Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
62. tbl. 75. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kosið í Finnlandi:
Fimmfalda
græningjar
fylgi sitt?
Helsinki, Reuter.
GRÆNINGJAR í Finnlandi virð-
ast ætla að vinna stórsignr í
þingkosningunum um helgina og
má rekja fylgisaukningu þeirra
til kjamorkuslyssins í Chemobyl.
Aðeins tveir þingmenn græningja
sitja nú á þingi, en samkvæmt skoð-
anakönnunum gætu þeir fengið allt
að tíu þingmenn í kosningunum í
dag og á morgun. Finnsku græn-
ingjmir gætu jafnvel gert sér vonir
um ráðherraembætti að kosningum
loknum.
Juha Pentikainen, varaformaður
Miðflokksins, sem situr í núverandi
samsteypustjóm, hefur sagt að
græningjar gætu samið um sæti í
ríkisstjóm ef fylgi þeirra fímm-
faldaðist eins og skoðanakannanir
segja til um.
Helsti hugmyndafræðingur
græningja, Osmo Soininvaara,
sagði að til greina kæmi að flokkur-
inn tæki þátt í stjómarsamstarfi.
Samkvæmt skoðanakönnunum
verður mjótt á munum í kosningun-
um og er ógemingur að segja til
um hvaða flokkar muni hafa bol-
magn til að mynda stjóm saman.
Skyldleiki
með Alz-
heimer’s-
og Downs-
sjúkdóm
Washington. Reuter.
FRANSKIR og bandarískir
vísindamenn hafa fundið erfða-
fræðileg tengsl á milli Alzheim-
er’s-sjúkdómsins og Downs-sjúk-
dómsins, sem stundum er
kallaður mongólismi. Segja
vísindamennimir frá þessu í
grein, sem birtist í fyrradag í
tímaritinuSe/ence Magazine.
Tengslin, sem kunna að varpa
ljósi á undirrót Alzheimer’s-sjúk-
dómsins, felast í arfbera, sem er
haldinn þeirri ónáttúm að skipta
sér eða fæða af sér annan eins.
Komu þessi óeðlilegn, erfðafræði-
legu frávik fram við rannsóknir á
þremur Alzheimer’s-sjúklingum og
tveimur, sem voru haldnir Downs-
sjúkdómnum.
Sjúklingamir áttu það allir sam-
eiginlegt að vera með annað eintak
af þeim arfbera, sem stjórnar fram-
leiðslu ákveðins efnis, svokallaðs
„amyloids", en þessi tvenna veldur
óeðlilegum breytingum í heila Alz-
heimer’s-sjúklinga. Ekki kváðust
vísindamennimir enn skilja hvað
ylli því, að arfberinn gæti af sér
tvífarann en hafa á pijónunum
miklu víðtækari rannsóknir. Með
þeim vilja þeir reyna að komast að
því hvort hér er í raun um að ræða
sameiginlegt megineinkenni fyrir
fyrmefnda tvo heilasjúkdóma.
Þyrlan kemur til bjargar við erfiðar aðstæður
Þessar myndir tók Snorri Böðvarsson félagi í björgunarsveit Slysavamar-
félagsins í Ólafsvík af bjargbrún í Dritvík þegar skipveijum af Barðanum
GK var bjargað um borð í TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Barðinn GK strandaði í Dritvík:
Áhöfninni bjarg-
að um borð í þyrlu
NÍU skipverjum af Barðanum GK 475 var bjargað um borð i
þyrlu Landhelgishæslunnar í gærmorgun skömmu eftir að skip-
ið hafði strandað í Dritvík á Snæfellsnesi. Allir skipveijar eru
heilir á húfi, en skipstjórinn var fluttur til Reykjavíkur þar sem
hann var orðinn mjög þrekaður.
Tilkynning um strandið barst hálftíma síðar. Sjötíu til áttatíu
Tilkynningarskyldunni í gegn um manns munu hafa verið við björg-
Loftskeytastöðina í Reykjavík og unarstörfin og voru menn
voru björgunarsveitir kallaðar út sammála um að ómögulegt hefði
á áttunda tímanum í gærmorgun. verið að ná skipveijum í land
Þær voru komnar á strandstað með línu vegna aðstæðna á
strandstað. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar hefði því enn einu
sinni sannað gildi sitt.
Skipstjóri á Barðanum var
Eðvald Eðvaldsson. Aðrir skip-
veijar voru: Bergþór Ingibergs-
son stýrimaður, Friðfinnur
Hallgrímsson, Hafliði Þorsteinn
Brynjólfsson, ólafur Siguijóns-
son, Þorlákur Halldórsson,
Eiríkur Ingvarsson, Sævar Ingi
Pétursson og Sigursteinn Smári
Karlsson.
Barðinn GK er stálskip, 131
tonn að stærð, í eigu útgerðarfé-
lagsins Rafns hf. frá Sandgerði.
Skipið var smíðað í Noregi árið
1960 og hét áður Jón Sturlaugs-
son.
Sjá samtöl við skipveija og
björgunarmenn á bls. 2.