Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 27 Ýmsar nauðsynjar hækka Niðurgreiðslur og millifærslur auknar stórlega EITT helsta áhyggjuefnið í sambandi við fyrirhugaðan virðisauka- skatt er, að hann leggst á ýmsar lífsnauðsynjar, sem nú eru undanþegnar söluskatti. Ef ekki væri samtímis gripið til hliðarráð- stafana myndu matvæli t.d. almennt hækka í verði um nær fjórðung. Hugsanlegt er einnig að fara þá leið, að skattleggja ekki þær nauð- synjar sem um er að ræða eða hafa skatthlutfallið þar lægra eins og tíðkast sums staðar erlendis. Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins eru andvígir þessu. Þeir telja að þar með væri grafið undan virðis- aukaskattinum og upp kæmi svipuð staða, hvað varðar álagningu hans og innheimtu, og nú er helsta gagnrýnisatriðið í sambandi við söluskattinn. í greinargerð með frumvarpinu um virðisaukaskattinn er bent á, að ráðstafanir þær sem gera þurfti til að mæta hækkuðum framfærslu- kostnaði þurfi ekki að koma til framkvæmda fyrr en frá og með þeim tíma, sem lögin um skattinn taka gildi, en gert er ráð fyrir að það verði 1. janúar 1988. Þar sem um sé að ræða mjög víðtækar að- gerðir, er snerti hag margra, sé ekki óeðlilegt a’ sá tími sem líði frá samþykkt frumvarpsins uns lögin taka gildi verði notaður til að kanna enn frekar þær leiðir sem til greina komi í þessu efni og freista þess að ná um þær víðtæku samkomu- lagi. Ríkisstjómin sé fús til að stofna til viðræðna um þau efni við aðila vinnumarkaðarins og e.t.v. aðra hagsmunaaðila. Það er m.ö.o. ætlunin að samþykkja fyrst frum- varpið um virðisaukaskattinn og huga síðar að hliðarráðstöfunum. Við undirbúning frumvarpsins hefur hins vegar verið stuðst við ákveðnar hugmyndir um þessar hliðarráðstafanir og eru þær nefnd- ar hér á eftir. Fjárhæðir, sem hér eru tilgreindar, byggjast á áætluðu verðlagi í árslok 1986: 1. Niðurgreiðslur á búvörum, sem nú eru niðurgreiddar, verði auknar þannig að þær hækki ekki í verði þrátt fyrir virðisaukaskattinn. Áætlað er að þessar auknu niður- greiðslur muni kosta um 950 millj. kr. Þar sem þessi aukning niður- greiðslna mun breyta samkeppnis- stöðu niðurgreidds kjöts gagnvart öðrum kjötvörum [svínakjöti og kjúklingakjöti] verður jafnframt að gera ráðstafanir í þágu annarrar kjötframleiðslu, t.d. með breytingu á innheimtu fóðurbætisskatts. 2. Tollar og vörugjöld verði felld niður á matvælum, innfluttum sem innlendum, öðrum en innfluttu grænmeti. Þó yrði gjald á sælgæti og gosdrykkjum óbreytt. Þetta þýð- ir að verð á komvörum, ýmsum ávöxtum, kexi, sultu, kryddi, kaka- ói og ýmsum niðursuðuvörum mun lækka, í sumum tilvikum verulega þrátt fyrir álagningu virðisauka- skattsins. Lækkun tolla á grænmeti er hins vegar einungis ætlað að vega upp áhrif virðisaukaskattsins á verðið, en frekari tollalækkun á þessum vörum myndi raska sam- keppnisstöðu grænmetisframleið- enda óeðlilega mikið að mati fjármálaráðuneytisins. Talið er að þessar lækkanir gjalda muni kosta um 550 millj. kr. 3. Hækkun húshitunarkostnaðar með tilkomu virðisaukaskattsins verði greidd niður að fullu hjá hita- veitum eða öðrum orkusölum. Þessi aðgerð er talin munu kosta um 450 millj. kr. 4. Varið verði um 525 millj. kr. til að hækka bamabætur og lækka þannig skattbyrði bamafólks, eink- um þeirra sem hafa tiltölulega lágar tekjur. 