst um f mér. Ég
er þegar reiðubúinn til að ganga í
næsta mál. Ég bíð þess að málaferl-
unum ljúki svo ég geti hafist handa.
Ég get ekki dregið það lengi því
að það bíður mín staða, sem ég get
komist í. En ég get ekki greint
nánar frá því nú af augljósum
ástæðum."
-Hafa aðrir blaðamenn reynt að
grafast fyrir um athafnir þínar þeg-
ar þú ert að störfum undir fölsku
flaggi?
„Ritstjóm Bild hefur reynt að
láta hafa uppi á mér hafði ekki
erindi sem erfiði. Ég tek slíkt með
í reikninginn og geri ráðstafanir til
að koma í veg fyrir það. Leyniþjón-
ustan hefur tekið þátt í þessu."
-Hvaða leyniþjónusta?
„Vestur-þýska leyniþjónustan
(Bundesnachrichtendienst) lét hlera
hjá mér símann og leyfði ritstjóm
Bild í Köln að hlýða á samtöl mín
af segulbandi. Þetta komst síðar
upp: fréttastjóri á Bild kjaftaði frá.
Ritstjóramir voru síðar dæmdir, en
útsendarar leyniþjónustunnar, sem
gerðu þeim þetta kleift, hafa enn
ekki verið dregnir fram í dagsljósið
til að standa skil gerða sinna.
Vegna þessa verður vinnan sífellt
erfiðari, ég þarf að undirbúa mig
betur og ganga rösklegar til leiks.
En þetta gengur.
-Hvaða erindi á svo „Niðurlæg-
ingin" til íslendinga?
„Erfið spuming. Ég þekki ekki
til þeirra vandamála, sem hér em
fyrir hendi, og er því ekki dómbær.
Eg tel þó kost að hér er auðveldara
að fylgjast með. Það er auðvelt að
hafa yfirsýn yfir þetta land og lýð-
ræði virðist standa hér föstum
gmnni. Einnig er náttúran hér ein-
stök og má líta á hana sem náðar-
gjöf. Aftur á móti tel ég að ég
myndi koma auga á marga veika
bletti ef ég byggi hér. Eg gæti
komið mér fyrir á nokkmm stöðum
og ég hugsa að til dæmis í frystihús-
um megi bæta úr ýmsu. Ég gæti
einnig trúað að á afskekktum stöð-
um verði maður að vera í þunga-
miðju hlutanna til að vita hvað í
raun fer fram. En ég get ekki sagt
hvað. Það litla sem ég hef séð af
landinu heillar mig og ég hef hug
á að koma hingað aftur á næsta
ári til lengri dvalar," segir Wallraff
og kveður, tannlæknirinn bíður
hans.
Viðtal: KB
FJÁRFESTINGARFÉIAGSINS
BRAUT ÍSINN FYRIR TÍU ÁRUM
Tilgangur verðbréfamarkaðs Fjárfestingar-
félagsins var upphaflega byggður á
ráðgjöf og persónulegri þjónustu við
almenning og fyrirtæki. Sérfræðingar
okkar tryggðu spariQáreigendum raun-
verulegan arð af sparifé sínu og veittu
fyrirtækjum haldgóða aðstoð við fjár-
mögnun.
Tilgangurinn er ennþá óbreyttur!
Við hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingar-
félagsins höfum svo sannarlega verið í
fararbroddi f verðbréfaviðskiptum síðast-
liðin tíu ár. Á tíu ára starfsafmæli okkar
brjótum við enn einu sinni ísinn og
bjóðum viðskiptavinum okkar ný bréf -
TEKJUBRÉF. Þau skila eigendum sínum
ársQórðungslegum launum, sem send eru
heim til þeirra í ávísun eða eru lögð inn
á bankareikning þeirra.
Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins
bauð í fyrstu upp á spariskírteini ríkisins.
Því næst bættust við verðtryggð veð-
skuldabréf, fjárvöxtunarsamningar og
kjarabréf.
Starfsfólk okkar mun kappkosta að veita
ykkurarðbæra ráðgjöf, nú sem áður, enda
höfum við frá upphafi lagt áherslu á
trausta þjónustu og góða ávöxtun.
Q2>
FJÁRFESTINGARFÉIAG ÍSIANDS HF
Verðbréfamarkaður í tíu ár.
Það borgar sig að ræða við okkur um peningamál!
!