Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Þetta er ein frseg'asta Ijósmynd kappaksturssögunnar. Louis Renault ásamt vélstjóra sínum í París/Madrid-keppninni 1903. Bíllinn er svipaður þeim sem hann ók til Vínar- borgar áríð áður. Bróðir hans, Marcel, var á eftir Louis þegar þessi mynd var tekin, hann fór of geyst og velti bíl sinum og lést. Louis hætti þátttöku þegar er hann frétti um slysið, yfirvöld gengu þó lengra og bönnuðu áframhald keppninnar: 10 manns höfðu látið lifið og fjöldi slasast, á fyrsta degi. Þar með lauk hinni miklu aksturskeppni á milli stórborga Evrópu og við tók keppni á lokuðum svæðum. Frakkneskur og fúm í tauinu __________Bílar Þórhallur Jósepsson Frönsk bUasmiði stendur á gömlum merg. Enn í dag eru gerðir bílar með sömu nöfnum og voru á þeim fyrír aldamótin síðustu, þ.e. Peugeot og Renault. Allt frá þeim tima hafa bílar þessara verksmiðja boríð nöfn frumkvöðlanna sem voru í hópi hinna fyrstu brautryðjenda bílasmíði i heiminum, i þeim hópi voru m.a. Benz, Daimler, Ford, Olds og Austin. Hér skulum við víkja athyglinni að Renault um stund. Eitt sinn heyrði ég fróðan mann segja í út- varpið, að Renault væri að uppruna sama nafn og hið íslenska Rögn- valdur og kemur þá óðara upp í hugann jarlsnafnbót. Renault 21 er bíllinn sem nú verður skoðaður og víst er hann nægilega ættstór í samfélagi bílanna til að verðskulda jarlstign, ef litið er til sögu Ren- ault-bíla frá upphafi, en í nútíman- um er orðspor forfeðranna eitt og sér ekki nægilegt veganesti. Til að öðlast aðalstign í augum kaupend- anna verða bflamir sjálfír að sanna ágæti ef nafnbætur eiga að vinnast. Renault-bræður Louis Renault fítlaði við bflasmíði á síðasta áratug nítjándu aldarinn- ar, með dyggri aðstoð bræðra sinna, Marcels og Femands, og tókst að gera nothæfa vagna undir Daiml- er-vélar. 1899 tóku þeir fyrst þátt í keppni, í þá daga vom keppnimar einskonar þeysisprettrallý á milli einhverra stórborga í Frakklandi. Tveimur ámm eftir fyrstu keppnina var heilt lið Renault-bfla í keppn- inni París/Bordeaux og ári síðar vannst fyrsti sigurinn. Það var í stórkostlegustu keppninni til þess tíma: París/Vínarborg. Leiðin var löng og fádæma erfíð, yfír Alpana, sem vom yfírferðar nokkumveginn eins og þeir höfðu verið öldum fyrr, er Rómverjar þrömmuðu þar yfir með hersveitir sínar. Keppinautam- ir vom yfírleitt helmingi öflugri og mun stærri. En Louis treysti á að þungir bflar andstæðinganna stæð- ust litlum og léttum 35 hestafla Renault-bflunum ekki snúning á erfíðum Alpavegunum og þar reyndist hann sannarlega sannspár. Hann kom sjálfur svo langt á undan hinum í mark, að móttökunefndin var ekki tilbúin og hann átti fullt í fangi með að sannfæra mannskap- inn um að hann væri að koma frá París og væri þar með sigurvegari keppninnar! Þessi keppni reyndist vera gífur- lega öflug lyftistöng fyrir bflasmíði í Evrópu. Þama hafði verið sýnt fram á að bflamir komust alla þessa erfíðu leið, þeir vom fljótari en jám- brautarlestimar og léttbyggðu bflamir dugðu betur en þeir stóm og þungu. Menn geta svo ímyndað sér hvað sigurinn hafði í för með sér fyrir framleiðslu Renault- bræðra, líklega er í þessum atburði að fínna skýringuna á því að enn í dag em smíðaðir bílar með nafni þeirra bræðra og er ekki neinn bil- bug að fínna í þeim herbúðum, nýjar og fullkomnar gerðir líta dagsins ljós. Hér emm við þá kom- in aftur að þeirri nýjustu: Renault 21 og sjáum nú hvemig hann stend- ur sig í reynsluakstri. Frábær vél Þessi bfll, sem reyndur var, er af gerðinni RX og er með öflugustu vélinni. Hún er 1995 sm8 og 120 hestöfl, staðsett langsum í bflnum. Það er óvanalegt í framdrifsbfl, þótt ekki sé það einsdæmi. Þessi vél er með beinni innspýtingu og rafeindastýringu á henni og kveikj- unni. Stýringin tiyggir ömgga gangsetningu við allar aðstæður og passar uppá að vélin gangi hæfileg- an hægagang. Aflið er fímagott, mun betra en búast má við, þegar ekið er í bfl sem ekki er gefínn út fyrir að vera neitt meira en þokka- lega vel búinn fjölskylduvagn. Eg varð ekki var við að henni yrði afls vant fyrr en snúningshraðamælir- inn var kominn niður undir 1,500 snúninga í fjórða gír og eldsnöggt, þó mjúkt, skutlaði hún bflnum af stað úr kyrrstöðu. Gírkassinn er fímm gíra og með óaðfínnanlegum hlutföllum. Það má finna að skiptinum, að hann er fremur stirður í fyrsta gírinn, en að öðm leyti mjög liðugur. Drifið er að framan eins og áður greinir og kemur vel út, þyngdar- dreifíng er góð, bfllinn er í ágætu jafnvægi í beygjum og gætir ekki tilhneigingar til