Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 Nokkrir nemenda og kennara Tjarnarskóla ásamt gjöfinni góðu, en að baki henni stendur fulltrúi HekJu, Finnbogi Eyjólfsson. Tjarnarskóli fær gjöf Hinum unga einkaskóla við Tjörnina, Tjama.rskóla., barst fyrir skömmu ánægjuleg gjöf frá fyrirtækinu Heklu. Blaðafulltrúi Heklu, Finnbogi Eyjólfsson afhenti gjöfína, sem var tvíþætt, því fyrir- tækið gaf skólanum bæði mynd- bandstæki og sjónvarp. Ekki er að efa að bæði tækin muni koma nemendum og kennur- um að miklum notum og geta einfaldað marga kennslu og um leið gert hana skemmtilegri og sumt námsefni aðgengilegra en ella. Má hugsa sér að nemendur hafí gaman af að fylgjast með Gísla Súrssyni ljóslifandi á flótta undan Berki digra, í beinu framhaldi lestri Gísla sögu. Notin af tækinu geta verið margvísleg, því það getur nýttst til tungumálakennslu, líffræðikennsla verður mun auðveldari þegar hægt; er að sýna ýmsa líkamsstarfsemi og ferli á skjánum og ennfremur er hægt að fá mannkynssöguna á myndræmu. Að sögn Margrétar Theódórs- dóttur er svo rausnarleg gjöf ómetanleg fyrir unga stofnun sem skólann, sem er að byggja upp tækjakost sinn. Þá opna tækin nýj- ar dyr í kennslustarfí og gjöfín því hvatning til þess að takast á við Qölbreytt verkefni, sem ávallt eru fyrir hendi í skólastarfi. Geldof heldur fast um budduna Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hjálparstofn- anir og rekstur þeirra. Hafa menn velt vöngum um fjáröflun, kostn- að við yfírbyggingu og hvemig peningum er ráðstafað. Nú er aðstoð við sveltandi þjóðir mörg og margvísleg, en sú aðstoð sem mesta athygli hefur vakið er líklegast Band-Aid, sem írinn Bob Geldof stóð fyrir. Þá kom fjöldi þekktra popptónlistarmanna fram beggja vegna Atlantsála og lék af fíngrum fram í beinni útsend- ingu um gervihnött. I nýlegri rannsókn, sem gerð var á rekstri breskra hjálparstofn- ana kom fram að af því fé sem hjálparstofnanir hafa umleikis, fari um 2-20% í rekstrarkostnað. Sér á parti var þó Band-Aid því að einungis sex %o fara í rekstur- inn — sem þýðir að af hveijum hundraðkalli sem safnast í bauk- inn fara 99 krónur og 94 aurar til aðstoðar við hungraðan heim. Rétt er þó að taka fram að Band-Aid er ekki fyllilega saman- burðar hæf við aðrar hjálparstofn- anir, því að aðstoð hennar er einungis neyðarhjálp. Hinar hefð- bundnari hjálparstofnanir fást hins vegar einnig við langtíma- verkefni til uppbyggingar í hinum hijáðu löndum. Hvað um það, þessi niðurstaða er Geldof og nótum hans samt til vegsauka og öðrum til fyrirmynd- ar. Bob Geldof og Paula, eiginkona hans. Clint Eastwood lætur til sín taka Svo sem lesendum Morgun- blaðsins ætti að vera í fersku minni, var leikarinn Clint Eastwood kjörinn borgarstjóri í heimabæ sínum Carmel. Aðaltilgangur Clints var að koma þáverandi borgarstjóra frá, en hann taldi stjómsemi hans ekki vera bænum til framdráttar. Upphaflega töldu menn að Clint myndi láta sér nægja að vera hinn góði borgarstjóri, sem sæi um að götumar væm hreinar, útsvarið lágt og flækingar utan bæjarmark- anna. Svo er þó ekki, því nú hefur hörkunaglinn Clint látið til sín taka á landsvísu, svo eftir var tekið. Fyrir skömmu voru haldnar kosningar í Bandaríkjunum og var bæði kosið til Öldungadeildarinnar í Washington og ýmissa annarra embætta. í Bandaríkjunum tíðkast það að kosið sé um öll embætti, hvort sem um er að ræða hunda- fangara borgarinnar, slökkviliðs- stjóra eða dómara. Nú á dögunum var m.a. kosið um hvort Rose Elisabeth Bird, for- seti hæstaréttar Kalifomíufylkis, skyldi sitja áfram eður ei. Bird þessi hefur getið sér orð fyrir að vera „fijálslyndur" dómari, en hún hefur hnekkt öllum dauðadómum, er fylgjandi fijálsum fóstureyðingum og hefur verið andstæð bænum bama í skólum. Tillagan um að Bird færi frá vakti athygli um öll Bandaríkin, því hún hefur verið eins konar merkisberi „hinna fijálslyndu dómara", eins og þeir em nefndir, en að undanfömu hafa áhrif þeirra dvínað á öllum sviðum dómskerfis Bandaríkjanna. Ber nú mest á „hefðbundnum" dómurum, sem telja að dómstólamir eigi að vera einstaklingunum vörn gegn ríkis- valdbeitingu og að hlutverk þeirra sé að refsa misgjörðamönnum, en ekki að gera þá að betri mönnum. Eastwood taldi að Bird færi of fijálslega með lagastafínn og að hún þjónaði ekki lengur hagsmun- um og öryggi borgaranna. Þess vegna hratt hann af stað herferð gegn Bird og kostaði m.a. um 27.000 Bandaríkjadölum til sjón- vaipsauglýsinga gegn Bird. I auglýsingunum kom fram móð- ir sem tjáði áhorfendum það að einn Díana prinsessa, margs vísari eftir heimsóknina í kvennabúrið. Díana í dyngjunni Breskt kóngafólk er ávallt á ferð og flugi, eins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa getað fylgst með á Stöð tvö undanfarnar vikur. Nú síðast fréttist að Prinsinn af Wales og Díana prinsessa hefðu farið í opinbera heimsókn til Óman á Arabíuskaga. Athygli hefur vakið að Díönu var boðið sérstaklega af kvenþjóð Óman, en vegna skoðana múslima á stöðu kvenna var heimsóknin nokkuð sérstök fyrir Díönu. Hún var nefnilega nær eingöngu meðal kvenna og fékk m.a. að heimsækja kvennabúr þjóðhöfðingjans, en karlpeningi Ómans fékk hún ekki að kynnast. Þangað inn stígur eng- inn karlmaður, en Díana og fylgdar- konur hennar dvöldu þar drykk- langa stund. Díana vildi fátt segja um veru hennar í dyngjunni, en þó hafði ein- hver upp úr henni að heimsóknin hefði verið hin fróðlegasta og er ekki að efa það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.