5. Elli- og örorkubætur verði hækkaðar um 175 millj. kr. eða tæp 4%. Þessi hækkun bóta er talin nægja til að mæta að fullu kostnað- arauka elli- og örorkulífeyrisþega vegna virðisaukaskatts. Samtals er því áætlað að hliðar- ráðstafanir geti kostað 2.650 millj. kr. Af þessum sökum telur fjár- málaráðuneytið óhjákvæmilegt að hlutfall virðisaukaskattsins verði hærra en ella. í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að það verði 24% eða einni prósentu lægra en í núgild- andi söluskattskerfi. Er þá jafn- framt gert ráð fyrir nokkra bættri innheimtu í hinu nýja skattkerfí miðað við söluskattskerfíð. Niðurstaðan af þessu er sú, að niðurgreiddar búvörar hækka ekki í verði. Önnur matvæli munu hækka að meðaltali um 14%, þrátt fyrir að á þau komi 24% virðisaukaskatt- ur, en matvæli alls að meðtöldum búvöranum, munu hækka um 10,5% að meðaltali. Þar sem verðlag á annarri einkaneyslu lækkar lítil- lega og þar sem hún vegur þyngra í heildameyslu almennings mun álagning virðisaukaskatts því að- eins hafa í för með sér 1,2% hækkun á verðlagi einkaneyslu (fram- færsluvísitölu). Þær breytingar sem gert er ráð fyrir í álagningu tekju- skatts með hækkun bamabóta munu hins vegar hafa í för með sér að heildarframfærslubyrði hækkar um 0,5% að meðaltali hjá fjölskyld- um í landinu en ekkert hjá þorra hjóna með tvö böm eða fleiri. Mikil áhrif á sjávar- útveg Virðisaukaskatturinn kann að hafa veruleg áhrif á afkomu og rekstur ein- stakra útgerða- og fisk- vinnslu. Uppsafnaður söluskattur hef- ur verið endurgreiddur til fyrir- tækja í sjávarútvegi án nokkurs tillits til þess hvað þau hafa raunveralega greitt í söluskatt. Þessi endurgreiðsla hefur því verið nokkurs konar ríkisstyrkur fyrir mörg fyrirtækjanna. Með virðisaukaskatti hverfur þetta, þar sem fyrirtæki fá endur- greiddan þann skatt sem þau greiða fyrir aðföng og aðrar vörar til rekstrar. Skatthlutfall virðisaukaskatts í nokkrum löndum Lönd Alm. hlutfall Haarra hlutfall Lægra hlutfall ísland 24% — — Danmörk 22% — — Noregur 20% — — Svíþjóð 23,46% — — Bretland 15% — — Austurríki 20% 32% 10% Frakkland 18,6% 33,3% 5% og 7% Ítalía 18% 20% og 38% 2%, 8%, 10% og 15% Undanþágur frá virðisaukaskatti óhjákvæmilegar: Skatturinn leggst ekki á blöð ÞAÐ ÞYKIR eínn helstl galli núgildandi söluskattskerfis, að undan- þágur frá greiðslu skattsins eru gifurlega margar. Hugmyndin er sú, að halda undanþágum frá virðisaukaskatti í lágmarki, en ekki verður samt komist hjá þeim. í framvarpinu er eftirtalin vinna og þjónusta undanþegin virðisauka- skatti: * Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingar- stofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækn- ingar, tannlækningar og önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta. * Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, bamaheimila, skóladagheimila, upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta. * Rekstur skóla og menntastofn- ana. * Rekstur safna og bókasafna. * Íþróttamót, íþróttasýningar oog önnur íþróttastarfsemi. * Fólksflutningar. * Póstþjónusta. Burðargjald fyrir almennan bögglapöst er þó skatt- skylt. * Útleiga íbúðarhúsnæðis, þó ekki leiga hótel- eða gistiherbergja og samkomuhúsa. * Vátryggingarstarfsemi. * Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana svo og verð- bréfamiðlun. * Happdrætti og getraunastarf- semi. Hlutfallsleg skiptlng skatta rlklssJóAs í balna og óbeina skatta* Balnlr Óbelnlr skattar skattar fsland 19.6% 80,4% Danmörk 46.8% 53,2% Finnland 44.1% 56,9% Noregur 58,0% 42,0% Svíbióö 59,7% 40,3% * Meðaltal áranna 1980—1983. Al- mannatryggingar eru með. * Starfsemi rithöfunda og tón- skálda við samningu hugverka. * Ferðaskrifstofuþjónusta. * Útfararþjónusta og prestþjón- usta hvers konar. Að auki getur ráðherra með reglugerð sett reglur um undan- þágu frá skattskyldu vegna góð- gerðarstarfsemi, þar sem hagnaður rennur að öllu leyti til líknarmála. Þá getur hann og sett með reglu- gerð sett nánari skilyrði fyrir undanþágum. Undanþegnir skattskyldu era einnig listamenn að því er varðar sölu þeirra á eigin listaverkum og aðilar sem selja skattskylda vöra eða