Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 42
Regnboginn: Sovésk kvikmynda- vika í DAG hefst sovésk kvikmynda- vika í Reykjavík í Regnbogan- um. Sex kvikmyndir verða sýndar, og hefst sýning á þrem þeirra í dag. Myndimar heita, „Frosin kirsu- ber,“ „Jassmenn," „Sú falleg- asta,“ „Tækifærisgifting," „Það er tími til að lifa, það er tími til að elska,“ og „Ég er að tala við þig“ og he§ast sýningar á þrem þeim fyrstnefndu í dag. Meðal vinsælustu viðfangseftia í sovéskri kvikmyndalist í dag er umíjöllun um ástina, leitin að hamingjunni og tengsl karls og konu eða svo segir í fréttatilkynn- ingu um kvikmyndavikuna. Þeir Gerald Bazhanov kvik- myndaleikstjóri og Anatólí Eiramdzha handritahöfundur unnu saman að kvikmyndinni „Sú fallegasta" í Mosfilm kvikmynda- verinu. Þar kjósa þeir að segja ástarsögu í gamansömum dúr, þar sem hin hæverska Nadja er aðal- persónan. Hún er ógift, vinnur á verkfræðiskrifstofu, er vön því að enginn taki eftir henni og hefur löngu gefíð alla von upp á bátinn að komast f hjónaband. Vinkona hennar Súsanna ákveður að koma Nödju í hjónabandshnapphelduna hvað sem það kostar og leggur þar til grundvallar nýjustu „vísindakannanir“... Nýbók umHarper HARPER í tvísínu tafli heitir bók eftir Marcus Aylward, sem Skjaldborg hf. hefur gefíð út. Þetta er önnur bókin um ævin- týramanninn Harper, sem út kemur á íslensku. Sú fyrri er Harper á Heljarslóð, sem út kom f fyrra. „Sagan Harper í tvísýnu tafli gerist að mestu í Bangladesh og óshólmum Gangesfljótsins, Sundar- ban, þar sem greinar frumskógarins slúta fram yfír ála fljótsins áður en það fellur út í Bengalflóa. Hér lenti Harper í æsilegri og §ölbreyti- legri mannraunum en venjulegir menn eiga gott með að ímynda sér. Þar var loft lævi blandið og eigi gott að ráða í það, hvar vinum var að mæta eða hvar óvinir kunnu að veita fyrirsát. En þeir, sem lesið hafa bókina Harper á heljarslóð, vita, að Harper verður sjaldnast ráðafátt." y^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ^38M3VÖHT ,í)S IIUDAÚSAÚOAJ .QKiA.líiííJDHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 DÓMKIRKJAN: Laugardag 29. nóv.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnu- dag 30. nóv.: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Hjalti Guð- mundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þóri Step- hensen. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Aöventukvöld KKD kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Allir vel- komnir. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 29. nóv. kl. 11 árdegis. Sunnudag 30. nóv.: Kirkjudagur Árbæjarsafn- aðar. Barnasamkoma í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Foreldrar boðnir vel- komnir með börnum sínum. Guðsþjónusta fyrir alla fjölskyld- una í safnaðarheimilinu kl. 14.00, organleikari Jón Mýrdal. Væntan- legra fermingarbarna og foreldra þeirra er sérstaklega vænst við guðsþjónustuna. Kaffisala kven- félags Árbæjarsóknar og skyndi- happdrætti til styrktar kirkju- byggingunni í hátíðarsal Árbæjarskóla eftir messu kl. 15. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Að- ventukvöld kl. 20.30. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu. Solveig Björling syngur einsöng. Kaffiveitingar í safnað- arheimili Áskirkju. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14.00. Organisti Daníel Jónas- son. Aðventusamkoma kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur jóla- og að- ventulög. Ragnheiður Guö- mundsdóttir syngur einsöng og Helgi Elíasson bankaútibússtjóri flytur hugleiöingu. Sr. Gísli Jónas- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14.00. Veislukaffi kvenfélagsins eftir messu. Aðventusamkoma kl. 20.30. Hr. Pétur Siguraeirs- son biskup flytur ræðu. Ávarp flytur Jónas Gunnarsson. Guöni Þ. Guðmundsson organisti stjórnar kirkjukór og hljómsveit. Einsöngvarar: Ingibjörg Mar- teinsdóttir, Einar Örn Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Reynir Guðsteinsson. Kertin tendruö. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvJkudagseftirmið- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Altarisganga. Aðventu- samkoma í Kópavogskirkju kl. 20.30. Jón Baldvin Hannibalsson verður ræðumaður kvöldsins. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug- ardag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Organ- leikari Guðný Margrét Magnús- dóttir. Aðventusamkoma kl. 20.30. Fundur í æskulýðsfélag- inu mánudag 1. des. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferm- ingarbörn komi í kirkjuna laugar- dag 29. nóv. kl. 14.00. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barna- sálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við Guðspjall dagsins: Matt. 21.: Innreið Krists f Jerúsal- em. píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr. Miyako Þórðarson flytur hug- vekju. Hvassaleitiskórinn syngur undir stjórn Þóru V. Guðmunds- dóttur. Sönghópur undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Árni Arinbjarnarson leikur orgelverk og Pálína Árnadóttir einleik á fiðlu. Kirkjukórinn syngur og Jó- hanna Muller syngur einsöng. Helgistund. Sr. Halldór S. Grön- dal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 29. nóv. Samvera fermingar- barna kl. 10.00. Sunnudag 30. nóv.: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudag 2. des.: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag 3. des.: Náttsöngur kl. 21.00. Aðventutónlist og bænagjörð. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. Aðventutónleikar kl. 21.00. Dr. Orthulf Prunner leikur verk eftir J.S. Bach á orgel kirkjunnar. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Messa í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Kökubasar á vegum þjónustu- deildar safnaöarins í Borgum kl. 15.00. Sr. Árni Pálssosn. LANGHOLTSKIRKJA: Klrkja Guðbrands biskups: Aðventu- hátíð. Laugardag 29. nóv. kl. 14.00. Tónleikar kórs Langholts- kirkju. Fluttir verða negrasálmar, meðal annars úr „Child of our time“ eftir M. Timmet. Einnig Argentínska messan „Misa Criolla" eftir Ariel Ramírez. Ein- söngvarar: Sverrir Guöjónsson og Rúnar Matthíasson. Auk þeirra koma fram 6 einsöngvarar úr röðum kórfélaganna. Sunnu- dag: Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur, sögur, myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stef- ánsson sjá um stundina. Hátíð- arguðsþjónusta kl. 14.00. Prédikun.: Séra Stefán Snævarr rrverandi prófastur. Einsöngur: löf Kolbrún Harðardóttir. Altar- isganga: Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti: Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Aðventu- tónleikar kl. 17.00. Lúðrasveitin Svanur. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Aðventukvöldvaka kl. 20.30. Ávarp formanns sókn- arnefndar: Ingimar Einarsson. Ræða: Ragnhildur Helgadóttir, ráðherra. Kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Lúsíuleikur félaga úr óskastund barnanna. Stjórnandi Þórhallur Heimisson. Félagar úr karlakórn- um Fóstbræðrum flytja aðventu- lög. Kaffiveitingar kvenfélagsins. Safnaðarstjórn. LAUGARN ESKIRKJ A: Laugar- dag 29. nóv.: Biblíulestur kl. 11. Dr. theol Sigurður örn Steingrímsson ræðir um sköpun- arsögu og sköpunartrú í Gamla testamentinu. Sunnudag: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Messukaffi. Mánudag 1. des.: Jólafundur Kvenfélags Laugar- nessóknar kl. 20.00. Æskulýðs- starf kl. 18.00. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta ki. 18.00. Beðið fyrir sjúkum. Orgeileikur frá kl. 17.50. Áltarisganga. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15—17. Stefán í Stefánsblómum sýnir blómaskreytingar og Magnús Magnússon syngur einsöng. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Ljósa- messa ki. 14.00 sem fermingar- börn annast. Aðventustund kl. 17.00. Baldur Jónsson form. sóknarnefndar flytur ávarp. Blokkflautusveit leikur og kór Melaskóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra flyt- ur hugleiðingu. Ólöf Kolbrún Harðardótrir syngur við undirleik Jóns Stefánssonar. Gerða Björk Sandholt og Helga Björk Arnar- dóttir leika á klarinett. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Reynis Jónassonar. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 19.30 í umsjá Aðalsteins Thorarensen. Þriðju- dag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag: Aðalsafnaðarfundur ki. 18.00. Venjuleg aðalfundar- störf. Sóknarnefndin. Biblíulest- ur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Seljaskólanum kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Alt- arisganga. Dúa Einarsdóttir syngur einsöng. Þriðjudagur 2. des.: Fundur í æskulýðsfélaginu Sela kl. 20.00 í Tindaseli 3. Sókn- arprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Kirkjudagur. 1. sunnudagur á jólaföstu. