Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
27
Það er enginn hægðarleikur að
komast inn í Óman. Þeir hleypa
ekki ferðamönnum inn, veita kaup-
sýslumönnum að vísu áritun ef þeir
fá uppáskrift á stjómarskrifstofu.
Þeir hafa töluvert af fólki frá Ind-
landi, Pakistan og Filippseyjum,
sem vinnur aðallega í hótelbransan-
um og Evrópubúa, sem eru að vinna
við uppbyggingu og skipulagningu
hins splúnkunýja háskóla Quaboos-
ar súltans. Þeir leyfa stöku kvik-
myndagerðarhópum og áhuga-
mönnum um fomleifarannsóknir að
koma og stundum blaðamönnum.
Vegna þess, að þeim er áfram um
að kynna það, sem er verið að gera
í landinu.Palestínumenn fá ekki að
koma til landsins. Sérstaklega em
þeir lítið hrifnir af svokölluðum
„túristum" enda hefðu þeir svo
margt annað að gera. „Auk þess
held ég ekki að við höfum neitt
gott af því að fá yfír okkur fjölda-
túrisma," sagði einn ómanskur
kunningi minn, Ghanem. Upplýs-
ingamálaráðuneytið lagði mér til
bíl og bflstjóra í allri ferðinni og
Ghanem var bflstjórinn minn og
elskulegur ferðafélagi í þriggja
daga ferð til Salalah, næst stærstu
borgar Ómans. Ghanem sagði mér'
líka, að súltaninn hefði gert tíu ára.
áætlun í sambandi við framkvæmd-
ir. Eftir áratug ættu Ómanir að
vera fleygir og færir og þá vildu
þeir losna við útlendinga, altjendl
ekki hafa þá búsetta. Og súltaninni
gerir það ekki endasleppt, hann villl
hafa Ómani hreinræktaða og þvíi
hefur hann sett lög, sem bannai
Ómönum að giftast útlendingum..
Ghanem segir mér, að yfírleitt sérn
menn sammála um, að þetta séi
bara viturleg ráðstöfun. Landið séi
stórt og þjóðin tiltölulega fámenn,.
varla meira en hálf önnur milljón.,
„Og ef við lítum í kringum okkur“:
segir hann,„ sjáum við hvarvetna.
að þjóðir eru að týnast vegna of
mikiilar blöndunar. Óman fyrir'
Ómani og ekkert kjaftæði. Khal-
ash.“ Svo strýkur hann saman
Iófunum, harla ánægður með þetta.
En spyr mig nokkru síðar, hvað ég
myndi nú segja, ef hann kæmi til
íslands og yrði ástfanginn af dóttur
minni og vildi jafnvel ganga að eiga
hana. Eg sagðist sjálfsagt verða
himinlifandi yfír að fá hann sem
tengdason, en það væri ekki víst
að súltaninn yrði jafn dús við til-
hugsunina. „Það er kannski rétt,
þetta hefur ákveðna ókosti," sagði
Ghanem dapurlega.
Við vorum að koma frá Mirbat,
litlum bæ ekki ýkja langt frá Sal-
alah. Eg hafði sagt Ghanem, að ég
hefði áhuga á að hitta einhveijar
konur til skrafs og ráðagerða. Það
var því efnt til skyndifundar í kven-
félaginu á staðnum. Fimm stjómar-
konur, svartklæddar og með blæjur
sögðu mér, að aðalverkefni félags-
ins væri að leiðbeina konum um
bamauppeidi, hreinlæti og matar-
gerð.
Þær sitja þama f bækistöðvum
félagsins, tignarlegar eins og
drottningar og tala hægt og virðu-
lega. Segja mér að nú séu 160
manns í félaginu sem var stofnað
af 20 konum fyrir fáeinum ámm.
Þær halda fundi, fá fyrirlesara og
leiðbeinendur. Og þær safna göml-
um skartgripum og listmunum. Eg
dáðist óspart að gripunum og þegar
ég bjóst nú til að fara buðu þær
mér, hvort ég vildi ekki máta skart-
gripina. Ég var síðan klædd upp í
kyrtil, hlaðið á mig gulli og gim-
steinum, Ghanem tók mynd og
kvenfélagið hrópaði húrra, húrra.
Ég spurði Ghanem seinna, hvað
hann héldi að skartið kostaði. Ná-
lægt 15 þúsund dollurum hélt hann.
Ég hef víst ekki verið dýrari í ann-
an tíma.