þjónustu fyrir minna en 100.000 krónur á ári. Til skattskyldar vöra flokkast ekki eftirtaldar vörar og þjónusta: * Vara, sem seld er úr landi, svo og vinna og þjónusta sem veitt er erlendis. * Vöraflutningar milli landa og vöraflutningar innanlands, þegar flutt er beint til eða ffá landinu. * Vinna við vöra þegar varan er unnin á kostnað erlends aðila og fyrirtæki flytur vörana út að vinnu lokinni, svo og gerð og mótun vöra á kostnað erlends aðila, þegar fram- leiða á vöruna erlendis. * Hönnun, skipulagning, áætla- nagerð og önnur sambærileg vinna, er varðar byggingar og aðrar fas- teignir á erlendri grand. * Vistir, tæki og annar búnaður, sem afhentur er til nota um borð í loftföram og skipum í millilanda- ferðum, svo og sú þjónusta sem veitt er slíkum föram. * Sala og útleiga loftfara og skipa, þó ekki einkaloftfara og skemmtibáta. * Viðgerðar- og viðhaldsvinna við skip og loftför og fastan útbúnað þeirra, svo og efni og vörar sem það fyrirtæki sem framkvæmir við- VIRÐISAUKASKATTUR er lagður á söluverð vöru eða þjón- ustu á öllum viðskiptastigum og er því fjölstigaskattur. Fyrirtæki jafnt i frumvinnslu, úrvinnslu og þjónustu verða að greiða virðis- aukaskatt. Megin einkenni virðis- aukaskatts er það sem nefnt er inn- og útskattur. Álagning virðisaukaskatts er best skýrð með dæmi. Þegar fyrir- tæki standa ríkissjóði skil á skattin- um, geta þau dregið frá þann skatt, sem þau hafa greitt við kaup á vöram og hvers konar aðföngum. gerðina notar og lætur af hendi við þá vinnu í þá sambandi. * Sala dagblaða og enn fremur sala almennra frétta- og landsmála- blaða sem koma út með reglu- Sá skattur sem þau greiða nefnist útskattur en sá er þau draga frá er kallaður innskattur. Skatturinn sem greiddur er til ríkissjóðs er því mismunurinn á inn- og útskatti. Vegna þessa kemur virðisauka- skattur í veg fyrir margsköttun og hækkar ekki verð til neytenda. Einfaldast er að hugsa sér að virðisaukaskatturinn sé reiknaður af auknum verðmætum vörannar frá einu viðskiptastigi til annars; þessi auknu verðmæti kallast virðis- auki. í dæminu sést að framleiðandi vöra kaupir vörana (fyrir utan bundnum hætti, a.m.k. einu sinni í mánuði. * Útlend tímarit í áskrift, þegar áskriftin er á milli áskrifanda og erlends útgefanda. virðisaukaskatt) á 1.000 krónur. Hann selur hana á 1.600 krónur (fyrir utan skattinn) til heildsala. Með öðram orðum verðmæti vör- unnar, virðisaukinn, hefur aukist um 600 krónur. Virðisaukaskattur- inn er 24%, sem era 144 krónur af 600 krónunum. Framleiðandinn þarf því að greiða ríkissjóði 144 krónur í skatt, þetta er útskattur- inn. Eins og sést á dæminu keypti framleiðandinn vörana á 1.240 krónur með skatti (þ.e. 24% af 1.000 krónum = 240 kr.), og selur hana á 1.984 krónur með skatti. Heildarskattlagningin er því 384 krónur (1.984 - 1.600 = 384). Þar sem framleiðandinn hefur þegar greitt 240 krónur, sem er innskatt- urinn og hrávöruframleiðandinn skilar til ríkissjóðs, þarf hann ekki að greiða nema 144 krónur, sem er útskatturinn, eins og áður segir, (384 krónur - 240 = 144). Af þessu sést að með frádráttar- reglunni er komið í veg fyrir að skattur leggist ofan á skatt. Þetta hefur því ekki áhrif á verð til neyt- enda og í þeim tilfellum þegar margsköttun hefur átt sér stað í núverandi söluskattskerfí, lækka vörar í verði. Verðán VASK Virðis- auki VASK Verð með VASK Hrávöruframleiðandi Kaup Sala 0 1.000 1.000 240 0 1.240 Framleiðandi sem fullvinnur vöru: Kaup Sala 1.000 1.600 600 144 1.984 Heildsali: Kaup Sala 1.600 1.800 200 48 2.232 Smásali: Kaup Sala 1.800 2.300 500 120 2.852 Söluverð til neytenda Virðisauki 2.300 2.300 2.852 Svona er virðisauka- skattur reiknaður út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.