Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 31
■ ' r v-,w. >■/ /: WT*;anv\W fiioi/. rg|,i!»f%ROM QR •
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 31
hafi horfið, enginn veit hvert,
þó er vitað að stund og stund
þurfti hann að eyða í tugthúsi
sakir slagsmála og óhóflegrar
notkunar á brennivíni og eitur-
lyfjum, sem hafa fylgt leikaran-
um alia tíð. Það er ekki lengra
síðan en í vetur að honum var
stungið inn eftir að á honum
fannst talsvert magn af hassi.
Kvikmyndir og
sjónvarp
Síðari hluta áttunda áratugar-
ins lifði Stacy Keach í kyrrþey.
Hann lék að vísu í örfáum kvik-
myndum, fæstum góðum, en
var þá að byrja að leika í sjón-
varpsþáttum, vinum hans og
velgjörðamönnum til mikils ama
og vonbrigða. Hvað var orðið
af manninum sem sagður var
arftaki sjálfs Brando? Keach bjó
í fjögur ár með söngkonunni
Judy Collins, lærði á píanó og
gítar og dreymdi í þessari vímu
um að verða rokkstjarna ekki
ósvipuð Alice
Cooper vini sínum.
Það var svo árið 1980 að
Stacy tók höndum saman við
bróður sinn, James, og þeir
skrifuðu kvikmyndahandrit um
þá alræmdu glæpabræður
Frank og Jesse James. Þeir
fengu aðra raunverulega bræð-
ur sem þeir þekktu til að leika
hina félagana í Jesse James-
genginu. Það voru þeir Randy
og Dennis Quaid, Keith og Ro-
bert og David Carradine, og
Nicholas og Christopher Guest.
Myndin, sem nefndist The Long
Riders, þótti heppnast mjög vel,
með henni var kúrekamyndin
endurlífguð eftir ára langa niður-
lægingu. Þar með var Stacy
Keach aftur mættur til leiks,
hressari og fjörugri en nokkru
sinni.
En þó er ekki hægt að segja
að hann hafi leikið í betri mynd-
um en áður. Þvert á móti,
kvikmyndir hans á níunda ára-
tugnum (dæmi: Fiðrildið með
Piu Zadoru) eru flestar best
gleymdar. Það var hins vegar í
sjónvarpinu sem Stacy Keach
vakti fyrst verulega eftirtekt.
Hann byrjaði á því að leika
lífvörð Lincolns í þáttaröðinni
Blátt og grátt, (sem leikarinn
lítur á sem sitt besta verk), síðan
lék hann í Daisy prinsessu og í
Dóttur Mistrals þar strax á eftir.
Enn er ónefndur Mike
Hammer, sem nú fer hamförum
á íslenska ríkissjónvarpsskján-
um.
Sögurnar af Mike Hammer
(sem eru alveg kostulegt sam-
safn af gömlum klisjum) komu
fyrst fram í bókarformi kringum
1950 og gerðu höfund þeirra,
Mickey Spillane, heimsfrægan á
augabragði. Stacy Keach er
kannski ekki alveg fæddur inn í
þetta hlutverk; og þó, hann nýt-
ur sín ansi vel í hlutverki aðal-
hetjunnar, sem er í rauninni ekki
svo ólík gömlu hlutverkunum
hans á skjánum, kaidrifjaðir
menn sem unna mest kvenfólki
og kampavíni milli þess sem
þeir kreppa hnefana og senda
byssukúlur herbergja á milli.
„Það skemmtilegasta við að
leika Mike Hammer," segir
Stacy Keach, „var að byrja á
leikfimiæfingunum aftur, en
þeim hætti ég fyrir mörgum
árurn." Keach fékk sérstakan
þjálfara til verksins, engan ann-
an en einkaþjálfara John Tra-
volta, en sá kann að pískra vini
sína áfram uns árangur næst.
Stacy Keach hefur alltaf haft
áhuga á að leikstýra mynd sjálf-
ur og um þessar mundir er hann
að leita að hentugu handriti.
HJÓ
sftwsteífegnjí
í atvinnueldhúsið
Eigum til afgreiðslu af lager 10 bakka
gufusuðu, bökunar- og steikarofna frá
Senking-Juno í Vestur-Þýskalandi.
Tugir slíkra ofna eru í notkun hér á landi.
Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu okkar.
jonco
JÓN JÓHANNESSON & CO. S.F.
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
Hafnarhúsinu v/Tryggagötu,
sími 15821.
Þegar tœknilegir yf irburðir
og glœsileg hönnun fara saman,
-er útkoman: Volkswagen Golf
Þeir sem kunna aö meta bíl sem er
allt í senn: Fallegur og vandaöur,
netturog rúmgóöur, kraftmikill og sterk-
byggöur- þeir velja V.W. Golf.
Aksturseiginleikar V.W. Golf eru
frábærir. Þar kemur fyrst og fremst til
framhjóladrifiö, sérstaklega mikið
fjöðrunarsvið, bæöi áfram- og afturási,
hæfilega mjúk fjöðrun, afar rásfast
tannstangarstýri og tiltölulega langt
hjólahaf, ásamt mikilli sporvídd áfram-
ási. Allt þetta ásamt mjög lágum vind-
stuöli gerir V.W. Golf aö óskabíl viö
allar aðstæður.
V.W. Golf er með vélbúnað, sem
erfitt er að finna samjöfnuð við. Sjálfur
hreyfillinn hefur viðbragðsflýti og afl,
sem kröfuharðir bílstjórar kunna vel að
meta. Niðurfærsluhlutföll á gírkassa og
drifi eru valin með tilliti til hámarksaf-
kasta en lágmarkseyðslu eldsneytis. All-
ur vélbúnaður í Golf er gerður til að end-
ast og þess vegna er viðhaldskostnaður
ótrúlega lítill.
V.W. Golf er bíll, sem hefur öðlast
fastan sess í vitund manna fyrir alhliða
kosti og áreiðanleika. Hann heldur
verðgildi sínu lengur og betur en fiestir
aðrir bílar vegna þess hversu endingar-
góður og vinsæll hann er.
m
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 00
ekkert annaó er Volkswagen