Morgunblaðið - 15.03.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
Nefnd skipuð til að gera
tillögur um björgunarmál
Á að ljúka störfum fyrir mánaðamót
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað þriggja manna
nefnd til að gera tillögnr um framtíðarskipun björgunar-
mála á hafinu, þar á meðal hver eigi að hafa yfirumsjón
með björgunarstjórnstöð þeirri sem er skilyrði fyrir að
Islendingar geti skrifað undir samning Alþjóðlegu sigl-
ingamálastofnunarinnar um skipulag björgunar á
hafinu. Nefnd þessi er skipuð Böðvari Bragasyni lög-
reglustjóra í Reykjavík sem er formaður, Snæbirni
Jónassyni vegamálastjóra og Þorgeiri Pálssyni dósent
og á hún að Ijúka störfum fyrir næstu mánaðamót.
Böðvar Bragason sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að nefndin
hefði þegar haldið allmarga fundi
og rætt við þá aðila sem eiga
hagsmuna að gæta í þessu máli,
INNLENT
en á sínum tjma voru í gangi við-
ræður milli Landhelgisgæslunnar,
Slysavamafólags íslands, Flug-
umferðastjómar, Siglingamála-
stofnunar og Pósts og síma um
áðumefnda björgunarstjómsstöð.
Upp úr þeim viðræðum slitnaði
árið 1985.
Nú liggur fyrir Alþingi þings-
ályktunartillaga um björgunar-
stjómstöð sqm ríkisstjómin komi
á fót og stöðinni verði stjómað
af björgunarráði. Böðvar sagði
aðspurður að nefndarskipunin
stangaðist ekki á við þessa tillögu
því það væri skylda stjómvalda
að vinna að lausn þessara mála
og þau hefðu áhuga á að fullgilda
alþjóðasáttmálann um björgun á
hafínu. Því yrðu stjómvöld að taka
ákvörðun hvað sem liði tillögum
á Alþingi um skipan mála.
Ámi Johnsen alþingismaður
flutti tillöguna á Alþingi um björg-
unarstjómstöð ásamt fleiri sjálf-
stæðismönnum. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að nefnd
dómsmaálaráðherra væri að vissu
leyti að vinna á svig við tillögu
sína, enda væri álitamál hvort
þessi mál heyrðu undir dómsmála-
eða samgönguráðuneytið. Ami
sagðist reikna með að tillaga sín
yrði afgreidd á Alþingi fljótlega
en hún er nú í allsheijamefnd.
Frá því vandamálið með björg-
unarstjómstöðina kom upp á
yfírborðið eftir síðustu áramót,
hefur verið talsverð umræða um
björgunarmál meðal björgunarað-
ila og sjómanna. Farmanna- og
fískimannasambandið gekkst
meðal annars fyrir lokuðum fundi
síðastliðinn miðvikudag þar sem
björgunaraðilar og aðrir þeir sem
látið hafa þessi mál til sín taka
voru fengnir til að ræða ástandið
í björgunarmálum á hafínu og
hvemig þeim yrði best stjómað.
Skipuleg leit að brjóst-
krabbameinum hefst í haust
SKIPULEG röntgenmyndun bijósta I leit að krabbameinum hefst í
haust og hafa fimm milljónir króna verið veittar til verkefnisins.
Sænskar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að lækka dánartíðni sjúkl-
inga með brjóstkrabbamein um þriðjung sé skipulagðri leit beitt.
Á fyrstu tveimur árunum verður
reynt að ná til kvenna á aldrinum
frá 40 til 69 ára, auk 35 ára kvenna,
eða alls um 33.000 kvenna. Konum-
ar verða síðan skoðaðar á tveggja
ára fresti, segir í frétt Heilbrigðis-
mála.