að missa annan hvom endann út úr beygjunni á góðum vegi. í hálku leitar þó fram- endinn út í kröppum beygjum. Fjöðmnin er byggð á sömu gmndvallarlögmálum og í Renault 5 GT Turbo, sem þykir einstaklega fímur á því sviði. Reyndar er sama tölvuforritið notað til að hanna þeta íjaðrakerfi. MacPherson-gorma- fjöðrun er að framan, en að aftan er vindingsfjöðrun. Þetta kerfí virk- ar, það sýnir sig þegar ekið er um holótta malarvegina sem gera hvað þeir geta til að skekkja hvem bíl og afvegaleiða. Ég gat aldrei fund- ið að bflnum fípaðist rásfestan, hvemig sem holumar komu sér fyrir í veginum! Fjöðmnin er stinn, þó án þess að gera bflinn hastan, stærri ójöftiur eins og hvörf eða hiyggir þvert á veginn gera manni engan grikk og hraðahindranimar á götum Reykjavíkur þjóna ekki tilgangi sínum þegar Renault 21 er á ferð, nema þá af því að öku- maðurinn taki sérstaklega tillit til þeirra! Hemlamir em veikur blettur á Renauit 21. Ástigið er stíft nokkuð og erfítt að stjóma því af ná- kvæmni, a.m.k. þarf tíma til að venjast því. Diskar em að framan Morgunblaðið/Einar Falur Mælaborðið er einfalt og skýrt, vel sýnilegt. Morgunlaðið/Einar Falur Nýjasta tíska í baráttunni við loftmótstöðuna og vindhvininn. Framrúðan er límd í karminn og listar eru því mjög fyrirferðarlitlir, frágangur hurða og hliðarglugga miðar að sama marki sem og lögun spegils og hurðahúnanna. Renault 21 RX. Rúmgóður og aflmikill alhliða fjölskyldubOl. Morgunblaðið/Einar Falur og em þeir með kæliraufum, að aftan em skálamar enn og þykir mér illt að þar skuli ekki ennþá vera stigið skrefið ti' fulls jrfir í diskahemla, skálamar em það eina í þessum bfl sem ekki uppfyllir nýj- ustu kröfur um öryggi, sem bfll í þessum stærðar- og verðflokki á að gera. Stýrið er tannstangarstýri og án hjálparafis. Það leiðir af sér að snúa þarf 4,5 hringi borð í borð og getur því orðið starfsamt á stýrinu í snún- ingunum innanbæjar. Ekki er það þó til vandræða, stórátök þarf eng- in og í akstri er stýrið létt og nákvæmt. Undirstýring er lítils- háttar, ýkist e.t.v. nokkuð vegna hinna mörgu snúninga. Aflstýri er fáanlegt og em þá 3,2 snún. borð í borð. Vel upplýstur Renault 21 er með öllum venju- legum ljósabúnaði sem núorðið tíðkast í bflum og að auki er RX- gerðin með þokuljós að framan, þau em staðsett í vindkljúfnum undir stuðaranum og virka mjög vél sem nærljós. Að innanverðu em tvenn ljós, þ.e. eitt sem lýsir upp innrým- ið og kviknar við hurðaopnun (allra hurða) og síðan er hreyfanlegt les- ljós. Belti em í öllum sætum og eink- ar auðveld í notkun. Útsýnið er gott, enda gluggaflöt- ur stór. Innspegillinn skyggir að vísu á fyrir stærri ökumönnum. Aðeins er einn útispegill og er það galli. Hann er stillanlegur innanfrá. Þurrkumar em þriggja hraða og hafa þann leiða ókost, að vera há- værar og taka ekki yfír allan rúðuflötinn, þ.e. of stórt svæði verð- ur eftir vinstra megin við þær og ofan við. Handbremsan er létt og óað- fínnanleg. Stjómtæki Stýrishjólið ber Renault-svip og er þægilegt í alla staði og veldur ekki þreytu við langvarandi akstur. Rofar em aðgengilegir og ekki hætta á mistökum við notkun þeirra, en heldur skýtur skökku við að sjá gömlu sleðatakkana fyrir miðstöðvarstillingamar. Mælaborð- ið er einfalt og smekklegt og vel sýnilegt allt sem þar er að sjá. Aðvömnarljós em skýr og fer ekki á miili mála við hveiju er varað. Þægindin í besta lagi Geta sæti verið aðlaðandi? Víst er svo! A.m.k. em sætin í Renault 21 RX aðlaðandi og lofa því að seint verði sá tvisvar feginn sem í þau sest! Þau halda vel við hrygg- inn og sleppa manni ekki lausum í beygjunum, en gætu kannski verið full þröng breiðvöxnustu mönnum. Rými er afbragðsgott, bæði frammí og afturí og sérlega þægi- legt að komast inn og út aftur. Til að halda loftinu heitu og hreinu er öflug miðstöð og blæs hún vei um allt framrýmið sem og upp á rúð- umar, en ekki er stokkur fyrir blástur afturí í þessari gerð. Hljóðeinangrunin hefur tekist bærilega, en þó er nokkuð veghljóð á grófum vegum og steinkast mal- arveganna smellur í hjólaskálunum með allnokkmm glymjanda. Það ætti að vera hægt að laga með aukalagi af þykku ryðvamarefni. Vindhljóð er nánast ekkert, enda er bfllinn hannaður með það í huga að kljúfa loftið á átakalítinn og hljóðlátan hátt. T.d. em bæði fram- og afturrúður límdar í karmana, það bæði minnkar loftmótstöðuna Morgunblaðið/Einar Falur Þannig er farangursgeymslan I Renault 21, alklædd og aðgengileg til hleðslu eða tæmingar. Vel nýtt rými.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.