Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 67

Morgunblaðið - 25.11.1986, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 67 Svar til Guðbjargar Ellertsdóttur dagmóður Þú spyrð hvers vegna hópur dag- mæðra hafí gengið úr samtökum dagmæðra og ekki gefíð ástæðu fyrir úrgöngu sinni úr samtökun- um? Ég get nú ekki annað en lýst undrun minni yfír að þú skulir ekki vita hvers vegna: Ég er búinn að vera dagmóðir í 15 ár og hvað mig varðar þá líkar mér ekki ofríki form- anns stjómar samtakanna og er það ástæða minnar úrsagnar. Vonandi koma þeir tímar að allar dagmæður geti og vilji vera innan samtakanna. Það hlýtur að vera æskilegt fyrir okkur allar. Ég vil líka þakka þér ágæta grein. Einnig vil ég að það komi fram hér að ég er ekki höfundur að greininni „Um dagmæður", sem birtist í blaðinu sama dag og geinin þín. Þar hlýtur að vera um alnöfnu mína að ræða, því ekki vil ég trúa því að einhver hafi fengið nafnið mitt lánað. Sám- ar mér að nokkur, sem þekkir mig, telji mig hafa skrifað þá grein. Aldr- ei hefði mér dottið í hug að veitast að dagmæðrum eins og þar er gert. Ég skil ekki þær hvatir sem þar liggja að baki. Að lokum get ég sagt þér að ég, ásamt mörgum af þessum brott- gengnu dagmæðrum eins og þú nefnir okkur, vorum allar stofnfé- lagar samtakanna og unnum bæði gjaldskrá og reglur þeirra í sam- starfí við umsjónarfóstrur Dagvist- unar og var samstarfíð gott. Varðandi gjaldskrá okkar þá ætti hún ekki að vera neinum neitt áhyggjuefni. Þér og öðmm dag- mæðram sendi ég bestu kveðjur. Arnfríður Gísladóttir dagmóðir Um dagmæður Arnfríður GisUdótttr akrifar Ég vil taka undir orð Ellnborgar Jónsdóttur sem skrifaði grein um ástandið { dagvistarmálum í Mbl. þriðjudaginn 28. október sl. Egtel að þar séu orð f tíma töluð og satt að segja furða ég mig á að ekki hafi verið tekið á þessum mál- um sem skyldi. Ég hef ajálf átt nokkur aamskipti við dagmæður og lent I útistöðum við þær vegna óskiljanlegra forsendna sem þter ■ leggja til grundvallar gjaldskrá sinni og ég veit um fjölmörg. önnur | dæmi um slfka árekstra. Ég akora á fólk að láta f sérj heyra og vona að hægt verði aðj greiða úr þessum málum svo for-| eldrar og dagmæður megi vel við| una. | Með fýrirfram þökk fyrir birting-’ Athugasemd Velvakanda Að gefnu tilefni vill Velvakandi skrifar, er ekki komið frá Arnfríði taka það fram, að bréf, sem birt- Gísladóttur, dagmóður Efstasundi ist í dálki hans laugardaginn 15. 15. nóvember undir yfírskriftinni: Um __ , ,___ dagmæður, Amfríður Gísladóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda : Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til jföstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er 'þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til Iesenda blaðsins utan höfuð- boigarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hvarer frakkinn? f sumar var tekinn í misgripum svartur herrafrakki, alveg nýr, í samkomuhúsi í Þjórsárveri, Vill- ingaholtshreppi, Ámessýslu. Nú er farið að kólna og vantar mig því frakkann aftur því ullarfóðrið úr honum er hér heima en utanyfirflík- ina vantar. Frakkinn var alveg nýr og gefínn mér sem tækifærisgjöf. Sá sem tók frakkann er vinsamleg- ast beðinn um að koma honum aftur í Þjórsárver eða á lögreglustöðina á Selfossi. g.G. Þessir hringdu . . . Hvar er borgar- skráin? Inga hringdi: Mér leikur nokkur forvitni á að vita hvar borgarskráin er sem átti að koma út í október síðast- liðnum? Týndi úrinu í miðbæ Reykjavíkur Ragnheiður Guðmundsdóttir hafði samband og kvaðst hafa týnt úrinu sínu, gylltu Pierpoint- úri, í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi vinsamlegast hringi í s. 10823. Tímasetjið þungarokkið Ungur piitur hringdi: Um daginn var Stöð 2 með þungarokksþátt á dagskrá sinni, sem er vel. Ég vil aðeins biðja þá um að tímasetja þáttinn í dagskrá svo maður viti af honum fyrir- fram. Einnig vil ég þakka Heimi Karlssyni fyrir góðan íþróttaþátt á Stöðinni á laugardaginn. Hringdu aftur Ragnar Sigurðsson hringdi: Ég vil biðja manninn, sem fann veskið á fostudaginn fyrir viku, um að hringja aftur í mig. Síminn er 14394. Þakkir til Stöðvar 2 Rokkunnandi hringdi: Ég vil þakka Stöð 2 fyrir þungarokksþáttinn, sem var á dagskrá á þriðjudaginn 18. nóv- ember. Mér skilst að sá þáttur sé vikulega í „Music Box“ og væri því ánægjulegt ef honum væri fundinn fastur staður á dagskrá Stöðvarinnar, t.d. á þriðjudags- kvöldum. Ég var nefnilega fyrir lögnu búinn að gefast upp á að fylgjast með þungarokksefni inn- an um allt léttmetið sem maður hélt að væri allsráðandi á Stöð 2, a.m.k. þar til núna. Semsagt: Bravó stöðvarmenn. Að lokum mætti benda þeim stöðvarmönnum á að vanda betur klippingar á þeim myndböndum er þeir senda út, því lítið er varið í myndband sem vantar á upphaf og endi. Adidas-taskan tekin úr fata- geymslunni íþróttaunnandi hringdi: Um daginn var Addidas íþróttataska tekin úr fatageymslu Menntaskólans við Hamrahlíð. í henni var m.a. íþróttabolur merkt- ur Bayem Munchen og rautt handklæði merkt hvitum stöfum tveimur. Gott væri ef taskan væri sett á sama stað eða hringt væri í s.19585 á milli 13 og 16 virka daga. Unnur, mættu á mánudags- kvöldið Guðbjörg Gísladóttir hringdi: Við erum hér nokkrar málfreyj- ur sem höfum reynt að ná sambandi við Unni, sem fyrir nokkrum dögum lýsti eftir mál- freyjum í Morgunblaðinu, en ekki tekist. Nú háttar svo til að við eram með kynningarfund á mánu- daginn 24. nóvember kl. 20.30 að Brautarholti 30. Þangað ert þú velkomin Unnur. Eins getur þú hringt til mín í s. 74411. KARLMANNAFÖT NÝKOMIN 4.875, Stakir jakkar 4.500,- kr. Flauelsbuxur 745,- og 875,- kr. Gallabuxur 795,- og 875,- kr. Terelynebuxur o.fl. ódýrt. - KR. Andrés Skólavörðustíg 22. vTwrCTviuttirtv^1*'—’,-«A’vtv/v Nú erum við HOLME komin með GAAR.D OF COPFNHAGEN Skólavörðustíg 6, sími 13469 puinr ÚLPUR, verð frá kr. 3.126.- Stærðir frá 1,60. BUXUR, verð frá kr. 2.815.- Heildsölubirgðir, sími 10330. •Sendantí* PÓSTKRÖFU Klapparstíg40. ÁHommmsriGs 0G GRETTISGÓTU S:117S3 SPOHIVOHUH SmmmiRSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.