Stefnt verður að því að sameina
þessar rannsóknir leghálskrabba-
meinsleitinni, en leit að legháls-
krabbameini hefst eftir sem áður
við 25 ára aldur. Árið 1985 greind-
ust bijóstakrabbamein í 99 konum
hér á landi. Fyrstu árin eftir að
hópskoðun með röntgenmyndatöku
hefst er talið að ár hvert muni um
100 krabbamein greinast í leit og
innan við 80 á annan hátt, segir
jafnframt í fréttinni.
Þá segir að með röntgenrann-
sóknum sé hægt að greina mun
minni hnúta en með öðrum aðferð-
um. „Ef æxlið er ekki orðið stórt
er hægt að komast hjá því að taka
allt bijóstið. Hópskoðanimar munU
því leiða til þess að unnt verður að
beita minni háttar skurðaðgerð oft-
ar en nú tíðkast.“
Talið er að sjúkrahús muni geta
annað þeirri ijölgun skurðaðgerða
sem leitin hefur í för með sér, að-
staða til lyfjameðferðar og eftirlits
sjúklinga sé viðundandi, en óvíst
hvort unnt verði að veita geislameð-
ferð fyrr en línuhraðall verður tekin
í notkun á Landspítalanum snemma
árs 1988.
Samningur byggingarmanna og viðsemjenda:
Knut 0degárd, forstjóri Norræna hússins, og Ólafur Kvaran,
sem sá um uppsetningu sýningarinnar, við verk Sigurðar Guð-
mundssonar.
„Sjávarlandslag“
í Norræna húsinu
SÝNINGIN „ Sj ávarlandslag" verður opnuð I Norræna húsinu
í dag, sunnudaginn 15. mars kl. 15.00. Á sýningunni eru mál-
verk eftir tvo norska málara, Olav Stromme og Björn Tufta,
og skúlptúrar eftir íslendingin Sigurð Guðmundsson.
Í fréttatilkynningu Norræna
hússins segir:
„Olav Stromme (1909-1978) er
af þeirri kynslóð norskra lista-
manna, sem varð fyrir áhrifum
af alþjóðlegum straumum í mál-
aralist um 1935, einkum súrreal-
isma. Þess háttar list átti ekki
upp á pallborðið í Noregi lengi
vel og svo fór að Olav Stremme
var sá eini þessara listamanna,
sem hélt sínu striki og er nú viður-
kenndur brautryðjandi nútíma-
málaralistar þar í landi.
Bjöm Tufta er aftur á móti af
yngstu kynslóð norskra málara,
fæddur 1956. Hann kom fyrst
fram á sýningu 1979 með stóra
landslagsmynd, en landslags-
myndir hafa jafnan verið mikil-
vægar í norskri list. Bjöm Tufta
hefur að mestu haldið sig við
þær, en túlkað yrkisefnið á sinn
eigin hátt. Myndir hans þylq'a þó
minna á myndir Olav Stromme
frá fímmta áratugnum og er fróð-
legt að bera saman myndir þeirra
á sýningunni.
Sigurð Guðmundsson ætti að
vera óþarft að kynna mörgum
orðum. Hann er einn fárra íslend-
inga, sem hafa gert garðirin
frægan úti í hinum stóra heimi.
Hann hefur verið búsettur í Hol-
landi undanfarin ár, en vakti fyrst
athygli hér með SÚM-hópnum
kringum 1970. Hann hefur feng-
ist við margs konar listform, en
á þessari sýningu eru sem fyrr
segir eingöngu skúlptúrar eftir
hann.“
Akvæðisvmna hækkar um 8,5%
Frá undirritun samninganna.
AÐ mati vinnuveitenda er samn-
ingur sá sem gerður var við
byggingarmenn í fyrrakvöld inn-
an þess ramma, sem settur var í
samningi Alþýðusambands ís-
lands og Vinnuveitendasambands
íslands f desember á síðasta ári.
