Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 72
FERÐASKRIFSTOFAN ísland - Bandaríkin 18:18 Ingunn Bernódusdóttir stekkur inn i teiginn og skorar annað af tveimur mörkum sínum í lands- leiknum í gœrkvöldi. Sjá: Bandarisku stúlkurnar jöfnuðu á síðustu sekúndunum.., á bls. 71. Samningaviðræður ASÍ og VSÍ: Tilraunir Veiðimálastofnunar með stórseiðaeldi; Eldistíminn í sjó- kvíum styttur um meira en helming VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur að undanförnu verið með tilraun- ir með eldi stórra laxaseiða og framhaldseldi þeirra í sjókvíum. Með sérstökum aðferðum er hægt að ala gönguseiði þannig að þau verði allt að 20 sinnum stærri en venjuleg gönguseiði. Slík seiði er hægt að selja i sjó- kvíar að vori og ala upp í slátur- stærð fyrir næsta vetur þannig að ekki þurfi að hafa fiskinn í sjó yfir veturinn með tilheyrandi áhættu. Ámi Helgason deildarstjóri fisk- eldisdeildar Veiðimálastofnunar segir að stofnunin hafi farið að huga að þessum tilraunum í Kolla- fírði árið 1984 vegna þess að menn hefðu orðið fyrir áföllum með vetr- areldi á laxi í sjókvíum vegna veðurs. Hann sagði að þessi sérs- taklega stóru laxaseiði væru framleidd með með kerfísbundnu vali á seiðum, nákvæmri fóðrun og umönnun þeirra og hækkuðum hita á vatni eldiskeranna. í fyrsta áfanga tilraunanna hefði tekist að ná seiðunum upp í 650 grömm en venjuleg gönguseiði eru 35—50 grömm. Markmiðið væri að ná næsta árgangi upp í 800 grömm í maí á næsta ári og ala síðan upp í 2 kg. í sjókvíum næsta sumar. Við þetta styttist eldistíminn í sjó úr 14—18 mánuðum í 6—8 mánuði. Takist að leysa þau vandamál sem við er að etja í stórseiðaeldinu og náist markmið tilraunanna, telur Ami að nýir möguleikar skapist fyrir íslendinga í fískeldi. Sjá einnig viðtal á blaðsíðu 41. Atlaga gegn f íknief nasölum: Sjö menn hand- teknir í fimm húsrannsóknum 170 grömm af amfet- amíni gerö upptæk Fíkniefnalögreglan hefur handtekið sjö menn á undan- förnum tveimur dögum í atlögu gegn fikniefnasölum á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna hefur verið úr- skurðaður í sjö daga gæslu- varðhald vegna rannsóknar þessara mála. Viðræöur snúast um upp- stokkun á taxtakerfinu samningi verður auðvitað ekki metið fyrr en eftir þær viðræður sem framundundan eru hjá lands- samböndunum um taxtakerfíð og breytingar á því,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásmundur sagði aðspurður að það gæti ferið svo að breytingar á skattakerfínu yrðu liður í næstu samningum. Hins vegar væri ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu, hve langan tíma það tæki að vinna það mál frekar. Möguleikar á að samningar tak- VSÍ hafnaði tillögu um bráðabirgðasamning VINNUVEITENDUR höfnuðu þeirri uppástungu ASÍ að gera bráðabirgðasamning til skamms tíma og i gær hófust viðræður við landssambönd innan ASÍ, hvert fyrir sig, um uppstokkun á taxtakerfinu. Þeim viðræðum verður haldið áfram í dag og seinnipartinn verður fundur efnahagsmála- nefndar og að honum loknum sameiginlegur fundur beggja samninganefndanna. „VSÍ ljáði ekki máls á styttri samningstíma en fram á sumar. Hvort forsendur eru fyrir slíkum ist um helgina eru ekki miklir. Taxtakerfín eru flókin og margvís- leg og hæpið að nokkur samkomu- lagsleið fínnist í þeim efnum á stuttum tíma. Þá er ljóst að vinnu- veitendur óttast að breytingar á taxtakerfinu geti valdið óraun- hæfum launahækkunum og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Sjá ennfremur frétt á bls 4. í þessari atlögu að fíkniefnasöl- unum voru gerðar fimm húsrann- sóknir og fundust við þær um 170 grömm af amfetamíni auk einhvers magns af hassi og ofskynjunarlyf- inu LSD. Sjö menn voru handteknir í kjölfar þessara húsrannsókna, en alls hafa tíu manns verið yfir- heyrðir vegna þessara mála. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefnalögreglunni er hér um aðskilin mál að ræða og ekki unnt að greina nánar frá málsatvikum þar sem málin eru enn á rannsókn- arstigi. Sauðárkróksf lugvöllur verði varamillilandaflugvöllur: Kostnaðurinn yrði sam- tals 188,5 milljónir króna FLUGMÁLANEFND leggur til að stefnt verði að því að Sauðár- króksflugvöllur verði varamillilandaflugvöllur og áætlar að kostnaður við framkvætndir vegna þess yrði 188,5 milljónir króna, miðað við verðlag í aprfl 1985. Leggur nefndin til að kannað verði hvernig unnt sé að fjármagna stofnkostnað og hvort alþjóðlegt fjármagn sé fáanlegt í þvi skynL „Þegar að farið verður út í þess- ar framkvæmdir, þá verða þær á ábyigð íslendinga einna," sagði Matthías Bjamason samgöngu- ráðherra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvort Ieitað yrði eftir aðstoð Bandaríkjamanna við byggingu varamillilandaflug- vallar. Samgönguráðherra kvaðst telja mjög eðlilegt að leitað yrði eftir erlendu ijármagni, „vegna þess að við höfum ekki ijármagn í þess- ar framkvæmdir,“ sagði Matthías, „og þá er bent á Norð-vestursjóð- inn og síðan gæti einnig hugsast að fengist fjármagn frá Mann- virkjasjóði NATO.“ Samgönguróðherra var spurður hvort flugvöllurinn yrði þá ekki jafnframt varaherflugvöllur fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. „Ég geri ráð fyrir því að ef her- flugvél gæti ekki lent í Keflavík, þá fengi hún að lenda þar, en flug- völlurinn yrði eingöngu undir íslenskri stjóm, og þar yrði ekkert vamarlið eða herstöð," sagði Matthías. Sjá bls. 30: Viðræður við landeigendur og sýslunefnd um flugvallarmálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.