Eins og áður segir leyfði súltan-
inn landsmönnum að syngja og
nota gleraugu. Þeir mega reykja
og þótt þeir séu í heildina góðir og
gildir Múhammeðstrúarmenn, er
ekkert sagt við því þótt þeir smakki
dulítið vín. Svona stöku sinnum og
ekki mjög mikið í einu. Áfengi er
aðeins selt á stærstu hótelunum og
Ómanir sem vilja bregða sér á bar-
inn verða að hafa til þess sérstakt
leyfí. Eitt kvöldið mitt í Múskat fór
,ég upp á barinn á efstu hæð A1
Falaj hótelsins, þar sem ég hafði
ljúft aðsetur. Þaðan er stórkostlegt
útsýni yfír,hvar borgin blasir við,
ofan í þessum djúpu dalbotnum sem
eru umvafðir k'ettum og svo fjöllin,
hijúf og hnarreist í fjarska. Það var
létt yfír liðinu á bamum, flestir
voru þeir Ómanir. Klæddir sínum
hefðbundna síða hvíta búningi, með
vafðan klút um höfuðið. Þeir voru
niðursokknir í að gæða sér á bjór
og eftir að ég hafði fallið í stafí
yfír útsýni um hríð, settist ég niður
og leit í blað og lagði drög að því
að fá mér bjór. Eftir augnablik kom
bjórinn. Ég var varla búin að dreypa
á fyrsta sopanum, þegar annað glas
barmafullt stendur á borðinu. Frá
bamum veifaði til mín hress og
glaðbeittur Ómani, þetta er frá
honum. Ég skálaði auðvitað í þakk-
lætisskyni, en leizt ekki almenni-
lega á blikuna, þegar enn bættust
við fleiri glös og ég ekki hálfnuð
með það fyrsta. Það kemur í ljós,
að enginn getur, kurteisinnar vegna
verið eftirbátur annars: fyrst einn
bauð gesti upp á einhveijar góð-
gerðir verða þeir allir að gera það.
Þótt ég standi mig eins og hetja
við bjórdrykkju, var þetta einum
of mikið af því góða. Það endaði
með því að ég leysti málið, endur-
galt kurteisina og bauð þeim öllum
upp á bjór - þann sama og þeir
höfðu verið að senda til mín. Þar
með var málið farsællega til lykta
leitt og allir undu glaðir við.
í Óman er alls staðar eitthvað
að gerast. Alltaf og hvert sem litið
er. En úti í Wahibaeyðimörkinni
ríkti kyrrðin, sólin, sandstormurinn
og myrkrið. Og þangað mætti fara
í næstu grein.
Texti og myndir:
Jóhanna Kristjónsdóttir
Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun
Einstakt tilboð I
Nú getum við boðið fáeinarcanonA-200 PC tölvur á einstaklega lágu verði.
SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
10 Mb harður diskur, 640 K innra minni,
1 X 360 Kb diskettu drif, einlitur skjár
Aðeins er um að ræða örfáar vélar
og þetta tilboð verður ekki endurtekið
Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLAN0S
Pósthólf 681 Simi 82500
121 REYKJAVÍK
sET-daguL
Skýrslutæknifélag íslands boðar til hálfs dags ráðstefnu um ET (einmennings-
tölvu)-notkun á Hótel Loftleiðum, Kristalssal, fimmtudaginn 19. mars næstkom-
andi. Ráðstefnan hefst kl. 13.15 og gert er ráð fyrir að henni Ijúki kl. 17.30.
Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja kynna sér það nýjasta sem er að gerast í
notkun einmenningstölva núa. PC og Macintosh.
Meðan á fyrirlestrum stendur fer fram sýnikennsla í hliðarsal þar sem notaður verður nýr búnaður
sem gerir kleift að sýna skjámyndir á tjaldi. f lok hvers erindis er gert ráð fyrir umræðum og fyrir-
spurnum.
Dagskrá er þannig gerð að meöan á fyrirlestrum um eitt svið stendur fer fram sýnikennsla á hinum
tveimur. Þannig geta þátttakendur valió saman fyrirlestra og sýnikennslu á þeim sviðum sem
áhuga vekja.
Salur 1 DAGSKRÁ: Fyrirlestrar: 13.15 Setning ráðstefnunnar Páll Jensson, formaður SÍ Salur 2: Sýnikennsla, samhliða fyrirlestrum:
13.30 Ritvinnsla, þróun og horfur Anna Kristjánsdóttir, lektor Tölvuteiknun og grafík
14.00 Einkaútgáfa Halldór Kristjánsson, verkfr. Bókhald og tölvuumhverfi.
14.30 Bókhald og viöskiptahugbúnaöur Gtmnar Om Kristjánsson, vskfr. Ritvinnsla og einkaútgáfa.
15.00 Tölvuumhverfi Magnús Óskarsson, tölvunarfr. Tölvuteiknun og grafík.
15.45 Töivuteiknun Sigurður E. Hjaltason, verkfr. Bókhald og tölvuumhverfi
16.15 Tölvugrafík Jón Bergmundsson, verkfr. Ritvinnsla og einkaútgáfa
16.45 ET í fortíö, nútíö og framtíö
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi.
17.15 Yfirlit og umræður
17.30 Ráóstefnuslit
Páll Jensson, formaður SÍ.
Fundarstjóri: Bergur Jónsson tölvunarfræöingur
Þátttökugjald er kr. 1600,- (25% afsl. fyrir félagsmenn). Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku til Skýrslutæknifélagsins í síma 82500 (Sjóvá hf.), eigi síðar en þriðju-
%* daginn 17. mars.
Skýrslutæknifélag íslands