Lágmarkslaun eru þau sömu og
hjá öðrum iðnaðarmönnum, en
ákvæði eru um aldurhækkanir
eftir starf í eitt og þijú ár. Ákvæð-
isvinna hækkar um 8,5% frá
gildistöku samningsins og er þar
Leiðrétting
í forystugrein Morgunblaðsins í
gær um sigur Vöku félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta f stúdentaráðs-
kosningunum segir, að hlutfall
Vöku í þessum kosningum, 40,9%,
sé hið hæsta, sem félagið hafí hlo-
tið í hálfrar aldar sögu sinni. Þetta
er ekki rétt. Vaka hefur nokkrum
sinnum hlotið yfír 50% atkvæða og
hlaut til dæmis 1940 56,9%. í kosn-
ingunum nú var hins vegar fylgis-
aukning Vöku frá kosningunum á
síðasta ári meiri en nokkru sinni
síðan 1938 eins og Eyjólfur Sveins-
son, formaður Vöku, benti á í
Morgunblaðssamtali á föstudaginn.
innifalin áfangahækkun 1. júní.
1,5% áfangahækkun kemur 1.
október, eins og ákvæði eru um
í ASÍ/VSÍ samningnum og
greiðslur vegna vinnufata, fæðis
og ferða á vinnustað hækka.
Samningurinn gildir án uppsagn-
arákvæða frá 1. mars til áramóta.
Gunnar S. Bjömsson, formaður
Meistarasambands byggingar-
manna, telur að samningurinn þýði
3-3,6%. raunhækkun launa, sem
einkum sé tilkomin vegna hækkunar
ákvæðisvinnunnar, en um fjórðung-
ur vinnumagns þessara hópa sé
unninn í ákvæðisvinnu. „Samningur-
inn er alveg tvímælalaust í anda
ASÍ/VSÍ samkomulagsins. Samn-
ingaviðræður gengu svona hægt
fyrir sig vegna ágreinings um þau
mörk, sem þar eru sett, en það tókst
að halda samningnum innan þeirra
marka," sagði Gunnar.
„Ég tel að það hafí náðst áfangi
að því marki, sem við stefndum að,
að færa taxtana að greidda kaupinu,
þó hann sé ekki stór,“ sagði Bene-
dikt Davíðsson, formaður Sambands
byggingarmanna. Hann sagði að það
sem byggingarmenn hefðu fyrst og
fremst haft við samning ASÍ og VSI
í desember að athuga væri að hann
hefði einungis verið grunnur, sem
eftir hefði verið að fylla út í og bygg-
ingarmenn hefðu tekið skref í þá
áttina með þessum samningi.
Við gildistöku samningsins hækk-
ar ákvæðisvinna um 8,5%. Þar er
um 5% grunnkaupshækkun að ræða,
2% koma vegna launahækkunarinn-
ar 1. mars og 1,5% vegna samnings-
bundinnar launahækkunar 1. júní,
sem kemur til framkvæmda strax
frá gildistöku samningsins. í samn-
ingnum eru ákvæði um að allt
Stór-Reylqavíkursvæðið, utan Mos-
fellssveitar, verði eitt vinnusvæði.
Við það spara vinnuveitendur sér
kostnað af flutningi og fæði starfs-
manna og fá þeir í staðinn greiddar
4 króna mætingagjald fyrir unnna
klukkustund. Þá hækkar vinnufata-
gjald um krónu á klukkustund og
verður 2,60 í stað 1,60 áður.
Gerður er fastlaunasamningur
með tveimur starfsaldurshækkunum
við þá sem starfa á verkstæðum.
Lágmarkslaun verða 36.200 krónur
og kemur 3% hækkun á þau eftir
starf í greininni í eitt ár og 6% eftir
starf í þijú ár. Auk þess eru ákvæði
um að flokkstjórar fái 15% hækkun
ofan á taxta. Lágmarkslaun í tíma-
vinnu verða við gildistöku samnings-
ins tæpar 250 krónur.