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á aðventu- kransinum. Eirný og Solveig Lára tala við börnin og stjórna söng. Guðsþjónusta kl. 14.00 með sérstakri þátttöku fermingar- barna. Organisti: Sighvatur Jónasson. Prestur: sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Erna Kol- beins, form. Kvenfélagsins Sel- tjörn, afhendir söfnuðinum fermingarkyrtla að gjöf. Aöventu- kvöldvaka kl. 20.30. Aðalræðu- maður verður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Gfsli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir leika á flautu og gítar. HÁSKÓLAKAPELLAN: Stúd- entamessa kl. 11 í umsjá guð- fræðinema. Karl V. Matthíasson stud. theol prédikar. Sr. Sigurður Sigurðarson á Selfossi þjónar fyrir altari. Hörður Áskelsson lektor stjórnar söng og leikur á orgelið. HVÍTASUNNUKiRKJAN Ffla- delffa: Sunnudagaskóli ki. 11. Safnaöarguðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM&K Amtmannsstfg: Haustátak 1986. Síðasta sam- koma, bænastund, kl. 20. Samkoma kl. 20.30. Yfirskrift: Ég er Alfa og Omega (Opinb. 1,8.). Nokkur orð: Anna Hugadóttir. Ræðumaður: sr. Guöni Gunnars- son. Kór KFUM & KFUK syngur. Eftir samkomuna verða veiting- ar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Mánudagskvöld kl. 20.30.: Fyrsta desemberhátíð. Brigadier Ingibjörg Jónsdóttir tal- ar og Heimilasambandssystur bjóða upp á veitingar. Efnt verð- ur til skyndihappdrættis. MOSFELLSPRESTAKALL: Lágafellskirkja, barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11. Kári Geir- laugsson flytur ræðu og kynnir starf Gideonfélagsins. Hljómeyki syngur, stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist. Garðakórinn syngur, stjórnandi Þorv. Björn Björnsson organisti. Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11 í umsjá Halldóru Ásgeirs- dóttur. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa í umsjá guðfræðideildar Háskól- ans. Stud. theol. Yrsa Þórðar- dóttir prédikar. Einar Sigur- björnsson prófessor þjónar fyrir altari. Hörður Áskelsson lektor stjórnar söng og Kjartan Sigur- jónsson stud. theol. leikur á orgelið. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Eiríkur Skarphéðinsson prédikar. Að- ventusamkoma kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. Fjölbreytt dagskrá. Sr. Sig. Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Muniö skólabflinn. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Rúnar Georgsson leikur á saxófón og flautu. Organisti Helgi Bragason. Kirkjukaffi í Góð- templarahúsinu eftir messu. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN f Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Orgel og kórstjórn: Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefsspftala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-Njarðvfkurkirkja: Barna- starf kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Aðventu- samkoma kl. 14. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur hugvekju. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi syngur undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar. Kjartan Már Kjart- ansson leikur einleik á fiðlu með undirleik organistans Gróu Finnsdóttur, sem jafnframt leiðir almennan söng. Fermingarbörn lesa ritningargreinar ásamt sóknarpresti. Eftir samkomuna verða veitingar í boði kirkjukórs og sóknarnefndar. Sr. Þorv. Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bflinn. Guðsþjónusta kl. 14. María Guðmundsdóttir og Sverr- ir Guðmundsson syngja einsöng. Kaffi í Kirkjuhvoli eftir messu. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Kveikt verður á aðventukransinum. Þriðjudagur: Bænastund kl. 20.30. Föstudag- ur: Æskulýðskvöld kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölskyldu- messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Aöalsafnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli í safnaðarheimilinu Vinaminni í dag, laugardag, kl. 13.30. Mess- an sunnudag verður kl. 11. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnasamkoma verður kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarnesi kl. 11. Altarisganga. Messa Borgarkirkju kl. 14. Sókn- arprestur. LEIRÁRKIRKJA: Aöventuhátíð kl. 14. Kórsöngur, einsöngur, jóla- frásögn, flautuleikur barna o.fl. Kaffiveitingar kvenfélagsins Greinar verða að messu lokinni í félagsheimilinu Heiðarborg. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Eftir messu verður aðventukaffi á vegum Systrafélagsins. Sr. Vigfús Þór Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.