Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 37

Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 37 Þorlákshöfn: Björgunarsveitarmenn byggja Þrjár plötur gefnar út í tengslum við söngvakeppnina STEINAR hf. hafa sent frá sér þrjár hljómplötur með lögfum sem verða í undanúrslitum í „Söngva- keppni sjónvarpsins“, sem nú er að hefjast. Hér er um að ræða tveggja laga plötur, en þó sömu lögin á báðum hliðum og eru þau sungin öðru megin en eingöngu leikin á hinni hliðinni. Lögin á plötunum er „LSfið er lag“ eftir Friðrik Karlsson, Gunnlaug Briem og Birgi Bragason í flutningi hljómsveitarinnar Model, „Norður- ljós“ eftir Gunnar Þórðarson við texta Ólafs Hauks Símonarsonar, sungið af Eyjólfí Kristjánssyni og „Sofðu vært“ eftir Ólaf Hauk Símon- arson í flutningi söngkonunnar Diddú. Eins og fram hefur komið í frétt Morgunblaðsins hefur fyrirkomulagi söngvakeppninnar verið breytt frá því í fyrra. Höfundar bera nú sjálfir ábyrgð á lögum sínum hvað varðar útsetningar og flytjendur og munu sömu flytjendur fylgja lögunum á leiðarenda. Þá hefur hljómplötuút- gefendum gefist kostur á að taka þátt í framkvæmdinni með útgáfu- rétti á einstökum lögum og hafa Steinar h.f. hér riðið á vaðið með útgáfu á þessum þremur lögum. Þorlákshöfn. BJ ÖRGUN ARSVEITIN í Þor- lákshöfn stefnir að því að flytja í nýtt húsnæði á þessu ári en við það gjörbreytist aðstaðan. Nú- verandi húsnæði er alltof lítið og óhentugt en það var á sínum tíma hálfgerður kofi sem björg- unarsveitarmenn gerðu upp. Nýja húsið er 10x25 metra stál- grindahús, keypt hjá Garða Héðni í Garðabæ. Byggingaframkvæmdir hófust 28. september 1985. í dag er húsið rúmlega fokhelt og farið að vinna að innréttingum. Fé til byggingarinnar er víða að komið, frá Slysavarnafélagi íslands 200.000 kr., frá Ölfushreppi 500.000 kr., og sama fjárhæð er á áætlun hreppsins á þessu ári. Tölu- vert fé hefur einnig safnast hjá einstaklingum, fyrirtækjum og fé- lagasamtökum. Þessir aðilar hafa líka verið ósparir á að lána vélar og tæki endurgjaldslaust Aðaltekjuöflun deildarinnar hef- ur verið að selja blóm og kaffi sem þorpsbúar hafa tekið frábærlega vel. Félagar sveitarinnar og velunn- arar hafa unnið samtals 833 vinnustundir og er þó hætta á að eitthvað sé vantalið. Jón Ii. Sigurmundsson Steinar h.f Jass og blús á Hótel Borg JASSVAKNING efnir til tón- leika á Hótel Borg á næstkom- andi miðvikudagskvöld. Á tónleiknum verður eingöngu flutt jass og blús-tónlist. Meðal flytjenda er hljómsveitin Blúshundar, sem fram kemur í fyrsta skipti. í hljómsveitinni eru Bubbi Morthens, Björgvin Gísla- son, Guðmundur Ingólfsson, Þorleifur Guðjónsson og Ásgeir Óskarsson. Þá mun hið sígilda jass-tríó Guðmundar Ingólfssonar koma fram svo og hljómsveitin Súld, sem vakti verulega athygli á síðustu tónleikum Jassvakning- ar á Borginni. (Fréttatílkynníng) Morgunblaðið/Einar Falur Bubbi Morthens verður meðal þeirra sem koma fram á jass- blúskvöldinu á Borginni á miðvikudagskvöld. Morgunblaðið/Þorkell Flytjendur og höfundar tveggja af þeim þremur lögum sem Steinar h.f. hafa gefið út, Eyjólfur Kristjánsson, Gunnar Þórðarson, Ólafur Haukur Símonarson og hljómsveitin Model, en hana skipa Eiríkur Hauksson, Edda Borg, Eva Albertsdóttir, Friðrik Karlsson, Erna Þórarinsdóttir og Gunnlaugur Briem. APRÍL ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST OKTÓBER OKTÓBER OKTÓBER SEPTEMBER SEPTEMBER SEPTEMBER Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við Iánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. FERÐA.. C&HÍccd MIÐSTOÐIIXI Tccwd Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- AÐALSTRÆTI 9-REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3 BJARN) D/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.