Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 72
FERÐASKRIFSTOFAN ísland - Bandaríkin 18:18 Ingunn Bernódusdóttir stekkur inn i teiginn og skorar annað af tveimur mörkum sínum í lands- leiknum í gœrkvöldi. Sjá: Bandarisku stúlkurnar jöfnuðu á síðustu sekúndunum.., á bls. 71. Samningaviðræður ASÍ og VSÍ: Tilraunir Veiðimálastofnunar með stórseiðaeldi; Eldistíminn í sjó- kvíum styttur um meira en helming VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur að undanförnu verið með tilraun- ir með eldi stórra laxaseiða og framhaldseldi þeirra í sjókvíum. Með sérstökum aðferðum er hægt að ala gönguseiði þannig að þau verði allt að 20 sinnum stærri en venjuleg gönguseiði. Slík seiði er hægt að selja i sjó- kvíar að vori og ala upp í slátur- stærð fyrir næsta vetur þannig að ekki þurfi að hafa fiskinn í sjó yfir veturinn með tilheyrandi áhættu. Ámi Helgason deildarstjóri fisk- eldisdeildar Veiðimálastofnunar segir að stofnunin hafi farið að huga að þessum tilraunum í Kolla- fírði árið 1984 vegna þess að menn hefðu orðið fyrir áföllum með vetr- areldi á laxi í sjókvíum vegna veðurs. Hann sagði að þessi sérs- taklega stóru laxaseiði væru framleidd með með kerfísbundnu vali á seiðum, nákvæmri fóðrun og umönnun þeirra og hækkuðum hita á vatni eldiskeranna. í fyrsta áfanga tilraunanna hefði tekist að ná seiðunum upp í 650 grömm en venjuleg gönguseiði eru 35—50 grömm. Markmiðið væri að ná næsta árgangi upp í 800 grömm í maí á næsta ári og ala síðan upp í 2 kg. í sjókvíum næsta sumar. Við þetta styttist eldistíminn í sjó úr 14—18 mánuðum í 6—8 mánuði. Takist að leysa þau vandamál sem við er að etja í stórseiðaeldinu og náist markmið tilraunanna, telur Ami að nýir möguleikar skapist fyrir íslendinga í fískeldi. Sjá einnig viðtal á blaðsíðu 41. Atlaga gegn f íknief nasölum: Sjö menn hand- teknir í fimm húsrannsóknum 170 grömm af amfet- amíni gerö upptæk Fíkniefnalögreglan hefur handtekið sjö menn á undan- förnum tveimur dögum í atlögu gegn fikniefnasölum á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna hefur verið úr- skurðaður í sjö daga gæslu- varðhald vegna rannsóknar þessara mála. Viðræöur snúast um upp- stokkun á taxtakerfinu samningi verður auðvitað ekki metið fyrr en eftir þær viðræður sem framundundan eru hjá lands- samböndunum um taxtakerfíð og breytingar á því,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásmundur sagði aðspurður að það gæti ferið svo að breytingar á skattakerfínu yrðu liður í næstu samningum. Hins vegar væri ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu, hve langan tíma það tæki að vinna það mál frekar. Möguleikar á að samningar tak- VSÍ hafnaði tillögu um bráðabirgðasamning VINNUVEITENDUR höfnuðu þeirri uppástungu ASÍ að gera bráðabirgðasamning til skamms tíma og i gær hófust viðræður við landssambönd innan ASÍ, hvert fyrir sig, um uppstokkun á taxtakerfinu. Þeim viðræðum verður haldið áfram í dag og seinnipartinn verður fundur efnahagsmála- nefndar og að honum loknum sameiginlegur fundur beggja samninganefndanna. „VSÍ ljáði ekki máls á styttri samningstíma en fram á sumar. Hvort forsendur eru fyrir slíkum ist um helgina eru ekki miklir. Taxtakerfín eru flókin og margvís- leg og hæpið að nokkur samkomu- lagsleið fínnist í þeim efnum á stuttum tíma. Þá er ljóst að vinnu- veitendur óttast að breytingar á taxtakerfinu geti valdið óraun- hæfum launahækkunum og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Sjá ennfremur frétt á bls 4. í þessari atlögu að fíkniefnasöl- unum voru gerðar fimm húsrann- sóknir og fundust við þær um 170 grömm af amfetamíni auk einhvers magns af hassi og ofskynjunarlyf- inu LSD. Sjö menn voru handteknir í kjölfar þessara húsrannsókna, en alls hafa tíu manns verið yfir- heyrðir vegna þessara mála. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefnalögreglunni er hér um aðskilin mál að ræða og ekki unnt að greina nánar frá málsatvikum þar sem málin eru enn á rannsókn- arstigi. Sauðárkróksf lugvöllur verði varamillilandaflugvöllur: Kostnaðurinn yrði sam- tals 188,5 milljónir króna FLUGMÁLANEFND leggur til að stefnt verði að því að Sauðár- króksflugvöllur verði varamillilandaflugvöllur og áætlar að kostnaður við framkvætndir vegna þess yrði 188,5 milljónir króna, miðað við verðlag í aprfl 1985. Leggur nefndin til að kannað verði hvernig unnt sé að fjármagna stofnkostnað og hvort alþjóðlegt fjármagn sé fáanlegt í þvi skynL „Þegar að farið verður út í þess- ar framkvæmdir, þá verða þær á ábyigð íslendinga einna," sagði Matthías Bjamason samgöngu- ráðherra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvort Ieitað yrði eftir aðstoð Bandaríkjamanna við byggingu varamillilandaflug- vallar. Samgönguráðherra kvaðst telja mjög eðlilegt að leitað yrði eftir erlendu ijármagni, „vegna þess að við höfum ekki ijármagn í þess- ar framkvæmdir,“ sagði Matthías, „og þá er bent á Norð-vestursjóð- inn og síðan gæti einnig hugsast að fengist fjármagn frá Mann- virkjasjóði NATO.“ Samgönguróðherra var spurður hvort flugvöllurinn yrði þá ekki jafnframt varaherflugvöllur fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. „Ég geri ráð fyrir því að ef her- flugvél gæti ekki lent í Keflavík, þá fengi hún að lenda þar, en flug- völlurinn yrði eingöngu undir íslenskri stjóm, og þar yrði ekkert vamarlið eða herstöð," sagði Matthías. Sjá bls. 30: Viðræður við landeigendur og sýslunefnd um flugvallarmálið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.